Morgunblaðið - 16.07.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2018
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
a
595 1000
TENERIFE 60+
Frá kr.
179.995
14. NÓVEMBER
14 NÆTUR
Frá kr.
235.995
7. NÓVEMBER
21 NÆTUR
að
ve
rð
ge
MEÐ GUNNARI SVANLAUGS
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
„Yfirvinnubann er ein birtingar-
mynd verkfalls. Þá gilda bara al-
mennar reglur um verkföll um yfir-
vinnuna sem þær ættu annars að
vinna. Það er hægt að setja lög á
verkföll en það eru ákveðnar tak-
markanir á lögþvingunum í
tengslum við kjaradeilur.“ Þetta
segir Lára V. Júlíusdóttir, hæsta-
réttarlögmaður og fyrrverandi lekt-
or við lagadeild Háskóla Íslands.
Yfirvinnubann ljósmæðra hefst á
miðnætti á miðvikudag og hafa verið
vangaveltur um hvort sett verði lög
á bannið. Í júní 2015 samþykkti Al-
þingi lög á verkfallsaðgerðir BHM
og Félags íslenskra hjúkrunarfræð-
inga en á árunum 1985-2010 var
lagasetningu beitt 12 sinnum til að
grípa inn í verkfallsaðgerðir.
„Það hefur oft komið fyrir að Al-
þingi hefur leyft sér slíkt. Það er
náttúrulega afar óæskilegt,“ segir
Lára og bætir við að lagasetning sé,
fyrir utan það að ná fram samn-
ingum, eina leiðin til að hindra yf-
irvinnubann ljósmæðra. „Ef Alþingi
ætlaði að brjóta þetta yfirvinnubann
á bak aftur þá yrði að gera það með
lagasetningu.“
Lára segir að almannahagsmunir
og þjóðhagsleg rök verði að vera
fyrir hendi fyrir lagasetningu af
slíku tagi en bendir þó á að Alþingi
hafi áður verið gagnrýnt fyrir að
fara frjálslega með lagasetningu
undir sambærilegum kringumstæð-
um. „Oftar en einu sinni hefur slík
lagasetning verið kærð til Alþjóða-
vinnumálastofnunarinnar og tiltekn-
ar nefndir þar hafa sett ofan í við
stjórnvöld út af þessu.“
Hafa ekki heyrt í neinum
„Sagan sýnir okkur að öll vopn
sem við höfum nýtt í kjarabarátt-
unni hafa verið slegin úr höndunum
á okkur. Þannig að þetta kæmi
manni ekkert á óvart.“ Þetta segir
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formað-
ur samninganefndar ljósmæðra, að-
spurð hvort hún hafi áhyggjur af því
að lög verði sett á yfirvinnubann
ljósmæðra.
Hún segist þó ekki hafa heyrt að
lagasetning á yfirvinnubannið sé í
undirbúningi. „Við höfum ekkert
heyrt, og ekki í
neinum.“
Hún segir eng-
ar nýjar hreyf-
ingar vera í
samningamálum
ljósmæðra og rík-
isins en upp úr
slitnaði í samn-
ingaviðræðum á
síðasta fundi
samninganefnda
ríkisins og ljósmæðra sl. miðviku-
dag.
„Við höfum ekkert heyrt í samn-
inganefndinni, ríkissáttasemjara eða
ráðherra. En við bíðum við símann,“
segir Katrín.
Gunnar Björnsson, formaður
samninganefndar ríkisins, segir að
hann viti ekki til þess að lög á yf-
irvinnubannið séu í bígerð. Spurður
um lögin sem sett voru á BHM árið
2015 segir Gunnar: „Það voru nátt-
úrulega 17 félög og verkfallið hafði
staðið í tíu vikur.“
30 hafa sagt upp
Alls hafa nú 30 ljósmæður, um
20%, sagt upp störfum hjá Land-
spítalanum í Reykjavík og munu
uppsagnir þeirra sem hafa ekki þeg-
ar tekið gildi gera það seinna í sum-
ar eða í haust. Þá hefur um helm-
ingur ljósmæðra við Heilbrigðis-
stofnun Suðurlands sagt upp
störfum og þar að auki þrjár á
Akranesi og ein á Selfossi.
Linda Kristmundsdóttir, fram-
kvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs
Landspítalans, segir að áfram verði
starfað eftir sömu neyðaráætlun og
hefur verið síðan um mánaðamót.
„Það kemur í sjálfu sér ekki ný
neyðaráætlun. Við bætum við hana
með tilliti til yfirvinnubannsins,“
segir Linda og segir að enn sé verið
að vinna í áætluninni.
Ljósmæðradeilan
5. febrúar Kjaradeilu ljósmæðra vísað til ríkissáttasemjara.
14. mars Ljósmæðrafélagið fundar vegna erfiðrar stöðu kjaramála.
16. mars Ljósmæðrafélag Íslands sendir frá sér yfirlýsingu þar sem segir að viðbrögð ríkisvaldsinseinkennist af skilningsleysi og tómlæti.
21. mars Samstöðufundur ljósmæðra þar sem fólki var boðið að ganga í gegnum fæðingarveg.
30. mars Fregnir berast af uppsögnum ljósmæðra.
29. apríl Ljósmæður á fæðingarvakt og meðgöngu- og sængurlegudeildum senda frá séryfirlýsingu um að þær muni ekki vinna umfram vinnuskyldu frá og með 1. maí.
1. maí Ljósmæður fá bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu um að þær hafi ekki val umhvort þær vinni yfirvinnu eða ekki skv. lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.
4. maí Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra boðar samninganefnd ljósmæðra á óformlegan fund.
5. maí Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir í fréttum RÚV að ljósmæðurkrefjist um 20% meiri launahækkunar en ríkið er tilbúið til að semja um.
29. maí Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins skrifa undir kjarasamning. Þá höfðu níu sáttafundir verið haldnir í deilunni.
30. maí.-8. júní Kosning um kjarasamning.
8. júní Samningurinn felldur með um 70% greiddra atkvæða.
20. júní Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir verkfall yfirvofandi.
21. júní Stjórnendur Landspítalans funda vegna viðbragða við uppsögnum og yfirvinnubanni ljósmæðra.
28. júní Fimm rúmum á meðgöngu- og sængurlegudeild LSH lokað vegna skorts á ljósmæðrum.
1. júlí Yfirvinnubann samþykkt með 90% greiddra atkvæða. Uppsagnir 12 ljósmæðra áLandspítalanum taka gildi, þar af ÞRJÁR á fæðingardeild. Aðgerðaáætlun spítalans tekur gildi.
3. júlí Velferðarnefnd Alþingis fundar vegna deilunnar. Fjármála- og efnahagsráðuneytið sendir frá séryfirlýsingu þar sem segir að ljósmæður hafi fengið meiri launahækkanir en aðrar BHM-stéttir.
5. júlí Samningafundur í deilunni.
11. júlí Ljósmæður höfnuðu tilboði ríkisins sem var innan við 12% launahækkun og níu mánaða samningur.
13. júlí Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir kröfur ljósmæðra uppskrift að óstöðugleika.
18. júlí Áformað að yfirvinnubann ljósmæðra taki gildi.
Lög á bannið ekki í augsýn enn
Samninganefnd ljósmæðra bíður við
símann Segja að lagasetning kæmi
ekki á óvart 30 ljósmæður hafa sagt
upp störfum á Landspítala Helmingur
ljósmæðra í Keflavík hefur sagt upp
Lára V.
Júlíusdóttir
Katrín Sif
Sigurgeirsdóttir
Gunnar
Björnsson
Þrjár konur hafa nú verið sendar
frá Reykjavík til Akraness til að
fara í fyrirframákveðna keis-
araskurði og munu tvær bætast við
í vikunni. Þá munu tvær konur fara
í sömu aðgerð á sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri í vikunni en til þess að
minnka álag á meðgöngudeildinni í
Reykjavík hefur hluti þeirra kvenna,
sem kjósa að fara í keisaraskurð-
aðgerð, verið sendur á Akranes eða
Akureyri.
„Það er auðvitað sumarfrí og helmingurinn úti,“
segir Anna Björnsdóttir, deildarstjóri á kvennadeild
Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi.
Uppsagnir þriggja ljósmæðra á kvennadeildinni á
Akranesi tóku gildi síðastliðin mánaðamót en Anna
segir deildina vera rekna á neyðarplani um þessar
mundir. „Það er bara ein á vakt. Það er svolítið vont
að þurfa kannski að sinna konu sem kemur inn í fæð-
ingu þegar maður er líka að fara inn í keisara. Það
getur tekið einn og hálfan til tvo tíma. En þetta hefur
alla vega gengið hingað til,“ segir Anna.
Eins og áður segir munu tvær konur koma í keis-
araskurð á fæðingardeildinni á sjúkrahúsinu á Akur-
eyri en Svana Zóphoníasdóttir, ljósmóðir á Akureyri,
segir áhrifin vegna uppsagna ljósmæðra ekki hafa
borist til Akureyrar enn. Hún segir þó: „Það verður
náttúrulega líka yfirvinnubann hjá okkur. Við erum
með talsvert af útköllum nú á sumartímanum þegar
það er lágmarksmönnun. Við höfum þurft að kalla út
á aukavaktir.“
Álag á fæðingardeildum á Akranesi og Akureyri
FYRIRFRAMÁKVEÐNAR KEISARASKURÐAÐGERÐIR FÆRÐAR ÚT Á LAND
Álag Ein ljósmóðir
á vakt á Akranesi
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
„Versta ástandið er á
sængurkvennagangi. Þaðan þarf að
senda konur sem eru með börn á
vökudeild heim, konur sem annars
hefðu fengið að
vera með kríl-
unum sínum í
nokkra daga. Það
er ömurlegt að
þurfa að gera
þetta.“ Þetta seg-
ir Hallfríður
Kristín Jóns-
dóttir, Fríða, ljós-
móðir á fæðing-
arvakt Land-
spítalans. Hún er
ein þeirra 30 ljósmæðra á spítalanum
sem hafa sagt starfi sínu lausu.
Uppsögn Fríðu tekur gildi 1. októ-
ber. Hún áætlar að nú hafi 17 ljós-
mæður á fæðingarvaktinni sagt upp,
um þriðjungur þeirra rúmlega 50
ljósmæðra sem starfa á vaktinni.
„Þær sem eru að segja upp eru ungu
konurnar í hæsta starfshlutfallinu.
Þrjár á vaktinni munu hætta í haust
vegna aldurs og nokkrar sem eru
orðnar sextugar eru byrjaðar að taka
út lífeyri og eru í minna en 50%
starfi. Stéttin virðist vera að lognast
út af,“ segir Fríða.
Verðandi mæður áhyggjufullar
Hún hefur starfað sem ljósmóðir í
tíu ár og segir það hafa verið afar erf-
iða ákvörðun að segja starfi sínu
lausu. „Ég sagði upp 20. júní og beið
eins lengi og mér fannst ég geta með
það. Ég hélt að ástandið myndi ekki
ganga svona langt. Mér finnst hafa
verið farið illa með mig og ég
skammast mín hálfpartinn fyrir að
hafa látið það viðgangast.“
Fríða segir að talsvert sé um að
konur, sem eru komnar að því að
fæða, hringi áhyggjufullar á fæðing-
arvaktina. „Þær spyrja hvort það sé
pláss fyrir þær, hvort hægt sé að
sinna þeim. Þegar þær koma svo á
staðinn verður þeim létt því við ger-
um allt sem við getum til að þær finni
ekki fyrir ástandinu.“
Að sögn Fríðu eru allar vaktir
bæði á fæðingarvakt og
sængurkvennagangi undirmannaðar
eftir að uppsagnir 12 ljósmæðra tóku
gildi um síðustu mánaðamót. Við það
bætast forföll vegna sumarfría og
gripið hefur verið til þess ráðs að fá
ljósmæður til að bæta við sig vinnu
og fá ljósmæður af öðrum deildum,
m.a. mannauðssviði til að standa
vaktina.
Að öllu óbreyttu mun yfirvinnu-
bann ljósmæðra taka gildi eftir tvo
sólarhringa. Þegar Fríða var spurð
að því í gær hvort starfsfólki hefði
verið kynnt hvernig spítalinn hyggst
bregðast við því ástandi sem þá mun
hugsanlega skapast sagði hún svo
ekki vera. „Okkur hefur ekki verið
kynnt nein áætlun. Ég veit satt best
að segja ekki hvernig á að manna
deildirnar eftir að bannið skellur á.“
Hallfríður K.
Jónsdóttir
Þriðjungur ljósmæðra á
fæðingarvakt hefur sagt upp