Morgunblaðið - 16.07.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2018
Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is
Allir vilja koma að sumarbústaðnum sínum eins og þeir skildu við
hann og tryggja öryggi sitt og sinna sem best. Öryggisbúnaður, eins
og lásar, þjófavarnarkerfi, reykskynjarar og slökkvitæki, fæst í
miklu úrvali í Vélum og verkfærum.
Öryggi í sumarbústaðnum
Blaupunkt SA2700
Þráðlaust þjófavarnarkerfi
• Fullkominn GSM hringibúnaður
• Hægt að stjórna með Connect2Home-appi
• Boð send með sms eða tali
• Viðbótarskynjarar og fjöldi aukahluta fáanlegir
Verð: 39.990 kr.
OLYMPIA 9030
Þráðlaust þjófavarnarkerfi
• Mjög einfalt í uppsetningu/notkun
• Fyrir farsímakort (GSM)
• Hringir í allt að 10 símanúmer
• Allt að 32 stk. skynjarar
• 2 stk. hurða/gluggaskynjarar og fjarstýring fylgir
• Fáanlegir aukahlutir:
viðbótarfjarstýringar, glugga/hurðaskynjarar,
svæðisskynjarar PIR, reyk- og vatnsskynjarar.
Verð: 13.330 kr.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Ný lög um persónuvernd tóku gildi í
gær. Þau koma í stað laga sem gilt
hafa frá árinu 2000. Allar opinberar
stofnanir, ráðuneyti og sveitarfélög
þurfa að ráða persónuverndarfull-
trúa. Það sama á við fyrirtæki í um-
fangsmikilli vinnslu persónuupplýs-
inga,“ segir Vigdís Eva Líndal,
skrifstofustjóri upplýsingaöryggis
hjá Persónuvernd.
„Sérþekking á persónuverndar-
löggjöfinni er eina skilyrðið sem
persónuverndarfulltrúar þurfa að
uppfylla,“ segir Vigdís sem segir að
fólki í þessum störfum fjölgi nú jafnt
og þétt.
„Í upphafi síð-
ustu viku höfðu
borist 41 tilkynn-
ing inn á borð
Persónuvendar
um ráðningu per-
sónuverndarfull-
trúa frá stjórn-
völdum og fyrir-
tækjum sem
skylt er að ráða
persónuverndar-
fulltrúa.
Vigdís segir að fáir sérfræðingar
hafi verið á Íslandi þegar byrjað var
að kynna og undirbúa innleiðingu
Evrópusambandsins á nýjum per-
sónuverndarlögum haustið 2016.
„Nú hefur þetta algjörlega snúist
við. Endurmenntun Háskóla Ís-
lands, Háskólinn í Reykjavík og
Lögmannafélagið hafa t.d. haldið
fjölda námskeiða fyrir sérfræðinga í
persónuvernd. Það eru margir
ágætlega undir það búnir að takast á
við ný lög um persónuvernd og hafa
síðastliðin tvö ár kynnt sér söguna á
bak við persónuverndarlögin sem
þeir verða að þekkja,“ segir Vigdís.
Frekari fjölgun starfsmanna
Fimm starfsmönnum hefur verið
bætt við hjá Persónuvernd til við-
bótar við þá sjö sem voru fyrir að
sögn Vigdísar. Hún segir að gert sé
ráð fyrir fyrir auknum fjárheimild-
um í fjármálaáætlun sem gildir til
ársins 2022 til að fjölga stöðugildum
hjá Persónuvernd. Nóg sé að gera á
skrifstofu Persónuverndar. 800 mál
séu nú opin og stöðugt bætist ný við.
„Það skemmtilega við persónu-
vernd er að lögin snerta öll svið sam-
félagsins. Málin eru stór og smá og
mörgu hægt að svara í síma, en mál-
in geta líka verið þung og flókin,“
segir Vigdís og bætir við að Persónu-
vernd hafi sett upp þjónustuborð þar
sem stefnan er að svara fyrirspurn-
um um innleiðingu nýju persónu-
verndarlaganna frá litlum og með-
alstórum innan þriggja til fimm
daga. Vigdís upplifir að þær stofn-
anir og fyrirtæki sem leita til Per-
sónuverndar séu almennt jákvæð
fyrir breytingunum á persónuvernd-
arlöggjöfinni og vilji gera vel.
„Við leysum úr kvörtunum frá ein-
staklingum og aðilar máls geta
stundum, eðli máls samkvæmt, verið
ósáttir við niðurstöðuna. Það er
vandmeðfarið að feta línuna á milli
persónuverndar og þess hvað má
gera við upplýsingar,“ segir Vigdís.
Eyðing fyrir einstaklinga
„Samkvæmt nýju löggjöfinni eiga
einstaklingar rétt á að fá svar við
beiðni um veitingu réttinda 30 dög-
um eftir að þeir senda beiðni um það
til þess sem vinnur upplýsingarnar.
Ef töf verður á svörum má lengja
frestinn um tvo mánuði ef það er
mjög flókið og margar beiðnir hafa
borist,“ segir Vigdís
„Það getur verið snúið og tekið
langan tíma að fá leiðréttingu eða
eyða gögnum þegar upplýsingar
liggja fyrir í mörgum kerfum. Ef
lagaskylda er til upplýsingsöfnunar
getur einstaklingur ekki látið eyða
þeim,“ segir Vigdís og tekur fram að
stjórnvöld geti ekki eytt upplýsing-
um sem falli undir varðveisluskyldu
í lögum og opinberar persónur geti
almennt ekki látið eyða ummælum
eða gögnum sem þeir sögðu einn
daginn í því skyni að það komi ekki
illa út fyrir þá síðar meir.
Vernd látinna í fimm ár
„Af því að hér er um að ræða
reglugerð Evrópusambandsins þarf
að taka hana beint upp í íslenskan
rétt. Þó fá ríkin svigrúm hvað sumt
varðar,“ segir Vigdís og á þar t.d.við
vinnslu persónuupplýsinga um
látna.
„Gömlu lögin giltu fullum fetum
bæði um lifandi og látna. Í nýju lög-
unum var ákveðið eftir yfirlegu að
lögin tækju til látinna í fimm ár frá
andláti,“ segir Vigdís og bætir við að
svigrúm hafi verið nýtt til að láta
sektir einnig ná einnig til stjórn-
valda.
„Frumvarpið gerði ráð fyrir að
sektir skyldu lagðar bæði á fyrir-
tæki og stjórnvöld og voru lögin
samþykkt frá Alþingi, líkt og í flest-
um Evrópuríkjum að undanskildu
Austurríki,“ sagði Vigdís.
Ný persónuverndarlög í gildi
Tilkynningar um persónuverndarfulltrúa hrúgast inn Meiri sérþekking Stjórnvöld fá ekki að
eyða gögnum Stjórnmálamenn geti ekki afmáð ummæli Starfsmönnum fjölgar hjá Persónuvernd
Morgunblaðið/Eggert
Persónuvernd Ný lög um sem tóku gildi í gær eiga að bæta réttarstöðu einstaklinga gagnvart upplýsingasöfnun.
Vigdís Eva
Líndal
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Ég fékk ábendingu um að það væri
mynd af mér á vegg í Vídeó-
markaðnum í Hamraborg með text-
anum: Veit einhver hver þessi kona
er! Hafa samband við Gulla,“ segir
Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæj-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópa-
vogi. Hún segist hafa farið strax á
staðinn og beðið um að myndin, sem
var tekin úr upp-
töku eftirlits-
myndavélar stað-
arins, yrði
fjarlægð.
„Starfsmaður
sem ég talaði við
sagði eigandann
geta svarað fyrir
myndbirtinguna
og neitaði að taka
niður myndina.
Ég benti honum á að samkvæmt per-
sónuverndarlögum væri óheimilt að
birta myndir úr eftirlitsmyndavélum.
Annar starfsmaður virti ósk mína og
tók niður myndina,“ segir Karen.
Hún segist hafa farið að skoða að-
stæður á staðnum á miðvikudag eftir
umræður á meirihlutafundi bæjar-
stjórnar Kópavogs um ábyrgð bæjar-
ins á leyfisveitingum fyrir fjölbreytta
starfsemi sem er í Vídeó-markaðnum.
„Ég skoðaði aðbúnað í Vídeó-
markaðnum, spilasalinn, salernin og
kannaði hvernig ég bæri mig að ef ég
vildi kaupa bjór,“ segir Karen sem
hringdi í eigandann til þess að fá
skýringu á myndbirtingunni.
„Hann sagði að náðst hefði mynd af
mér í eftirlitsmyndavélinni á sama
tíma og gleraugu fundust og tilgang-
urinn hafi verið að koma til mín gler-
augunum. Ég hef takmarkaða trú á
þeirri skýringu,“ segir Karen
Guðlaugur Kristjánsson, eigandi
Vídeó-markaðarins, segir ekkert
óeðlilegt hafi átt sér stað. Reynt sé að
hafa uppi á fólki með þessum hætti og
leysa mál í stað þess að fara með
týnda hluti til lögreglunnar.
Lög um persónuvernd eru mjög
skýr hvað varðar rafræna vöktun en í
þeim segir að það efni, sem til verði
við vöktun, verði ekki afhent öðrum
eða unnið frekar nema með samþykki
þess sem upptaka er af eða sam-
kvæmt ákvörðun Persónuverndar;
heimilt sé þó að afhenda lögreglu efni
með upplýsingum um slys eða refsi-
verðan verknað.
Eftirlýstur bæjar-
fulltrúi í Kópavogi
Eftirlýst Myndin sem hengd var upp
Karen Elísabet
Halldórsdóttir
Hópur tæplega 1.260 einstaklinga á fésbókinni sem
tilheyrir hópnum „Ég vil fá persónugögnin mín“ gerir
kröfu á stjórnvöld og fyrirtæki á Íslandi að þau af-
hendi þeim rafrænt afrit af öllum þeirra persónugögn-
um. Á síðu hópsins kemur fram að markmið hans sé
að skapa vettvang fyrir fólk með áhuga á persónu-
gögnum og að koma saman og ræða um virði gagna
og hagnýtingar möguleika þeirra einstaklingum til
góða. Fimm stjórnendur fésbókarhópsins bjóðast til
þess að setja fram kröfulýsingu um aðgengi að persónuupplýsingum fé-
laga í hópnum sem þess óska á íslensk fyrirtæki og stofnanir sem þeir
kjósa. Sniðmát af kröfugerð stendur fésbókarnotendum til boða á síð-
unni. Almennt virðast félagsmenn jákvæðir með framtakið.
Ég vil fá persónugögnin mín
FÉSBÓKARHÓPUR