Morgunblaðið - 16.07.2018, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2018
Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is
Margar gerðir
af innihurðum
Hjá Parka færðu gullfallegar
innihurðir frá Grauthoff.
Mikið úrval, sjón er sögu ríkari!
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!
Margar gerðir
af innihurðum
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
„Þetta hefur verið bylting. Þótt Héð-
insfjarðargöng hafi verið gífurleg
fjárfesting á sínum tíma, þá voru þau
lykillinn að sameiningu Ólafsfjarðar
og Siglufjarðar, sem er orðið sveitar-
félag sem dafnar, annars hefðu menn
verið í vondum málum,“ segir Gunn-
ar Birgisson, sveitarstjóri í Fjalla-
byggð, í samtali við Morgunblaðið,
sem innti hann og sveitarstjóra Dal-
víkur eftir hagrænum áhrifum Héð-
insfjarðarganga á Tröllaskaga nú
þegar liðin eru átta ár frá opnun.
Gunnar segir Tröllaskaga nú orð-
inn hluta af Eyjafjarðarsvæðinu, það
hafi orðið fólksfjölgun, fleiri ferða-
menn, fleiri störf og að afkoma bæj-
arfélagsins hafi batnað, en það er í
samræmi við niðurstöður rannsókn-
ar Háskólans á Akureyri frá 2015
sem sýnir m.a. að fólksfækkun hafi
stöðvast, konum á barneignaaldri
hafi fjölgað á staðnum og fleiri ferða-
menn leggi nú leið sína um Trölla-
skagann á ferð um Norðurland.
„Störfum hefur fækkað í sjávar-
útvegi vegna tækniframfara, en á
móti hefur störfum fjölgað í ferða-
mannaiðnaði og svo eru hérna tvö líf-
tæknifyrirtæki sem skapa störf og
svo almenn þjónusta,“ segir Gunnar
og bætir við að reynt sé að hafa góða
umgjörð, mikilvægt sé að fá þá sem
skapa störf líka. Stór höfn og löndun
sé á staðnum og mikilvægt að hafa
góðar samgöngur til flutninga.
Vill fleiri opinber störf
„Nú þurfum við bara að fá fleiri
störf, t.d. eins og ríkisstofnanir, það
er hægt að vinna svo margt rafrænt.
Menn verða að hugsa um það til að
halda landinu í byggð,“ segir Gunn-
ar, það séu komnar fínar samgöngur
og net en hann hefur áhyggjur af raf-
magninu.
„Við eigum nóg fyrir okkur núna
en það á fljótlega eftir að verða
vandamál, eins og er hérna á Norð-
vesturlandinu. Það má ekki leggja
línur neins staðar, þó að virkjanirnar
framleiði nóga orku og þetta heftir
atvinnuuppbyggingu hérna á Norð-
urlandinu,“ segir Gunnar að lokum.
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitar-
stjóri Dalvíkurbyggðar, segir í skrif-
legu svari við fyrirspurn Morgun-
blaðsins Héðinsfjarðargöng hafa
haft jákvæð áhrif fyrir Dalvíkur-
byggð. „Til að mynda erum við í
samstarfi við Fjallabyggð í nokkrum
málum s.s. um rekstur tónlistar-
skóla, málefnum fatlaðra og svo er
sameiginleg barnaverndarnefnd hjá
sveitarfélögunum. Allt slíkt samstarf
er mun auðveldara þegar sam-
göngur hafa styst um tugi kílómetra
og eru einnig öruggari. Þá eru
íþróttafélög í samstarfi, t.d. yngri
flokkar í knattspyrnu hjá KF og Dal-
vík. Hvað varðar ferðamannastraum
þá er jákvætt að hafa styttri og
þægilegri tengingu á milli allra þétt-
býlisstaðanna á Tröllaskaganum.
Það njóta allir góðs af því.“
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Héðinsfjarðargöng Horft til Ólafsfjarðar úr gangamunna Héðinsfjarðarganga en göngin voru opnuð árið 2010.
Segja jákvæð áhrif af
Héðinsfjarðargöngum
Sveitarstjórar á Tröllaskaga hæstánægðir með áhrif frá
opnun ganganna Viðsnúningur í afkomu og byggðaþróun
„Það má í raun segja að þetta hafi
verið algjört hugsunarleysi hjá
okkur,“ segir Einar Sigfússon, eig-
andi veiðihússins við Haffjarðará,
um atvinnuauglýsingu sem fyrir-
tækið birti fyrir helgi. Þar er óskað
eftir „hressri og duglegri stúlku“
sem geti sinnt daglegum verk-
efnum, t.d. þrifum og þjónustu til
borðs í hádegis- og kvöldmat.
Í jafnréttislögum kemur fram að
einungis megi auglýsa eftir fólki af
tilteknu kyni krefjist starfið þess
eða þegar rétta þarf hlut kynjanna.
Spurður um hvers vegna eingöngu
hafi verið auglýst eftir stúlku
kveðst Einar lítið hafa leitt hugann
að því. „Það hafa alltaf verið stúlk-
ur hjá okkur sem sinnt hafa þessu
starfi. Maður hugsaði því ekki út í
það að þetta er auðvitað starf sem
strákar geta sinnt líka. Þetta var
því bara vegna þess að við erum
vön að hafa stelpu og hugsunarleysi
af okkar hálfu,“ segir Einar og bæt-
ir við að öllum sé frjálst að sækja
um stöðuna. „Fólk af báðum kynj-
um getur sótt um starfið og á jafna
möguleika á því að hreppa það,“
segir Einar. aronthordur@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Haffjarðará Veiðihúsið vildi ráða hressa og duglega stúlku til starfa.
Óskuðu eftir duglegri
og hressri stúlku
„Auðvitað starf sem strákar geta sinnt“
Arnar Þór Ingólfsson
athi@mbl.is
Erlendir ferðamenn óskuðu í gær eft-
ir aðstoð rekstraraðila í Kerlingar-
fjöllum, eftir að hafa fest tvær bifreið-
ar sínar í grennd við fjallið Loðmund,
sem er á milli Kerlingarfjalla og Set-
ursins, hálendisskála ferðaklúbbsins
4x4. Akstur á svæðinu hefur verið
bannaður sökum þess hve blautt er
enn á þessum slóðum. „Þetta svæði er
lokað,“ segir Páll Gíslason, fram-
kvæmdastjóri Fannborgar ehf. sem
rekur ferðaþjónustuna í Kerlingar-
fjöllum, í samtali við mbl.is.
Hann segir að það hafi þó verið
þrýstingur frá íslenskum bílstjórum
að fara þess leið upp á síðkastið þrátt
fyrir að vegurinn sé ekki tilbúinn. Páll
segir að hann hafi neitað ferðamönn-
unum um hjálp úr ógöngunum en þess
í stað óskað eftir aðkomu lögreglunn-
ar á Suðurlandi, sem kom á svæðið og
fer nú með málið. „Við erum stöðugt
að fá símtöl frá íslenskum bílstjórum
sem vilja fara þetta, en við höfum átt
mjög gott samstarf við ferðaklúbbinn
4x4 um að halda þessu lokuðu og að
menn séu sammála um að vera ekki að
fara leiðina fyrr en vegurinn er orðinn
þurr,“ segir Páll, en leiðin sem um
ræðir er sú þægilegasta milli Kerling-
arfjalla og Setursins.
„Allt á kafi í drullu enn þá“
Lögreglan á Suðurlandi vann að
því í gær að koma bílum, sem óku á
veginum og festu sig, upp úr drull-
unni og af svæðinu. Lögreglan sagði
í samtali við mbl.is í gær að ekki
lægi fyrir hver refsing ferðalang-
anna fyrir utanvegaaksturinn yrði.
Bílarnir eru á erlendum númerum
og eru merktir frönsku ferðaskrif-
stofunni Imagine 4x4 sem selur
ævintýrajeppaferðir víða um heim.
Jón Guðmundsson, formaður um-
hverfisnefndar ferðaklúbbsins 4x4,
segir að almennt séu leiðir á hálend-
inu að opnast fremur seint í sumar
sökum vætutíðar. „Sérstaklega
þessi leið norðan við Kerlingarfjöll-
in, það er allt á kafi í drullu þar enn
þá,“ segir Jón, en samkvæmt upp-
lýsingum mbl.is höfðu ferðamenn-
irnir krækt út af veginum sem
þarna liggur til að forðast snjó-
skafla en festust þess í stað í drullu-
svaði.
Lögregla kölluð til
vegna utanvegaaksturs
Erlendir ferðamenn fastir eftir akstur á leið sem er lokuð
Ljósmynd/Páll Gíslason
Utanvegaakstur Annar bílanna fastur í aurbleytu utan vegar í grennd við
fjallið Loðmund í gær. Lögreglan á Suðurlandi var kölluð til vegna málsins.