Morgunblaðið - 16.07.2018, Blaðsíða 13
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2018
NÝR FJÓRHJÓLADRIFINN E-PACE
Búnaður í R-Dynamic SE er m.a.: 20” álfelgur, lykillaust aðgengi, handfrjáls opnun á
afturhlera, rafdrifin leðursæti með minni, glerþak, upphituð framrúða og stýri, Black
Pack útlitspakki, Meridian hljóðkerfi, leiðsögubúnaður með Íslandskorti,
10” litaskjár, hjálparbúnaður til að leggja í stæði, skriðstillir með fjarlægðarvara o.m.fl.
jaguarisland.is
THE ART OF PERFORMANCE
VERÐFRÁ: 8.390.000KR.
Jaguar E-Pace, fjórhjóladrifinn, sjálfskiptur.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
8
9
0
6
5
JAGUAR E-PACE R-DYNAMIC SE
VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR
JAGUAR
HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK
SÍMI: 525 6500
prentað út ljóðabók í örfáum eintök-
um sem hún gaf ekki út, Tilraunar-
tilvistarkreppu. Mikill munur er á
þeirri bók og Salti, að sögn Maríu.
„Tilraunartilvistarkreppa var algjör
tilraun. Ef ég opna hana fæ ég bara
hroll, ljóðin eru svo lítið unnin. Ég
var bara að gera þetta ein og hafði
enga reynslu.“
Hins vegar vann María meira í
Salti í samstarfi við Kristínu Svövu,
ritstjóra Partusar, sem gaf bókina
út.
María er að vinna í nýju ljóða-
handriti og leitar innblásturs víða.
Hún lagði af stað í mánaðarferð til
Grikklands daginn eftir útgáfu Salts
og hóf skrifin þegar í stað. „Þegar
maður fer í burtu í svona langan
tíma svona langt í burtu þá fær mað-
ur yfirsýn yfir allt heima.“ Í nýja
handritinu einbeitir María sér enn
frekar að myndlíkingum. „Ég er að
vinna mig áfram með þær og að vera
óhrædd við að taka þær enn lengra,“
segir hún.
sú sem sagði að rútínan
skyldi ekki gleypa sig
hefur gefist upp og sokkið ofan í
amstrið sem étur hana
að innan
hægt en bítandi
einn sunnudagsmorgun
verður komið gat
í gegn
þá gefur hún fjandanum
alla sína drauma
segir bara farið öll
til helvítis og kveikir
í ljóðunum
Hvar sérðu sjálfa
þig eftir tíu ár?
Ísíðustu viku skrifaði ég pistilum slæmar fyrirmyndir í ung-lingafótbolta. Þjálfara og for-eldra bandarísks liðs sem son-
ur minn og félagar hans spiluðu við á
alþjóðlegu móti á Spáni. Til upprifj-
unar þá urðu bæði þjálfarar og for-
eldrar liðsins sér til skammar með
grófum og dónalegum hrópum og
köllum allan leikinn. Það er ekki til
fyrirmyndar.
En það sem gerðist síðan er til fyr-
irmyndar. Þegar lá við að upp úr syði
eftir þennan vasklega leik, þá sá ég
son minn og fyrirliða bandaríska liðs-
ins tala saman, báðir með símana sína
á lofti. Einhverjir héldu að þeir væru
að rífast og ég fór til þeirra að athuga
málið.
Svo var alls ekki. Þeir voru að
tengjast á Snapchat. Sallarólegir í lát-
unum. Fyrirliðar liðanna. Nú er liðinn
tæpur hálfur mánuður frá mótinu og
ég spurði son minn í gær hvort þeir
hefðu eitthvað verið í sambandi. Hann
sagði mér að þeir hefðu mikið verið að
ræða málin, bæði leikinn sjálfan og
það sem gerðist í honum en líka lífið
almennt. Hitabylgjuna sem er núna í
New Jersey, heimsmeistarakeppnina
og ýmislegt fleira. Tveir heilbrigðir
fótboltastrákar hvor í sinni heimsálf-
unni með svipuð áhugamál.
Mér finnst þetta frábært, sérstak-
lega eftir öll lætin sem urðu í kringum
fótboltaleikinn. Jákvæð samskipti
þeirra sýna í verki að þótt foreldrar
séu slæmar fyrirmyndir er ekki sjálf-
gefið að börn þeirra fylgi í fótspor
þeirra. Vissulega hafa foreldrarnir
mikil áhrif, til góðs og ills, en stundum
eru vítin til að varast þau. Krakkarnir
skynja og átta sig á að hegðun for-
eldranna er ekki góð og ákveða að
fara aðra leið í lífinu.
Samskipti strákanna eftir leikinn
Fullorðnir geta lært af börnunum
Getty Images/iStockphoto
Njóttu ferðalagsins
Guðjón Svansson
guðjon@njottuferdalagsins.is
Guðjón Svansson er Íslendingur,
ferðalangur, eiginmaður, fjögurra
stráka faðir, rithöfundur, fyrirles
ari, ráðgjafi, þjálfari, mentor og
nemandi sem heldur úti bloggsíð-
unni njottuferdalagsins.is.
segja okkur líka hvað samskipta-
miðlar – sem við tölum svo mikið nið-
ur, ég er þar engin undantekning –
geta gert mikið. Snapchat er í þessu
tilviku frábært samskiptatól sem á
þátt í að brjóta niður múra og breyta
neikvæðum tilfinningum og sam-
skiptum í jákvæðar.
Ég hef mikla trú á komandi kyn-
slóðum, finnst krakkar og ungt fólk í
dag vera miklu opnara, umburð-
arlyndara og umhyggjusamara en
mín kynslóð var á þeirra aldri. Við
sem erum fullorðin í dag getum
margt lært af þeim yngri. Við getum
bætt okkur, orðið betri manneskjur
og þannig orðið enn betri fyrirmyndir
fyrir þau sem á eftir okkur koma.
Njótum ferðalagsins!
Á leikvelli Við, sem erum
fullorðin í dag, getum
margt lært af þeim yngri.
Í tilefni aldarafmælis sjálfstæðis og
fullveldis Íslands bjóða danska norð-
urheimskautasérsveitin, 1. flotaher-
deild og danska sendiráðið á Íslandi
til sýningar um borð í eftirlitsskipinu
Vædderen sem liggur við Ægisgarð í
Reykjavíkurhöfn 17. og 18. júlí, það er
á morgun og á miðvikudag í þessari
viku.
Í skipinu er ljósmyndasýning frá
konungsheimsóknum til Íslands frá
1874 til 1938. Þar verða til sýnis ljós-
myndir frá konungsheimsóknum til
Íslands, á árunum 1874 til 1938. Skip-
ið sem flutti fyrstu handritin heim ár-
ið 1971 bar sömuleiðis nafnið Vædde-
ren og eru ljósmyndir frá þeim
viðburði einnig á sýningunni.
Vædderen verður opinn frá kl. 13
til 17 fyrrnefnda daga. Dönsku her-
skipin eru oft í höfn í Reykjavík og
hér er til dæmis skipt um áhafnir á
skipunum, sem eru í löngum eftirlits-
ferðum við Færeyjar og Grænland.
Heimahöfn skipanna er annars í Fre-
derikshavn sem er hafnarbær norð-
urlega á hinu danska Jótlandi.
Myndir í Vædderen
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ingólfsgarður Herskipin í höfn.
Handritin og
konungarnir