Morgunblaðið - 16.07.2018, Síða 15

Morgunblaðið - 16.07.2018, Síða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2018 Ég sleit krossbönd og fór í fimm liðþófaaðgerðir. Samt hljóp ég hálft maraþon í sumar verkjalaust. Jóhann Gunnarsson – sölustjóri hjá Pennanum Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Fundur Donalds Trumps Banda- ríkjaforseta og Vladimirs Pútíns, for- seta Rússlands, fer fram í Helsinki í Finnlandi í dag. Með fundinum lýkur tæplega vikulangri ferð Trumps um Evrópu sem hófst á miðvikudag þeg- ar hann mætti til fundar við leiðtoga NATÓ-ríkjanna í Brussel í Belgíu. Þá dvaldi hann einnig í fjóra daga á Eng- landi þar sem hann hitti m.a. Elísa- betu Englandsdrottningu áður en hann hélt til Helsinki. Að sögn Trumps áætlar hann að fundurinn með Pútín verði „sá auðveldasti af þeim öllum“. Meðal þess sem stjórnmálaskýr- endur búast við að rætt verði á fund- inum eru meint afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum 2016 auk málefna Sýrlands og Úkraínu. Þess utan muni fundurinn að mestu ráðast af því hversu vel leiðtogunum kemur saman og hvort þeim takist að byggja upp persónulegt samband. Ráðgert er að Trump og Pútín muni í upphafi fundar ræða einir saman, ein- ungis að túlkum viðstöddum. Að því loknu muni þeir snæða hádegisverð saman ásamt ráðamönnum. Pútín mun hrósa Trump mikið Í frétt AFP er bent á að fundurinn komi að mörgu leyti á óþægilegum tíma fyrir Trump, en ný sönnunar- gögn er varða afskipti Rússa af for- setakosningunum 2016 komu nýverið fram. Pútín fer hins vegar með mik- inn meðbyr til fundar við Trump eftir vel heppnað heimsmeistaramót í Rússlandi. Talið er að sameiginlegur blaðamannafundur leiðtoganna í finnsku forsetahöllinni síðar í dag muni koma til með gefa innsýn í það hvernig fundurinn gekk. Í frétt AFP er jafnframt rætt við Alinu Polyakovu, sérfræðing við rannsóknarstofnun Brookings í Washington í Bandaríkjunum. Hún segir að búast megi við því að Pútín reyni að smjaðra fyrir Trump á fund- inum. „Pútín hefur sýnt að hann er ótrúlega naskur á að greina persónu- leika fólks,“ segir Alina og bendir á að Pútín sé þjálfaður KGB-njósnari. „Hann mun koma til með að hrósa Trump í hástert enda hefur Trump verið móttækilegur fyrir öllu hrósi hingað til,“ segir Alina. Leiðtogarnir afar umdeildir Mikil mótmæli hafa verið í Helsinki vegna leiðtogafundarins, en á þriðja þúsund manns söfnuðust saman í borginni í gær. Flestir mótmælend- anna báru spjöld þar sem brot á mannréttindum og takmarkað frelsi fjölmiðla var fordæmt, en hvergi er fleiri blaðamönnum haldið föngnum en í Rússlandi. Þá hafa andstæðingar Trumps gagnrýnt hann fyrir of harða stefnu í innflytjendamálum. Ekki voru þó eintóm mótmæli í Helsinki en ungliðahreyfing stjórn- málaflokksins Sannra Finna boðaði til fundar í Helsinki í gær. Með því vildu þeir fagna komu Trumps sem er í miklum metum hjá hreyfingunni, en tæplega hundrað manns mættu á samkomuna. Trump og Pútín funda í dag  Lokahnykkur ferðar Trumps um Evrópu  Málefni Sýrlands og Úkraínu auk afskipta Rússa af forsetakosningunum sett á oddinn  Mikil mótmæli í Helsinki AFP Mætt Donald Trump ásamt eiginkonu sinni, Melaniu Trump, við komuna á Vantaa-flugvöllinn í Helsinki í gær. Settur hefur verið upp fjöldi aug- lýsingaskilta á leið Pútíns og Trumps frá flugvellinum í Helsinki að fundarstað þeirra í dag. Á skiltunum eru fyrirsagnir úr dag- blöðum sem tengjast viðhorfum leiðtoganna til frjálsrar fjölmiðla- umfjöllunar. Yfirskrift þessa gjörnings er: „Velkomnir til lands frjálsra fjölmiðla“ en útbreidd- asta áskriftarblað Norður- landanna, finnska dagblaðið Hels- ingin Sanomat, stendur fyrir þessu. Á leið leiðtoganna frá flugvell- inum að fundarstað munu þeir sjá tæplega 300 mismunandi skilti. Á öllum skiltunum er að finna fyrirsagnir eða aðrar fréttir, jafnt gamlar sem nýjar, sem sýna stormasamt samband forsetanna tveggja og fjölmiðla allt frá alda- mótum til dagsins í dag. Minna á mikilvægi fjölmiðla AUGLÝSINGASKILTI HAFA VERIÐ SETT UPP Á LEIÐ FORSETANNA Skilti Minnt á mikilvægi fjölmiðla. Thorvald Stolt- enberg, fyrrver- andi utanríkis- ráðherra Noregs, lést á föstudag 87 ára að aldri. Í til- kynningu sem fjölskylda Stolt- enbergs sendi á fjölmiðla kemur fram að hann hafi glímt við skammvinn veikindi og látist í faðmi fjölskyldunnar. Stoltenberg starfaði sem ráðherra í þremur ríkisstjórnum Verka- mannaflokksins í Noregi en stjórn- málaferill hans spannaði um fjórtán ár. Þess utan gegndi hann hlutverki diplómata og samningamanns hjá Sameinuðu þjóðunum auk embættis forseta Rauða krossins um tíma. Hann var faðir Jens Stoltenbergs, fyrrverandi forsætisráðherra Nor- egs og núverandi framkvæmda- stjóra Atlantshafsbandalagsins. Thorvald Stolten- berg fallinn frá Thorvald Stoltenberg NOREGUR Ráðamenn Norð- ur-Kóreu og Bandaríkjanna hittust í gær og ræddu flutning jarðneskra leifa bandarískra her- manna úr Kóreu- stríðinu aftur til Bandaríkjanna. Þetta kom fram í máli Mike Pom- peo, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, að fundi loknum í gær. Pomp- eo sagði enn fremur að viðræður hefðu gengið vel og þær myndu halda áfram í dag. Að því er fram kemur hjá AFP fór fundurinn fram á hlutlausa svæðinu milli Suður- og Norður- Kóreu, Panmunjom. Viðræðurnar koma í kjölfar leiðtogafundar Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður- Kóreu, í síðasta mánuði en flutning- urinn er hluti af samningi þeirra. Viðræður um flutn- ing jarðneskra leifa Mike Pompeo NORÐUR-KÓREA, BANDARÍKIN Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, varaði í gær samflokks- menn sína í Íhaldsflokknum við því að reyna að koma í veg fyrir tilraun hennar til að mynda náið samband milli Bretlands og Evrópusambands- ins áður en Brexit gengur í gegn. Verði þeir ekki við ósk hennar segir hún að hætt sé við því að ekkert verði af útgöngu Bretlands úr Evr- ópusambandinu. „Skilaboð mín til þjóðarinnar eru skýr, við verðum að hafa augun á lokatakmarkinu. Ef við gerum það ekki gæti það orðið til þess að Brexit verði ekki að veru- leika,“ skrifaði May á Facebook-síðu sína í gær. Einungis níu mánuðir eru þar til Bretland mun ganga úr Evr- ópusambandinu, en ákvörðunin er enn mjög umdeild ekki síst innan Íhaldsflokksins. Á vef Reuters kemur fram að með færslunni nú um helgina sé Theresa May að senda skýr skilaboð til fjölda stuðningsmanna Brexit í flokknum. Með því sé hún að koma í veg fyrir að samflokksmenn hennar reyni að bregða fyrir hana fæti á meðan samningaviðræður við Evrópusam- bandið eru í fullum gangi. Talsverðar hræringar hafa verið í ríkisstjórn hennar vegna Brexit en Boris Johnson, fyrrverandi utan- ríkisráðherra, og David Davis, ráð- herra Brexit-mála, sögðu nýverið upp vegna ágreinings um Brexit. AFP Theresa May Hún segir að muni samflokksmenn hennar reyna að bregða fyrir hana fæti verði jafnvel ekkert af útgöngu Bretlands úr ESB. Varar samflokks- menn sína við

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.