Morgunblaðið - 16.07.2018, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Heimsmeist-aramótikarla í
knattspyrnu lauk í
gær með sigri
Frakka. Mótið var
haldið í Rússlandi og geta gest-
gjafarnir vel við unað. Leikir
mótsins voru flestir spennandi og
ágæt auglýsing fyrir knattspyrn-
una, sér í lagi eftir þau spilling-
armál sem sett hafa svartan blett
á Alþjóðaknattspyrnusambandið,
FIFA, á undanförnum árum.
Að þessu sinni var knatt-
spyrnan í fyrirrúmi. Fjölmörg
mörk voru skoruð og boðið var
upp á spennu og óvænt úrslit.
Sigur Frakka var verðskuld-
aður. Lið þeirra byrjaði hægt, en
óx ásmegin eftir því sem á leið.
Liðið sýndi að það gat spilað
leiftrandi knattspyrnu, en oftar
beið það átekta. Stundum mátti
jafnvel ætla að Frakkarnir hefðu
laumast í handbók íslenska
landsliðsins þegar þeir leyfðu
andstæðingnum að stjórna leikn-
um og treystu á að sækja hratt
þegar þeir unnu boltann.
Króatar eru einnig með frá-
bært lið eins og Íslendingar
þekkja eftir margar viðureignir á
undanförnum árum. Þeir verð-
skulduðu fyllilega að leika til úr-
slita. Sömu sögu má segja um lið
Belga, sem hrepptu þriðja sætið
og mætti halda fram að hafi leikið
áferðarfallegustu og skemmtileg-
ustu knattspyrnuna.
Íslendingar geta borið höfuðið
hátt eftir þátttökuna í mótinu.
Liðið stóð sig með prýði, sýndi að
það átti fullt erindi í Rússlandi og
hefði hæglega getað komist upp
úr sínum riðli. Nú er að fylgja
þessum árangri eftir.
Eitt af því sem vakti hvað
mesta athygli í upphafi mótsins
var myndbandsdómgæslan svo-
kallaða, sem réð að mörgu leyti
úrslitum í nokkrum af mikilvæg-
ustu leikjum riðlakeppninnar.
Minna fór fyrir henni í útslátt-
arkeppninni sjálfri allt þar til í
úrslitaleikinn í gær var komið.
Mun lengi verða deilt um vítið,
sem Frökkum var dæmt með því
að skoða upptökur eftir að bolt-
inn fór í hönd varnarmanns Kró-
atíu í vítateignum. Þá munu Kró-
atar ugglaust einnig spyrja hvers
vegna tæknin var ekki notuð til
að fara yfir það hvort einn leik-
manna Frakka hafi verið rang-
stæður þegar franska liðið náði
forustu með sjálfsmarki Króata
eftir aukaspyrnu.
Hvað sem því líður er ljóst að
tæknin mun eiga sífellt meiri þátt
í alþjóðaknattspyrnunni. Þótt
hún sé umdeild verður það að
teljast gott því að hún tekur af
vafa og getur leitt í ljós hluti,
sem ella færu fram hjá dómurum.
Það verður líka forvitnilegt að sjá
hvaða áhrif myndbandsdómgæsla
hefur á hegðun leikmanna því nú
munu dómarar eiga auðveldara
með að fullvissa sig um að ekki sé
verið að leika á þá.
Að mörgu leyti var þetta
keppni „smáþjóðanna“, þar sem
fornfræg landslið náðu sér ekki á
strik. Þetta mun til
að mynda vera í
fyrsta sinn í sögu
mótsins þar sem
hvorki Þýskaland,
Brasilía eða Argent-
ína ná í undanúrslit. Þá er Króat-
ía fámennasta ríkið sem nær í úr-
slitaleik mótsins frá því Úrúgvæ
varð heimsmeistari árið 1950.
Gestgjafar Rússa nutu þess
líka greinilega að vera á heima-
velli. Lágt skrifað lið heima-
manna náði að komast í átta liða
úrslit, þvert á spár, og munaði
litlu að því tækist að slá út verð-
andi silfurlið Króata í víta-
spyrnukeppni.
Mótið hefur verið góð auglýs-
ing fyrir Rússland. Það var vel
skipulagt og flestir þeir, sem
héldu til Rússlands, bera landi og
þjóð söguna vel. Þótt öryggis-
gæsla hafi yfirleitt ekki verið
íþyngjandi fyrir gesti var hún
talsverð og Rússar greinilega við
öllu búnir. Fyrir leik Íslendinga
og Króata mátti til dæmis sjá
bryndreka með loftvarnarbyssur
fyrir utan leikvanginn.
Hafi menn átt von á að Vladim-
ír Pútín Rússlandsforseti myndi
nota mótið til að trana sér fram
varð sú ekki raunin. Hann var
viðstaddur upphafsleik mótsins
milli Rússlands og Sádi-Arabíu
og fylgdist með viðureigninni við
hlið Mohammeds bin Salman,
krónprins olíuveldisins. Fór þar
vel á með þessum tveimur leið-
togum, sem saman sitja á um
fjórðungi olíu- og gasbirgða
heimsins. Hann var ekki við-
staddur aðra leiki Rússa þótt
þeir kæmust í átta liða úrslit, en
var hins vegar á úrslitaleiknum í
gær ásamt Kolindu Grabar-
Kitarovic, forseta Króatíu, og
Emmanuel Macron, forseta
Frakklands, sem enn virðist ekki
hafa heyrt af sniðgöngu íslenskra
ráðamanna á HM til að mótmæla
framgöngu Rússa á alþjóðavett-
vangi.
Haft hefur verið á orði að mót-
ið í Rússlandi hafi verið eitt besta
mót frá upphafi. Eftir fjögur ár
mun sögunni víkja til Katar og
fer mótið þá fram á aðventunni.
Mótsstaðurinn er umdeildur og
er það ekki bara vegna loftslags-
ins. Spurningar hafa vaknað um
spillingu í kringum staðarvalið og
vinnuþrælkun við byggingu leik-
vanga og annarra mannvirkja.
Eftir átta ár verður móti hald-
ið í Bandaríkjunum, Kanada og
Mexíkó. Þá verður þátttöku-
löndum fjölgað um 16, úr 32 í 48.
Margir hafa áhyggjur af að það
muni veikja mótið. Meira verði af
ójöfnum leikjum. Yfirburðir Evr-
ópu og Suður-Ameríku eru miklir
í knattspyrnunni. Þrettán lið frá
öðrum álfum tóku þátt í mótinu.
Aðeins tvö þeirra komust upp úr
sínum riðlum, Japan og Mexíkó,
og voru slegin út í 16 liða úrslit-
um. Fjölgunin gæti hins vegar
einnig orðið til þess að efla knatt-
spyrnuna og stuðlað að því að
lina það tak, sem Evrópa og Suð-
ur-Ameríka hafa á vinsælustu
íþrótt heims.
Frakkar heimsmeist-
arar eftir vel heppn-
að HM í Rússlandi}
Spenna og óvænt úrslit
Á
meðan heilbrigðiskerfið er einn
mikilvægast þáttur mannlífsins
hér á landi er það um leið eitt
stærsta bitbein pólitískra átaka.
Öll erum við sammála um að vilja
gott og öflugt heilbrigðiskerfi en okkur greinir
á um hvernig kerfið á að vera uppbyggt, hver á
að veita þjónustuna og svo er það auðvitað hug-
lægt mat hvenær heilbrigðiskerfið nær þeirri
stöðu að vera það gott að hægt sé að una því
hvernig það er uppbyggt. Líklega komum við
aldrei að þeim tímapunkti að lyfta upp þum-
alfingri og segja að nú sé kerfið orðið fullkomið.
Líkt og svo margir aðrir þættir þróast heil-
brigðiskerfið með tímanum, m.a. vegna tækni-
breytinga og annarra lýðheilsuþátta. Við lifum
lengur, nýir sjúkdómar gera vart við sig á með-
an aðrir líða undir lok og þannig mætti áfram
telja.
Til einföldunar mætti skipta heilbrigðiskerfinu upp í tvo
þætti, annars vegar aðgengi að heilbrigðisþjónustu og hins
vegar veitingu þjónustunnar. Um það verður ekki deilt að
allir eigi að hafa aðgengi að heilbrigðisþjónustu, óháð efna-
hag eða öðrum samfélagslegum þáttum. Þó að vissulega
megi finna vankanta þá er mér óhætt að fullyrða að heilt yf-
ir litið hefur okkur tekist vel í því að tryggja aðgengi að
heilbrigðisþjónustu. Það eru helst landfræðilegar aðstæður
sem torvelda það aðgengi. Úr því má bæta og við þurfum að
tryggja betra aðgengi landsbyggðarinnar að öflugri þjón-
ustu. Hluti af þeirri lausn ætti að vera að efla fjarheilbrigð-
isþjónustu þar sem þess gefst kostur.
Samhliða aðgengi að þjónustunni erum við
nokkuð sammála um að ríkið greiði meg-
inþorra þjónustunnar, líkt og það gerir nú þeg-
ar. Það er hins vegar frekar deilt um það hver á
að veita þá þjónustu sem landsmönnum stend-
ur til boða. Það verður ekki séð með góðum
rökum að ríkið eigi eitt að veita þá þjónustu.
Við höfum nú þegar góða reynslu af rekstri og
þjónustu einkaaðila í heilbrigðiskerfinu, t.d. Í
öldrunarmálum og í rekstri einkarekinna
heilsugæslustöðva. Þessa reynslu eigum við að
nýta til að gera kerfið enn öflugra.
Síðastliðið ár hefur mikið verið rætt um
kostnað við liðskiptaaðgerðir þar sem við erum
að senda landsmenn til Svíþjóðar í liðskipta-
aðgerðir í stað þess að gera samning við einka-
reknar skurðstofur hér á landi. Að senda sjúk-
ling til Svíþjóðar í aðgerð er tvöfalt dýrara
fyrir utan allt það rask sem fylgir ferðalaginu.
Með öðrum orðum, þjónustan er hvort tveggja í senn dýr-
ari fyrir ríkið og verri fyrir sjúklinginn. Það getur ekki ver-
ið pólitískt markmið að bjóða upp á lélega þjónustu í nafni
þess að ríkið eigi eitt að veita heilbrigðisþjónustu.
Við þurfum að vera opin fyrir því að hugsa hlutina upp á
nýtt, líka þegar kemur að heilbrigðiskerfinu. Markmiðið
hlýtur að vera að bjóða upp á góða og um leið hagkvæma
þjónustu. Það verður ekki gert með ríkið sitji eitt beggja
megin borðsins.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Öflugra heilbrigðiskerfi
með einkaaðilum
Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari
Sjálfstæðisflokksins. aslaugs@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen BAKSVIÐ
Nína Guðrún Geirsdóttir
ninag@mbl.is
Umsóknarfrestur fyrir aug-lýstar stöður bæjar- ogsveitarstjóra er nú liðinn íflestum tilvikum og hafa
þrettán sveitarfélög birt lista yfir um-
sækjendur. Heilt yfir sóttu töluvert
fleiri karlmenn um stöðu bæjar- eða
sveitarstjóra eða 70 prósent. Í tveimur
sveitarfélögum sóttu eingöngu karl-
menn um stöðuna, það var í Fjarða-
byggð og sveitarfélaginu Hornafirði.
Fjöldi umsækjenda var æði misjafn eft-
ir sveitarfélögum en flestar umsóknir
bárust um stöðu sveitarstjóra Blá-
skógabyggðar eða 24.
Flestir framkvæmdastjórar
Heilt yfir virðist starfsreynsla um-
sækjenda vera nokkuð fjölbreytt.
Langflest sveitarfélög setja þær kröfur
að umsækjandi hafi framúrskarandi
hæfni í mannlegum samskiptum ásamt
því að hafa reynslu af stjórnun og
rekstri. Ef litið er á starfstitla umsækj-
enda virðist starfsreynsla þeirra helst
felast í stjórnun af ýmsu tagi. Flestir
titluðu sig framkvæmdastjóra og næst-
flestir voru fyrrverandi sveitarstjórar
eða bæjarstjórar. Allnokkrir voru verk-
efnastjórar og mátti þar að auki finna
hvers kyns stjóra sem flokkaðir voru í
„annað“, t.d. forstjóra, slökkviliðs-
stjóra, sviðsstjóra, hótelstjóra, ritstjóra
og fjármálastjóra.
Tveir fyrrverandi sveitarstjórar
sóttu um á nokkrum stöðum þeir Gísli
Halldór Halldórsson, fráfarandi bæj-
arstjóri Ísafjarðarbæjar, sem sótti alls
um sjö stöður víðs vegar um landið og
var Ísafjarðarbær ekki þar á meðal.
Magnús Stefánsson, fráfarandi bæj-
arstjóri Garðs, sótti um á tveimur stöð-
um en samningar þessara bæjarstjóra
runnu út í vor. Þá sótti Elliði Vignisson,
fyrrverandi bæjarstjóri í Vest-
mannaeyjum, um stöðu bæjarstjóra í
Ölfusi.
Umsóknametið í ár á Linda Björk
Hávarðardóttir verkefnastjóri sem
sótti um á alls tíu stöðum víðs vegar um
landið.
Fjölbreytileiki fyrir austan
Fjölbreyttustu reynsluna er lík-
lega að finna meðal umsækjenda um
starf bæjarstjóra á Seyðisfirði, en
þeirra á meðal var leikarinn Þorvaldur
Davíð Kristjánsson sem ættaður er af
svæðinu. Einnig sóttu þar um Snorri
Emilsson leikstjóri og Sveinn Enok Jó-
hannsson, sölustjóri og söngvari. Ætti
það ekki að koma á óvart í ljósi þess að
á Seyðisfirði er blómlegt lista- og
menningarlíf sem nær hápunkti einu
sinni á ári með listahátíðinni LungA.
Einn forsprakki LungA-hátíðarinnar,
Kristín Amalía Atladóttir, var einnig
meðal umsækjenda á Seyðisfirði.
Má gera fastlega ráð fyrir því að
þegar auglýst er eftir bæjarstjórastöðu
geti margir brottfluttir einstaklingar
frá viðkomandi sveitarfélögum vel
hugsað sér að sækja um. Selfyssing-
urinn Einar Bárðarson sem hefur
gegnt stöðu samskiptastjóra Hafnar-
fjarðarbæjar undanfarin ár, var meðal
umsækjenda í Árborg.
Fjórir fyrrverandi
vílja stjórna Akureyri
Margir eru um hituna á Akureyri
þar sem sextán umsóknir bárust um
stöðu bæjarstjóra en Eiríkur Björn
Björgvinsson lætur þar af störfum eftir
átta ár í starfi.
Fjórir fyrrverandi sveitarstjórar
sóttu um starfið, m.a. Ásthildur Sturlu-
dóttir, fyrrverandi sveitarstjóri í Vest-
urbyggð. Einnig sótti þar um Guð-
mundur Steingrímsson, fyrrverandi
þingmaður og ritstjóri.
Hafa ber í huga að sum sveit-
arfélögin birtu ekki upplýsingar um
störf eða bakgrunn umsækjenda sinna.
Því var aðeins notast við þá starfstitla
sem voru aðgengilegir hjá sveit-
arfélögunum í tölfræðinni sem
fylgir greininni.
Konur eru tæpur
þriðjungur umsækjenda
Búið er að ráða í nokkrar stöð-
ur sveitarstjóra nú þegar. Með-
al annars var Ásta Stefáns-
dóttir valin í starf sveitarstjóra
Bláskógabyggðar en hún lét
nýverið af störfum sem fram-
kvæmdastjóri Árborgar eftir
tvö kjörtímabil. Þá var Valdi-
mar O. Hermannsson ráðinn
sveitarstjóri í Blönduósbæ.
Hann hefur verið verkefnastjóri
undanfarin ár m.a. fyrir At-
vinnuþróunarfélag Eyjafjarðar.
Í Fjarðabyggð var ráðinn Karl
Óttar Pétursson sem hefur
starfað sem forstöðumaður
lögfræðisviðs Arionbanka,
Katrín Sigurjónsdóttir sem
m.a. hefur starfað sem fram-
kvæmdastjóri er nýr sveit-
arstjóri Dalvíkurbyggðar og
Linda Björk Pálsdóttir er nýr
sveitarstjóri í Hval-
fjarðarsveit, en
hún var áður
skrifstofustjóri
sveitarfé-
lagsins.
Fjölbreyttur
hópur
REYNSLA Í BLAND
VIÐ NÝGRÆÐINGA
Ásta
Stefánsdóttir
Umsækjendur um störf sveitar- og bæjarstjóra
Kynjahlutfall
umsækjenda
Fjöldi umsækjenda efir starfstitlum
Framkvæmda-
stjórar
Sérfræðingar Sviðsstjórar Ráðgjafar Sveitar- og
bæjarstjórar
Annað
Karl
Kona
70%
30%
24
5 5 7
19
45