Morgunblaðið - 16.07.2018, Side 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2018
Reykjavík Klyfjaðir og kappklæddir ferðalangar gengu með föggur sínar í gegnum Hljómskálagarðinn fyrir helgi. Skærgulur Bónuspokinn minnti á sólina sem sást ekki þegar myndin var tekin.
Arnþór Birkisson
New York | Skilin á
milli glundroðans í
vestri, sem birtist fyrir
opnum tjöldum á leið-
togafundi Atlantshafs-
bandalagsins og í liðn-
um mánuði á G7-fund-
inum í Kanada, og
vaxandi sjálfstrausts
Kínverja á alþjóðavett-
vangi verða skarpari
með hverjum deginum.
Í liðnum mánuði lauk allsherjar-
fundi kínverska kommúnistaflokks-
ins um alþjóðamál. Þetta var annar
fundurinn af þessum toga frá því að
Xi Jinping varð óskoraður leiðtogi
Kína 2012. Þessir fundir eru ekki
hversdagslegar uppákomur. Þeir
eru skýrasta birtingarmynd þess
hvernig forystan lítur hlutverk Kína
í heiminum, en þeir segja heiminum
líka talsvert um Kína.
Á síðasta slíka fundinum 2014 var
rekunum kastað yfir kennisetningu
Dengs Xiaopings um að maður
skyldi „fela styrk sinn, sæta lagi,
aldrei taka frumkvæðið“ og boðaður
nýr tími athafnasemi á alþjóðasvið-
inu. Að hluta endurspeglaði þetta
aukna miðstýringu valds í tíð Xis og
um leið þá niðurstöðu kínverskra
forystumanna að veldi Bandaríkja-
manna hnígi hlutfallslega og það
viðhorf þeirra að Kína sé orðið
ómissandi afl í efnahagslífi heims-
ins.
Frá 2014 hafa Kínverjar víkkað
út og hlaðið undir hernaðarlega
stöðu sína í Suður-Kínahafi. Þeir
hafa lagt margar billjónir dollara í
hugmynd sína um hina nýju silkileið
í því skyni að efla viðskipti, auka
fjárfestingu, bæta innviði og taka
frumkvæði í alþjóðlegri pólitík og
viðskiptum. Nær fjárfestingin til 73
landa í Evrasíu, Afríku og víðar.
Kínverjar hafa einnig fengið stærst-
an hluta hins þróaða heims til að
kvitta upp á Innviðafjárfestinga-
banka Asíu, fyrsta alhliða þróun-
arbankann, sem ekki
tengist Bretton Wo-
ods.
Kínverjar hafa einn-
ig verið með diplómat-
ískar þreifingar utan
síns nánasta áhrifa-
svæðis í hernaðar-
málum í Austur-Asíu
auk þess sem þeir hafa
verið virkir þátttak-
endur í samningum á
borð við kjarnorku-
samninginn við Íran
2015. Þeir hafa komið
sér upp sjóherstöðvum í Sri Lanka,
Pakistan og Djibútí og tekið þátt í
sjóheræfingum með Rússum á fjar-
lægum slóðum á borð við Miðjarð-
arhafið og Eystrasaltið. Í mars
stofnuðu Kínverjar sína eigin al-
þjóðlegu þróunarstofnun.
Tilurð samræmdrar allsherjar-
stefnu (burtséð frá því hvort vestrið
kýs að viðurkenna hana sem slíka)
er ekki það eina sem hefur breyst
frá 2014. Fyrir það fyrsta er áhersl-
an á hlut kommúnistaflokksins mun
meiri en áður. Xi hafði áhyggjur af
því að flokkurinn væri kominn í
aukahlutverk í stefnumótun í helstu
málaflokkum í landinu og því end-
urheimti hann stjórn flokksins yfir
stofnunum ríkisins og setti pólitíska
hugmyndafræði ofar stefnumótun
tæknikratanna. Xi er staðráðinn í að
skáka hinum rauða þræði vestrænn-
ar söguskoðunar eins og hún krist-
allaðist í orðum Francis Fukuyama
um „endalok sögunnar“ með sigri
frjálslynds lýðræðiskapítalisma.
Þess í stað vill hann viðhalda hinu
leniníska ríki til langframa.
Þessi nálgun, þekkt sem „Hugsun
Xis Jingpings“, einkennir nú alla
stefnumörkun Kína í utanríkis-
málum. Það á einkum við um þá
skoðun Xix að það séu þekkt, óum-
breytanleg „lögmál“ sögulegrar
þróunar, sem bæði hafi forskriftar-
og forspárgildi og var hún mjög
áberandi á utanríkismálafundinum í
liðnum mánuði. Ef þetta hljómar
eins og gamaldags díalektísk efn-
ishyggja er það vegna þess að þetta
er það. Xi hefur tekið hina marx-
lenínísku hefð upp á sína arma og
gert að þeim hugmyndafræðilega
grunni, sem hann kýs öðru fremur.
Þar er áherslan á óhagganleg lög
pólitískrar og efnahagslegrar þró-
unar, díalektíska efnishyggjusýn á
heiminn sem þýðir að í heiminum
gerist ekkert af tilviljun. Þannig
heldur Xi því fram að sé greining-
arkerfi Marx notað á okkar tíma sé
ljóst að skipan heimsmála sé á tíma-
mótum, vestrinu hnigni hlutfallslega
samfara hentugum skilyrðum heima
fyrir og á alþjóðavettvangi sem geri
Kína kleift að rísa. Svo orð Xis séu
notuð: „Kína er nú á sínu besta þró-
unarskeiði á seinni tímum á meðan í
heiminum eiga sér stað djúpstæð-
ustu og fordæmalausustu breyt-
ingar í heila öld.“ Auðvitað blasa
óárennilegar hindranir við Kína. En
Xi hefur komist að þeirri niðurstöðu
að hindranirnar á vegi Bandaríkj-
anna og vestursins séu meiri.
Hvernig þessi hugsun muni nú
knýja utanríkisstefnu Kína í verki
er engin leið að segja. En það skipt-
ir töluverðu máli hvernig eins-
flokksríki, sérstaklega marxísk,
kjósa að „hugmyndafræðivæða“
veruleikann: Það er hvernig kerfið
talar við sjálft sig. Og skilaboð Xis
til utanríkismálaelítu Kína markast
af miklu sjálfstrausti.
Þar má sérstaklega nefna að á
ráðstefnunni var kallað á að utan-
ríkismálastofnanir landsins og
starfsmenn þeirra tileinkuðu sér
stefnu Xis. Hér virðist Xi hafa utan-
ríkisráðuneytið í sigtinu. Það er
sterkur hugmyndafræðilegur svipur
á augljósum pirringi Xis vegna
hægfara nálgunar ráðuneytsins til
nýsköpunar í stefnumótun. Kín-
verskir diplómatar voru hvattir til
að hafa hugfast að þeir væru „fyrst
og fremst“ flokksliðar. Með því var
gefið í skyn að Xi væri líklegur til
að ýta utanríkisráðuneytinu í átt til
aukins frumkvæðis til þess að gefa
heimssýn hans í mótun aukinn
þunga.
Helsta breytingin sem kom fram
á fundinum í liðnum mánuði varðar
skipan heimsmála. 2014 vísaði Xi til
yfirvofandi baráttu um framtíðar-
skipulag alþjóðamála. Þá fór hann
ekki nánar út í þá sálma, en síðan
hefur mikilli vinnu verið varið í þrjú
tengd hugtök: guoji zhixu (skipan
alþjóðamála), guoji xitong (alþjóða-
kerfið) og quanqui zhili (stjórn
heimsmála).
Vitaskuld hafa þessi hugtök ólíka
merkingu sem skarast í kínversku
jafnt sem í þýðingu. En í grófum
dráttum er með alþjóðakerfinu átt
við sambland Sameinuðu þjóðanna,
stofnananna sem tengjast Bretton
Woods, G20 og annarra fjölþjóð-
legra stofnana (sem Kínverjar við-
urkenna) sem og alþjóðlegt kerfi
bandalaga undir merkjum Banda-
ríkjanna (sem Kínverjar hafa ekki
velþóknun á). Hugtakið „alþjóða-
kerfið“ á yfirleitt við um fyrrihluta
þessarar heimsskipanar, hinn
flókna vef fjölþjóðastofnana sem
starfa samkvæmt þjóðarétti og leit-
ast við að stýra almenningum
heimsins á grundvelli deilds full-
veldis. Og „stjórn heimsmála“ tekur
til frammistöðu „alþjóðakerfisins“
svo skilgreinds.
Það sem var nýtt og kom í opna
skjöldu í orðum Xis á ráðstefnunni
var hvatning hans til þess að Kína
tæki nú að sér að „leiða umbætur
hins alþjóðlega kerfis um stjórn
heimsmála í anda hugtakanna sann-
girni og réttlætis“. Þetta er lang-
beinskeyttasta yfirlýsingin um fyr-
irætlanir Kína í þessum mikilvæga
málaflokki til þessa. Heimurinn ætti
að spenna beltin og búa sig undir
nýja bylgju aktívisma Kínverja í ut-
anríkismálum.
Líkt og aðrir í alþjóðasamfélaginu
gera Kínverjar sér skýra grein fyrir
því hversu illa stór hluti hins fjöl-
þjóðlega kerfis virkar. Ósk Xis um
að leiða „umbætur hins alþjóðlega
kerfis“ er engin tilviljun. Hún end-
urspeglar vaxandi diplómatískar að-
gerðir í fjölþjóðlegum stofnunun í
því skyni að beina þeim í átt, sem er
í meira samræmi við það sem Kín-
verjar líta á sem „lykilþjóðarhags-
muni“ sína.
Xi hefur minnt þá sem eru hæst
settir í kínverskum utanríkismála-
stofnunum á að í framtíðinni eigi öll
utanríkisstefna landsins, þar á með-
al umbætur í stjórn alþjóðamála, að
stjórnast af þessum lykilþjóðar-
hagsmunum. Í því samhengi vilja
Kínverjar einnig að valdapólar hins
alþjóðlega kerfis verði fleiri. Það
túlkast þannig að verulega eigi að
draga úr hlutverki Bandaríkjanna
og vestursins í heiminum.
Áskorun alþjóðasamfélagsins er
að skilgreina hvernig við viljum nú
haga skipan alþjóðamála. Hvernig
sjá stofnanir, sem fyrir eru, eins og
Evrópusambandið, Samtök Suð-
austur-Asíuríkja eða Afríku-
sambandið kerfi alþjóðlegs reglu-
verks fyrir sér í framtíðinni? Hvað,
nákvæmlega, vilja Bandaríkjamenn,
með eða án Trumps? Og hvernig
ætlum við í sameiningu að varðveita
þau alþjóðlegu gildi, sem fólgin eru
stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna,
stofnunum Bretton Woods og al-
þjóðlegu mannréttindayfirlýsing-
unni?
Framtíð heimsmála er í uppnámi.
Kínverjar eru með skýrt handrit að
framtíðinni. Það er tímabært að al-
þjóðasamfélagið móti sitt eigið
handrit.
Eftir
Kevin Rudd »Heimurinn ætti að
spenna beltin og búa
sig undir nýja bylgju
aktívisma Kínverja í
utanríkismálum.
Kevin Rudd
Höfundur er fyrrverandi forsætisráð-
herra Ástralíu og forseti stefnumót-
unarstofnunar Asíufélagsins í New
York. Þetta er stytt útgáfa ávarps
sem flutt var við Lee Kuan Yew Sch-
ool of Public Policy, sem er hluti af
Háskólanum í Singapúr.
Copyright: Project Syndicate, 2018.
www.project-syndicate.Org
Sýn Xis Jinpings á stjórn heimsins