Morgunblaðið - 16.07.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 16.07.2018, Síða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2018 Sandra Oh er fyrsta leikkonan af asískum uppruna til að hljóta til- nefningu til Emmy-verðlauna fyrir aðalhlutverk. Tilnefningar til Emmy-verðlaunanna voru til- kynntar fyrir helgi. Oh er tilnefnd fyrir leik sinn í morðgátuþáttaröð- unum Killing Eve en þar fór hún með hlutverk einnar aðalpersón- unnar, Eve Polastri. „Ég er ánægð að hafa komið þessu af stað, vegna þess að það sem gerist á næsta ári og á árinu þar á eftir og árinu þar á eftir mun hafa áhrif,“ segir Pol- astri í samtali við New York Tim- es. Meðal annarra sem tilnefndir eru til Emmy-verðlaunanna er söngvarinn og leikarinn John Leg- end. Hann er tilnefndur fyrir aðal- hlutverk sitt í Jesus Christ Super- star. Ef Legend vinnur verðlaunin öðlast hann svokallaða EGOT- stöðu, sú staða næst þegar sama manneskja hefur unnið Emmy-, Tony-, Grammy- og Óskarverð- laun. BBC greinir frá þessu. Þættir frá streymisveitunni Net- flix fá 112 tilnefningar en hún er þar með mest tilnefnda sjónvarps- stöðin frá upphafi. Netflix slær þar með met sjónvarpsstöðvarinnar HBO upp á 108 tilnefningar. Stjörnukokkurinn Anthony Bourdain hlaut sex tilnefningar en hann lést fyrir rúmum mánuði. Þær Carrie Fisher og Audrey Hepburn hafa einnig hlotið tilnefn- ingar eftir dauða sinn. Emmy-verðlaunaathöfnin verður haldin sautjánda september næst- komandi. Brautryðjandi Sandra Oh er tilnefnd til Emmy-verðlaunanna fyrir aðalhlutverk. Áhrifamiklar Emmy-tilnefningar Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Listahátíðin LungA þykir í dag einn af hápunktum íslensks menn- ingarlífs, en það sem fáir vita er að þessi mergjaði listviðburður byrjaði með rifrildi fimmtán ára stúlku við móður sína. „Árið 2000 var ég ung- lingur í uppreisn, og eins og gengur og gerist var ég að rífast við móður mína og hóta því að flytja til Egils- staða þar sem þáverandi kærasti minn bjó. Mér fannst Egils- staðir hafa upp á miklu meira að bjóða en skíta- pleisið Seyð- isfjörður þar sem aldrei gerðist neitt og ekkert var um að vera. Á Egilsstöðum var kærastinn og vinir hans, og þau öll svo frjó og áhugaverð, á kafi í leiklist eða tónlist,“ segir Björt Sigfinnsdóttir söguna. „Ég er svo heppin að eiga alveg hreint einstaka móður sem er sjálf- frumkvöðull að eðlisfari, og söng- kona sem hefur unnið með ýmsum listamönnum. Í miðju rifrildiskast- inu leggur hún til að við gerum frekar eitthvað í vandanum með því að fá hóp fólks til liðs við okkur til að lífga upp á Seyðisfjörð. Næsta skref var að halda fund með kær- astanum þáverandi, Ólafi Ágústs- syni, og vinum hans, þeim Halldóru Malín Pétursdóttur og Stefáni Benedikt, til að skiptast á hug- myndum. Í kjölfarið fæddist LungA og man ég að fyrstu árin þurftum við að hafa mikið fyrir því að hringja í fólk hér og þar í listalífinu og grátbiðja þau að koma fram eða halda listasmiðju hjá okkur. Svo gerist eitthvað, allt í einu, í kring- um 2005-6, og eins og hátíðin springi út. Það hafði greinilega spurst út að eitthvað mjög sérstakt væri í gangi á Seyðisfirði og fljót- lega var hátíðin farin að spanna heila viku og dagskráin stútfull af listafólki alls staðar að úr heim- inum.“ Björt er framkvæmdastýra LungA en býr núna í Danmörku þar sem hún gerir það gott í stjórn götu- tónlistarhátíðarinnar Distortion í Kaupmannahöfn. Um risaviðburð er að ræða sem ár hvert laðar að nokk- ur hundruð þúsund tónlistarunn- endur. „Þegar ég horfi til baka sé ég hvað ég á LungA ótrúlega mikið að þakka. Þar öðlaðist ég mikla reynslu, kynntist fjöldanum öllum af góðu fólki, og fleytti það mér á end- anum í Kaospilot-skólann í nám í skapandi verkefnastjórn og frum- kvöðlafræðum. Ég sé líka hvað það hefur breytt miklu fyrir mig að hafa notið svona mikils stuðnings frá for- eldrum mínum – að fá heila listahá- tíð í fangið á silfurfati hjálpar manni heldur betur að trúa á eigin getu.“ Sneisafull dagskrá LungA hófst í gær, sunnudag, og stendur yfir í heila viku. Skipulagið er með svipuðum hætti og áður og má skipta hátíðinni í fjóra megin- þætti: „Fyrst ber að nefna lista- smiðjurnar sem eru á bilinu sjö til níu talsins ár hvert. Þar fáum við starfandi listamenn frá öllum heims- hornum til að miðla reynslu sinni, þekkingu og sýn. Yfirleitt eru þessi námskeið mjög ólík þeim nám- skeiðum sem eru í boði annars stað- ar, og einkennast af tilraunastarf- semi,“ útskýrir Björt. „Í öðru lagi er LungA Lab; fræðandi fyrirlestra- og umræðudagskrá sem tvinnast saman við upplestur, leikrit, kvikmyndasýn- ingar og margt fleira, og allt tengt ákveðinu þema. Í ár er LungA Lab haldið í samstarfi við Erasmus+ og Appelsín og þemað er „kyn“, en við fáum til okkar ungmenni frá Kaos- pilot, Hyper Island, Brighton- háskóla og Myndlistarskóla Reykja- víkur til að skoða þetta þema frá ýmsum sjónarhornum.“ Þriðji liðurinn í dagskránni eru al- mennir listrænir viðburðir sem haldnir eru öll kvöld hátíðarinnar. „Þetta eru t.d. myndlistarsýningar og gjörningar, og listamennir sumir að stíga sín fyrstu skref en aðrir með langan og merkilegan feril að baki,“ segir Björt. „Fjórði liðurinn er tónlistardagskráin sem í ár spannar í fyrsta skipti bæði föstu- dags- og laugardagskvöld og fer fram á Norðursíldarplaninu sem Spratt upp úr þörf fyrir útrás Upplifun Sveitin, fjöllin og hafið skapa heillandi umgjörð sem virðist leysa úr læðingi sköpunargáfur gesta og listamanna. Svipmyndir frá LungA 2017.  Gremja fimmtán ára stúlku yfir tilbreytingarleysinu á Seyðisfirði var kveikjan að LungA  Í dag koma listamenn hvaðnæva úr heiminum á Seyðisfjörð til að taka þátt í einstökum viðburði Björt Sigfinnsdóttir Ljósmyndir/Lunga - Timothée Lambrecq

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.