Morgunblaðið - 16.07.2018, Blaðsíða 27
/////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////
///////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚLÍ 2018
Jack Reacher hefur sýnt hvershann er megnugur í Banda-ríkjunum og meðframtakinu í París
og Lundúnum undirstrikar
Lee Child að hann hefur
skapað sögupersónu, sem
er öðrum langtum fremri í
baráttu við glæpamenn og
annað misindisfólk.
Spennusagan Uppgjör
er um margt forvitnileg. Til
þessa hefur Jack Reacher
verið einfarinn, sem tekið
hefur á málum vestra, jafn-
vel í andstöðu við yfirvöld,
en nú er það herinn, sem
fær hann í verkefni í Evrópu. Þegar á
reynir fær hann samt ekki þann
stuðning, sem búast mætti við, og hef-
ur ástæðu til þess að efast um Casey
Nice, tiltölulega óreynda aðstoðar-
konu, sem honum er úthlutað. Ekki er
á allt kosið en ekki er allt sem sýnist.
Í öðru lagi er Jack Reacher vanur
að láta sverfa til stáls á fyrstu síðum,
en að þessu sinni fer sagan rólega af
stað. Óvanalega mikil ró er yfir helstu
söguhetjunni til þess að byrja með en
hún endist samt ekki poppkornsskál-
ina og eins gott að hafa eitthvað með
til að drekka svo poppið festist ekki í
hálsi lesandans áður en yfir lýkur.
Í þriðja lagi má nefna uppgjörið.
Fléttan er sérlega vel gerð og þó að
Jack Reacher sé fenginn í verkið á
ákveðnum forsendum verður fljótlega
ljóst að hann getur ekki skýlt sér með
hverjum sem er á bak við gler. Með
öðrum orðum getur
hann nánast engum
treyst þegar á hólminn
er komið. Þegar á reynir
er það gamla góða sagan
og þá er Jack Reacher í
essinu sínu.
Jack Reacher ber höf-
uð og herðar yfir aðra,
jafnt í tíma sem rúmi, og
hann er snöggur að
reikna út möguleikana í
návígi. Einn á móti ein-
um vefst ekki fyrir hon-
um, því síður einn á móti
tveimur og hann óttast ekki þrjá, en
úr því flækist málið.
Hann nýtur samt ekki alltaf sann-
mælis, en þótt hann eigi misjafna
daga fer hann á kostum í uppgjörinu
og stendur upp sem sigurvegari.
Hvernig sem á það er litið.
Enginn sér við Jack Reacher
Glæpasaga
Uppgjör bbbbm
Eftir Lee Child.
Björn Garðarsson þýddi.
JPV útgáfa 2018. Kilja. 404 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Sjóaður Enski
rithöfundurinn
Lee Child.
listamannateymið Dream Yggdrasil
hefur umbreytt á mjög spennandi
hátt.“
Ókeypis er á listasmiðjur LungA
Lab og almenna listviðburði en
kaupa þarf miða á tónleikana. Dag-
skrána má finna á www.lunga.is og
einnig eru ýmsar gagnlegar upplýs-
ingar á Facebook- og Instagram-
síðum hátíðarinnar. Helstu bak-
hjarlar LungA eru Þrenna, Ölgerðin,
Bríó og Seyðisfjarðarkaupstaður en
að auki leggja fjölmörg minni og
stærri fyrirtæki á svæðinu sitt af
mörkum og teymi sjálfboðaliða gefur
vinnu sína.
Lokuð inni í skel
Þegar hún er spurð hvers vegna
LungA hefur dafnað svona vel segir
Björt að skýringin sé ef til vill að
hluta fólgin í því að hátíðin spratt
upp úr þörf ungs fólks til að finna
útrás fyrir sköpunarkrafta sína, hitt-
ast og tengjast. „Það býr líka mikil
ástríða í fólkinu sem stendur að við-
burðinum, og þau hafa lagt sig fram
við að skapa umgjörð sem er opin og
gefur öllum tækifæri til að skapa og
flæða í núinu, án þess að það þurfi
endilega að hafa einhverja fyrir-
framákveðna útkomu,“ segir hún.
„Staðsetningin hefur líka óneitanlega
áhrif, og fjallgarðarnir umhverfis
Seyðisfjörð loka gesti inni í nokkurs
konar skel; þau tróna yfir og eru í
senn ógnandi og verndandi, og ein
skemmtileg þjóðsaga segir að kjarn-
inn í Bjólfi, stærsta fjallinu á svæð-
inu, sé úr kristöllum sem vernda
svæðið og hafa áhrif á þessa skap-
andi orku sem hefur myndast í bæn-
um. Síðast en ekki síst eru það sjálf-
ir gestirnir sem skýra árangur
hátíðarinnar en þeir koma á LungA
með opinn hug og með mikinn áhuga
á að taka þátt í öllu því sem er á
boðstólum.“
Birtingarmyndir Venju samkvæmt tvinnar dagskráin saman fræðslu og sköpun, og ólíkum tegundum lista.