Morgunblaðið - 25.07.2018, Page 2

Morgunblaðið - 25.07.2018, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2018 Við gerum við bremsur í ÖLLUM BIFREIÐUM Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi Sími 587 1400 |www. motorstilling.is 20% afsláttur af bremsuvarahlutum* TILBOÐ Í JÚLÍ ÐU SAMBAN D og bókað u tíma fyrir bílin n þinn * Gildir einungis með bremsuviðgerðum HAF Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Það er búið að finna út hvaða slétt- bakur sást við Reykjanesið og Reykjavík í gær. Kollegar mínir í Bandaríkjunum þekktu hann af mynd en þetta er 10 ára gamalt karldýr sem er í sinni fyrstu ferð til Íslands en áður hefur hann alltaf farið til Kanada á sumrin,“ segir Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrann- sóknastofnun Íslands, um sléttbak sem Guðmundur Falk, skipstjóri hjá Whale Watching Reykjanes, sá á mánudagsmorgun. „Ég var með túrista við Hrafnkels- staði þegar ég sá hvalinn og vissi ekk- ert af hvaða tegund hann væri. Ég hafði engan tíma til þess að taka mynd en lét strax vita af honum og hvert ég reiknaði með að hann myndi synda,“ segir Guðmundur. Útreikningar Guð- mundar reyndust réttir og náði Guð- laugur Ottesen Karlsson, skipstjóri hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Eld- ingu, mynd af sléttbaknum rétt fyrir utan Akranes um tvöleytið sama dag og aftur seint um kvöldið. Sléttbak- urinn sást aftur í Faxaflóa og var ekki annað að sjá en að hann væri vel hald- inn, að sögn markaðsstjóra Eldingar. Gísli Víkingsson segir að hvalurinn komi alla leið frá Massachusetts en sléttbakar haldi sig við norðurströnd Bandaríkjanna og Kanada. „Við hvalatalningu árin 1987 og 1995 sáum við eitt dýr í hverri taln- ingu. 1989 sáum við svo kú með kálf. Eftir 1995 sást einn sléttbakur við fuglatalningu við Vestmannaeyjar og annar síðar við Snæfellsnes,“ sagði Gísli. Hann segir sléttbaksstofninn í mik- illi útrýmingarhættu og drápust m.a. sautján dýr við strendur Bandaríkj- anna og Kanada í fyrra, sem ýmist lentu í árekstri við skip eða í krabba- gildrum. „Þetta er sami fjöldi og drapst sam- tals á fimm árum þar á undan. Þar að auki komst ekki einn einasti kálfur á legg eftir síðasta fengitíma,“ segir Gísli og útskýrir af hverju sléttbakur er kallaður „sá rétti“: „Hann er hægur í hreyfingum og flýtur vel af því að hann er feitur. Það er ástæðan fyrir því að um tíma var hann eini hvalurinn sem hægt var að veiða.“ Sléttbakur í útrýmingar- hættu synti til Íslands  Syndir til Kanada á sumrin  Innan við 400 sléttbakar eft- ir og myndir til af þeim flestum  Engir kálfar komust á legg Ljósmynd/Guðlaugur Ottesen Karlsson Víðförull Guðlaugur Ottesen Karlsson, skipstjóri hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu, myndaði sléttbak í hvala- skoðunarferð á mánudaginn. Sléttbakurinn sem er í útrýmingarhættu heldur sig við Bandaríkin og Kanada. Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Hætta er á að farþegar hafi smitast af mislingum í tveimur flugferðum Wow air 18. júlí. „Þarna voru að- allega erlendir farþegar en líka Ís- lendingar. Þeir hafa fengið upp- lýsingar og ráð varðandi þetta mál,“ segir Har- aldur Briem sótt- varnalæknir. Útlensk kona, greindist með mislinga skömmu eftir að hafa flog- ið tvisvar með Wow air. Þá flaug hún frá Englandi til Detroit með millilendingu í Kefla- vík fyrir viku. „Hún greindist með mislinga þegar hún var komin til Detroit og þá fengu sóttvarna- yfirvöld upplýsingar um að hún hefði getað verið smitandi þegar hún var í fluginu.“ Engar tilkynningar hafa borist um smit í flugferðunum enn sem komið er, en einkenni smits taka nokkurn tíma að koma fram. „Ein- kenni mislingasmits koma fram eftir eina til tvær vikur,“ segir Haraldur. Helstu einkenni mislinga eru nef- rennsli, hiti, hósti, roði í augum og viðkvæmni fyrir ljósi. Haraldur seg- ir að varnir Íslendinga við smit- sjúkdómnum séu mjög góðar. „Langflestir Íslendingar eru bólu- settir eða hafa mótefni gegn misl- ingum, um 95 prósent. Þegar varn- irnar eru svona góðar fáum við svokallað hjarðónæmi. Það þýðir að þótt eitt tilfelli komi upp þá breiðist sjúkdómurinn ekki út.“ Bólusetn- ingar gegn mislingum hófust á 8. áratugnum. Þeir sem eru óbólusett- ir gætu hafa veikst áður af misl- ingum. Sá hópur hefur mótefni í lík- amanum og getur því ekki veikst af sjúkdómnum aftur. Mislingar eru bráðsmitandi en bólusetning er besta vörnin við smiti, að sögn Har- alds. Í júní kom upp mislingasmit í vél Icelandair en enginn í fluginu veikt- ist. Mislingasmit eru algeng í Evr- ópu, að sögn Haralds. „Þúsundir manna smitast á ári hverju, sem þýðir að bólusetningum er ábóta- vant. Þess vegna megum við búast við svona atburðum,“ segir Har- aldur. Mislingasmit í vélum Wow air  Erlendur farþegi greindist með mislinga eftir flug  Hætta er á mislingasmiti í tveimur flugferðum Wow air Haraldur Briem Ljósmynd/Wow air Millilending Farþeginn millilenti í Keflavík en greindist með mislinga þeg- ar hann kom til Detroit. Sóttvarnayfirvöld voru upplýst um málið án tafar. Skipasmíðastöðin Crist CA í Pól- landi hefur óskað eftir því að fresta afhendingu á nýjum Herjólfi. Ástæð- an er sögð umbeðin aukaverk og at- hugasemdir sem Samgöngustofa gerir við áður samþykktar teikning- ar, að því er fram kemur hjá Sigurði Áss Grétarssyni, framkvæmdastjóra siglingasviðs Vegagerðarinnar, á vefnum Eyjar.net. Upphaflega var stefnt að afhend- ingu skipsins í sumar þannig að það gæti hafið siglingar fyrir Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Eftir að ríkisstjórn- in ákvað að gera breytingar á smíð- inni þannig að skipið yrði búið stórum rafhlöðum og gengi því að mestu fyrir rafmagni frestaðist af- hending fram eftir september. Var talið að það yrði komið hingað til lands í október eða nóvember. Fulltrúar Vegagerðarinnar munu funda með fulltrúum skipasmíða- stöðvarinnar á næstu dögum vegna óskar þeirra um frestun á afhend- ingu til 17. október. Verði það nið- urstaðan mun skipið væntanlega ekki koma til landsins fyrr en í nóv- ember eða jafnvel desember. Fyrir liggur að lengri tíma tekur að koma hleðslubúnaðinum fyrir og líkur á að hann verði ekki tilbúinn til notkunar fyrr en næsta vor. helgi@mbl.is Afhending frestast frekar  Nýr Herjólfur væntanlegur í vetur Frá Eyjum Gamli Herjólfur mun sigla eitthvað lengur en áformað var. Morgunblaðið/Árni Sæberg Isavia hefur ákveðið að kæra bráðabirgðaákvörðun Samkeppnis- eftirlitsins frá 17. júlí síðastliðnum til áfrýjunarnefndar samkeppnis- mála. Bráðbirgðaákvörðunin felst í því að stofnunin gerir Isavia að stöðva tímabundið gjaldtöku á ytri hópbifreiðastæðum á Keflavíkur- flugvelli. Þetta kemur fram í til- kynningu frá fyrirtækinu. Þar kem- ur fram að fyrirtækið er ósammála niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og telur það óeðlilegt að Sam- keppniseftirlitið stöðvi gjaldtöku fyrir einn af þjónustuþáttum á Keflavíkurflugvelli. „Með því að ákveðinn hluti þeirra aðila sem starfa við hópferðaakstur til og frá flugvellinum greiði fyrir aðstöðu á vellinum og annar hluti greiði ekki, telur félagið að sam- keppnisstaða aðila á markaðinum sé skekkt,“ kemur fram í tilkynn- ingunni. Isavia kærir ákvörðun  Vill halda gjaldtöku sinni til streitu Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Rútur Isavia hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir gjaldtökuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.