Morgunblaðið - 25.07.2018, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 25.07.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2018 TE N G IT A U G A R Fallvarnarbúnaður Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Fjölbreytt og gott úrval til á lager Námskeið um fallvarnir fyrir viðskiptavini Skoðanir og eftirlit á fallvarnarbúnaði FA LLB LA K K IR BELTI Þeir segja í Viðskiptablaðinu:   Ákvörðun íslenskra ráðamannaað sniðganga HM í Rússlandi er einkar athygliverð í baksýnis- speglinum. Ríkisstjórnin gaf út að ákvörðunin væri vegna samstilltra aðgerða vestrænna ríkja, þar með talið NATO og ESB- ríkja, vegna efna- vopnaárásar í Sal- isbury á Englandi.    Aðgerðirnar virð-ast þó ekki hafa verið samstillt- ari en svo að þjóð- arleiðtogarnir streymdu til Rúss- lands. Svíar og Dan- ir hugðust snið- ganga mótið, þar til liðin komust í útsláttarkeppnina og þá bar kappið milliríkjasamstarfið ofurliði. Að undanskilinni bresku ríkisstjórn- inni, sem var of upptekin við að leysa úr sjálfsköpuðum Brexit- vanda, voru það helst ríki sem duttu út í riðlakeppninni, og höfðu því vart tíma til að snúast hugur, sem stóðu við sniðgönguna.    Það hefði líklega komið íslensk-um ráðamönnum ágætlega ef þeir hefðu komist að því að snið- gangan væri skilyrt við árangur á mótinu. Það mætti halda að Vla- dimír Pútín Rússlandsforseti hafi séð aumur á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur þegar hann sat við hlið forseta NATO-ríkjanna Frakk- lands og Króatíu á úrslitaleik móts- ins.    Pútín mætti með regnhlíf á verð-launaafhendingu mótsins, að líkindum til að auðsýna samúð með íslenskum ráðamönnum sem þurftu að gera sér að góðu að horfa á mót- ið heima í stofu á meðan regndrop- arnir börðu á gluggunum.“ Vladímír Pútín Huginn og Muninn horfa um öxl STAKSTEINAR Katrín Jakobsdóttir Veður víða um heim 24.7., kl. 18.00 Reykjavík 11 rigning Bolungarvík 9 léttskýjað Akureyri 10 alskýjað Nuuk 4 súld Þórshöfn 11 léttskýjað Ósló 23 heiðskírt Kaupmannahöfn 27 heiðskírt Stokkhólmur 29 heiðskírt Helsinki 24 skúrir Lúxemborg 30 heiðskírt Brussel 30 heiðskírt Dublin 21 skýjað Glasgow 18 léttskýjað London 27 alskýjað París 30 heiðskírt Amsterdam 27 heiðskírt Hamborg 31 heiðskírt Berlín 29 heiðskírt Vín 29 heiðskírt Moskva 19 alskýjað Algarve 24 heiðskírt Madríd 32 heiðskírt Barcelona 28 þrumuveður Mallorca 30 heiðskírt Róm 30 léttskýjað Aþena 27 léttskýjað Winnipeg 21 alskýjað Montreal 26 skúrir New York 23 rigning Chicago 25 léttskýjað Orlando 28 rigning Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 25. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:13 22:56 ÍSAFJÖRÐUR 3:51 23:29 SIGLUFJÖRÐUR 3:33 23:13 DJÚPIVOGUR 3:36 22:32 „Þetta hefur gengið bara furðuvel miðað við veður. Við fengum alltaf smjörþefinn af því eins og við sáum þetta fyrir okkur þegar við fengum þessa örfáu sólardaga, þá varð algjör sprengja,“ segir Róbert Aron Magn- ússon, hjá Reykjavík Street Food, spurður hvernig matarmarkaðurinn í Skeifunni hafi gengið í sumar. Lokahelgi markaðarins stendur yfir frá næstkomandi fimmtudegi til sunnudags. „Við hvetjum alla til að koma núna um helgina og prófa veit- ingarnar sem eru í boði. Þetta er síð- asta helgin í núverandi mynd. Við ætlum að kveðja með stæl,“ segir Róbert. Á markaðnum er seldur götumat- ur, sem á ensku nefnist „street fo- od“, og hefur slík eldamennska náð miklum vinsældum að undanförnu. „Þessi götumatarmenning einkenn- ist af hráleika og einfaldleika, nýir aðilar með nýja rétti. Sem dæmi hef- ur staðurinn Jömm heldur betur slegið í gegn, en hann er svo að segja fyrsti „sveitti“ vegan-veitingastað- urinn á Íslandi,“ segir Róbert. Aðspurður segist Róbert ætla að halda áfram með verkefnið síðar og bendir á að á höfuðborgarsvæðinu séu margar staðsetningar sem koma til greina í því samhengi. axel@mbl.is Eru ánægðir með götumarkaðinn  Verkefnið BOX í Skeifunni fór af stað 1. júní  Nýir aðilar komið sér á framfæri Nýtt Margir eru sáttir með matinn. „Þetta er spenn- andi starf. Svo toga ræturnar í mig. Ég er fædd og uppalin á svæð- inu og fannst spennandi að at- huga hvort ég kæmist aftur heim,“ segir Re- bekka Hilm- arsdóttir lögfræð- ingur sem ráðin hefur verið sem bæjarstjóri Vesturbyggðar frá 1. októ- ber næstkomandi. „Þetta er öflugt sveitarfélag sem gaman verður að taka þátt í að byggja áfram upp með öllu því góða fólki sem þar er,“ segir hún. Rebekka var valin úr hópi níu um- sækjenda. Hún er 34 ára að aldri og starfar sem lögfræðingur og staðgeng- ill skrifstofustjóra hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Hún og eiginmaður hennar, Örn Hermann Jónsson smiður, hafa verið að endurbyggja í upprunalegt horf stórt og virðulegt hús á Patreksfirði, Aðalstræti 69 eða Gamla spítalann. Upphaflega hugmyndin var að eiga þar samastað í fríum en nú stefna þau að því að flytja inn í húsið í haust þótt framkvæmdum sé ekki lokið enda verkefnið viðamikið. „Maður getur sætt sig við ýmislegt á meðan fram- kvæmdir eru í gangi.“ helgi@mbl.is Flytja beint inn í Gamla spítalann Rebekka Hilmarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.