Morgunblaðið - 25.07.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.07.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2018 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ungt fólk hefur mikinnáhuga á landbúnaði ogmargir vilja hefja búskapsem er vel. Hins vegar er staðan í þeim efnum þröng; það er helst með kynslóðaskiptum á jörðum sem möguleikar til slíks bjóðast. Í sauðfjárræktinni er afurðaverðið hins vegar svo lágt að dæmið gengur illa upp. Því þarf að hugsa áherslur í greininni alveg upp á nýtt,“ segir Jóna Björg Hlöðversdóttir á Björgum í Kinn í Þingeyjarsýslu, formaður Sam- taka ungra bænda. Stóð sjálfa mig að verki Í febrúar á þessu ári tók Jóna Björg við forystu í samtökum ung- bænda á Íslandi. Um 300 manns manns taka þátt í starfinu, mismikið eftir atvikum og svæðum en margir sýna stuðning í verki með því að greiða félagsgjöldin sem eru ekki há. Björg eru nyrsti bær í Kinn, er undir Ógöngufjalli úti við Skjálf- andaflóa. Umhverfið er stórbrotið og bæjarstæðið enda segir Jóna að þess- ar slóðir eigi í sér hvert bein. Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2005 bjó hún í nokkur ár í Reykjavík og vann þar við ýmis störf. „Hins vegar stóð ég sjálfa mig að verki á þann hátt að ég fór oft strax eftir vinnu á föstudögum heim í Björg og fór ekki í bæinn aftur fyrr en að- faranótt mánudags. Þegar ég setti þetta í samhengi gerði ég mér ljóst að framtíð mín væri auðvitað í sveitinni. Það rökrétta í stöðunni var því að fara í nám á Hvanneyri og eftir þriggja ára nám þar var ég komin með gráðu í bú- vísindum,“ segir Jóna. Í félagsmálum af brennandi áhuga Föðurfjölskylda Jónu hefur lengi búið á Björgum og um síðustu áramót var þar stofnað félagsbú. Að því standa Jóna Björg, Þóra Magnea systir hennar og Arnór Orri Her- mannsson unnusti hennar – og svo foreldrar þeirra systra, þau Hlöðver Pétur Hlöðversson og Kornína Björg Óskarsdóttir. Þau búa með um 100 fjár og 40 kýr og hafa ýmis áform um að auka við sig í mjólkurframleiðsl- unni. „Nú veit maður ekki hvert svig- rúm til aukningar er, en eigi að síður erum við áformamikil hér á bæ,“ segir Jóna Björg. Hún getur þeirrar miklu uppbyggingar og framkvæmda sem víða hafa verið hjá bændum síðustu ár og misseri, bú hafi verið stækkuð en aðrir jafnvel hætt. Umhverfið og við- miðin í greininni séu að breytast. Slíkt kalli á umræðu í grasrótinni og nauð- synlegt sé að rödd ungra bænda heyr- ist þar. Efla þarf nýliðastuðning „Sjálf fór ég í félagsmálin af því að ég brenn fyrir málefni landbún- aðarins, svo þar verði nauðsynlegar framfarir og umhverfið þannig að ungt fólk geti haslað sér völl í grein- inni. Félagsmálin eru vissulega tíma- frek, illa launuð og starfið ekki alltaf þakklát. Þetta eru hins vegar mál sem ég brenn fyrir, tek því slaginn og finn að þetta skilar árangri. Mér finnst að í mörgu í landbúnaðarmálum hafi orðið algjör hugarfarsbreyting til hins betra.“ Til eflingar landbúnaði, þá ekki síst í sauðfjárræktinni, telur Jóna Björg mikilvægt að huga að frekari vöruþróun og jafnframt styrkja tengsl bænda og neytenda. Þar hafi ýmsir góðir hlutir gerst. Hjá Norðlenska sé til dæmis verið að útbúa nýja rétti, svo sem kebab og frampartar séu nú há- vegum hafðir. Sala afurða hafi aukist talsvert síðustu misserin og svo kunni að fara að kjötskortur verði, sem aftur kalli á aukna framleiðslu. Þá hafi margir bændur reynt fyrir sér með fullvinnslu afurða og heimasölu – og sú áhugaverða þróun haldi áfram. „Hins vegar verður ekkert fram hjá því litið að margir sauðfjárbændur hafa hætt eða dregið saman seglin. Þessi búskapur er ekkert stundaður nema fólk sæki vinnu af bæ. Því þarf að efla nýliðastuðning í gegnum bú- vörusamninga sem þurfa að miðast við landbúnaðinn í heild, en ekki ein- staka búgreinar.“ Bóndinn á Björgum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Heyfengur Hugsa þarf áherslur í greininni alveg upp á nýtt, segir Jóna Björg, hér með rúllustæðurnar að baki sér. Ljósmynd/Jóna Björg Hlöðvarsdóttir Kýr Braut heitir þessi og í baksýn er hið formfagra Ógöngufjall. Í mörgu í landbúnaðarmálum hefur orðið algjör hug- arfarsbreyting til hins betra. Jóna Björg Hlöðvers- dóttir á Björgum í Kinn er formaður Ungra bænda og brennur fyrir málefni stéttarinnar og vill stækka fé- lagsbúskap fjölskyldu sinnar. „Áhugamálin eru mikið til bú- skapur og þau fjölmörgu mál sem honum tengjast. Ég er heppin að vinna við það sem ég hef áhuga á,“ segir Jóna Björg, sem er fædd árið 1985. „Út frá búskapnum spinnst svo upp mikill áhugi á mat- reiðslu og nýting afurða úr nátt- úrunni. Þar að auki má nefna ljósmyndun sem vaxandi áhuga- mál þar sem fyrir verður oft dýralífið og náttúran á bænum sem er skemmtilegt myndefni.“ Myndir og matreiðsla SAMOFIN ÁHUGAMÁL Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is Svampþvottastöð Afkastamikil sjálfvirk þvottastöð sem getur þvegið allt að 50 bíla á klukkustund. Opið virka daga kl. 8 -19 helgar kl. 10 – 18. Hátíðin Á góðri stundu er í Grund- arfirði um helgina og af því tilefni gera menn sér margvíslegan dagamun í bænum þessa vikuna. Bæjarútvarp fór í loftið á mánudag, í dag munu Grund- firðingar skreyta hverfin sín og á fimmudag verða húsin á morgun skreytt – og verðlaun veitt fyrir það sem í besta búningnum verður. Á föstudag leiðir Ingó veðurguð brekkusöng á svonefndu Brekkutúni og hljómsveitin Stuðlabandið verður með tónleika í hátíðartjaldi. Hápunkt- arnir verða svo á laugardag. Í hádeginu selur Lionsklúbbur bæj- arins fiskisúpu á hafnarsvæðinu, í eft- irmiðdaginn er fjölskyldudagskrá og um kvöldið hittist fólk á hafnarsvæð- inu, en þangað storma íbúarnir undir litum síns hverfis. Um kvöldið verður svo bryggjuball – og er þá fátt eitt tal- ið af áhugaverðum viðburðum á þess- ari Grundarfjarðargleði sem nú er efnt til í 20. sinn. „Áhuginn er mikill og þátttakan hef- ur jafnan verið góð. Bæði taka bæj- arbúar virkan þátt en svo er líka gam- an að brott fluttir Grundfirðingar og gestir þeirra koma í bæinn af þessu tilefni og eru með okkur yfir helgina,“ segir Aldís Ásgeirsdóttir sem stýrir hátíðinni. Bæjarhátíð Grundfirðinga verður um helgina Ljósmynd/Tómas Freyr Kristjánsson Litadýrð Hverfi bæjarins hafa hvert sinn lit á hátíðinni. Gulur er litur vonar. Grundarfjörður á góðri stundu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.