Morgunblaðið - 25.07.2018, Síða 14

Morgunblaðið - 25.07.2018, Síða 14
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fyrstu sex mánuði ársins fluttu um 3.500 fleiri erlendir ríkisborgarar til landsins en frá því. Með því hafa á tólfta þúsund fleiri erlendir ríkis- borgarar flutt til landsins frá árs- byrjun 2017 en hafa flutt frá landinu. Á sama tímabili, frá ársbyrjun 2017, hafa um 560 fleiri íslenskir ríkis- borgarar flutt til landsins en frá því. Þetta má lesa úr nýjum mann- fjöldatölum Hagstofunnar sem miðast við fyrri hluta þessa árs. Benda þær til að um 22.400 fleiri erlendir ríkisborgarar hafi flutt til landsins frá ársbyrjun 2012 en hafa flutt frá landinu. Yfirfært á Ísland væri sá mannfjöldi fjórða fjölmenn- asta sveitarfélagið á eftir Hafnar- firði, Kópavogi og Reykjavík. Ný störf í ferðaþjónustu Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, bendir á að byggingargeirinn sé í vexti og enn að bæta við sig starfsfólki. Þá sé störf- um í ferðaþjónustu enn að fjölga. „Laun á Íslandi eru orðin mjög há í alþjóðlegum samanburði. Það á þátt í að hingað kemur fólk frá Evrópska efnahagssvæðinu í leit að vinnu. Við höfum aldrei áður tekið á móti svo mörgum erlendum ríkisborgurum,“ segir Ásgeir. Hann segir aðflutning erlendra starfsmanna vega gegn launaskriði og yfirborgunum. Taxtalaun muni fá meira vægi á kostnað yfirborgana. Mesti aðflutningur í sögu Íslands  Á fyrri hluta ársins fluttu um 3.500 fleiri erlendir ríkisborgarar til landsins en fluttu frá landinu  Með því eru aðfluttir erlendir ríkisborgarar umfram brottflutta alls 22.400 frá ársbyrjun 2012 Búferlaflutningar frá Íslandi 2000 til 2018* Aðfluttir umfram brottflutta Heimild: Hagstofa Íslands Íslenskir Erlendir 2000 62 1.652 2001 -472 1.440 2002 -1.020 745 2003 -613 480 2004 -438 968 2005 118 3.742 2006 -280 5.535 2007 -167 5.299 2008 -477 1.621 2009 -2.466 -2.369 2010 -1.703 -431 2011 -1.311 -93 2012 -936 617 2013 -36 1.634 2014 -760 1.873 2015 -1.265 2.716 2016 -146 4.215 2017 352 7.888 2018* 210 3.470 +6 +5 +4 +3 +2 +1 0 -1 -2 -3 -4 .000 ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18* Samtals Íslenskir Erlendir 2000-2018* -11.348 41.002 2005-2008 -806 16.197 2009-2011 -5.480 -2.893 2012-2018 -2.581 22.413 Íslenskir ríkisborgarar Erlendir ríkisborgarar 8.240 *Til og með 30. júní 2018 (fyrstu 6 mánuðir ársins) Fyrstu 6 mán. 2018 Aðfluttir umfram brottflutta 2010-18 1. ársfj. 2010-2018 2. ársfj. 2010-2018 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 -500 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 -500 Íslenskir ríkisborgarar Erlendir ríkisborgarar Íslenskir ríkisborgarar Erlendir ríkisborgarar ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 Heimild: Hagstofa Íslands 3.130 1.750 1.720 20 190 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2018 RAFVÖRUR ehf Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Hita- kútar rafvorur.is Amerísk gæðaframleiðsla Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Fulltrúar Fljótsdalshéraðs, Seyðis- fjarðarkaupstaðar og Íslenska gámafélagsins skrifuðu nýverið und- ir samning vegna jarðgerðar á líf- rænum heimilisúrgangi sem fellur til í sveitarfélögunum. Haukur Björnsson, forstjóri Ís- lenska gámafélagsins, segir að samningurinn sé liður í því að gera vinnslu á heimilisúrgangi umhverf- isvænni. Hingað til hefur lífrænn heimilisúrgangur á svæðinu verið keyrður í Eyjafjörð þar sem hann hefur verið jarðgerður. Nú verður breyting þar á, en í samningnum kemur fram að úrgangurinn skuli nú vera fluttur til Reyðarfjarðar til jarðgerðar. „Að fara með úrganginn þangað er minni kostnaður og meng- ar minna en þegar farið er með hann í Eyjafjörð. Þess utan hefur Fjarðar- byggð verið að jarðgera á Reyðar- firði um nokkurt skeið með góðum árangri. Það er því ekkert því til fyr- irstöðu að þessi sveitarfélög geri slíkt hið saman,“ segir Haukur og bætir við að jarðgerð lífræns heim- ilisúrgangs sé eitt stærsta umhverf- ismál samtímans. „Með þessu er komið í veg fyrir að úr verði met- angas líkt og þegar farið er með venjulegt sorp. Þess í stað verður til molta sem hægt er að nota,“ segir Haukur. Reiknað er með að næsta vor verði til molta sem unnin er úr austfirsk- um heimilisúrgangi. Þá verði íbúum svæðisins boðið að ná sér í moltu og nota í garða sína. Semja um jarðgerð lífræns heimilissorps á Austfjörðum  Liður í því að gera vinnslu úrgangs umhverfisvænni Morgunblaðið/Friðrik Tryggvason Sorp Lífrænn heimilisúrgangur á Austfjörðum verður jarðgerður. Björgunarsveitir Slysavarnafélags- ins Landsbjargar á vestanverðu Snæfellsnesi voru kallaðar út á átt- unda tímanum í gærkvöldi. Þá hafði ferðamaður, sem var á leið um Rauð- feldsgjá, hrasað illa og hringt í Neyðarlínuna. Hann taldi sig vera ökklabrotinn. Rauðfeldsgjá skerst inn í austanvert Botnsfjall, vestan við Hnausahraun. Jónas Guðmundsson, upplýsinga- fulltrúi Slysavarnafélagsins Lands- bjargar, segir aðstæður erfiðar á staðnum og bratt yfirferðar. Bera þurfti manninn að bílastæði og í sjúkrabíl. Slys eru algeng við Rauð- feldsgjá og þekkja björgunarsveit- armenn og aðrir viðbragðsaðilar að- stæður þar vel. Slys sem þessi eru algeng, einkum meðal ferðamanna. Fyrr í gær voru sömu björgunar- sveitir kallaðar út vegna slasaðs ferðamanns á Djúplónssandi. Slysið átti sér stað í nokkurri fjarlægð frá bílastæðum og þurftu því sjúkra- flutningamenn aðstoð við burð. Slys í Rauð- feldsgjá  Ferðamaður hrasaði og hringdi í Neyðarlínuna Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Loftrýmisgæsla Atlantshafs- bandalagsins við Ísland er að hefjast að nýju með komu flug- sveitar bandaríska flughersins. Alls munu um 300 liðsmenn flughersins taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem í Þýskalandi (Combined Air Opera- tions Center), að því er fram kem- ur í frétt á heimasíðu Landhelgis- gæslu Íslands. Flugsveitin kemur til landsins með um fimmtán F-15 orrustuþotur. Gera má ráð fyrir aðflugsæf- ingum að varaflugvöllum á Ak- ureyri og Egilsstöðum á tíma- bilinu 31. júlí til 8. ágúst. Þessar æfingar munu væntanlega ekki fara fram hjá heimamönnum. Loftrýmisgæsla Atlantshafs- bandalagsins við Ísland nú er tals- vert umfangsmeiri en loftrýmis- gæslan sem fram fór í ágúst árið 2017. Þá tóku rúmlega 200 liðs- menn bandaríska flughersins þátt í verkefninu og til viðbótar starfs- menn frá stjórnstöð NATO í Ue- dem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Flugsveitin kom til landsins með sex F-15C orrustuþotur, ásamt eldsneytis- birgðaflugvélum. Verkefnið í ár verður fram- kvæmt með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og í samræmi við loft- rýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ís- land. Flugsveitin verður staðsett á öryggissvæðinu á Keflavíkur- flugvelli. Ráðgert er að verkefn- inu ljúki í lok ágúst. Verkefnið er framkvæmt af Landhelgisgæslu Íslands í samvinnu við Isavia, en samanber samning við utanríkis- ráðuneytið annast Landhelgis- gæsla Íslands framkvæmd varn- artengdra verkefna samkvæmt varnarmálalögum nr. 34/2008. Í lögunum er loftrýmisgæsla skildgreind þannig: „Notkun loft- fara og annars búnaðar í þeim til- gangi að hafa eftirlit með og gæta loftrýmisins á loftrýmiseft- irlitssvæði Atlantshafsbandalags- ins.“ 15 orrustu- þotur koma hingað til gæslustarfa Ljósmynd/LHG Loftrýmisgæsla NATO við Ísland að hefjast að nýju með komu 300 liðsmanna bandaríska flughersins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.