Morgunblaðið - 25.07.2018, Síða 17

Morgunblaðið - 25.07.2018, Síða 17
AFP Skógar í logum Eldur við hús í bænum Kineta, um 45 km vestan við Aþenu. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Að minnsta kosti 74 manns létu lífið í skógareldum sem geisuðu í Grikk- landi í gær og fyrradag. Mörg hús brunnu til kaldra kola og skelfingu lostið fólk í strandbæjum flúði í sjó- inn til að forða sér undan logunum. Eldarnir kviknuðu í furuskógum og breiddust mjög hratt út til bæja nálægt Aþenu þar sem margir ferða- menn dvelja. Björgunarmenn voru kallaðir út til að flytja burt íbúa bæj- anna og ferðamenn sem höfðu flúið á strendurnar. Lýst var yfir neyðar- ástandi á svæðinu. „Ég sá eldinn færast niður hæðina um sexleytið og fimm eða tíu mín- útum síðar var hann kominn í garð- inn minn,“ hefur fréttaveitan AFP eftir sextugum íbúa eins bæjanna. Húsið hans var við furutré sem voru orðin þurr og feyskin eftir þurrka og allt að 40 stiga hita. „Það kviknaði í þeim. Ég hljóp í burtu eins og óður maður, komst á ströndina og setti höfuðið í sjóinn. Svo komu varðbát- arnir.“ Bærinn ekki lengur til Á meðal þeirra sem létu lífið voru 26 manns, þeirra á meðal ung börn, sem fundust látnir í garði stórs ein- býlishúss í ferðamannabænum Mati, um 40 km norðvestan við höfuðborg- ina. Líkin voru í hrúgum og það benti til þess að fólkið hefði þjappað sér saman í hópum „í lokatilraun til að verja sig“, að því er AFP hefur eftir björgunarmanni á staðnum. Bæjarfulltrúi í Rafina, stærsta bænum á strandsvæðinu, sagði að óttast væri að tala látinna myndi hækka þar sem ekki hefði enn verið leitað í rústum húsa sem brunnu. Vindhraðinn var um 28 m/s og eld- urinn breiddist því mjög hratt út í Mati, að sögn talsmanns slökkviliðs- ins á svæðinu. „Mati er ekki lengur til,“ sagði bæjarstjóri Rafina, Ev- angelos Bournous. Hann bætti við að rúmlega þúsund hús og 300 bílar hefðu eyðilagst eða skemmst. Grísk yfirvöld sögðu að a.m.k. 172 manns hefðu verið fluttir á sjúkra- hús, þeirra á meðal sextán börn. Ástand tíu þeirra var alvarlegt. Að minnsta kosti fimm dóu þegar þeir reyndu að bjarga lífi sínu með því að fara í sjóinn. Um 715 manns voru fluttir með bátum til Rafina, að sögn grískra yfirvalda. „Fólkið er í áfalli. Sumir hafa misst allt: börnin sín, foreldrana, heimili sitt,“ sagði talsmaður Rauða krossins. Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, var í heimsókn í Bosníu en flýtti heimför sinni vegna eldanna. Hann lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg. Kveiktir af ásettu ráði? Grísk yfirvöld sögðu að fimmtán eldar hefðu kviknað á sama tíma á þremur svæðum í fyrradag. Grískir embættismenn sögðu að hugsanlega hefðu glæpamenn kveikt eldana af ásettu ráði í því skyni að láta greipar sópa um hús eftir að íbúarnir legðu á flótta. Saksóknarar hófu rannsókn á orsökum eldanna. Skógareldarnir eru á meðal þeirra mannskæðustu í sögu Grikklands. 77 manns létu lífið í eldum í suðurhluta Pelopsskaga og eyjunni Eviu í ágúst 2007. Gróðureldar hafa einnig geisað síðustu daga víða í norðanverðri Evrópu, m.a. í Svíþjóð þar sem nán- ast ekkert hefur rignt frá því í byrj- un maí. Íbúar Stokkhólms segja að grasið sé orðið gult vegna þurrka og hlýinda og segjast hafa séð elda kvikna í skrælnuðum gróðri af völd- um brennandi sólskins og steikjandi hita þar sem ástandið er verst. Flúðu skelfingu lostin í sjóinn  Tugir manna létu lífið í skógareldum í bæjum nálægt Aþenu  Einn bæjanna sagður hafa gereyði- lagst  Grískir embættismenn segja að grunur leiki á að glæpamenn hafi kveikt elda af ásettu ráði Spáð hefur verið fleiri eldum næstu dagaSkógareldar Heimild: Copernicus, landupplýsingaverkefni á vegum Evrópusambandsins SVÍÞJÓÐ FINNLAND EISTLAND RÚSSLAND LETTLAND LITHÁEN PÓLLAND ÞÝSKAL. DANMÖRK HOLLAND Mjög lítil Lítil Miðlungs Mikil Mjög mikil Eldar NOREGUR Hætta á eldum GRÈCE ATHÈNES TURQUIE MACÉDOINE 100 km Eldar í Grikklandi Heimild: Copernicus, VIIRS Eldar sem loguðu í gær AÞENA Heraklion Þessaloníka Mati Krít Pelopsskagi Korfú Lesbos Kíey Hringeyjar Eyjahaf Jónahaf Miðjarðarhaf MAKEDÓNÍA * BÚLGARÍA TYRKLAND ALBANÍA GRIKKLAND *Fyrrverandi Júgóslavíulýðveldið Makedónía FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2018 Til í mörgum stærðum og ge Nuddpottar Fullkomnun í líkamlegri vellíðan rðum Vagnhöfða 11 | 110 Reykjavík | www.ofnasmidja.is | sími 577 5177 Danskir saksóknarar hafa ákært ímam í mosku í Kaupmannahöfn fyr- ir að hvetja til drápa á gyðingum. Þetta er í fyrsta skipti sem ákært er á grundvelli danskra hegningarlaga um trúarboðun sem tóku gildi 1. jan- úar 2017. Samkvæmt lögunum varð- ar það allt að þriggja ára fangelsis- dómi að hvetja til drápa á fólki eða fagna þeim. Ímaminn heitir Mundhir Abdallah og stjórnar bænahaldi í moskunni Masjid Al-Faraq í Nørrebro í Kaup- mannahöfn. Danskir fjölmiðlar hafa sagt að moskan tengist íslömskum öfgahreyfingum. Ímaminn er ákærður fyrir að hafa hvatt til drápa á gyðingum í ræðu á bænasamkomu föstudaginn 31. mars 2017. Upptöku á ræðunni var dreift á netinu. Ímaminn vitnaði í svonefnd hadít, ýmis ummæli sem höfð eru eftir Múhameð spámanni en eru ekki í Kóraninum. „Dómsdagur mun ekki koma fyrr en múslímar berjast gegn gyðingum, þegar gyðingar fela sig bak við steina og tré. Steinarnir og trén munu segja: Ó múslímar, Ó Ab- dullah, það er gyðingur á bak við mig, komdu og dreptu hann.“ Um- deilt er meðal múslíma hve traustar heimildir hadít séu, en íslamskar hreyfingar hafa vitnað í þessa frá- sögn, m.a. Hamas-samtökin. „Þetta eru alvarlegar yfirlýsingar og ég tel að rétt sé að dómstóllinn fái nú tækifæri til að meta málið,“ sagði Eva Rønne, aðstoðarríkissaksóknari Danmerkur. „Það hefur alltaf verið ólöglegt að viðurkenna dráp á ákveðnum hópi fólks en þetta er í fyrsta skipti sem hatursprédikari er lögsóttur.“ Bannað að koma til Danmerkur Ímaminn er einnig ákærður fyrir brot á hegningarlögum um kyn- þáttahatur. Málið fer fyrir undirrétt í Kaupmannahöfn en ekki hefur ver- ið ákveðið hvenær réttarhöldin hefj- ast. Dönsk yfirvöld birtu í maí lista yf- ir erlenda klerka sem bannað er að koma til landsins í a.m.k. tvö ár fyrir brot á lögum um hatursprédikanir. Fimm þeirra eru múslímar; tveir Sádi-Arabar, Sýrlendingur, Kanada- maður og Bandaríkjamaður. Einn þeirra er kristinn, Terry Jones, um- deildur prestur á Flórída sem brenndi eintök af Kóraninum árið 2011. Hvatti til drápa á gyðingum  Ímam ákærður í Kaupmannahöfn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.