Morgunblaðið - 25.07.2018, Side 22

Morgunblaðið - 25.07.2018, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2018 Amma var besta amma sem hægt er að hugsa sér. Hún var jákvæð, góð, hjálpsöm, fyndin, hress, og allt sem hægt er að hugsa sér. Hún átti líka skilti, bolla og bréf sem sögðu að hún væri hreinlega best. Ég veit ✝ Elín HalldóraÍsleifsdóttir fæddist 15. janúar 1952. Hún lést 7. júlí 2018. Útför Elínar fór fram 16. júlí 2018. ekki um eitt skipti þar sem ekki var gaman að gista hjá ömmu. Ég gisti oft, mjög oft, hjá henni. Ég hlakkaði alltaf rosalega mikið til í hvert skipti sem ég vissi að ég væri að fara að gista eða að fara í mat til henn- ar. Ég dansaði oft af gleði þegar ég vissi að ég væri að fara til henn- ar. Ég sakna hennar ömmu svo mikið. María Kristjánsdóttir. Elín H. Ísleifsdóttir Sit hér á leiðinni heim til Íslands með kötu þinni, Erlu og Co. Það er margt sem hefur farið í gegnum hugann á þess- um síðustu dögum. Það fyrsta Ölver Skúlason ✝ Ölver Skúlasonfæddist 3. ágúst 1940. Hann andaðist 15. júní 2018. Útför Ölvers fór fram 25. júní 2018. er þakklæti, þakk- læti fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Magnaður varstu, húmorinn alltaf á sínum stað, og brosið alltaf á réttum stað. Ég bar mikla virðingu fyrir þér, sem pabba, afa, langafa og ekki síst sem vini. Að hafa fengið það tækifæri og þá löngun að vera saman með þér, er gott veganesti fyrir mig. Við gátum spjallað um allt, þá meina ég allt, og gátum líka haldið kjafti og það var líka gott. Þegar ég kom inn í fjölskyld- una, og það er oft rætt um það og hlegið, þáð roðnaði ég frá toppi til táar, því aldrei hafði ég kynnst öðrum eins klámkjafti og þér og Kötu þinni. Það voru nú ekki margir sem gerðu þig kjaftstopp, en því get ég verið stoltur af. Klámkjaft lærði ég af þér, og roðna ég ekki frá toppi til táar þegar ég byrja. Við gátum unnið mjög vel saman, og þótti okkur gott að vinna saman. Þegar kallið kom til að fá þína hjálparhönd, þá var það aldrei neitt mál, það lærði ég líka af þér. Stundvísi var þitt aðalsmerki og mun ég reyna að fylgja því eftir. Síð- ustu dagarnir þínir voru erfiðir, en mikið ofboðslega var nú gott að fá að vera með þér. Daginn eftir að þú kvaddir fórum við Askja þín á hesta- mannamót. Áður en ég fór inná völlinn þá hugsaði ég, hvað það yrði nú skrítið að hafa þig ekki á hliðarlínunni og að hvetja okkur. Upp með húmorinn og takk fyrir að vera þú. Þinn vinur, Guðmundur Pálsson (Mummi). ✝ Kristófer Sæ-mundsson fæddist í Reykja- vík 16. desember 1958. Hann lést 8. júlí 2018. Hann var sonur hjónanna Unnars Sæmundar Frið- laugssonar bif- reiðastjóra, f. 18. maí 1927, d. 28. febrúar 2012, og Þuríðar Guðmundsdóttur ljós- móður, f. 8. febrúar 1928, d. 29. september 1975. Systkini Kristófers: 1) Guðmundur, f. 27. maí 1949, 2) Sigríður, f. 8. apríl 1952, 3) Emilía, f. 1. júlí Sigurður Þór Sigurðsson, f. 3. nóvember 1989. Börn: Hild- ur Þóra Einarsdóttir, f. 27. maí 2009, og Amíra Rut Sig- urðardóttir, f. 5. október 2017. Kristófer ólst upp á höfuðborgarsvæðinu en flutt- ist svo norður á Blönduós. Þar stofnaði hann heimili og vann ýmis verkamannastörf til sjós og lands þar til hann hóf störf hjá lögreglunni á Blönduósi. Hann tók próf frá Lögregluskóla ríkisins 1990, var ökukennari og starfaði við það með lögreglustarfinu. Starfaði hjá lögreglunni á Blönduósi til ársins 2001, lög- reglunni á Selfossi til 2006 og síðan hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu í um- ferðardeildinni. Hann var jarðsettur í kyrr- þey frá Grafarvogskirkju 19. júlí 2018. 1953, 4) Heiðbrá, f. 3. september 1954, 5) Tryggvi, f. 4. desember 1955, 6) Unnur, f. 25. mars 1957, 7) Guðmundur, f. 12. mars 1960, 8) Davíð Brár, f. 9. september 1979. 9) Hanna Sigga, f. 14. apríl 1981. Kristófer kvæntist 31.12. 1981 Þóru Lilju Valsdóttur frá Blöndu- ósi, f. 12. maí 1961, þau skildu. Dóttir þeirra er Sig- urbjörg Bára, f. 24. ágúst 1990, sambýlismaður hennar Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar, því tíminn mér virðist nú standa í stað en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár, hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefir þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl sem eigir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján frá Gilhaga) Guð geymi þig, elsku Krist- ófer minn. Þín Þóra. Elsku Kristófer, við vitum ekki hvernig við eigum að byrja þessi skrif, en okkur bræðurna langar að tala til þín í stað þess að skrifa um þig. Þegar þú komst inn á heimili foreldra okkar með Þóru systur vorum við bræður sjö og átta ára gamlir. Þú varst alltaf reiðubúinn að leika við okkur og til í smá fíflagang. Okkur þótti það ekkert leiðinlegt. Sér- staklega bóndabeygjan. Hún var mjög erfið og vonlaust að losna úr henni. Þær voru líka ansi margar og allar jafn erf- iðar að eiga við. Þér leiddist það alls ekki. Þegar við hugsum til baka og rifjum upp þá kemur upp fullt af minningum, og þessar minn- ingar verða alltaf með okkur. Þitt aðalsmerki var faðmurinn. Þeir sem þekktu þig þekkja faðminn. Þar liggja þessar sterku minningar, faðmurinn, nándin, spjallið, að skiptast á skoðunum og svo nærveran á góðum stundum. Þetta eru minningar sem við eigum um þig, elsku Kristófer. Í þessari upptalningu er ekki „Like“, enda er það ekki minning og verður aldrei. Þegar þú og Þóra voruð að byggja á Heiðarbrautinni fannst okkur bræðrunum nauð- synlegt að fylgjast með gangi mála. Við trúðum því þá að við værum eitthvað að hjálpað til, en líklega þvældumst við bara fyrir, frekar en að gera eitt- hvert gagn. Við ætlum núna að viðurkenna eitt, þegar múrinn hrundi fyrir ofan eitt dyraopið. Það var Ágúst sem hoppaði upp í dyraopið þegar hann gekk þar í gegn, já þetta var honum að kenna. En Ási kom og reddaði þessu. Alla tíð varst þú reiðubúinn að hendast í öll verkefni sem þurfti að leysa, sérstaklega í Vatnsdalnum með Val, hvort sem það var smíðavinna, girð- ingavinna, að smala Hálsinn, önnur vinna eða stúss í kring- um hestana. Alltaf fannst tími og alltaf varstu mættur og reiðubúinn. Algjörlega ómetan- legt. Þegar við bræður urðum eldri fjölgaði símtölunum þegar þurfti að fá ráð eða aðstoð við eitthvað, eins og t.d. þegar Ágúst var að standsetja íbúðina sína í Skipasundi. Síðan kom að því að þú fórst að hringja í Ágúst varðandi ráð í kringum rafmagnsvinnuna, bæði með Kópavoginn og sumarbústað- inn. Það var gott að fá þessi símtöl og geta hjálpað þér. Þetta er allt ómetanlegt. Á erfiðri stundu í lífi okkar bræðra þegar við misstum pabba okkar allt of snemma, komst þú okkur í föðurstað með alla þá hluti sem mann langaði að hringja í pabba sinn með, um allt og ekkert. Einnig varst þú mikill stuðningur við mömmu okkar á þessum erfiðu tímum. Aftur ómetanlegt. Elsku Kristófer, eins og við byrjuðum þessi skrif, þá vitum við heldur ekki hvernig á að enda. Það er spurning hvort við fáum nógu mikið pláss í Mogg- anum til að skrifa um það sem okkur langar til að segja við þig. Við hefðum öll viljað hafa þig lengur hjá okkur. En við vitum að þú ert á góðum stað í dag, umkringdur okkar fólki og þínu fólki. Þar fær faðmur þinn áfram að njóta sín og þau að njóta faðmsins. Megi Guð geyma þig og varðveita. Eins og presturinn sagði: „Lífið er ekki lagt í kistu, lífinu er ekki lokið, því Jesús Kristur segir, ég lifi og þér munuð lifa.“ Elsku Kristófer, takk fyrir allt. Ágúst Valsson og Valur Valsson. Elsku Diddi frændi. Það er ekki annað hægt en að tárast þegar við systkinin hugsum til þín og skrifum þessi orð. Við erum enn að átta okkur á því að þú sért í raun farinn, farinn alltof snemma úr lífi okkar og það er erfitt að hugsa til þess að þú komir ekki aftur. Að við fáum aldrei aftur að sjá þitt fal- lega bros né heldur að fá þitt stóra og sterka faðmlag. En við huggum okkur við þær minn- ingar sem við eigum um þig, allt frá því að við vorum lítil til dagsins í dag. Þú varst alltaf til staðar, til staðar fyrir okkur og börnin okkar. Við litum á þig sem pabba númer tvö, þú tókst þátt í öllum stóru sem smáu stundunum í okkar lífi. Viðvera þín var okkur mikilvæg enda betri frænda ekki hægt að finna. Þú varst með stórt og mikið hjarta og vildir allt fyrir alla gera. Margir leituðu til þín enda tókstu á móti öllum með opinn faðm. Faðmur þinn var stór og það voru margir sem nýttu sér hann, við og fleiri úr fjölskyldunni og vinir. Það er þyngra en tárum taki að sætta sig við og hugsa til þess að við getum ekki lengur leitað til þín en minningar munu alltaf lifa. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Við elskum þig og söknum mikið. Elín Margrét, Þuríður, Kristjana, Heiðbrá og Sigurður. Kristófer Sæmundsson Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Elsku mamma mín, amma og langamma, HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR, Hlíðarvegi 1, Kópavogi, búsett að Skógarbæ, lést laugardaginn 21. júlí. Útförin fer fram mánudaginn 30. júlí klukkan 13 frá Fossvogskirkju. Þóra Guðrún Gunnarsdóttir Grétar Sölvason Klara Rakel Grétarsdóttir Rúnar Ingi Garðarsson Júlía Grétarsdóttir Gabríel Ingi Rúnarsson Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, KRISTBJÖRG SVEINSDÓTTIR, Kidda, ættuð frá Skoruvík á Langanesi, lést miðvikudaginn 18. júlí. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 27. júlí klukkan 11. Fyrir hönd aðstandenda, Guðni Óskar Jensen Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, INGIMAR NÚMASON, Ægisbyggð 1, Ólafsfirði, lést miðvikudaginn 18. júlí á Sjúkrahúsi Akureyrar. Útför hans fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju föstudaginn 27. júlí klukkan 14. Ingibjörg Antonsdóttir Nína Ingimarsdóttir Númi Ingimarsson Steina Jóna Hermannsdóttir Matthías Ingimarsson Helga Ingimarsdóttir Hlynur Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, STEFÁN LEO HOLM, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Blönduósi, sunnudaginn 22. júlí. Jarðarför fer fram frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 27. júlí klukkan 13.30. Börn og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGMAR JÓNSSON, stórkaupmaður, Strikinu 8, lést á Líknardeild Landspítalans, mánudaginn 23. júlí. Útförin fer fram í Bústaðakirkju, mánudaginn 30. júlí klukkan 15. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Thorvaldsensfélagið. Hlíf Jóhannsdóttir Ólöf G. Ásbjörnsdóttir Sigurður Gunnarsson Sveinn Dal Sigmarsson Sigrún Sigmarsdóttir Sigurður Guðmundsson Jóhanna Sigmarsdóttir Atli Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, ÁSLAUG RAGNARS, lést á líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 18. júlí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 27. júlí klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, Kjartan Magnússon Andrés Magnússon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.