Morgunblaðið - 25.07.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 25.07.2018, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2018 R GUNA GÓÐAR I Hermann Stefánsson rithöfundur á 50 ára í afmæli. Hann dvel-ur nú í Davíðshúsi á Akureyri og er að leggja lokahönd á nýj-asta ritverk sitt sem á að koma út í haust. Hermann er á mála hjá bókaútgáfunni Sæmundi og frá honum hef- ur komið út skáldverk á hverju ári frá 2003 ef árið í fyrra og annað ár til eru undanskilin. Síðast komu út skáldsögurnar Bjargræði, sem er um Látra-Björgu, og Leiðin út í heim. Bókin sem kemur út í haust er þó ekki skáldsaga. „Þetta eru textar en titillinn er trúnaðarmál, hjátrúarinnar vegna.“ Hermann mun dvelja í Davíðshúsi fram að mánaðamótum og ætlar þá að vera búinn að klára bókina. „Mér líkar alveg dásamlega hérna í Davíðshúsi en ég var hérna áður fyrir margt löngu. Þótt ég sé Reykvíkingur er ég mik- ill Akureyringur í mér, en ég átti afa og ömmu hérna á Akureyri. Núna hef ég þó farið lítið út úr húsi, það er þá helst til að fara í sund. En þegar synir mínir komu hingað og voru hjá mér í Davíðshúsi gerð- um við allt mögulegt, fórum t.d. að dorga. Mér finnst gaman að veiða en læt mér nægja bryggjudorg.“ Það er stutt í að dvölinni ljúki í Davíðshúsi og því ætlar Hermann að fresta afmælinu fram yfir mánaðamótin. Hann er nýlega fráskilinn en börn hans eru Sólrún Hedda 24 ára, Stefán Þórarinn 16 ára og Bene- dikt Hilmir 7 ára, að verða 8. Morgunblaðið/Árni Sæberg Rithöfundurinn Von er á nýrri bók frá Hermanni í haust. Dvelur við skriftir í Davíðshúsi Hermann Stefánsson er fimmtugur í dag S veinn Kjartan Gestsson fæddist í Reykjavík 25.7. 1948 og ólst þar upp til fimm ára aldurs: „Þá fluttu foreldrar okkar á Fellsströndina og byggðu þar upp nýbýlið Grund í landi Litla- Galtardals. Þar ólst ég síðan upp við öll almenn sveitastörf en þau voru með blandaðan búskap. Foreldrar mínir fluttu síðan suður árið 1966 en þá hafði ég tekið þá ákvörðun að yf- irgefa ekki sveitasæluna fyrir höfuð- borgina.“ Sveinn var í grunnskóla á Laug- um í Sælingsdal í þrjá vetur: „Þá var verið að reisa skólabyggingarnar þar og þá, eins og endranær, stóðust ekki áætlanir um verklok, svo fyrsta skólaárið mitt hófst ekki fyrr en í janúar. Ég var síðan einn vetur í unglinganámi hjá séra Þorgrími Sig- urðssyni á Staðastað en hann var merkur skólamaður og laginn við baldna stráka.“ Sveinn stundaði nám við Bænda- skólann á Hvanneyri 1965-67 og lauk þá búfræðiprófi. Hann vann á Hvanneyrarbúinu 1967-69 og starf- aði við nautastöðina á Hvanneyri 1969-71. Sveinn hefur verið bóndi á Stað- arfelli frá 1971: „Staðarfell er rík- isjörð. Þar var húsmæðraskóli til 1976 og árið 1980 kom SÁÁ hingað Sveinn Kjartan Gestsson, bóndi á Staðarfelli – 70 ára Með dóttur og dóttursonum F.v.: Brynjar Páll, Anna Kristí́n, Sveinn Sigurður, Sveinn, Þóra Stella og Páll Halldór. Tók Fellsströndina fram yfir þéttbýlið Bláfjallageimur Sveinn staddur á Snækolli í Kerlingafjöllum, í hálendisferð. Hafnarfjörður Þorfinnur Torfi Ólason fæddist 7. nóvember 2017 kl. 0.50. Hann vó 3.048 g og var 48 cm langur. Foreldrar hans eru Auðbjörg Ólafsdóttir og Óli Örn Eiríksson. Bræður Þorfinns eru Eirík- ur Skorri og Ólafur Flóki. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.