Morgunblaðið - 13.08.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.08.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2018 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þjóðkirkjan þarf að vera virkari í umræðu dagsins og láta rödd sína heyrast. Meginhlutverkið er auð- vitað að boða fagnaðarerindi Jes- ús Krists og í því felst meðal ann- ars að taka afstöðu og beita sér í ýmsu því er lýtur að velferð mann- eskjunnar. Kirkjan verður að stíga fram í ljósi réttlætis og sam- félagslegrar ábyrgðar,“ segir sr. Kristján Björnsson, nýr vígslu- biskup í Skálholti. Um aldir hefur Skálholt verið miðlægur staður í íslensku þjóð- lífi. Þar var biskupssetur frá árinu 1056 og fram til loka 18. aldar og síðustu 28 ár hefur þar verið að- setur vígslubiskups. Sá sem emb- ættinu sinnir er meðal annars í forsvari fyrir hinn söguríka og fjölsótta Skálholtsstað. Hefur auk- inheldur tilsjón með og er leið- beinandi í kristnihaldi í Skálholts- stifti, sem spannar landið frá Hornafirði og vestur í Ísafjarð- ardjúp. Á því svæði eru rúmlega 170 sóknir. Þá situr hann kirkju- þing og biskupafundi þar sem lín- ur um starf Þjóðkirkjunnar eru lagðar. Mikilvægur staður „Skálholt er mikilvægur stað- ur sem tugir þúsunda ferðamanna heimsækja árlega. Nú standa þar yfir margvíslegar framkvæmdir til að bæta móttöku ferðafólks sem sækir staðinn heim. Einnig nýtist húsakostur á staðnum vel til nám- skeiða m.a. vegum Þjóðkirkjunnar og það starf vil ég efla, svo sem þjálfun fyrir starfsfólk safnaðanna og presta,“ segir Kristján. Í ræðu sem sr. Kristján flutti þegar hann tók við embætti vígslubiskups þann 22. júlí sl. gerði hann loftslagsbreytingar og ógnirnar sem þeim fylgja að um- fjöllunarefni. Hann sagði að mik- ilvægt væri að bregðast við að- steðjandi vá og þar séu vonin og trú leiðarstjarna til framtíðar. „Við greiðum ekki skuldina við framtíð mannkyns með því að leggja vonleysi eða dáðleysi á borð fyrir komandi kynslóðir,“ sagði Kristján í ræðunni. Þetta telur hann raunar gilda um allt í mann- félaginu. Með guðfræði von- arinnar hafi náðst fram mikilisvirt réttlæti fyrir þá sem hafi liðið, til dæmis fyrir kynþáttahatur og mis- rétti. Megi þar meðal annars nefna réttindabaráttu samkynhneigðra. „Í dag er víða rætt um stöðu heimilislausra til dæmis hér í Reykjavík og þrýst er á borgina að bæta úr sem er líka skylda hennar. Sveitarfélög eða hreppar á Íslandi voru stofnaðir á 12. öld og upp- haflegt hlutverk þeirra var sam- hjálp; aðstoð við fólk sem gat ekki séð sér farborða og þurfti húsa- skjól og mat. Til eru ýmsar sögur af því hvernig þetta gekk en grunntónninn er alltaf sá að við höfum skyldur hvert við annað. Samfélagið þarf að tryggja vel- ferð allra og því á ekki að koma neinum á óvart þótt stundum sé talverður hiti í umræðu um vel- ferðarmál og stöðu þeirra sem verst standa. Hér þarf kirkjan því að beita sér og tala máli þeirra sem eru í baslinu. Og þó við séum ekki að reka sjúkrahús, dval- arheimili fyrir aldraða, eða búðir fyrir flóttafólk líkt og kirkjustofn- anir víða í Evrópu gera þarf kirkj- an að taka undir með kröfum um réttlæti og ábyrgð.“ Veraldarhyggja vex Á Íslandi búa í dag liðlega 350 þúsund manns og þar af er um 2/3 skráðir í Þjóðkirkjuna. Afar breytilegt er milli hverfa og byggða hve margir eru skráðir í þjóðkirkjuna, það fer meðal ann- ars eftir íbúasamsetningu og hver upprunafólks. Vekja gleði og hafa áhrif „Vissulega hefur fækkað í Þjóðkirkjunni á undanförnum ára- tugum og árum. Veraldarhyggjan fer vaxandi en trúarbrögð og trú- hneigð er í sókn víða í heiminum. Þeim sem aðhyllast kristna trú fjölgar og sama máli gegnir um Íslam sem vex þó hraðar. Í dag velur fólk sér einfaldlega trúfélög eftir sínum lífsviðhorfum sem er vel. Hins vegar er minnkandi traust og óþol fyrir stofnunum og valdi og því þarf kirkjan að skil- greina sig skýrt sem samfélag þeirra sem trúa á Krist. Hin dag- lega þjónusta kirkjunnar þarf að veita öryggi, vera unnin af fag- mennsku og helst í þverfaglegu samstarfi. Fagnaðarerindið þarf að boða skýrt svo það endurómi í þessu samfélagi, veki gleði og hafi áhrif. Og ef þetta er í lagi er Þjóð- kirkjan að sinna sínu hlutverki,“ segir sr. Kristján að síðustu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Trú Dagleg þjónusta kirkjunnar þarf að veita öryggi, segir sr. Kristján Björnsson, nýr Skálholtsbiskup. Fagnaðarerindið ómi  Kristján Björnsson er fædd- ur 1958 og ólst upp í Kópavogi. Tók prestvígslu 1989 og hefur verið sóknarprestur í Húna- þingi vestra, Vestmannaeyjum og Eyrarbakkaprestakalli. Hef- ur verið ritstjóri Kirkjuritsins, setið kirkjuþing og verið í kirkjuráði og formaður Presta- félags Íslands.  Eiginkona Kristjáns er Guð- rún Helga Bjarnadóttir. Þau eiga fimm börn og jafn mörg barnabörn. Hver er hann? Skuldin við framtíð mannkyns verður ekki greidd með vonleysi Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Reykjavíkurborg hefur brugðist við athugasemdum umboðsmanns borg- arbúa um útleigu á Iðnó. Í áliti sínu rakti umboðsmaður að matsþættir nefndar sem mat umsóknir hefðu ekki verið nægjanlega skilgreindir og því hefði verið óljóst hvaða atriði réðu endanlega úrslitum um val á leigjanda. Betur hefði mátt huga að samanburði á umsóknum og rök- stuðningi ákvörðunarinnar. Í svari Örnu Schram, sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, við fyrirspurn Morgunblaðsins segir að farið hafi verið yfir ferlið með hliðsjón af at- hugasemdunum og einfaldur mats- rammi verið mótaður sem flokki betur vægi einstakra þátta. Þetta hafi verið gert með það að leiðarljósi að auka gegnsæi í málum sem þess- um. Buðu hærri leigufjárhæð „Við viljum að sjálfsögðu alltaf gera betur og stuðla að enn meira trausti gagnvart stjórnsýslunni,“ segir í svari Örnu. Í auglýsingu um útleigu á Iðnó í ársbyrjun 2017 kom fram að um- sóknir yrðu metnar á grundvelli þriggja þátta: Fyrirhugaðrar menn- ingarstarfsemi, reynslu umsækj- anda af slíkri starfsemi, veitinga- rekstri og skyldum rekstri og að lokum leigufjárhæð. Þrjár umsóknir bárust og voru þær metnar út frá þessum þáttum að því er fram kemur í svari við fyr- irspurn Morgunblaðsins. „Matsnefnd, sem fór yfir umsókn- ir, taldi að umsókn núverandi leigu- taka uppfyllti samanlagt best þessa þætti. Þeim var til að mynda talið til tekna að hafa áratuga reynslu af veitingarekstri við góðan orðstír og að hafa átt frumkvæði að menning- arlegum viðburðum, auk þess sem þeir voru reiðubúnir að borga hærri leigu en áður hafði verið innt af hendi,“ segir í svarinu. Í tillögu matsnefndarinnar kemur fram að núverandi leigutakar hafi í umsókn sinni gert ráð fyrir leigu- fjárhæð sem næmi 600 þúsund krón- um á mánuði fyrstu þrjú ár leigu- tímabilsins með möguleika á endurskoðun fyrir síðustu tvö árin. Fyrri leigjandi Iðnó, sá er kvartaði til umboðsmanns borgarbúa, bauð 350 þúsund krónur á mánuði. Borgin bregst við áliti umboðsmanns  Leið við val á leigjanda Iðnó gagnrýnd  Mótuðu matsramma til að auka gegnsæi við útleigu eigna Morgunblaðið/Ómar Ráðhús Umboðsmaður borgarbúa hafði gagnrýnt málsmeðferðina. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Neytendastofa telur að kaupendur eðalmálma- og steina skuli vera skráningarskyldir, að því er fram kemur í umsögn stofnunarinnar um frumvarpsdrög að lögum um aðgerð- ir gegn peningaþvætti og fjár- mögnun hryðjuverka. Í drögunum var fyrir gert ráð fyrir skráning- arskyldu seljenda slíkra gripa. Var umsögnin send dóms- málaráðuneytinu í upphafi þessa mánaðar og í henni segir að slík við- skipti hafi aukist á undanförnum ár- um. „Til að mynda hafa komið hing- að til lands erlendir aðilar í innkaupaferðir gagngert til að kaupa eðalmálma og eðalsteina af ís- lenskum neytendum og auglýst í fjölmiðlum komu sína og tímabil heimsóknarinnar,“ segir í umsögn Neytendastofu. Starfsemi veðlánafyrirtækja falli innan gildissviðs laganna Neytendastofa bendir einnig á að ætla megi að starfsemi veð- lánafyrirtækja sem veiti ein- staklingum tímabundin lán gegn veði í lausafjármunum (e. pawn bro- kers) falli undir eitt ákvæða drag- anna um gildissvið laganna, n.t.t. ákvæði um einstaklinga eða lögaðila sem í atvinnuskyni selji hluti eða veiti þjónustu sem greitt sé fyrir með reiðufé, hvort sem viðskiptin fari fram í einni greiðslu eða fleiri sem virðist tengjast hver annarri, að fjárhæð 10.000 evrur eða meira [...]. Í umsögninni nefnir Neytenda- stofa að slík starfsemi þekkist nú orðið hér á landi. „Neytendastofa telur æskilegt að í greinargerð með frumvarpinu verði sett fram dæmi um starfsemi sem að mati ráðuneyt- isins geti fallið undir ákvæðið.“ Seljendur verði skráningarskyldir  Ný lög um peningaþvætti í smíðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Gull Í umsögn Neytendastofu kemur fram að hingað til lands hafi erlendir aðilar komið innkaupaferðir til að kaupa eðalmálma- og steina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.