Morgunblaðið - 13.08.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.08.2018, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2018 Strákarnir í Pollapönki fluttu samansafn af Falleg Björn Leví Gunnarsson, Alexander og Heiða María Sigurðardóttir. Sæt saman Silvía Magnúsdóttir, Ástrós Silvíudóttir og Stefán Silvíuson. Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is 360° snúningur Leður Verð frá 249.000.- WAVE Lounge VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það kann að koma lesendum á óvart hve víða um heim má finna fræðimenn sem hafa sérhæft sig í íslensku fornsögunum. Sautjánda alþjóðlega fornsagnaþingið (www.sagaconference2018.is) hefst í Reykjavík í dag og stendur út vikuna en þar er von á bæði gest- um og fyrirlesurum sem sumir hafa ferðast yfir hálfan hnöttinn. „Mest eru fornsagnarannsóknir stundaðar í Evrópu og Norður- Ameríku en við fáum líka til okkar fólk frá fjarlægari stöðum eins og Ástralíu, Argentínu, Mexíkó og Japan,“ segir Svanhildur Ósk- arsdóttir. „Sumir háskólar kenna fornsögurnar sem hluta af bók- menntasögunámi enda getum við sagt að þær séu eitt helsta fram- lag Íslendinga til heimsbók- menntanna. Annars staðar eru fornsögurnar hluti af námi í ís- lensku og nemendur látnir lesa sögurnar á frummálinu. Þá er ver- ið að stunda fjölbreyttar rann- sóknir á þessum textum. Má nefna svokallaðar viðtökurannsóknir sem hafa rutt sér mjög til rúms á und- anförnum áratugum en þar er skoðað hvernig sagnaarfurinn skil- ar sér inn í ný bókmennta- og listaverk. Á þinginu verður t.d. fjallað um hvernig íslenskar forn- bókmenntir birtast í myndasögum, þar á meðal í japönskum manga- sögum.“ Svanhildur er rannsóknardósent við Árnastofnun og formaður und- irbúningsnefndar fornsagnaþings- Erum enn að uppgötva nýjar hliðar á fornsögunum  Íslenski sagnaarfurinn fléttast saman við menningu nútímans og birtist meira að segja í japönsk- um teiknimyndasögum  Með gleraugum nýrra fræðigreina eins og kynjafræði má uppgötva áhuga- verða nýja fleti á textum fornra handrita  Alþjóðlegt fornsagnaþing verður haldið í þessari viku Morgunblaðið/Valli Átök Svanhildur Óskarsdóttir hefur áhyggjur af hvernig öfgafólk virðist í vaxandi mæli nota norrænan menningararf til að styðja við hugmyndir um fordóma og kynþáttayfirburði. „Mikilvægt er að fræðimenn taki þátt í þessari umræðu, og reyni að andæfa því þegar mjög einfölduð túlkun á fornsögunum er notuð sem vatn á myllu öfgaafla.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.