Morgunblaðið - 13.08.2018, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.08.2018, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2018 Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Þín eigin skrifborðskæling! Stjórnaðu hitastiginu við vinnustöðina þína. Kælitæki, rakatæki og lofthreinsitæki, allt í einu tæki. Til í hvítu og svörtu. Kynningarverð aðeins kr. 37.227 m.vsk. Parker-könnunarfari bandarísku geimvísindastofnunar- innar NASA var skotið á loft frá skotpalli á Canaveral- höfða í Flórída í gærmorgun. Geimfarinu er ætlað að rannsaka sólina, kórónu hennar og sólvinda. Mun farið verða næstu sjö ár á sporbaug sólar og fer nær henni en nokkurt annað geimfar hefur gert. AFP Leiðangur Geimfarinu er ætlað að komast í „snertingu“ við sólina, en nálægasti punktur þess verður í um sex millj- ón km fjarlægð frá yfirborði sólar, sem þó telst ansi nálægt. Þá mun farið ná hraða sem nemur um 700 þús. km/klst. Á ógnarhraða til sólarinnar Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Lögregla í Washington í Bandaríkj- unum var með talsverðan viðbúnað vegna fjöldafundar hvítra þjóðern- issinna þar í gær. Markaði gærdag- urinn þau tímamót að ár var liðið frá átökum sem brutust út eftir mótmæli í Charlottesville í Virginíu þar sem ein kona lést og 19 slös- uðust eftir að maður keyrði bíl inn í hóp mótmælenda. Fregnir AFP- fréttaveitunnar, CNN og New York Times greindu frá því í gærkvöldi að „lítill hópur“ hvítra þjóðernis- sinna hefði gengið um stræti höf- uðborgarinnar áður en hópurinn safnaðist saman skammt frá Hvíta húsinu þar sem fjöldafundurinn fór fram. Mótmæltu fjöldafundinum Að því er fram kemur í frétt New York Times mættu þúsundir á götur höfuðborgarinnar til þess að mót- mæla fjöldafundi þjóðernissinnanna fyrir og meðan á honum stóð. Fram kemur í fréttum AFP og CNN að mótmælendur hafi verið mun fleiri en hvítir þjóðernissinnar á svæðinu. Þá fylgdi stór hópur lögreglumanna hvítu þjóðernissinnunum á leið á fundarstað og notaði einnig girðing- ar til að halda mótmælendum frá. Auk þess var lokað fyrir bílaumferð á nokkrum götum borgarinnar. Almenn skynsemi að mótmæla Einn mótmælenda, Anjali Madan Wells kennari, sagði við NY Times að það væri „almenn skynsemi“ að fara út og mótmæla hvítum þjóðern- issinnum. Wells sagði einnig að hún myndi ekki láta það viðgangast að hópur fólks breiddi út boðskap um- burðarleysis í sinni borg og bætti við: „Ég tala við nemendur mína um að gera það sem er rétt.“ Key Pritsker, einn skipuleggj- enda mótmælanna, sagðist í samtali við AFP bjartsýnn á að það tækist að forðast átök milli hópa, en benti á að það væri nauðsynlegt að senda nýnasistum og stuðningsmönnum þeirra sterk skilaboð. „Það væru feikileg mistök ef við leyfðum fas- istum einfaldlega að ganga um göt- ur höfuðborgarinnar án allrar mót- stöðu,“ sagði Pritsker við AFP. Sami skipuleggjandi og í fyrra Skipuleggjandi fjöldafundarins, Jason Kessler, greindi frá því í um- sókninni til þess að fá að halda við- burðinn að á bilinu 100 til 400 manns væru væntanlegir á sam- komuna, sem kallðist „Sameinum hægrið 2“ (e. Unite the Right 2) og var flokkuð sem „fjöldafundur fyrir borgararéttindum hvítra“ að því er fram kemur í umfjöllun CNN- fréttastofunnar. Kessler skipulagði einnig fundinn í Charlottesville í fyrra til að mótmæla því að styttur af hershöfðingjum suðurríkjanna í Þrælastríðinu yrðu fjarlægðar. Í fyrra bar talsvert á nasistaf- ánum og kveðjum að hætti nasista í göngu hægriöfgamanna og mikið var um vopnaburð. Í ár hvöttu skipuleggjendur fjöldafundarins stuðningsmenn til að koma einungis með fána Bandaríkjanna eða fána suðurríkjanna og bað þá jafnframt að forðast harkaleg viðbrögð gegn mótmælendum, segir í frétt AFP. Þá bannaði lögregla í Washington vopnaburð á svæðum mótmælanna, þ.m.t. þeirra sem bera vopn með löglegum hætti. Kallaði eftir samheldni Á laugardaginn kallaði Donald Trump Bandaríkjaforseti eftir sam- heldni í samfélaginu og fordæmdi kynþáttafordóma af öllu tagi. „Óeirðirnar í Charlottesville fyrir ári urðu til þess að sorglegt dauðs- fall varð og fólk skiptist í fylkingar. Við verðum að sameinast sem þjóð. Ég fordæmi allar tegundir rasisma og ofbeldis. Friður fyrir alla Banda- ríkjamenn!“ skrifaði Trump á Twitt- er á laugardagsmorgun, en hann var gagnrýndur harðlega fyrir við- brögð sín eftir óeirðirnar í Charl- ottesville í fyrra. Viðbúnaður vegna fundar þjóðernissinna  Ár er liðið frá afdrifaríkum mótmælum í Charlottesville AFP Fjöldafundur Mikið lögreglulið fylgdi hópi hvítra þjóðernissinna í „rétt- indagöngu“ þeirra að Hvíta húsinu í höfuðborg Bandaríkjanna í gær. Börn fundust í gærkvöldi á lífi í rústum byggingar sem jafnaðist við jörðu í bænum Sarmada í Idlib- héraði í Sýrlandi eftir að sprenging varð í vopnageymslu. Minnst 39 fórust í sprengingunni, þeirra á meðal 12 börn. Björgunar- sveitir notuðu í gær jarðýtur til að hreinsa svæðið og bjarga fólki úr rústunum. Tvö hús eyðilögðust í sprenging- unni en ekki er vitað hvað olli henni. Vopnageymslan sem um ræðir var í fjölbýlishúsi í bænum og meðal þeirra sem létust eru ætt- ingjar bardagamanna samtakanna Hayat Tahrir al-Sham, bandalags heilagra stríðsmanna sem tengdust al-Qaeda-hryðjuverkasamtökunum. Áður höfðu bardagamennirnir að- setur í Homs þar til þeir voru hraktir á brott. SÝRLAND Sprenging Tvö fjölbýlishús hrundu til grunna við sprenginguna í Sarmada. 12 börn látin eftir sprengingu Yfirvöld í Suður-Svíþjóð hafa gefið kúm leyfi til að sækja heim nektar- strendur þar suður frá á meðan hitabylgja gengur yfir. Þetta kem- ur fram í frétt breska ríkisútvarps- ins, BBC. Nektarsinnar í Suður-Svíþjóð hafa undanfarið kvartað yfir gesta- komu skepna á strendur þeirra. Nektarsinnarnir telja að heilsu mannfólks sem sækir strendurnar gæti stafað hætta af heimsóknum kúnna. Kosið var um málið hjá yfir- völdum vegna kvartananna og sam- þykkt að leyfa kúnum að kæla sig á nektarströndunum. Vegna mikilla þurrka í Svíþjóð hafa sumir bændur þurft að slátra gripum sínum fyrr en vant er en aðrir hafa ákveðið að fara með þá á nærliggjandi nektarstrendur til að kæla gripina. ragnhildur@mbl.is MIKILL ÞURRKUR Í SVÍÞJÓÐ Morgunblaðið/Eggert Kýr Þessar íslensku kýr hafa það tals- vert betra en frænkur þeirra í Svíþjóð. Kýr heimsækja nektarstrendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.