Morgunblaðið - 13.08.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.08.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2018 Grensásvegi 13 108 Reykjavík s 570 4800 – 820 6511 Þorragata 5, 101 Reykjavík Björt og falleg 149,8 fm. íbúð á 4ðu hæð í lyftuhúsi, að meðtöldum bílskúr og sérgeymslu í þessu eftirsótta fjölbýlishúsi fyrir 63ja ára og eldri við Þorragötu. Íbúðin er öll innréttuð með ljósum viði, beyki og hvítt/beyki, og lítur vel út. Mjög stór stofa með útgengi á skjólsælar svalir til suðurs sem eru yfirbyggðar að hluta. Innangengt er úr bílskúr í geymslu og þaðan í sameign. Útsýnis nýtur frá stofum og bóka-/sjónvarpsherbergi yfir sjóinn, að Bláfjöllum, Álftanesi og Reykjanesinu. Tvö rúmgóð svefnherbergi. Húsvörður. Íbúðin er laus fljótlega. Verð 79,9 millj. Nánari upplýsingar veitir Halla – s 659 4044 – halla@gimli.is Opið hús þriðjudaginn 14. ágúst frá kl. 17:15 - 17:45 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Morgunblaðið/Heiddi Vogur Þrír bílar voru skemmdir á bílastæði sjúkrahússins í sumar. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Skemmdarverk voru unnin á bílum þriggja starfsmanna á sjúkrahúsinu Vogi fyrr í sumar. Valgerður Á. Rún- arsdóttir, forstjóri sjúkrahússins, staðfestir að tilvikið hafi komið upp og er málið til rannsóknar hjá lög- reglu. Hún segir að tilvik sem þessi séu afar fátíð, en stöku mál af þessu tagi hafi þó komið upp. Valgerður nefnir þó tilvik sem varð á síðasta ári þegar maður kveikti í eigin bíl á bílaplaninu. „Þá urðu skemmdir í kring líka, á mal- bikinu undir, trjánum í kring og bíl við hliðina sem brann. Enginn slas- aðist sem betur fer,“ segir hún. Í skýrslutöku hjá lögreglu gaf maðurinn þá ástæðu eina fyrir verknaðinum að hann hefði ekki komist að í meðferð á Vogi. Að því er fram kemur í gæsluvarðhalds- úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur var maðurinn að mati læknis ekki í bráðaþörf fyrir afeitrun eða með- ferð. Verði ekki fyrir tjóni Spurð hvort Vogur komi til móts við starfsfólk sjúkrahússins með ein- hverjum hætti vegna eignatjónsins segir Valgerður að reynt sé að sjá til þess að starfsfólkið verði ekki fyrir fjárhagslegu tjóni á meðan það er við störf. „Við reynum að koma til móts við starfsfólkið þegar svona kemur fyrir og vera hjálpleg í því,“ segir hún. „Fólk er ábyrgt fyrir eigum sínum almennt séð. Síðan er það með tryggingar og þær borga tjón að hluta, en það er alltaf einhver sjálfs- ábyrgð og slíkt. Það er þá tjón sem fólk verður fyrir sem við viljum koma til móts við og hjálpum eða borgum. Þetta er rætt við þá ein- staklinga sem í hlut eiga. Við viljum ekki að fólk verði fyrir tjóni af þessu. Stundum borga tryggingarnar al- veg, það fer eftir því hvaða trygg- ingar fólk er með á bílunum. Það er sjálfsagt að við pössum upp á okkar starfsfólk,“ segir Valgerður. Spurð hvort gerandinn hafi tengsl við sjúkrahúsið kveðst hún ekki vita með vissu hver var að verki. „Þetta var framkvæmt úti á plani. Viðkomandi var ekki inni á sjúkra- húsinu á þessari stundu. Það er verið að rannsaka þetta en ég veit ekki hvort einhver niðurstaða er komin í málið. Það er engin ástæða fyrir okk- ur að vera að giska á hver var að verki. Þetta er fyrir lögregluna að vinna,“ segir hún. Ekki náðist í lög- reglu við vinnslu fréttarinnar. Skemmdir unnar á bílum starfsfólks  Skemmdarverk framin á þremur bílum á bílastæði Vogs  Fátítt að skemmdarverk verði á stæðinu  Vogur hleypur undir bagga með starfsfólkinu vegna eignatjónsins  Ekki er vitað hver var að verki Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Áskell Örn Kárason varð í gær al- þjóðlegur meistari í skák á EM öld- unga í Drammen í Noregi þar sem hann hafnaði í öðru sæti í flokki 65 ára og eldri. Var hann hársbreidd frá því að landa Evrópumeistaratitlin- um, en þar sem Áskell var jafn efsta manni með 6½ vinning varð hann sjálfkrafa alþjóðlegur meistari í skák. Titillinn er sá næsti fyrir neðan stórmeistaratitil. Áskell fæddist árið 1953 og keppti því í flokknum í fyrsta sinn. Hann vann alla sem voru stigalægri en hann og gerði jafntefli við alla sem voru stigahærri. Hann var að vonum sáttur við árangurinn þegar blaða- maður náði af honum tali í gær- kvöldi, en hann hafði ekki gert sér grein fyrir því að hann ætti mögu- leika á að verða alþjóðlegur meistari. „Þetta kom mjög á óvart. Ég áttaði mig ekki á því að ég ætti möguleika á þessu. Ég horfði fyrst og fremst á titilinn sjálfan og vonaðist í dag til þess að ég næði honum. Þetta var mjög tæpt. Það gekk ekki og ég hugsaði með mér að maður tæki bara við silfurverðlaununum. Síðan kom þetta mjög á óvart. Það að ég skuli vera samsíða efsta manni dug- ar til að fá þennan titil. Það er mjög gleðilegt og þetta er stór viðurkenn- ing,“ segir Áskell. Áskell Örn Kárason varð alþjóðlegur meistari í skák  Tíðindin komu mjög á óvart  Í öðru sæti á EM öldunga Meistari Áskell Örn tekur við verð- launum sínum í Noregi í gær. Taka af- stöðu um mánaðamót Mennta- og menningar- málaráðuneytið mun taka af- stöðu til þess hvort Rík- isútvarpinu beri að hafa auglýs- ingasölu sína í dótturfélagi þegar áætlun um aðgerðir til að styrkja rekstrarumhverfi einka- rekinna fjölmiðla á Íslandi verður kynnt um mánaðamótin. Er áætl- unin unnin með hliðsjón af skýrslu um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Sú afstaða Símans kom fram í Morgunblaðinu á laugardag að fyr- irtækið teldi RÚV óheimilt að selja auglýsingar sökum þess að starf- semin væri ekki í dótturfélagi líkt og kveðið væri á um í ákvæði laganna. Fram kom að RÚV ynni að úrlausn lagalegra álitaefna með ráðuneytinu varðandi ákvæðið. „Við tökum afstöðu til þessara lagatæknilegu atriða um leið og við kynnum heildarnálgun á fjölmiðla- málin. Við stefnum að því að gera þetta allt á sama tímapunkti,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. jbe@mbl.is Lilja Alfreðsdóttir  Auglýsingasala RÚV til umfjöllunar Íslenski hesturinn er löngu orðinn víðfrægur. Það er eins með hann og aðra nafntogaða, almenningur vill í sífellu taka sjálfu með honum. Þessar ferðakonur hafa ekki látið orðspor íslenska hestsins fram hjá sér fara og smelltu af sér mynd með nokkrum slíkum í Mosfellsdalnum í gær. Nú geta þær farið kátar til síns heima með sönnun þess að hafa hitt hinn rómaða ís- lenska hest. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Íslenski hesturinn eftirsóttur í sjálfsmyndatökur Myndataka í Mosfellsdal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.