Morgunblaðið - 13.08.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.08.2018, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ítíð vinstristjórnarinnarí Reykjavík hefur fjöldi þeirra sem ekki eiga í neitt hús að venda tvöfaldast. Árið 2012 voru 179 í þessum hóp- um heimilislausra og ut- angarðs. Þegar staðan var könnuð í fyrra var fjöldinn kominn í 349 sem voru í svo nöturlegri stöðu. Í útvarpsviðtali í gær var athyglisvert að heyra hvernig Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varafor- maður Samfylkingarinnar, fór undan í flæmingi þegar þessi mál voru rædd og gekk jafnvel svo langt að reyna að kenna minnihlutanum í borg- arstjórn um. Hann hefði ekki sýnt málinu nægan áhuga fram að þessu. Nú kann að vera að minni- hlutinn hefði mátt halda meirihlutanum betur við efnið í þessum málaflokki eins og öðrum. Það hefði svo sem ver- ið full ástæða til, enda af nógu að taka þegar vinstri meiri- hlutinn í höfuðborginni er annars vegar. En það getur aldrei verið á ábyrgð minni- hluta hvernig komið er í ein- stökum málaflokkum sem meirihluti hefur klúðrað. Segja má að sá árangur hafi þó náðst í málum heimilis- lausra í höfuðborginni að meirihlutinn í borgarstjórn hefur loks viðurkennt vand- ann. En það dugar ekki þegar vandinn hefur vaxið svo mjög sem raun ber vitni að halda áfram að ræða um að ræða þurfi vandann og að móta stefnuna, hefja samtalið og svo framvegis. Borgarstjórn þarf að grípa til að- gerða og þar þarf bæði að horfa til skamms og langs tíma. Til skamms tíma þarf ein- faldlega að tryggja að allir eigi kost á þaki yfir höfuðið. Íslenska sumarið býður ekki upp á útiveru allan sólar- hringinn, hvað þá íslenski veturinn. Og hann nálgast en bíður ekki eftir þeim sem sitja aðgerðalausir. Og þó að Heiða Björg geri lítið úr því að haldinn hafi verið sér- stakur fundur um málið nú í sumar og haldi því fram að hún hafi hvort eð er ætlað að halda slíkan fund í haust, þá er ljóst að slíkur fundur þoldi ekki bið fram á haust. Bráða- aðgerðirnar þola ekki heldur bið eftir nefndum, stefnumót- un og samræðustjórnmálum. Í þær þarf að ráðast án tafar. En það þarf líka að hugsa til lengri tíma og í því sam- bandi er til dæmis brýnt að endurskoða skipulagsstefnu borgarinnar frá grunni. Reykjavíkurborg hefur í tíð vinstri flokkanna fylgt þeirri stefnu að byggja hægt upp og byggja helst aðeins þar sem það er dýrast. Þess vegna er allt of lítið af húsnæði í borg- inni og þess vegna er það allt of dýrt. Til lengri tíma litið er eina raunhæfa lausnin á hús- næðisvanda höfuðborgarbúa að hverfa frá þessari stefnu skortsins. Tvöfalt fleiri hafa ekki þak yfir höfuðið í Reykjavík nú en fyrir fimm árum} Húsnæðisvandi í höfuðborginni Innanríkis-ráðherra Bret- lands, Sajid Javid, kallaði í gær eftir afsögn Jeremy Corbyns, leiðtoga Verkamannaflokksins. Til- efnið var mynd sem birtist af Corbyn með blómsveig nærri gröfum þeirra sem bera ábyrgð á morðunum á ísr- aelskum íþróttamönnum á Ól- ympíuleikunum í München árið 1972. Myndin, sem er fjögurra ára gömul, var tekin í Túnis og Verkamannaflokkurinn heldur því fram að Corbyn hafi verið að votta fórnar- lömbum loftárása Ísraelshers á PLO virðingu sína en ekki þeim sem tengdust hryðju- verkunum í München. Ekki er víst að þessi út- skýring Verka- mannaflokksins dugi til, enda hef- ur farið vaxandi sú gagnrýni á Corbyn að hann sé haldinn andúð á Gyðingum eða í það minnsta hallur undir þá sem hatast við Gyðinga og Ísraelsríki. Hver sem áhrif þessarar gagnrýni verða á stjórn- málalega stöðu Corbyns mætti hún verða öðrum, eink- um á vinstri væng stjórnmál- anna, til umhugsunar. Furðu sætir hve langt sumir leyfa sér að ganga í óbilgjarnri gagnrýni á Ísrael á sama tíma og þeir verja, beint og óbeint, hryðjuverkamenn sem hafa það eitt að markmiði að þurrka Ísrael út af landakort- inu. Fleiri mættu hugsa sinn gang í um- ræðum um Ísrael} Corbyn og Gyðingaandúðin Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir meðal annars um íslenska heilbrigðiskerfið að það eigi að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum og að allir lands- menn eigi að fá notið góðrar heilbrigðis- þjónustu, óháð efnahag og búsetu. Það er mark- mið mitt sem heilbrigðisráðherra að tryggja að íslenska heilbrigðiskerfið standist þessar kröf- ur. Jafn aðgangur að heilbrigðisþjónustu er lykilatriði. Því markmiði má ná með félagslega reknu heilbrigðiskerfi. Það skiptir máli að heil- brigðiskerfið sé rekið á félagslegum forsendum því aðeins með þess konar rekstrarformi getum við boðið upp á sterkt heilbrigðiskerfi sem býð- ur góða þjónustu, án þess að mismuna á grund- velli efnahags. Efnahagur fólks á ekki að hafa áhrif á það hvers kyns heilbrigðisþjónustu það hefur kost á. Heilbrigðiskerfi þar sem mikilvægir þættir kerfisins, svo sem sérfræðiþjónusta lækna, heilsugæsla og önnur fyrirtæki sem bjóða upp á heilbrigðisþjónustu, eru reknir með gróðarsjónarmið í huga er ekki gott fyrir sjúklinga. Ef gróðasjónarmið hafa áhrif á það hvers kyns þjónusta er veitt, hvenær hún er veitt og af hverjum er ljóst að hags- munir sjúklinga eru ekki í forgrunni. Að mínu mati á einkarekstur í ágóðaskyni ekki heima í heilbrigðisþjón- ustu. Grunnheilbrigðisþjónusta er ekki gróðavegur. Sú þróun hefur orðið á síðustu áratugum í íslenska heil- brigðiskerfinu að fjármunir hafa nánast sjálf- krafa flætt úr ríkissjóði í tiltekna stóra þætti kerfisins. Fjármunirnir hafa ekki skilað sér í hið opinbera kerfi og þróunin hefur gert það að verkum að hið opinbera kerfi hefur veikst. Styrking hins opinbera heilbrigðiskerfis er þar af leiðandi nauðsynleg. Áskoranirnar eru margar og ljóst að við þurfum að vanda til verka. Til þess að tryggja jafnan aðgang allra að góðu heilbrigðiskerfi þarf að bæta í þegar kemur að hinu opinbera heilbrigðiskerfi. Jafn aðgangur að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu næst einnig betur með sterku opinberu heil- brigðiskerfi. Við þurfum líka, samhliða styrk- ingu hins opinbera heilbrigðiskerfis, að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga. Minni greiðslu- þátttaka sjúklinga eykur aðgang alls almenn- ings að heilbrigðisþjónustu og stuðlar að jöfn- uði í samfélaginu. Skýr heilbrigðisstefna, þar sem framtíðarsýn í málaflokknum mun liggja ljós fyrir, er einnig mikilvæg og til þess fallin að varpa ljósi á það hvaða gildi við viljum að heilbrigðiskerfð okkar endurspegli. Kjarni málsins er að hið opinbera heilbrigðiskerfi þarf að styrkja og efla. Við þurfum að auka fjármagn sem renn- ur til opinbera heilbrigðiskerfisins og gæta þess samtímis að fjármunirnir séu vel nýttir. Þannig tryggjum við gott heilbrigðiskerfi þar sem jafn aðgangur allra að heilbrigð- isþjónustu er tryggður. Svandís Svavarsdóttir Pistill Heilbrigðiskerfi án mismununar Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Þ ess er nú minnst með ýmsum hætti að hálf öld er liðin frá því sem nefnt var vorið í Prag: tilraun tékkneskra stjórnvalda til að koma á stjórnmálalegum og efnahagslegum umbótum í komm- únistaríkinu Tékkóslóvakíu. Þessari tilraun lauk að kvöldi 20. ágúst 1968 þegar hersveitir Sovét- ríkjanna og annarra ríkja Varsjár- bandalagsins gerðu innrás, hernámu ríkið, handtóku leiðtoga þess og fluttu til Moskvu. Þessir atburðir höfðu mikil áhrif á alþjóðleg stjórnmál og kalda stríðið svokallaða varð enn kaldara. Og inn- rásin markaði einnig ákveðin tíma- mót í andófi gegn Sovétríkjunum því í kjölfarið var í fyrsta skipti efnt til op- inberra mótmæla gegn sovéskum stjórnvöldum á Rauða torginu. Þetta voru þó ekki fjölmenn mót- mæli; þeir voru aðeins átta andófs- mennirnir sem komu saman á torginu 25. ágúst 1968 og lyftu skiltum sem á stóð meðal annars: Fyrir frelsi ykkar og okkar og Lengi lifi frjáls og sjálf- stæð Tékkóslóvakía. Og það leið held- ur ekki á löngu þar til flokkar sovésku leynilögreglunnar KBG komu á torg- ið og handtóku mótmælendurna. Í kjölfarið var ekki tekið á þeim með neinum silkihönskum. Natalja Gorbanevskaja, sem var ljóðskáld og þýðandi, og listgagnrýnandinn Viktor Fainberg voru lögð inn á geðsjúkra- hús, hún í tvö ár og hann í fimm, og neydd til að gangast undir lyfja- meðferð. Rafvirkinn Vladimír Dreml- juga og ljóðskáldið Vadim Delaunaj voru dæmdir í þriggja ára vist í þrælkunarbúðum í Síberíu. Og mál- vísindamennirnir Konstantin Bab- itskí og Larisa Bogoraz og eðlis- fræðingurinn Pavel Litvínov voru dæmd í allt að fimm ára útlegð í þorp- um í Úralfjöllum og Síberíu. Aðeins ein kona, Tatiana Bajeva, slapp við refsingu. Hún var aðeins 21 árs að aldri og hin lögðu að henni að segjast hafa verið á torginu fyrir tilviljun. Fimm úr hópnum eru nú látin en í júní sl. heiðruðu tékknesk stjórnvöld þau þrjú sem enn lifa, Litvinov, Baj- evu og Fainberg, sérstaklega. Gerðu það sem samviskan bauð Skömmu fyrir andlát sitt árið 2013 sagði Gorbanevskaja, sem þá var 77 ára, við AFP-fréttastofuna: „Við vor- um hvorki hetjur né veik á geði. Við gerðum aðeins það sem samviskan bauð. Ég vildi ekki þurfa að skamm- ast mín síðar fyrir að hafa ekki að- hafst neitt.“ Meðferðin á mótmælendunum var gagnrýnd harðlega á Vesturlöndum en almenningur í Sovétríkjunum fékk aðeins fréttir af málinu með því að hlusta á ólöglegrar útvarpsstöðvar. Engar myndir eru til af mótmæl- unum á Rauða torginu – nema hugs- anlega í leynilegum skjalageymslum KGB. Ógn heimsvaldasinna Blaðið Pravda, málgagn Komm- únistaflokks Sovétríkjanna, sagði á þessum tíma að innrásin í Tékkóslóv- akíu nyti víðtæks stuðnings verka- manna, bænda og menntamanna. Sagði blaðið m.a. að verkamenn málmsmiðjunnar Hamars og sigðar í Moskvu hefðu áhyggjur af þróun mála í Tékkóslóvakíu og styddu heils- hugar þá ákvörðun Leoníds Brez- hnevs sovétleiðtoga að hjálpa Tékk- um að mæta ógn andbyltingarsinn- aðra afla og heimsvaldasinnaðra undirróðursmanna. Gorbanevskaja sagði í fyrrgreindu viðtali að mótmælendurnir hefðu vilj- að sýna fram á að innrásin nyti ekki stuðnings allra. „Það var mikilvægt í okkar huga að sýna að þvert á það sem áróðurinn sagði studdi ekki allur sovéskur al- menningur innrásina og sumir voru henni andvígir.“ Nú hálfri öld síðar líta enn margir Rússar vorið í Prag hornauga. Á síð- asta ári birti blaðið Zvezda, sem er málgagn varnarmálaráðuneytis Rússa, grein þar sem sagði m.a. að Tékkóslóvakía ætti að vera þakklát Sovétríkjunum þar sem innrásin hefði komið í veg fyrir valdarán Vest- urveldanna sem hefði endað með blóðbaði. Tékknesk stjórnvöld tóku þetta óstinnt upp og Dmitrí Medved- ev, forsætisráðherra Rússa, neyddist til að lýsa því yfir að þetta væri ekki opinber skoðun þarlendra stjórn- valda. Fyrstu mótmælin á Rauða torginu Kl. 23: Hersveitir ríkja Varsjárbandalagsins fara yfir landamæri Tékkóslóvakíu 200.000 hermenn fara inn i Tékkóslóvakíu. Þeim fjölgar hratt og verða alls 600.000 Rauði herinn handtekur Dubcek, Svoboda og aðra leiðtoga í kjölfar innrásarinnar og flytur þá til Kreml Moskvubókunin undirrituð eftir fjögurra daga erfiðar samningaviðræður. Sam- kvæmt henni fer Tékkóslóvakía undir stjórn Rússa og innrás Sovétmanna er viðurkennd Kl. 4:59: Útvarpið í Prag tilkynnir að allt landið hafi verið hernumið 100 létu lífið á fyrstu dögum hernámsins Eftir aðvörun og síðan úrslitakosti ákveða sovésk stjórnvöld að beita hervaldi Alexander Dubcek verður leiðtogi Kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu Hann boðar umbætur þ.ám.: - afnám ritskoðunar - afnám fundabanns - efnahagsumbætur Ludvik Svoboda verður forseti Vikan þegar vorinu í Prag lauk Mars 20. 21. 22.- 23. 26. Janúar Ágúst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.