Morgunblaðið - 13.08.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.08.2018, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ölfusárbrú Steypuvinna 1992. Framkvæmdir við brúna yfir Ölfusá við Selfoss hófust í nótt sem leið. Brúnni var lokað á miðnætti en opn- uð aftur í morgunsárið. Verður svo lokað að nýju seint í kvöld og verður svo í allt að eina viku. Umferð verður þá beint um Óseyrarbrú. Stendur nú til að endurnýja og steypa brúargólf- ið en djúp hjólför eru komin í það. Þetta er í annað sinn á reyndar all- löngum tíma sem loka þarf Ölfus- árbrú um hríð vegna viðgerða. Það var síðast gert vorið 1992 þegar brú- argólfið var tekið upp og nýjum for- steyptum einingum raðað á burðar- bita brúarinnar. Framkvæmdir þessar hófust síðari hlutann í apr- ílmánuði og lauk undir lok maímán- aðar. Á þessum tíma bar nokkuð á gagnrýnisröddum vegna lokunar brúarinnar í heilan mánuð, rétt eins og nú vegna vikulokunar. Ber þó að taka fram að árið 1992 var mun minni umferð yfir brúna og á vegum landsins en nú er raunin, 26 árum síðar. sbs@mbl.is Brúnni var lokað í mánuð  Endurbætur og skipt um gólf Ölfusárbrúar vorið 1992 FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2018 Gullfiskur Kæliþurrkaður harðfiskur semhámarkar ferskleika, gæði og endingu. Inniheldur 84%prótein. 84%prótein - 100% ánægja Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur Fullkominn ferðafélagi Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Japanskt meistaraverk Landsins mesta úrval af píanóum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is „Staðan er mjög misjöfn, þ.e.a.s. rekstur hjúkrunarheimila hefur gengið misvel á síðustu árum og ára- tugum og til að vera alveg hreinskil- inn þá er málið afar flókið,“ segir Pétur Magnússon, formaður Sam- taka fyrirtækja í velferðarþjónustu, í samtali við Morgunblaðið um stöðu í rekstri hjúkrunarheimila í sveitar- félögum landsins. Fyrir helgi lýsti bæjarráð Akur- eyrar yfir miklum vonbrigðum með svör velferðarráðuneytisins við kröf- um bæjarins vegna reksturs Öldr- unarheimila Akureyrar. Ráðuneytið synjaði Akureyrarbæ um endur- greiðslu vegna taps af rekstri öldr- unarheimila. Bærinn hefur á síðustu árum greitt hundruð milljóna króna með rekstri hjúkrunarheimila í bæn- um þar sem daggjaldatekjur frá rík- inu hafa ekki dugað fyrir útgjöldum, samkvæmt úttekt KPMG frá októ- ber á síðasta ári. Þá hefur Garðabær stefnt ríkinu vegna kostnaðar, sem nemur hundruðum milljóna króna, við rekstur hjúkrunarheimilisins Ísafoldar og fylgist Akureyrarbær sem og aðrir aðilar grannt með framvindu þess máls. Garðabær stefndi ríkinu „Það verður mjög forvitnilegt að fylgjast með hvernig þetta mál hjá Garðabæ mun fara, bærinn fór í dómsmál útaf sama atriði og Akur- eyrarbær, og það vita allir sem vilja vita að greiðslur til hjúkrunarheim- ila hafa verið allt of lágar miðað við þær þjónustukröfur sem voru gerð- ar, þannig að mín skoðun er sú að hjúkrunarheimili eigi töluvert mikið inni hjá ríkinu frá fyrri tíð,“ segir Pétur en nefnir að svar velferðar- ráðuneytisins við kröfu Akureyrar- bæjar hafi ekki komið honum á óvart. Halli nam meira en milljarði Árið 2015 nam halli heimila á veg- um sveitarfélaga um 1,1 milljarði króna. Pétur segist aðspurður ekki vita hve hárri upphæð sá halli nemur í dag en þykir þó líklegra að hallinn hafi minnkað heldur en hækkað. „Það sem hjúkrunarheimili hafa gert síðan rammasamningurinn kom árið 2016 er aðlaga sína þjónustu að samningnum, þ.e.a.s. þeirri kröfu- lýsingu sem ráðuneytið hefur sett fram. Auðvitað er það misjafnt hversu vel hefur gengið að aðlagast þjónustukröfunum.“ segir Pétur og bætir við að hjúkrunarheimili á vegum sveitar- félaganna geti auðvitað veitt meiri þjónustu en ríkið biður um en það sé þá á ábyrgð viðkom- andi sveitarfélaga og kostnað þeirra. Rammasamningur um þjónustu og daggjöld á hjúkrunarheimilum landsins var gerður árið 2016 og segir Pétur að samningurinn, þrátt fyrir að vera ekki fullkominn, hafi bætt umhverfið til muna. „Með samningnum 2016 kom svokölluð kröfulýsing frá ríkinu um hvaða þjónustu á að veita. Fyrir samning- inn var mjög fjölbreytt milli hjúkr- unarheimila hvaða þjónustu var ver- ið að veita. Kröfulýsingin setur alveg upp hvaða þjónustu á að veita og það er eitthvað sem við börðumst lengi fyrir vegna þess að þegar slík lýsing er komin þá er hægt að kostn- aðarmeta þjónustuþættina. Þar með er hægt að setja verðmiða á þjón- ustuna og þannig geta allir hlutað- eigandi aðilar komið að borðinu og farið að ræða sanngjarnt og gagn- sætt verð,“ segir Pétur. Gerð var formleg kostnaðargrein- ing í byrjun árs 2016 þar sem kom í ljós að hækka þyrfti fjárframlög rík- isins um 30-40% til þess að hjúkr- unarheimilin gætu staðist þær þjón- ustukröfur sem ríkið setti þeim. Pétur segir að samtökin hafi í kjöl- farið stillt því upp fyrir ríkið að ann- aðhvort þyrfti að hækka fjárframlög eða slá af þjónustukröfum. Á end- anum var farinn millivegur þar sem ríkið sló að hluta til af þjónustukröf- um til heimilanna. Staðan er almennt góð Spurður hvernig staðan sé al- mennt á rekstri hjúkrunarheimila í dag segir Pétur að staðan sé al- mennt góð en ljóst er að lítil heimili eigi erfiðara með rekstur heldur en stærri heimili. Pétur segir í því sam- hengi að mikilvægt sé að átta sig á hve ríkur þáttur stærðarhagkvæmni sé í rekstri hjúkrunarheimila. „Það er að segja, stærri heimili hafa meiri möguleika á að hagræða, samræma og samþætta þjónustuna. Þannig að það þarf ekki endilega að vera sam- ræmi milli þess að hafa verið með mikinn taprekstur og að hafa veitt mikla og góða þjónustu,“ segir Pétur Magnússon að lokum. Morgunblaðið/Ómar Dómsmál Garðabær stefndi fyrir nokkru ríkinu vegna kostnaðar við rekst- ur hjúkrunarheimilisins Ísafoldar og krefst greiðslu á skaðabótum. Rekstrarstaða hjúkrunar- heimila misjöfn  Rammasamningur bætti umhverfið en margt má bæta, segir formaður SFV Pétur Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.