Morgunblaðið - 13.08.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.08.2018, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2018 Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna, verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið. Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent 12in Wall fan Hi-line Sabre Plate DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Hreint loft og vellíðan Það borgar sig að nota það besta VENT–AXIA VIFTUR Við lifum í heimi sí- tengingar þar sem int- ernetið er stór partur af hversdagslífi flestra einstaklinga á Vestur- löndum. Flestir geta nú til dags varla hugsað sér líf án internetsins en dagur án þess myndi setja heiminn á hliðina. Stór hluti mannlegra samskipta fer fram í netheimum og gegna samfélagsmiðlar þar lykilhlutverki. Þar ráða tvö fyrirtæki lögum og lofum en þau þarf vart að kynna. Facebook og Google. En eru þessir tæknirisar kannski orðnir of stórir og valdamiklir fyrir nútímann? Og hvernig á að bregðast við þeirri ógn sem steðjar að friðhelgi einkalífsins? Gagnabankinn Google og sam- félagsmiðlarisinn Facebook Það var fyrir nokkrum mánuðum sem ég var að kynna mér rafmyntina bitcoin og ákvað því að gúgla verðlags- breytingar myntarinnar á síðustu ár- um. Eftir að hafa lesið mér til um raf- myntina kíkti ég aðeins á Fésbókina til þess að athuga hvort eitthvað merki- legt væri að gerast í lífum kunningja minna. Eins og venjulega var frétta- veitan full af einhverjum mynd- böndum sem fólk hafði líkað við en síð- an kom ég auga á auglýsingu sem var um fjárfestingasmáforrit ætlað kaup- endum bitcoin og annarra rafmynta. Þessi auglýsing kom að mér óvörum og læddist að mér hugmynd um ein- hvers konar njósnasamsæri. Þessi saga er ekki ný af nálinni. Allt sem maður gúglar er geymt. Þessar upplýsingar geymir fyrirtækið ein- hvers staðar í risastóru gagnaveri og selur síðan hæstbjóðanda sem notfær- ir sér þær til þess að beina ákveðnum auglýsingum að tilteknum markhóp. Þannig skjóta þessar auglýsingar upp kollinum á samfélagsmiðlum en fólk áttar sig ekki endilega á því hvers kyns hugmyndafræði býr að baki. Það er verið að reyna að fá einstaklinginn til þess að kaupa meira með því að tengja auglýsingarnar við áhugasvið hans. Google hefur um langa tíð verið alls- ráðandi á markaði leitarvéla á heims- mælikvarða. Samkvæmt þeim upplýs- ingum sem ég fann er Google með 90,46% hlutdeild, þar á eftir kemur Bing með 3,13% og Yahoo í þriðja sæti með 2,21%.[1] Á þessum tölum sést að Google er með einokunarvald á hendi sér en hin fyrirtækin ná ekki einu sinni 10%. Sömu sögu er að segja af Fa- cebook. Á þeim fjórtán árum sem fyr- irtækið hefur verið til hefur það marg- faldast í stærð á hálfótrúlegan hátt og eru notendurnir nú um 2 milljarðar sem er um 27% mannkyns. Markaðs- hlutdeild Facebook í samfélags- miðlamarkaðnum á heimsvísu er 63,71%, Pinterest er með 14,88%, Youtube með 8,62% og Twitter 8,07%.[2] Það muna eflaust flestir eftir Facebooksk- andalnum sem blossaði upp í mars síðastliðnum og varðaði ólögmæta gagnasöfnun Cambridge Analytica um tugmillj- ónir notenda samfélags- miðilsins. Notendurnir voru látnir vita af gagna- söfnuninni en það sem kom ekki fram var sú staðreynd að Cambridge Analytica fékk einnig upplýsingar um tengslanet einstaklinganna og þar með aðgang að milljónum fleiri notendum. Þessar persónuupplýsingar voru því næst notaðar í því skyni að hafa áhrif á kjós- endur í Bandaríkjunum og víðar. Í kjölfarið spruttu upp umræður um persónuvernd og friðhelgi einkalífs en augljóst var að Facebook hafði blekkt og rofið trúnað við notendur. Eins og kunnugt er er helsta tekju- lind Facebook sem og Google auglýs- ingar. Við sjáum þessar auglýsingar dagsdaglega í fréttaveitum samfélags- miðlanna og í öðrum smáforritum og þær eru sérstaklega ætlaðar okkur. En er þessi þróun komin of langt? Stóri bróðir nútímans Flestir þekkja söguna 1984 eftir George Orwell sem segir frá alræð- issamfélaginu Airstrip One þar sem ríkið veit allt um einstaklinginn. Hið alsjáandi auga Stóra bróður fylgist með manni dag og nótt. Við lifum á tímum þar sem hægt er að komast yfir alls kyns upplýsingar frekar auðveldlega í gegnum netið. En eru stórfyrirtækin að brjóta á ein- staklingum með endalausri söfnun persónuupplýsinga? Ég hef ekki neitt einfalt svar við þessari spurningu en eitt er ljóst: Facebook og Google hafa óviðjafnanleg völd í okkar heimi sem flestir gera sér ekki grein fyrir. Og oft á tíðum finnst manni eins og tækniris- arnir tveir leiki hlutverk Stóra bróður í hinu tæknivædda nútímasamfélagi. Þeir eru Stóri bróðir nútímans. Ef til vill er eina ráðið í stöðunni að draga úr áhrifavaldi þeirra með því að skipta þeim niður í smærri fyrirtæki og minnka þar með samþjöppun valds á fáar hendur. [1] Statcounter GlobalStats, sótt þann 8. ágúst 2018 af slóðinni http://gs.statcounter.com/ search-engine-market-share [2] Statcounter GlobalStats, sótt þann 8. ágúst 2018 af slóðinni http://gs.statcounter.com/ social-media-stats Eftir Orra Matthías Haraldsson Orri Matthías Haraldsson » Og hvernig á að bregðast við þeirri ógn sem steðjar að frið- helgi einkalífsins? Höfundur er háskólanemi. orrimatt@internet.is Stóri bróðir nútímans Athugun á lang- reyðaveiðum Hvals hf. leiðir í ljós að helzta valdaklíka landsins, sem býr yfir miklu fjármagni og þéttriðnu tengsla- og hagsmunaneti, virðist halda þeim gangandi, væntanlega af pen- ingagræðgi og gróða- von, en Hvalur borg- ar sem nemur um 86 aurum í veiðigjald fyrir kíló dýranna, og ef sala tekst fyrir að meðaltali eina evru á kíló, þá er brúttóhagnaður 14.000%. Birtingarmynd þessarar valda- klíku sást nýlega vel í formi nýs stjórnarformanns í Hval hf. Eftir að við – félagasamtökin Jarðarvinir – höfðum án árangurs reynt að stöðva veiðarnar á grund- velli dýraverndarsjónarmiða, mannúðar og stöðu okkar Íslend- inga og ímyndar í samfélagi þjóð- anna, líka með tilliti til hagsmuna ferðaþjónustunnar, ákváðum við að láta kanna, hvort rétt væri að þessum veiðum staðið, hvað varðar lög og reglur, og, hvort eftirlit og aðhald yfirvalda væri fullnægjandi. Fengum við til þess einn virt- asta og hæfasta lögmann landsins, Ragnar Aðalsteinsson, og starfs- félaga hans. Veiðiskip munu hafa verið byggð fyrir um 70 árum og eru skutulbyssur sennilega jafn- gamlar, en framleiðandi þeirra staðfestir, að hætt hafi verið að framleiða þær upp úr 1960. Við- hald verksmiðju hætti þá líka. Ef litið er til EES-samningsins frá 1992 og þess regluverks og þeirra staðla sem honum fylgja, eru þessar skutulbyssur því senni- lega ólöglegar og notkun þeirra þá alvarlegt lögbrot. Við spurðum lögreglustjórann á Vesturlandi, hvort Hval hefði verið veitt leyfi fyrir kaupum/innflutn- ingi á því sprengiefni, sem félagið notar. Svarið var: „Lögreglustjór- inn á Vesturlandi hefur ekki haft slíka beiðni frá Hval ehf. til með- ferðar.“ Lögreglustjórinn á höfuðborg- arsvæðinu var spurður sömu spurningar. Svar hans: „Embætt- inu hefur ekki borist slík umsókn.“ Við spurðum sömu embætti, hvort skipverjar hvalveiðiskipanna hefðu gild leyfi til að fara með sprengiefni og annast sprengi- vinnu. Hvorugt emb- ættið gat staðfest að svo væri en þau bentu á, að slík leyfi væru veitt einstaklingum, ekki félögum, og væri ekki vitað hvar leyfis- þegar störfuðu. Er hér beðið nánari gagna og upplýsinga skv. upplýsingalögum. Ef leyfi skipverja reynast ófullnægjandi, ber yfirvöldum að stöðva veiðar strax. Vinnueftirlitið var spurt um til- flutningsleyfi vegna sprengiefnis og hvernig stofnunin tryggi, að all- ur veiðibúnaður og sprengiefni samræmist reglum embættisins og/eða sé EES-vottaður. Svar: „Engin gögn finnast hjá Vinnueftirlitinu um að Hval hf. hafi verið veitt tilflutningsleyfi skv. 3. mgr. 11. gr. reglugerðar nr. 510/2018 um sprengiefni og forefni til sprengiefnagerðar, né að fyr- irtækið hafi sótt um slíkt leyfi til stofnunarinnar“. Matvælastofnun ber ábyrgð á framkvæmd laga nr. 55/2013 um dýravelferð. Skv. 21. gr. laganna skal aflífa dýr „...með skjótum og sársaukalausum hætti...“. Í 27. gr., sem á sérstaklega við um veiðar, segir: „Við veiðar er óheimilt að beita aðferðum sem valda dýri óþarfa limlestingum eða kvölum.“ Matvælastofnun var spurð, hvort hún teldi langreyðaveiðar Hvals samræmast þessum laga- greinum. Var m.a. vísað til þess, að skv. skýrslu dr. Egil Ole Öen, um langreyðaveiðar Hvals 2014, urðu 8 dýr, af 50, að ganga í gegn- um heiftarlegt dauðastríð, þar sem dýrin börðust um með stálkló skutulsins, tætandi líffæri þeirra, innyfli og hold, í allt að 15 mín- útur. Hér er um háþróuð spendýr að ræða og geta menn ímyndað sér hvers konar helvíti dýrin urðu að ganga í gegnum þar til dauðinn loks líknaði. Við þetta bætist, að langreyð- arkýr bera síðla sumars og eru með nær fullgenginn kálf í kviði. Er því líka verið að murka lífið úr þessari nær fullþroska lífveru. Í svari Matvælastofnunnar seg- ir: „Matvælastofnun hefur metið það svo að aðferðin sem notuð er í dag við hvalveiðar sé ekki andstæð lögum um velferð dýra og að kröf- ur 27. greinar séu uppfylltar...“. Um drápin á fóstrunum segir stofnunin: „Fóstur í móðurkviði hlýtur sömu örlög og veidd móðir þess“. Lítið mál það. Hér má minna á markmið lag- anna: „Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sárs- auka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar ver- ur“. Fyrir okkur eru þetta fyrir- takslög, en framkvæmd þeirra og eftirlitið með þeim óásættanlegt. Hvernig má það vera, að átta dýr séu kvalin til dauða með heiftar- legum hætti, þegar unnt reyndist að drepa 42 með „viðunandi hætti“; strax? Ástæðan fyrir kvalardrápi dýr- anna átta var væntanlega, að veitt var við ófullnægjandi skilyrði; skytta kærulaus, óábyrg eða van- hæf, skotvinkill skakkur, skyggni ófullnægjandi, öldugangur of mik- ill, færi of langt eða annað þess háttar. Ef staðið hefði verið að þessum veiðum af fullri fagmennsku og ábyrgð, hefði sennilega mátt fyr- irbyggja ömurlegan og kvalafullan dauðdaga þessara átta dýra, auk kálfa í kviði sumra þeirra. Það er verkefni Matvælastofn- unar að tryggja þessa fagmennsku og þetta aðhald skv. 13. gr. lag- anna. Í okkar huga hefur hún hér brugðizt hlutverki sínum og skyld- um. Hvalur hf. hefur eingöngu veiði- leyfi fyrir langreyði. Engum öðr- um tegundum. Steypireyður er al- friðuð alls staðar, líka hér. Samt drap Hvalur afkvæmi steyp- ureyðar, blending, sem hún hafði átt með öðrum hval. Steypireyðarkýr fæddi þennan blending og var hann engan veg- inn langreyður. Með þessu drápi braut Hvalur í okkar augum lög með alvarlegum hætti. Hval- veiðiklíkan reynir auðvitað að rétt- læta þetta, en við munum kæra það til ríkissaksóknara. Ef að líkum lætur mun draga til tíðinda í langreyðaveiðum Hvals á næstunni. Þetta gæti orðið „heitt haust“ fyrir stjórnarformanninn nýja. Kannski hitnar líka eitthvað undir einhverjum þægum embættismanninum. Langreyðaveiðar eru hrotta- legar og líklega ólöglegar Eftir Ole Anton Bieltvedt » ...dýrin gengu í gegnum heiftarlegt dauðastríð og börðust um með stálkló skutuls- ins, tætandi líffæri þeirra, innyfli og hold, í allt að 15 mínútur. Ole Anton Bieltvedt Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu- maður og stjórnmálarýnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.