Morgunblaðið - 13.08.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.08.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2018 Gullfiskur Kæliþurrkaður harðfiskur semhámarkar ferskleika, gæði og endingu. Inniheldur 84%prótein. 84%prótein - 100% ánægja Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur Fullkominn ferðafélagi Fréttastofa Ríkisútvarpsinssagði frá því af áfergju í fyrstu frétt í hádeginu í gær að meirihluti Breta vildi nú vera í Evrópusambandinu en ekki yfir- gefa það. Þetta eru þó engin stór- tíðindi og ekki fyrsta könnunin sem gefur þessa niður- stöðu. Kann- anir hafa ver- ið á ýmsa vegu. Sú „könnun“ sem máli skiptir, kosningin um það hvort Bretland ætti að ganga úr Evrópusambandinu, gaf hins vegar þá niðurstöðu að kjósendur vildu fara.    Eftir það var verkefni stjórn-málamanna það eitt að fram- kvæma þessa ákvörðun kjósenda og reyna að gera það með sem far- sælustum hætti. Fjöldi stjórnmála- manna, auk margra annarra, til dæmis úr viðskiptalífi og fjöl- miðlum, hélt þrátt fyrir kosninga- úrslitin áfram kosningabaráttu fyrir því að Bretland færi ekki úr Evrópusambandinu.    Í þessu efni hafa þeir fengiðdygga aðstoð embættismanna Evrópusambandsins. Einhvers staðar væri það væntanlega kallað samsæri gegn Bretlandi og sér- stakur saksóknari skipaður til að fara yfir samtöl breskra andstæð- inga Brexit og embættismanna í Brussel.    Þar sem önnur hliðin í Bretlandihefur unnið að því að fram- kvæma þjóðarviljann en að minnsta kosti hluti af hinni hliðinni gert allt til að koma í veg fyrir að hann nái fram að ganga þarf könn- un eins og sú sem kynnt var í gær ekki að koma á óvart. En hún á auðvitað engu að ráða. Kosninga- úrslit þurfa að vera endanlega, líka þau sem embættismönnum í Brussel þóknast ekki. Þórðargleði? STAKSTEINAR Veður víða um heim 12.8., kl. 18.00 Reykjavík 12 skýjað Bolungarvík 15 heiðskírt Akureyri 12 léttskýjað Nuuk 11 léttskýjað Þórshöfn 12 skýjað Ósló 17 léttskýjað Kaupmannahöfn 14 rigning Stokkhólmur 13 skúrir Helsinki 14 skúrir Lúxemborg 25 heiðskírt Brussel 26 heiðskírt Dublin 19 skýjað Glasgow 16 súld London 19 rigning París 29 heiðskírt Amsterdam 24 heiðskírt Hamborg 21 skýjað Berlín 27 heiðskírt Vín 28 heiðskírt Moskva 25 heiðskírt Algarve 26 heiðskírt Madríd 34 skúrir Barcelona 29 léttskýjað Mallorca 31 léttskýjað Róm 30 heiðskírt Aþena 27 léttskýjað Winnipeg 28 léttskýjað Montreal 26 skýjað New York 26 alskýjað Chicago 27 þoka Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 13. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:14 21:53 ÍSAFJÖRÐUR 5:04 22:12 SIGLUFJÖRÐUR 4:46 21:56 DJÚPIVOGUR 4:39 21:26 Engin skýring finnst enn á því hvað- an stór olíuflekkur sem sást á Eyja- firði, skammt frá Hrísey, fyrir einni viku geti verið kominn. „Málið er ennþá hálfgerð ráðgáta eins og stað- an er núna,“ sagði Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, í samtali við mbl.is í gær. Sýni úr flekknum, sem sjómenn á hvalaskoð- unarbát tóku, reyndist ónothæft og því ekki hægt að nota það til sam- anburðar við olíu úr skipum sem komu til greina við rannsókn þessa máls. Að ummáli var olíuflekkurinn áætlaður um 1,6 km á lengd og 300- 400 metrar á breidd. Þrjú skip voru upprunalega til skoðunar sem mögu- legir mengunarvaldar en fljótlega var útilokað að lekinn hefði komið frá tveimur þeirra. Lögregla ræddi við skipstjóra og vélstjóra þriðja skipsins en þeir neituðu sök. Sýni úr því skipi átti að nota til samanburðar en það reyndist ónothæft, þannig að frekari rannsókn fór út um þúfur. Útilokað hefur verið að olíulekinn komi úr skipsflaki á hafsbotni. Vera kann að olían hafi komið frá smábát, en erfitt þykir að sanna þar nokkuð af eða á. „Málið er í biðstöðu eins og staðan er núna. Við munum ekkert aðhafast frekar að svo komnu máli nema nýj- ar upplýsingar eða gögn berist,“ seg- ir Ólafur. thor@mbl.is/sbs@mbl.is Olíuflekkurinn er áfram ráðgáta  Flekkur á Eyjafirði  Sýni voru ónothæf  Sönnun erfið  Málið er í biðstöðu Hrísey Olía fannst á Eyjafirði. Franskir ferðamenn voru staðnir að verki við utanvegaakstur á svo- nefndri austurleið á Möðrudals- öræfum síðdegis á laugardag. Frakkarnir voru sex talsins á þrem- ur jepplingum á leið á hálendið en ekið er þessa leið til að komast í Kverkfjöll, Öskju og að Herðubreið. Að sögn varðstjóra lögreglunnar á Austurlandi komust ferðamennirnir ekki yfir vað á Þríhyrningsá. Þá tóku þeir það til bragðs að fara út fyrir veginn og yfir ána á öðrum stað. Til- kynnt var um hvað væri í gangi og fóru lögreglumenn af Norðurlandi eystra sem voru í hálendiseftirliti og gerðu ráðstafanir. Gögn liggja fyrir og hafa Frakkarnir verið boðaðir á lögreglustöðina á Egilsstöðum hvar málið verður til lykta leitt með með sektargreiðslu. Hún verður að lág- marki 50 þúsund krónur en að há- marki 500 þúsund krónur. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hálendið Öslað yfir ána á smájeppa. Frakkarnir utan vegar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.