Morgunblaðið - 13.08.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.08.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2018 Sterkir í stálinu Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar Svört- og ryðfrí rör og fittings Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur POM öxlar • PE plötur Lokar af ýmsum gerðum Opið virka daga kl. 8-17 Skútuvogi 4, Rvk Rauðhellu 2, Hafnarfirði Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrirVOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is Alls þarf 15.000 tonn af malbiki í endurbætur á Suðurlandsvegi frá Sandskeiði austur í Hveragerði sem nú standa yfir. Starfsmenn Hlaðbæj- ar-Colas hafa unnið að þessu síðan fyrir helgi, en vegna rigningar þurfti að gera hlé á framkvæmdum í gær, sunnudag. Vænst er til þess að halda megi áfram í dag, en menn gefa sér vikuna framundan í verkefnið. „Þetta hefur gengið nokkuð greið- lega og ökumenn eru tillitssamir,“ segir Sigþór Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Hlaðbæjar-Colas, í samtali við Morgunblaðið. „Við tök- um jafnan aðra akreinina í einu og þá er allri umferð beint á hina á meðan. Þegar við vorum að vinna í Kömbum og á Hellisheiðinni var reyndar um- ferðinni beint á meðan um Þrengslin sem gerði okkur starfið mun þægi- legra en ella. “ Lagt er nýtt malbik á nefndum hluta Suðurlandsvegar þar sem slit er komið í veginn; þá bæði á heilum köflum og eins minni blettir. Þannig þurfti að leggja á stóra kafla í Kömb- unum og eins á Sandskeiði, fyrir neð- an Litlu-kaffistofuna. Alls kosta þessar endurbætur um 500 milljónir króna en Vegagerðin ver í ár alls 12 milljörðum króna til viðhalds á veg- um landsins borið saman við 5,5 milljarða kr. á síðasta ári. Er það gert meðal annars til að mæta upp- safnaðri viðhaldsþörf í vegakerfinu, en hægagangur í þeirri vinnu var gagnrýndur víða. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Malbik Tugir manna koma að framkvæmdum í Svínahrauni og þar í kring. Malbikað fyrir 500 milljónir króna  Miklar framkvæmdir í Svínahrauni Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Talið er að allt að 30 þúsund manns hafi sótt Fiskidaginn mikla sem hald- inn var á Dalvík um helgina. Er það svipaður fjöldi og sótti hátíðina í fyrra, en hún hefur fyrir löngu fest sig í sessi og var nú haldin í 18. sinn. Nokkur erill var hjá lögreglu vegna hátíðarinnar, og eftir að flugeldasýn- ingu lauk á laugardagskvöld var nán- ast samfelld bílaröð frá Dalvík til Akureyrar. Allt gekk þó vel fyrir sig, að mati lögreglu, sem þakkar því að ökumenn voru þolinmóðir. Fyrstu atburðir Fiskidagsins mikla voru snemma í fyrri viku en há- tíðin hófst fyrir alvöru með fiskisúp- unni á föstudagskvöld. Svo var fjöl- breytt dagskrá á laugardaginn, þar sem öllum bauðst að bragða á fisk- meti sem Samherji lagði til. Fjöl- margir aðrir lögðu í púkkið og útkom- an þótti góð. „Ég er hæstánægður með hvernig til tókst. Frábærir sjálf- boðaliðar lögðu sig alla fram við und- irbúning og framkvæmd og hingað komu gestir sem sneru ánægðir til baka. Og nú sem endranær vorum við heppin með veður; í þess átján skipi sem Fiskidagurinn mikli hefur verið haldinn hefur aldrei rignt. Það er ein- stök heppni,“ sagði Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Nú sem endranær var á Fiskideg- inum mikla heiðrað fólk sem hefur haft áhrif á atvinnusögu og íslenskan sjávarútveg. Viðurkenning þessi féll að þessu sinni í skaut Júlíusi Krist- jánssyni fyrir hans þátt í uppbygg- ingu og umsjón með skipstjórnar- fræðslu á Dalvík. - Á áttunda áratug síðustu aldar hóf Júlíus að kenna nemendum við Gagnfræðaskóla Dal- víkur skipstjórnarfræði og meðferð veiðarfæra. Af því spratt að sett var á fót skipstjórnarbraut við Dalvíkur- skóla og Júlíus Kristjánsson hafði umsjón með deildinni. Deildin var starfrækt í um 20 ár og þaðan útskrif- aðist fjöldi nema sem hafa orðið far- sælir skipstjórnarmenn í dag. Það var Ragnheiður Sigvaldadóttir, eigin- kona Júlíusar, sem fyrir hans hönd tók við verðlaunagrip, sem Jóhannes Hafsteinsson smíðaði. Fiskidagsgestir Jakob Hörður Magnússon sem rekur Hornið í Kvosinni í Reykjavík og fjölskylda hans. Aufúsugestir Fólk víða frá sótti Fiskidaginn mikla svo sem þessir þjóðbúningaklæddu Færeyingar. Hákarl Gunnar Reimarsson, sjómaður á Dalvík, sýndi Fiskidagsgestum vinnubrögð við verkun. Gæslufólk Mæðginin Snorri Eldján Hauksson og Katrín Sig- urjónsdóttir sveitarstjóri röltu um tjaldsvæðið og rukkuðu. Dalvíkurfjölskylda Frá vinstri; Kristján Þór Júlíusson ráðherra, Guðbjörg Ringsted, Erna Friðfinnsdóttir, Ragnheiður Sigvaldadóttir, Sigvaldi Júlíus- son útvarpsþulur, Ásgeir Júlíusson bóndi í Danmörku og Ann Köj. Ljósmynd/Atli Rúnar Viðurkenning Ragnheiður Sigvaldadóttir tók við heiðursviðurkenningu Fiskidagsins mikla fyrir hönd Júlíusar Kristjánssonar, eiginmanns síns. Henni á hægri hönd er Svanfríður Jónasdóttir, fv. bæjarstjóri og þingmaður. Einstök heppni á Fiskidegi  30 þúsund gestir á Dalvík  Í 18. sinn og aldrei rigning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.