Morgunblaðið - 13.08.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.08.2018, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Eggert Bóksala Samdráttur hjá útgáfum. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Ekki hefur tekist að snúa við sam- drætti í bóksölu síðasta árið. Velta bókaútgefenda dróst saman um 5% árið 2017 og sú þróun hefur haldið áfram á þessu ári. Samdrátturinn nemur alls um 36% á tíu ára tímabili. „Sú skelfilega mynd sem við sýnd- um fyrir ári hefur versnað þónokkuð. Það undirstrikar mikilvægi þess að stjórnvöld standi við gefin loforð og virðisaukaskattur af bókum verði af- lestur, hefur átt erfitt uppdráttar þegar kemur að samkeppni við nýj- ustu tækni og vísindi,“ segir hann. Eru bækur ekki of dýrar? „Nei, verð á bókum hefur að mestu staðið í stað á liðnum árum þannig að ég tel alls ekki vera hægt að benda á verðlag sem vandamál. En auðvitað getur verðlækkun sam- fara afnámi virðisaukaskatts orðið mikil lyftistöng.“ numinn um áramót eins og talað hef- ur verið um og sett fram í fjármála- áætlun,“ segir Egill Örn Jóhanns- son, framkvæmdastjóri Forlagsins. Ef rýnt er í útgefna titla í Bókatíð- indum er augljóst að þeim hefur ekki fækkað að ráði síðustu ár. Auðvelt er því að draga þá ályktun að færri ein- tök seljist af hverri bók en áður. Þegar Egill er spurður hvað valdi þessum samdrætti nefnir hann að samkeppni um tíma almennings hafi stóraukist á liðnum árum. „Hefð- bundnari afþreying, svo sem bók- Bóksala dregst enn saman  Fimm prósenta samdráttur hjá útgefendum í fyrra  Afnám vsk gæti hjálpað MSamdráttur nemur … »4 M Á N U D A G U R 1 3. Á G Ú S T 2 0 1 8 Stofnað 1913  188. tölublað  106. árgangur  FATAHÖNNUN ER KREFJANDI OG GEFANDI NÁM KOMST Í ÚRSLIT Á EM ERUM ENN AÐ UPPGÖTVA NÝJAR HLIÐAR VALGARÐ REINHARDSSON ÍÞRÓTTIR ÍSLENSKAR FORNSÖGUR 26GUÐBJÖRG ÞÓRA 12 Björgunarsveitarmönnum úr Grundarfirði tókst á níunda tímanum í gær- kvöldi að reka út vöðu um 100 grindhvala sem voru innlyksa í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi. Það var síðdegis sem hvalina bar inn á fjörðinn, en þaðan kom- ust þeir ekki út af sjálfsdáðum enda þungir straumar í mynni fjarðarins. Bíða þurfti fram á kvöld eftir útfallinu og þá gengu aðgerðirnar líka upp. „Við rákum grindhvalina vel út fjörðinn, svo fóru þeir að synda og stungu af út á haf,“ segir Einar Strand, formaður svæðisstjórnar Slysavarnafélags- ins Landsbjargar á Snæfellsnesi, í samtali við Morgunblaðið. Ekki verður fylgst sérstaklega með hvölunum í framhaldinu og koma verður í ljós hvort þeir fara aftur inn á fjörðinn. „Þetta var mikið sjónarspil, ég hef aldrei séð grindhvali áður stökkva og þekki ég þó talsvert til þessara skepna, enda er ég að hálfu frá Færeyjum þar sem þessar skepnur sjást oft,“ segir Alfons Finnsson, fréttaritari Morgun- blaðsins, sem var á staðnum. Mannfjölda dreif að þegar þetta gerðist og fylgdist fólk með hvölunum og björgunaraðgerðunum. sbs@mbl.is Hundrað hvölum bjargað á útfallinu Stóra grindhvalavöðu bar inn á Kolgrafafjörð á Snæfellsnesi Morgunblaðið/Alfons Finnsson Tilþrif Björgunarsveitarmenn sigldu bátum út fjörðinn með hvalina á undan sér og komu þeim undir Kolgrafafjarðarbrú. Eftir það syntu þeir sinn sjó. Sprettur Fjölda fólks dreif að enda fylgdi hvölunum mikið sjónarspil. 30 þúsund fögnuðu Fiskideginum mikla í blíðviðri á Dalvík Röð Löng bílaröð var í Hvalfirði.  Kristján Björnsson, nýr vígslubiskup í Skálholti, boðar að þjóðkirkjan láti rödd sína heyrast í álita- efnum dagsins. Þar tiltekur hann umhverfis- og húsnæðismál. Tala þurfi máli þeirra sem eiga í basli. Íslenska þjóðkirkjan reki ekki sjúkrahús, dvalarheimili fyrir aldraða eða búðir fyrir flóttafólk líkt og kirkjustofnanir í Evrópu en þurfi að taka undir kröfur um rétt- læti og ábyrgð. »6 Kirkjan beiti sér í álitaefnum dagsins Kristján Björnsson  Trausti Magnússon og Hulda Jónsdóttir eru elstu núlifandi hjón á Íslandi. Trausti fagnar 100 ára af- mæli sínu í dag en þrjú ár eru í að Hulda fagni sama áfanga. Dóttir þeirra segir æðruleysi og reglu- legar máltíðir geta skýrt háan ald- ur og góða heilsu foreldra sinna. Hjónin voru vitaverðir í Sauðanes- vita í 39 ár en Sauðanes var ekki í sambandi við veg í átta af þeim ár- um. Þá var einfaldlega gengið yfir til Siglufjarðar til þess að komast í verslun. Hjónin eru því vön útiveru og fer Trausti gjarnan í göngur með dóttur sinni. »4 Nálgast tvö hundruð ára aldur samanlagt  Fiskidagurinn mikli var haldinn með pomp og prakt á laugardag og sóttu u.þ.b. 30 þúsund manns hátíð- ina þetta árið, svipaður fjöldi og á síðasta ári. Margir héldu heim á leið frá Dal- vík í gær og þegar líða fór á daginn myndaðist löng bílaröð frá Hval- fjarðargöngum og inn Hvalfjörð og var fram á kvöld. Líkt og fyrri ár voru veðurguð- irnir blíðir við Dalvíkinga og gesti þeirra, en góðviðri var á Dalvík alla helgina. Margir tóku þátt í veglegri hátíðardagskránni og nutu skemmtiatriða. Hátíðin náði há- punkti á laugardag með stór- tónleikum og glæsilegri flug- eldasýningu. Júlíus Kristjánsson var heiðraður fyrir þátt sinn í uppbyggingu og umsjón með skipstjórnarfræðslu á Dalvík. Ragnheiður Sigvaldadóttir, eiginkona hans, tók við viðurkenn- ingu fyrir hans hönd. »10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.