Morgunblaðið - 13.08.2018, Side 23

Morgunblaðið - 13.08.2018, Side 23
Þórey hefur sinnt myndlist jafn- framt kennslu- og sálfræðistörfum, á Akureyri þar sem hún var búsett um árabil, í Noregi og nú síðast í Vest- urbænum í Reykjavík. Eftir nám við Myndlista- og handíðaskólann hefur áhugi hennar á listsköpun fylgt henni. Hún hefur haldið myndlist- arsýningar í gegnum tíðina, bæði hér heima, í Noregi og Danmörku, og tekið þátt í samsýningum. Hún hefur einnig fengist við listmiðlun og starf- rækt gallerí, á Akureyri, á Hjalteyri við Eyjafjörð og nú síðast Gallerí Vest við Hagamel í Vesturbænum í Reykjavík. Veflist hefur átt stóran þátt í list- sköpun Þóreyjar enda uppistaðan í náminu við Myndlista- og hand- íðaskólann: „Nú fæst ég einkum við listsköpun og hef víkkað starfssviðið frá vefnaðinum og nýti önnur efni og form á borð við vatnsliti, olíu og þrykk. Mitt lífsmottó hefur löngum snúist um það að ef mig vanti verk- efni þá bý ég þau til.“ Þórey hefur alla tíð haft yndi af ferðalögum og farið víða með fjöl- skyldu sinni, meðal annars um Bandaríki Norður-Ameríku. Fjölskylda Eiginmaður Þóreyjar er Kristján Baldursson, f. 5.1. 1945, tæknifræð- ingur. Hann er sonur Baldurs H. Kristjánssonar og Þuríðar H. Krist- jánsdóttur á Ytri-Tjörnum í Eyja- firði. Dætur Þóreyjar og Kristjáns eru Kristín Hildur Kristjánsdóttir, f. 22.2. 1975, doktor í erfðafræði, búsett á Spáni en maður hennar er Salvador Deringer og eru börn þeirra Óskar og Fjóla; Þuríður Helga Kristjáns- dóttir, f. 21.11. 1977, framkvæmda- stjóri Menningarfélags Akureyrar en maður hennar er Magnús Helgason myndlistarmaður og eru börn þeirra Hekla Sólveig, Ingunn Kría Þórey og Helgi Hrafn; Sólveig Hlín Kristjáns- dóttir , f. 21.11. 1977, sérfræðingur í klínískri barnasálfræði, búsett í Reykjavík en maður hennar er Stein- þór Steingrímsson og eru dætur þeirra Þórey Kristín og Dagrún Hrefna, og Þórhildur Fjóla Krist- jánsdóttir , f. 10.9. 1979, doktor í orkuverkfræði, búsett í Reykjavík en maður hennar er Egill Ferkingstad og eru börn þeirra Óðinn og Elma. Systkini Þóreyjar eru Sigtryggur Rósmar, f. 8.7. 1941, framkvæmda- stjóri í Reykjavík, og Hildur Guðrún, f. 12.4. 1948, bókasafnsfræðingur í Kópavogi. Foreldrar Þóreyjar voru Eyþór Magnús Bæringsson, f. 15.6. 1916, d. 2.9. 1972, kaupmaður í Reykjavík, og k.h. Fjóla Jósefsdóttir, f. 14.6. 1920, d. 16.10. 2012, húsmóðir. Þórey mun taka á móti gestum í Galleríi Vest við Hagamel í Vestur- bænum í Reykjavík á milli kl. 17 og 19 á afmælisdaginn. Úr frændgarði Þóreyjar Eyþórsdóttur Þórey Eyþórsdóttir Steinunn J. Björnsdóttir húsfr. í Dunhagakoti Einar Sigvaldason b. í Dunhagakoti í Hörgárdal Guðrún Einarsdóttir húsfr. í Grímsey og á Dalvík Jósef Þorsteinsson sjóm. og b. í Grímsey og á Dalvík Fjóla Jósefsdóttir húsfr. í Rvík Sigurbjörg Sigurðardóttir húsfr. á Sveinsstöðum Þorsteinn Vigfússon b. á Sveinsstöðum í Skíðadal Torfi Björnsson b. í Asparvík Björn Björnsson verslunarm. á Hólmavík Þórður Björnsson sjóm. og bílstj. í Keflavík Gunnar Þórðarson tónskáld og gítar- leikari Torfhildur Torfadóttir á Ísafirði sem varð 107 ára Hulda Daníelsdóttir iðnverkak. Indíana Einarsdóttir húsfr. við Eyjafjörð Jóhanna Sigurjónsdóttir húsfr. á Akureyri Rósa Antonsdóttir iðnverkak. á Akureyri Þóroddur Hjaltalín milliríkja- dómari í knattspyrnu Helga Jósefsdóttir húsfr. í Rvík Ólafur Bjarki Ragnarsson starfsm. hjá Skeljungi Ragnar Ólafsson Íslandsm. í golfi og landsliðsein- valdur í golfi Guðmunda Bæringsdóttir húsfr. á Ísafirði Daníel Gunnarsson skipstj. á norskum fiskiskipum Guðjón Björnsson vinnum. í Hlíð í Strandasýslu, af Kollafjarðarnesætt Sigríður Guðjónsdóttir iðnverkak. á Ísafirði og í Rvík Bæring M.S. Bæringsson sjóm. í Furufirði Eyþór Magnús Bæringsson kaupm. í Rvík Halldóra F. Gísladóttir húsfr. í Furufirði Bæring Bæringsson b. í Furufirði Jónína G. Bogadóttir vinnuk. í Eyjum í Strandasýslu Arnór Sigurðsson skipstj. á Ísafirði Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu Arnór Gunnarsson handbolta- kempa Gunnar Arnórsson skipstj. á Ísafirði Jóhanna Arnórsdóttir húsfr. í Eyjafirði Sigtryggur Rósmar Eyþórsson ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2018 Ottó Wathne fæddist í Mandalí Noregi 13.8. 1843. Hannstundaði síldveiðar í Noregi en fram yfir miðja nítjándu öldina var um langt árabil mikil síldar- gengd innan skerja við vestur- strönd Noregs. Þessi síld var eink- um veidd í landnætur og söltuð. Er síldin hvarf skyndilega við Noreg fréttist af miklum síldargöngum í íslenska firði, einkum austan- og norðanlands. Nokkrir norskir síld- arsaltendur tóku sig þá upp, fluttu hingað til lands með nætur sínar, skip og báta og hófu hér síldveiðar og söltun. Flestir þeirra settust að á Austfjörðum en langþekktastur þeirra var afhafnamaðurinn Ottó Wathne. Ottó var nítján ára er hann kom fyrst til Íslands og stundaði þá timburkaupmennsku frá skipi víða um landið. Hann kom síðar til Seyðisfjarðar 1869, reisti sér þar lítið hús og hóf þar síldveiðar sem mislukkuðust. Þá hvarf hann af landi brott til Englands þar sem hann lauk stýrimannsprófi. Í þriðja sinn er Ottó kom til landsins, 1880, var hann kominn til að vera, settist þá að á Seyðisfirði, reisti sér þar glæsilegt íbúðarhús og starfrækti þar um nær tveggja áratuga skeið blómlega verslun og umfangsmikla síldar- og þorsk- útgerð. Síðustu tveir áratugir nítjándu aldar voru miklir upp- gangstímar á Seyðisfirði sem fékk kaupstaðarréttindi 1895. Þetta var ekki síst Ottó að þakka sem innleiddi þar ýmsar nýjungar í atvinnulífi og menningu og stór- bætti samgöngur með lagningu vega og gufuskipaferðum. Hann byggði m.a. fyrir eigið fé fyrsta vit- ann á Dalatanga í því skyni að auð- velda siglingar til Seyðisfjarðar. Vitinn var reistur 1895 en síðan starfræktur fyrir fé úr Landssjóði. Ottó lést 1898. Hans var sárt saknað af Austfirðingum og tveimur árum eftir andlát hans reistu Seyð- firðingar honum minnisvarða sem stendur við Fjarðarárbrú. Merkir Íslendingar Ottó Wathne 100 ára Trausti B. Magnússon 95 ára Sigrún Jóhannesdóttir 90 ára Ásdís Svanlaug Árnadóttir Þorbjörg Guðmundsdóttir 85 ára Geir Magnússon Helga M. Ketilsdóttir Soffía Björnsdóttir Sæunn Þorleifsdóttir 80 ára Bjarni Þorgeirsson Bragi Ólafsson Ingibjörg Jónsdóttir Ingvar Daníel Eiríksson 75 ára Gunnar Maron Þórisson Halldóra G. Bjarnadóttir Sigurlaug Guðmundsdóttir 70 ára Haraldur Skarphéðinsson Herdís Pétursdóttir Hörður Erlingur Tómasson Laufey C. Steindórsson Sigurður E. Rósarsson Steinunn Pétursdóttir 60 ára Alfreð Schiöth Algirdas Jasinevicius Anna Björg Eyjólfsdóttir Deborah Jane Brown Dóra Noodaeng Sawatdee Haukur Logi Michelsen Hrönn Sigurðardóttir Karl Kristjánsson Kristófer Ingi Svavarsson Lúðvík Sverrisson Vaka Helga Ólafsdóttir 50 ára Ásrún Björgvinsdóttir Dean Ljubisic Halldóra Eiríksdóttir Helgi Þór Magnússon Ingibjörg Marteinsdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Íris Bachmann Ægisdóttir Jón Guðmundsson Kristján Magnússon María Jónsdóttir Páll Ingvar Guðnason Ragnar Þór Emilsson Tobías Sigurðsson Þórarinn Hróar Jakobsson 40 ára Björg Fenger Gerald Häsler Guðrún Þóra Mogensen Helga Sólveig Ormsdóttir Hersteinn Pálsson Jóhann Valgeir Davíðsson Jurailux Sveinsson Katarzyna Lidia Fisiak Margrét Jóelsdóttir Mariusz Mistera Óskar Steinn Gunnarsson Rosalie Lapasanda Baring Sigrún Aadnegard Sigurður Sölvi Davíðsson Sóley Q. Sveinbjörnsdóttir Wojciech Jelen Þóra Björk Þórhallsdóttir 30 ára Arnar Arnarson Atli Friðbergsson Daði Hafsteinsson Guðni Hermannsson Gunnar Sigurðsson Janusz M. Staniszewski Marc Mcausland Michail Borkovskij Piotr Zbigniew Nieduzak Smári Snær Eiríksson Til hamingju með daginn 30 ára Hekla ólst upp í Kópavogi, býr í London og er að koma sér þar fyrir. Maki: Marc James Wood- roffe, f. 1989, starfs- maður hjá hótelverk- tökum. Börn: Gabriel Máni Wium, f. 2011, og Viktor Bjarki Woodroffe, f. 2017. Foreldrar: Unnur María Þórarinsdóttir, f. 1963, húsfreyja og Snorri Wium, f. 1962, óperusöngvari og málarameistari. Hekla Wium 30 ára Birna ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk BSc-prófi í sjúkraþjálfun frá HÍ og starfar hjá Gáska sjúkraþjálfun. Maki: Haraldur Karlsson, f. 1987, forritari hjá Ís- landsbanka. Sonur: Ernir Snær Har- aldsson, f. 2017. Foreldrar: Gróa Gunn- arsdóttir, f. 1953, leik- skólakennari og Pétur Jó- hannesson, f. 1953, húsasmíðameistari. Birna Pétursdóttir 30 ára Birgir ólst upp í Reykjavík og Kópavogi, býr í Hafnarfirði, lauk at- vinnuflugmannsprófi og er flugmaður hjá Ice- landair. Maki: Arndís María Ein- arsdóttir, f. 1986, lyfja- fræðingur. Börn: Ari Hrafn Strange, f. 2014, og Una Lind Strange, f. 2017. Foreldrar: Hannes Strange, f. 1964, og Bryn- dís Björnsdóttir, f. 1965. Birgir Örn Strange RAFSTÖÐVAR HONDA EU20i 1,6 kVA – Honda mótor 12 v / 220 v - Inverter 64 dB(A)@7M – 21 kg HONDA EU30is Öflug og hljóðlát rafstöð. 2,8 kVA – Honda mótor 12 v / 220 v - Inverter 66 dB(A)@7M – 61 kg ÞÓR FH Akureyri: Baldursnes 8 603 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.