Morgunblaðið - 13.08.2018, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.08.2018, Blaðsíða 9
Ljósmynd/ Brynjúlfur Brynjólfsson Gransöngvari Lítill og fallegur. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Helsingjum hefur fjölgað mikið í sumar á svæðinu við sunnanverðan Vatnajökul. Viðkoman er góð; varp- pör á svæðinu voru um 2.000 og ætla má að á bilinu 4.000-5.000 ungar hafi komist á legg. „Helsinginn verpir mikið í Skúmey í Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi, sem er friðuð og því kjörland fyrir fuglinn,“ segir Brynjúlfur Brynjólfsson hjá Fugla- athugunarstöð Suðausturlands á Höfn í Hornafirði í samtali við Morg- unblaðið. Svelt í lóninu Líf kríunnar við Jökulsárlónið er hins vegar í vanda. Áætlað var að um 1.000 pör myndu verpa í vor og úr eggjum koma um 1.500 ungar. Þegar svo kom fram í júlímánuð varð fugla- athugunarfólki ljóst að eitthvað hefði farið úrskeiðis. Aðeins sáust um 20 fleygir kríuungar á svæðinu en aðrir voru horfnir og væntanlega dauðir. Má gera ráð fyrir að vargur eða skúmur hafi étið hræin, að sögn Brynjúlfs. Ástæðu þessa telur hann þá senni- legasta að fuglinn hafi skort æti, sem gjarnan sé loðna eða sandsíli sem syndi inn í lónið. Breytist það, þó ekki sé nema í fáeina daga, svelti ungarnir og sé bani búinn. Af öðru markverðu í fuglalífinu við Hornafjörð má nefna að þar verpti gransöngvari í annað sinn svo stað- fest sé. Þrír fullorðnir fuglar voru merktir í vor og fjórir ungar þegar leið á sumar. Gransöngvari er flækingur á Ís- landi þótt algengur sé í Evrópu. Hann verpti í fyrra sinnið hér á landi fyrir fimm til sex árum og þá einnig sem nú í Einarslundi, í útjaðri byggðarinnar á Höfn í Hornafirði. Helsinginn í sókn og gransöngvari mættur  Kríuvarp við Jökulsárlón í vanda  1.500 ungar en aðeins 20 komust á legg  Ætisskortur er skýring FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2018 DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Nú er það fyrst og fremst þakklæti og ánægja sem ég hef fram að færa,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, um Hin- segin daga sem fóru fram í Reykja- vík frá þriðjudegi til sunnudags í síð- ustu viku. Á laugardaginn var hápunktur há- tíðarinnar, sjálf Gleðigangan, en Gunnlaugur segir vel hafa tekist til. „Þetta leið allt saman mjög hratt en gekk alveg ótrúlega vel og við er- um gríðarlega ánægð með gönguna í ár.“ Enn fleiri viðburðir voru á hátíð- inni en áður hefur verið. „Við- burðum hefur smám saman fjölgað, ár frá ári. Við fórum núna í fyrsta skipti yfir 30 viðburði, sem varð til þess að dagskráin var nokkuð þétt og stundum nokkrir viðburðir á sama tíma. Við reyndum samt að skipuleggja þetta þannig að þau allra hörðustu gætu mætt alls stað- ar,“ segir Gunnlaugur. Erlendum gestum hefur fjölgað á hátíðinni, að mati Gunnlaugs. „Ég held að þeim sé alltaf að fjölga. Ég heyrði til dæmis af því að hinsegin ferðaskrifstofan Pink Ice- land hefði aldrei verið með fleiri gesti í ferðum á sínum vegum í kringum Hinsegin daga en núna.“ 70-80 þúsund manns Hann segir erfitt að áætla hversu margir hafi verið í Gleðigöngunni þetta árið. „Mín tilfinning er alla vega sú að það hafi verið svipaður fjöldi og í fyrra, þá held ég að það hafi verið talað um 70-80 þúsund manns. Það voru margir viðburðir í gangi, fleiri en okkar, og Reykjavík iðaði af lífi.“ Í tilkynningu frá Hinsegin dögum var sérstaklega tekið fram að ófiðr- aðir steggir og fjaðralausar gæsir væru ekki velkomin í Gleðigönguna. Þeim hefur áður verið meinað að vera með en í ár var vakin sérstök athygli á þessu vegna atviks sem kom upp í Druslugöngunni. Þá var gangan gerð að vettvangi fyrir steggjun og þótti það sýna þol- endum kynferðisofbeldis mikla óvirðingu. „Ég varð ekki var við gæsanir eða steggjanir í göngunni í ár. Því miður sjáum við það þó annað slagið,“ segir Gunnlaugur, sem telur líklegt að hann bjóði sig aftur fram til for- manns Hinsegin daga á næsta ári. »29 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mótorhjól Lesbíski mótorhjólaklúbburinn Dykes on Bikes lét sig ekki vanta í Gleðigönguna þetta árið og kaus að hjóla fremur en að ganga. Kátur Hjörtur Magni Jóhannsson fríkirkjuprestur við Tjörnina. „Reykjavík iðaði af lífi“  Mikil ánægja með Hinsegin daga  Þéttari dagskrá en áður hefur verið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.