Morgunblaðið - 13.08.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.08.2018, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2018 ✝ Helga S. Þor-kelsdóttir fæddist í Reykja- vik 20. október 1941. Hún lést 8. júlí 2018 á hjarta- deild Landspítala Íslands. Foreldrar Helgu voru Þor- kell Nikulásson fisksali í Reykja- vík f. 1922, d. 2006 og Hólmfríður Kristjáns- dóttir húsmóðir f. 1922, d. 2011. Helga var elst fimm Reykjavík allan sinn búskap. Börn þeirra eru tvö, Þorkell Andrésson sameindalíffræð- ingur f. 1964 og Nanna Þóra Andrésdóttir sérkennari f. 1968. Þorkell er giftur Lauf- eyju Þóru Ámundadóttur, sameindalíffræðingi f. 1962. Þeirra börn eru Andrés f. 1997 og Guðrún Lilja f. 2001. Börn Nönnu Þóru eru Fanney f. 1994 og Guðberg f. 1998. Helga lauk gagnfræðaprófi frá Laugarnesskóla og vann síðan ýmis störf, þar á meðal við fiskvinnslu og skrif- stofustörf. Eftir að barna- uppeldi lauk vann hún sem matráðskona hjá Íslandsbanka uns starfsævinni lauk. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 13. ágúst 2018, klukkan 13. systkina, bræður hennar eru þrír, Kristján húsasmið- ur f. 1943, Guð- mundur hús- gagnasmiður f. 1946 og Viðar við- skiptafræðingur f. 1963. Systir Helgu er Guðríður bankastarfsmaður f. 1954. Árið 1963 giftist Helga eftirlifandi eiginmanni sínum, Andrési Þórðarsyni flugvirkja, og hafa þau búið í Ég kveð elsku mömmu mína með djúpum söknuði. Betri móð- ur hefði ég ekki getað hugsað mér. Alltaf gat ég leitað til henn- ar og sagt frá því sem ég var að fást við og hlustaði hún full af áhuga. Við áttum ófá samtölin þar sem við spjölluðum um allt og ekkert, sögðum hvor annarri frá liðnum degi og viðfangsefnum en einnig frá litlu hversdagslegu hlutunum sem eru svo mikilvæg- ir. Það er sama hvers ég minnist, alltaf var umhyggjan og hjarta- hlýjan hennar mömmu svo áber- andi. Það veganesti mun ætíð fylgja mér. Fjölskyldan var mömmu afar kær og barnabörnin voru gull- molarnir hennar og pabba. Þeim fannst alltaf jafn gott að koma til ömmu og afa í Dalalandi og alltaf beið þeirra opinn og hlýr faðmur. Mamma var glaðlynd og einstak- lega hjálpsöm og greiðvikin. Hún var eldklár kona, svo dugleg og gjafmild. Hún var félagslynd og átti margar góðar vinkonur og hún hafði ánægju af svo mörgu. Það voru ófáar leikhúsferðirnar og tónleikarnir sem við fórum á saman, utanlandsferðir og ferða- lög á sumrin um landið. Það er margs að minnast og söknuður- inn er mikill. Elsku fallega mamma mín, ég þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér, dýrmætar minningar um þig ylja mér í sorginni og munu gera um ókomna tíð. Hvíldu í friði, elsku besta mamma mín. Þú munt alltaf lifa í hjarta mínu. Þú ert gull og gersemi góða besta mamma mín. Dyggðir þínar dásami eilíflega dóttir þín. Vandvirkni og vinnusemi væntumþykja úr augum skín Hugrekki og hugulsemi og huggun þegar hún er brýn. Þrautseigja og þolinmæði - kostir sem að prýða þig. Bjölluhlátur, birtuljómi, barlóm, lætur eiga sig. Trygglynd, trú, já algjört æði. Takk fyrir að eiga mig. (A.Þ.) Þín, Nanna Þóra. Það er með söknuði sem ég kveð tengdamóður mína Helgu S. Þorkelsdóttur. Ég kom inn í fjölskylduna þegar við Þorkell eiginmaður minn kynntumst í lok náms okkar í líffræði við Háskóla Íslands. Helga tók mér opnum örmum. Mér er sérstaklega minnisstætt hvað henni þótti gaman að elda góðan mat og hvað voru alltaf miklar kræsing- ar á borðunum hjá þeim Andrési tengdapabba í Dalalandinu. Nokkrum mánuðum seinna héld- um við Þorkell í framhaldsnám til Washington í Bandaríkjunum og bjuggum þar næstu níu árin. Helga og Andrés komu oft til okkar og það var gott að fá þau í heimsókn. Þau hugsuðu vel um að við fengjum íslenskan mat og komu oft með fulla ferðatösku af lambakjöti, harðfisk, malti og Appelsín, hundakexi og svo auð- vitað namminu sem er best á Ís- landi. Þegar Nanna Þóra mág- kona mín gifti sig, saumaði Helga brúðarkjól á hana. Kjóllinn var sérstaklega fallegur, úr hvítu silki og alsettur perlum. Það var auðséð að hún hafði nostrað við kjólinn svo vikum skifti og lagt mikinn metnað og umhyggju í hann. Þegar við Þorkell giftum okkur nokkrum árum seinna var ég á báðum áttum hvort ég myndi nota kjólinn sem stóð mér til boða. Ég leitaði að brúðarkjól í nokkurn tíma en þrátt fyrir allar fínu búðirnar í Washington, fann ég engan sem var eins fallegur og þessi kjóll og þótti mér mjög vænt um að giftast í honum. Ég var ekki hissa á hvað kjóllinn var fallegur þar sem hannyrðir voru eitt af hennar helstu áhugamál- um og eftir hana liggja ótal margir fallegir hlutir. Við Þorkell vorum lengi við nám í Bandaríkj- unum, fyrst í Washington og síð- ar í Boston. Við komum síðan til Íslands í um átta ár en fluttum svo aftur til starfa til Maryland í Bandaríkjunum með börnin okk- ar, þau Andrés og Guðrúnu Lilju þegar þau voru sex og tíu ára. Helga var alltaf mjög áhugasöm um börn sín, tengdabörn og barnabörn og spurði okkur oft í þaula hvernig gengi með þau, hvernig þau borðuðu, döfnuðu og svo framvegis. Þegar börnin okk- ar urðu eldri var spurt um skól- ann, íþróttirnar, vinina og vinn- una. Þessi áhugi hennar á okkur öllum var mjög einlægur og hlýr. Við fórum oft með Helgu og Andrési í Suðursveitina þar sem flugvirkjar eiga tvo sumar- bústaði. Þar nýtur náttúran sín vel og Steinadalurinn er um- kringdur tignarlegum fjöllum. Útsýnið upp á Vatnajökulinn og langt út a Atlantshafið var magn- að. Okkur þótti öllum mjög gott að vera þar í einföldum sumarbú- staðnum og stundum í tjöldum og njóta samverunnar, útiverunnar, tignarlegra fjallanna og göngu- ferða inn dalinn og upp á Steina- fjallið þar sem útsýnið yfir Jök- ulsárlónið er stórbrotið. Ég þakka þér yndislegar samveru- stundir og það ómetanlega vega- nesti sem þú hefur miðlað til okk- ar Þorkels og barnanna okkar. Laufey Þóra Ámundadóttir. Með söknuði í hjarta við hugsum til þín, brosið þitt bjarta í minni okkar skín, þú umvafðir okkur með ást og hlýju, við biðjum að brátt munum sjást að nýju. (Fanney) Elsku amma Helga, við þökk- um þér í einlægni fyrir allt sem þú gafst okkur. Nærvera þín var dýrmæt sem gull, þú tókst öllum opnum örmum. Vinir okkar sakna þín líka og syrgja með okk- ur. Tíminn sem við áttum saman var ómetanlegur, það var yndis- legt að eyða honum með þér og njóta visku þinnar. Minningarnar úr Dalalandinu, úr Suðursveit, frá Bandaríkjunum og öllu sem við gerðum saman eru ljóslifandi. Þær munu alltaf fylgja okkur. Það jafnaðist ekkert á við næt- urpössun hjá þér og afa – að sofa út og fá Cocoa Puffs með ný- mjólk í morgunmat, horfa á Tomma og Jenna á vídeóspólu og fara svo öll saman niður að tjörn að gefa öndunum eða í bíltúr að fá ís. Þú söngst undantekninga- laust fyrir okkur fallega sálma þegar við áttum að fara að sofa, sagðir sögur af hagamúsinni Dröfn og fórst með bænirnar. Þú hlustaðir alltaf með einstakri eft- irtekt á allt sem við höfðum að segja úr skólanum og af vinun- um. Við heimferð stóðum við í hring um hægindastólinn þinn, þú tókst okkur í fangið eitt í einu, hélst um vanga okkar og kysstir okkur óteljandi kossa um allt andlitið. Þú varst sannarlega ein- stök amma. Það er þyngra en tárum taki að kveðja þig, söknuðurinn eftir umhyggju þinni og gleðinni sem fylgdi ætíð samverunni er sár. Við munum alltaf geyma þig í hjörtum okkar full þakklætis. Við elskum þig. Þín barnabörn, Fanney Hrafnsdóttir, Andrés Þorkelsson, Guðberg Hrafnsson og Guðrún Lilja Þorkels- dóttir. Ég vil fyrir hönd okkar Guð- mundar minnast Helgu mág- konu, en slíkt er erfitt í fáum orð- um. Ég kynntist Helgu fyrir rúmum 50 árum þegar ég kom inn í fjölskylduna á Vesturbrún 8. Mér varð það fljótlega ljóst að Helga, þessi flotta, glaðlega og kraftmikla kona, sem var elst af fimm systkinunum, var leiðandi innan hópsins. Þau Andrés voru byrjuð að búa í risinu og oft var margt um manninn á Vesturbrún 8. Það var henni mikils virði að fjölskyldan héldi saman og við hin vorum mjög ánægð með það. Þau hjónin komu á þeim sið að halda jólaboð á jóladag og héldu þeim sið í 25 ár. Þótt fjölskyldan stækkaði í allar áttir þá var bara gert ráð fyrir að hittast á jóladag hjá Helgu og Andrési og alltaf nóg pláss í Dalalandi. Alltaf var glatt á hjalla og veitingar ekki af verri endanum. Guðmundur minnist þess að þegar Helga var ung þá fór hún nánast hverja helgi í Þórsmörk, en það var hennar líf og yndi. Þá voru þær ekki fáar ferðirnar sem þau Andrés fóru í Suðursveitina og var þá gjarnan farið þaðan hringinn eða upp á hálendið. Einnig rifjaði Guðmundur upp þegar Helga vann á skrifstofunni í Ópal og hún átti alltaf nammi sem hún gaf okkur en Guðmund- ur læddist oft í aukabita svo lítið bar á. Helga var alveg sérstaklega bóngóð ef mig vantaði dress, sama hvort það var kjóll eða eitt- hvert tískudress þá leitaði ég til Helgu og hún saumaði á mig. Berglind dóttir okkar spurði oft „mamma heldur þú að Helga frænka geti hjálpað mér?“ þegar hún þurfti að þrengja eða breyta fötum og alltaf var hún til í að að- stoða. Það sama var með tertur eða rétti. Ef eitthvað stóð til var Helga alltaf til í að hjálpa til. Hún hafði alltaf tíma til að sinna öðr- um. Eftir því sem börnin urðu eldri og barnabörnum fjölgaði þá eins og gerist og gengur hefur hópurinn hist sjaldnar en systk- inin alltaf haldið í að halda systk- inaboðin í gegnum tíðina, og voru veisluhöldin oft mikil og alltaf skemmtileg. Börnin okkar þrjú voru skírð í skírnarkjólnum sem Helga saumaði úr brúðarkjólnum sínum og ég hef þá trú að því hafi fylgt mikil blessun. Það skipti ekki máli hvort það var innan fjöl- skyldunnar eða í félagsstarfi eins og t.d. hjá Rauða krossi Íslands eða innan kirkjunnar, alltaf var Helga tilbúin til að leggja sitt af mörkum og láta gott af sér leiða. Þegar við kveðjum elsku Helgu systur og mágkonu viljum við votta Andrési innilega samúð. Einnig vottum við þeim Nönnu Þóru, Þorkeli, Laufeyju og börn- um þeirra samúð okkar. Kristjana og Guðmundur. Fallin er frá kær vinkona mín til fjölda áratuga. Kynni okkar hófust strax í barnaskóla, en við vorum bekkjarsystur í Laugar- nesskóla. Urðum nánar vinkonur er við gengum heim úr skólanum og til urðu djúpar hugleiðingar um lífið og tilveruna, enda vorum við að þroskast úr börnum í ung- linga. Einstaka sinnum fórum við í kvikmyndahús að kvöldi til, uppáhaldsmyndirnar voru með leikurunum Doris Day og Rock Hudson. Á eftir var tekinn einn rúntur, keyptur ís og svo heim í strætó. Í jólafríi fengum við vinnu í Fiskiðjunni úti á Granda og framhald um vorið. Var unnið við að beinhreinsa fiskflök. Eftir stuttan tíma var Helga tekin úr hópnum, settur undir hana tré- pallur á borði flakara og hún hóf að flaka fisk sem þá þótti aðeins á karla færi og fórst henni verkið vel úr hendi. Um verslunar- mannahelgi var haldið í Þórs- mörk, ekki með neinum ungling- um, heldur ömmu Helgu, Guðríði og var það mikil upplifun. Alla tíð naut hún þess að fara út í náttúr- una skoða litbrigði fjalla og móð- ur jarðar. Haustið 1956 skráðum við okkur í handavinnudeild Gagnfræðaskóla verknáms og var handverkið sem hún skilaði ákaflega vandað, enda bjó hjá henni sá draumur að komast í handavinnudeild Kennaraskól- ans, sem varð þó ekki að veru- leika. Við tóku ný verkefni, hún fékk vinnu á skrifstofu sælgætisgerð- arinnar Opal og vann þar í nokk- ur ár. Kaflaskipti urðu er hún kynntist verðandi eiginmanni sínum Andrési Þórðarsyni, flug- virkja. Húsfreyjustörf og barna- uppeldi tóku við, börnin þeirra þau Þorkell og Nanna Þóra eru bæði vel gerð og yndisleg. Gafst henni tækifæri að ferðast með Andrési til framandi landa, er hann var við störf erlendis. Áttu þau fallegt heimili í Fossvogi og ekki var í kot vísað að setjast að veisluborði á þeirra heimili. Síðar vann Helga sem matráður hjá Ís- landsbanka í mörg ár. Fyrir nokkrum árum fór að bera á heilsubresti hjá henni, sem hún tókst á við af einskærri bjartsýni og æðruleysi. Við sem kynntumst henni söknum vinar í stað. Ég votta Andrési,börnum og barnabörnum innilega samúð. Lísbet Bergsveinsdóttir (Lísa). Kær vinkona og saumaklúbbs- systir, Helga Þorkelsdóttir, er látin og eigum við eftir að sakna hennar sárt úr hópnum okkar. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (höf. ók.) Elsku Andrés, Þorkell, Nanna Þóra og fjölskyldur við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur frá saumaklúbbnum; Alda, Hrönn, Kolbrún, Margrét, Svanhildur og Þórhalla. Helga S. Þorkelsdóttir HINSTA KVEÐJA Kær vinkona og sauma- klúbbssystir, Helga Þor- kelsdóttir, er látin og eig- um við eftir að sakna hennar sárt úr hópnum okkar. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn, á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók) Elsku Andrés, Þorkell, Nanna Þóra og fjölskyldur, við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur frá saumaklúbbnum: Alda, Hrönn, Kol- brún, Margrét, Svan- hildur og Þórhalla. Við Ragnar eða Raggi eins og hann var alltaf kallaður, kynntumst sjö ára þegar báðir fluttu í Norðurbæinn í Hafnarfirði, í sömu blokk, sama stigagang og ein hæð á milli. Báð- ir gengum við í Víðistaðaskóla og vorum saman í bekk. Áhugamálin voru þau sömu, íþróttir. Samskiptin voru því mikil, ýmsu sinnt, bjástrað og rætt. Hlaupakeppnir háðar í hverfinu og kappleikir tíðir. Handknatt- leikur var spilaður innanhúss í stofum og göngum íbúðanna á Laufvanginum. Þá var kjallarinn kjörinn vettvangur stórleikja og óspart nýttur svo lengi sem æðruleysi annarra íbúa leyfði. Það var lengi fastur liður eftir enska boltann á laugardögum, þegar Bjarni Fel hafði sýnt viku- gamlan leik í svarthvítu, að farið var út í fótbolta. Skipti veðrið þá engu. Gekk leikurinn þannig fyr- ir sig, svipað og í handboltanum inni, að annar okkar var í marki og hinn fyrir utan. Sá gaf bolt- Ragnar Ásgeir Óskarsson ✝ Ragnar ÁsgeirÓskarsson fæddist 16. janúar 1965. Hann lést 29. júlí 2018. Útför Ragnars fór fram 10. ágúst 2018. ann, sólaði, gaf hann aftur, varðist, sólaði tvo til þrjá, braust svo fram í stórsókn og negldi á mark. Kannski ekki svo óhefðbundið hjá tveim pjökkum að leika sér í fótbolta en það sem þessir leikir áttu sam- merkt og sérmerkt utan hið hefð- bundna, var að þeim var lýst. Um það sá Raggi. Hann fór yfir það með engu síðri brag og innlifun en Bjarni Fel skömmu áður, hvað væri að gerast inni á vellinum og ekkert skilið undan. Hann var stálminnugur á nöfn enskra knattspyrnumanna og fór létt með slíkar lýsingar, sama hvaða lið spilaði! Þær gáfu enda leikjum þessum gildi og sitja í minningu þess er hér skrifar. Raggi æfði bæði handknattleik og knattspyrnu á þessum árum en hætti þegar að unglingsárum kom og áhugamálin breyttust. Þar misstum við félagar hans góðan liðsfélaga og feikna öflug- an íþróttamann í báðum greinum. Samskipti okkar Ragga stóðu stutt, svona í samanburði alls, en þau eru minnisstæð og dýrmæt. Hann gaf lífinu lit. Kristján Ó. Guðnason. „Sæll meistari.“ Þannig heilsaði ég þér og faðmaði þig að mér þegar við hittumst. Ávallt var það un- un að koma í heimsókn til þín eða fá þig sem gest, því eft- irvæntingin að sjá þig hefur allt- af verið mér kærkomin vegna nærveru þinnar og þess ein- staka persónuleika sem þú hafð- ir. Það sem einkenndi þig var þitt fallega bros, þegar þú tókst á móti manni. Einlægt bros sem vakti hlýju í hjörtum vorum og svo virtist sem andinn í um- hverfinu lyftist upp þegar þú varst nálægur. Þú hefur ávallt verið mér mikil fyrirmynd og sjálfsagt margra annarra sem hefur hlotnast heiðurinn af að kynnast þér. Þó svo þú hafir starfað sem kennari og skólastjóri varstu líka kennari og lærifaðir á hin- um ýmsu hlutum lífsins. Hinn mesti lífskúnstner af Guðs náð og húmoristi í þokkabót. Filippus Björgvinsson ✝ Filippus Björg-vinsson fæddist 16. október 1931. Hann lést 10. júlí 2018. Útför Filippusar fór fram 31. júlí 2018. Jarðsett var í Odda á Rang- árvöllum. Á sífelldum þeyt- ingi nútímamanns- ins þá var yfir þér stóísk ró. Því þú þurftir ekkert að flýta þér. Þú hafðir hreinlega ekki tíma fyrir að hafa áhyggjur, eftirsjá eða vera þungur í lund, heldur ein- blíndir þú á gleði og það sem var fal- legt í lífinu. Þú hafðir einstakt lag á andlegu heilbrigði. Það er ákveðin andhverfa að sjá fegurðina í dauðanum og er eitthvað sem ekki allir sjá. Þú þekktir það reyndar eftir að hafa lifað í sveitinni og af nátt- úrunni sem er umhverfi og hringrás lífs og dauða. Fegurðin er sú sem finnst í friðsælu hjarta, sáttri og ánægðri mann- eskju. Ég minnist orða þinna, sem þú mæltir fyrir löngu, að ég ætti ekki að gráta dauða þinn. Tárin koma af sjálfu sér, ekki vegna sorgar heldur vegna saknaðar, kærleiks og þakklætis. Ég mun ekki lifa í sorg, heldur minnast þín af gleði og lifa eftir þínum kærleik eins og þú sýndir öðr- um. Takk fyrir, elsku afi, við mun- um minnast þín. Sjafnar Björgvinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.