Morgunblaðið - 13.08.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.08.2018, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2018 Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is » Strákarnir í Pollapönki fluttu samansafn af sín-um bestu smellum á stofutónleikum Gljúfra- steins í gær. Hljómsveitin Pollapönk var stofnuð árið 2006 sem útskriftarverkefni leikskólakenn- aranna Heiðars Arnar Kristjánssonar og Haralds F. Gíslasonar frá Kennaraháskóla Íslands. Stuttu síðar gengu Arnar Gíslason og Guðni Finnsson til liðs við sveitina. Sveitin hefur frá upphafi lagt áherslu á að skapa tónlist fyrir börn sem fylgt er eftir af sama metnaði og ef um tónlist fyrir full- orðna væri að ræða. bestu smellum sínum á stofutónleikum Gljúfrasteins í gær við góðar viðtökur ins. Um er að ræða viðburð sem haldinn er á þriggja ára fresti og færist á milli landa en ráðstefnan var áður haldin á Íslandi 1973 og 1994. Von er á tæplega 400 þátt- takendum og fer þingið fram bæði í Reykjavík og í Reykholti, en þrír lykilfyrirlestrar verða opnir almenningi og hefjast kl. 9 á mánudags-, miðvikudags- og föstudagsmorgnum í Háskólabíói. Að sögn Svanhildar eru ýmsar ástæður fyrir áhuga útlendinga á íslensku fornsögunum, og á viss- an hátt skiljanlegt ef sumum þætti það skrýtið hve útbreiddar fornsagnarannsóknir eru. „Að sumu leyti eru fornsögurnar bæði of nálægt okkur Íslendingum og fjarlægar. Þær eru okkur öllum kunnar, að minnsta kosti af af- spurn, en tungutakið og sögu- heimurinn stendur kannski unga fólkinu ekki mjög nærri. Fyrir lesendur utan Íslands er aftur á móti um mjög óvenjulegar bók- menntir að ræða; frásagnir sem eru settar saman á þjóðtungu á þeim tíma þegar í Evrópu var mest ritað á latínu. Íslend- ingasögur eru líka einstakar að því leyti að þær lýsa því hvernig áður mannlaust land er byggt, og hvernig fólkið sem þar kemur sér fyrir þrífst, þrætir, lifir og deyr.“ Erum enn að uppgötva Áhuginn á fornsögunum virðist bara vera að aukast ef eitthvað er og nefnir Svanhildur að rösklega 60 erlendir nemendur sæki um þessar mundir alþjóðlegan sum- arskóla í handritafræðum hjá Árnastofnun: „Það er aukinn áhugi á þessum efnislega veru- leika fornritanna á meðal ungs fólk: hvernig þessar eldgömlu bækur voru handskrifaðar og hvað handritin eiga sér merkilega sögu,“ útskýrir Svanhildur. „Vin- sæl dægurmenning kveikir líka áhuga á sögum af víkingum og kóngum, s.s. Game of Thrones- bækur George Martin og sam- nefnd sjónvarpssería.“ En hvað meira er hægt að læra um fornsögurnar? Er ekki búið að rannsaka hvern stafkrók, kryfja hverja sögupersónu, og greina frásögnina frá öllum mögulegum hliðum? Svanhildur segir það sama gilda um fornsög- urnar og um allar góðar bók- menntir, að þær breytast með tímanum í takt við hvernig hugs- un okkar um heiminn þróast og því tekst fræðimönnum í sífellu að finna nýja fleti sem opna okk- ur nýja sýn inn í þessa texta. „Sem dæmi hafa kynjafræði og hinseginfræði rutt sér til rúms og með þeim getum við séð nýjar hliðar á fornsögunum. Jafnvel umhverfisfræði leika hlutverk í túlkun fornsagnanna og hægt að lesa þær með tilliti til þeirra við- horfa til náttúrunnar sem birtast í þeim.“ Svanhildur hlær þegar blaða- maður spyr hvort að það hafi kannski verið ástæðan fyrir slæmu skapi Grettis Ásmund- arsonar að hann hafi verið á bóla- kafi í skápnum: „Það er nú kannski ekki líklegasta skýringin á sálarlífi Grettis, en aftur á móti er forvitnilegt að beita kynja- fræðunum til að skoða á nýjan hátt hvernig hetjur fornsagnanna móðguðu hver aðra með brigslum um samkynhneigð eða hvernig sumar sögur lýsa meykonungum. Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað um valdeflingu kvenna og stöðu minnihlutahópa getum við greint og skoðað forn- sögurnar með öðrum hætti í dag en fyrir hundrað árum,“ útskýrir Svanhildur. Arfur í gíslingu öfgaafla Þessu tengt þá er einnig for- vitnilegt að athuga hvernig fjöl- menning og samvistir ólíkra hópa og kynþátta birtast í fornsög- unum. Segir Svanhildur að hafi raunar aldrei verið brýnna að rannsaka þessa hlið forn- bókmenntanna enda virðast kyn- þáttahatarar vera farnir að nota norræna menningararfinn til að styðja við óskemmtilegar hug- myndir sínar. „Mikilvægt er að fræðimenn taki þátt í þessari um- ræðu, og reyni að andæfa því þegar mjög einfölduð túlkun á fornsögunum er notuð sem vatn á myllu öfgaafla.“ Svanhildur nefnir að tengsl kynþáttahyggju og norræns menningararfs séu ekki nýtil- komin. „Í Þýskalandi nasismans var ýtt mjög undir norræn fræði vegna þess að valdamenn litu svo á að þar væri á ferð menning hins æðri norræna kynþáttar. Margt er athugavert við þá sýn, og engin innstæða fyrir því að ganga út frá því að fornsögurnar og aðrar bókmenntir af sama meiði sanni einhverja kynþátta- yfirburði. Nær sanni er að segja að fornsögurnar lýsi ákveðnu samfélagi, og samskiptum fólks, sem stundum voru góð og stund- um ekki.“ Er ástandið jafnvel orðið svo slæmt að þeir sem vilja hampa norrænni menningu hætta á að vera dregnir í dilka með öfga- fólki. „Þungarokksbandið Skálm- öld hefur t.d. notað þennan arf á mjög skemmtilegan hátt sem efnivið í verk sín. Þeir gera það með jákvæðum formerkjum, en sums staðar annars staðar tengir fólk þennan menningararf við bönd og hópa sem tala fyrir yf- irgangi og fordómum í garð ann- arra. Það má því segja að það standi ákveðin barátta um yfirráð yfir þessum arfi þar sem lista- menn leggja fram mikilvægan skerf, ekki síður en fræðimenn.“ Fornsögurnar lifa enn góðu lífi. Þær leika stórt hlutverk í ís- lenskri samtímamenningu og meðvitað eða ómeðvitað not- um við sumar hetjur Íslend- ingasagnanna sem mælikvarða á okkur sjálf. Kannski er það t.d. kempum fyrri alda að þakka – eða kenna – að íslensk ungmenni líta hér um bil á það sem sjálfsagða manndóms- vígslu að búa erlendis í lengri eða skemmri tíma, nema í stað þess að snúa heim með ráns- feng og þræla koma þau aftur til Íslands með háskólagráðu eða nýtt tungumál í farteskinu. Svanhildur segir birting- armyndir áhrifa fornsagnanna samt ekki alltaf sakleysislegar: „Er skemmst að minnast góð- æristímabilsins fyrir hrun, og alls talsins um útrásarvíkinga. Kannski ætti það að vera áminning til okkar um að draga fram fleiri og fjölbreyttari sögupersónur úr þessum bók- menntum, því þar eru ekki bara óttalausir menn og konur sem láta illa, heldur líka friðelsk- andi fólk sem leitar sátta og lausna á deilumálum.“ Sögur sem móta okkur ÞAÐ MÆLTI MÍN MÓÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.