Morgunblaðið - 13.08.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.08.2018, Blaðsíða 25
Sigrún Haraldsdóttir segir að þaðsé gaman að liggja út af í skjóli hávaxinna stráa og hlusta á vindinn: Ef nýta viljum, nóg má sjá náttúrunnar undur, met er hvernig mjóstu strá mylja vindinn sundur. Hallmundur Kristinsson bætir við: Í skugga tröllslegra trjáa tel ég þá fremur smáa er skáka skeiðinu gráa í skjóli nokkurra stráa. Kötturinn Jósefína birti á Boðn- armiði mynd af Stonehenge ásamt tilvísun í frétt Morgunblaðsins: – „Þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir í heila öld hefur hingað til lítið miðað áfram í því að leysa að fullu ráðgát- una um hver byggði hið 5.000 ára stórvirki Stonehenge á Englandi og í hvaða tilgangi. Lítið var einnig vit- að um þá sem grafnir eru innan“ stóð þar og en kötturinn kunni lausnina: Hengisteinar hafa drengi heillað lengi gráir mjög á grænu engi. Fluttu þá af feikna krafti fyrr á öldum afrekskettir að vér höldum. Magnús Geir Guðmundsson birtir „eitt sýnishorn úr komandi limrusk- ruddu..., Limrufjöri“, með þeirri skýringu að „eitt sinn var á Morg- unvakt Rásar 1 slegið á þráðinn norður á Húsavík og viðmælandinn fyrst spurður um veðrið. Svarið var að það væri hæglátt, er dugði svo til að koma þessari limru til lífs með það sömuleiðis í huga að ákveðið safn var ekki lengur til staðar í bæn- um“: Á Húsavík hæglátt er veður, þar hreint enginn marvaðann treður. En víst, þó er ver, þar vart lengur er. til sýnis neinn sérstakur reður!“ Helgi Ingólfsson yrkir og leikur sér að endaríminu: Hún Steinunn í Straumi bar herlegheitin, svo stórgerð að sáust vart ferlegheitin. En loks féll hún frá svo fræða nú má að fangbrögðin kunni hún sérleg, heitin. Ármann Þorgrímsson yrkir um „loftslagsbreytingar, – „skógarelda, þurrka, flóð, ofsaveður“: Þyngist róður, þrengjast sund þar sem straumar völdin taka, er að nálgast ögurstund, enginn finnur leið til baka. Guðmundur Guðmundsson bók- sali orti: Þegar tóbaks taugarnar taka að verða svangar dýfa nefi í dósirnar duglega mig langar. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Í skjóli stráa og af Stonehenge DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér er óhætt að treysta eðlisávísun þinni í bland við hæfilegan skammt af raunsæi. Þér finnst öll sund lokuð en skoð- aðu betur, svo er ekki. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er einhver spenna í þér og hætt við að þú látir það bitna á fólkinu í kringum þig. Njóttu frísins og komdu svo endurnærð/ur til starfa á ný. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt þú sért full/ur af krafti og viljir drífa í hlutunum geturðu ekki ætlast til þess að aðrir séu sama sinnis. Reyndu að taka hlutunum með ró. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þótt það sé mikið um að vera og mik- ið að gera í vinnunni þarftu að gefa þér tíma til hvíldar. Hafirðu farið eftir eigin brjóstviti hefurðu ekkert að óttast. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér er óhætt að láta eitthvað eftir þér í tilefni farsælla verkloka. Láttu þínar eigin þarfir hafa forgang. Þér finnst gott að vera eigin herra. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Byrjaðu að velta því fyrir þér af alvöru hvað er þér mikilvægt í lífinu. Skakkaðu leik- inn ef þér finnst þess þurfa. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft ekki að vera einhver annar en þú ert. Nú væri rétt að horfa um öxl og huga að því sem má betur fara. Láttu ástvini þína vita hversu mikils þú metur þá. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þið skuluð búa ykkur undir eitt- hvað óvænt í dag og það kemur úr þeirri átt- inni sem þið eigið síst von á. Talaðu hreint út við vinnufélaga þína. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Nú skiptir öllu að nýta tímann vel og halda sér við efnið svo að þú náir að standa við gefin loforð. Líttu inn á við. Róm- antíkin er uppspretta ánægju, kannski lifnar jafnvel í gömlum glæðum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft umfram allt að beina sköpunarþrá þinni á jákvæðar brautir. Láttu það eftir þér að kaupa eitthvað sérstakt handa þér eða öðrum, svo framarlega sem þú hefur efni á því. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú er fremstur meðal jafningja og það þýðir að ákvarðanatakan fellur þér í skaut. Núna eru dagar víns og rósa. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þarfir þínar skipta miklu máli. Skoð- aðu vandlega hvað þú hefur og lærðu að meta það. Vinur lofar bót og betrun. „ÉG ÞARF SMÁ TÍMA TIL AÐ MJÁ MÉR.“ „MÍN MISTÖK. ÉG ÁTTI VÍST AÐ NUDDA ÞVÍ Á BRINGUNA Á ÞÉR.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... fyrsti kossinn góða nótt. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann VIÐ TVEIR ERUM TEYMI, GRETTIR OG ÉG ER ÞJÁLFARINN GOTT ÞÁ ER HÆGT AÐ REKA ÞIG HVAÐ KOM FYRIR ÞIG?! ÞAÐ VORU SMÍÐAR! MEIDDIRÐU ÞIG SVONA VIÐ SMÍÐAR? ÞAÐ VORU REYNDAR BARSMÍÐAR! Á BARNUM! Ungum lærðist Víkverja að takaábyrgð á vandamálum verald- arinnar og láta ekki sitt eftir liggja við að bæta úr meinsemdum mann- kyns. Allar gjörðir bæri að skoða í stóru samhengi, samanber að margt lítið gerir eitt stórt. Í barnaskóla var gangurinn sá að ef einhver í bekkn- um henti frá sér hálfétinni samloku í nestistímanum kom kennarinn með tilfinningahlaðna ræðu um að mat mætti aldrei henda, slíkt væri mikill dónaskapur gagnvart svöngu börn- unum í Afríku sem stráféllu af hungri. Við ættum því klára skammtinn og hugsa af auðmýkt um nægtir okkar. Með þessum hætti var hræðslu og sektarkennd laumað inn í vitund barnanna og það á atómöld þegar við öllu mátti búast. Heim- urinn var á heljarþröm, þó í skól- anum væri forðast að minnast einu orði á þau ósköp. Samt sem áður sí- aðist óttinn inn í undirmeðvitundina; kvíðbogi gagnvart kjarnorkustríði. En það lærðist líka að ekkert væri í okkar valdi nema halda sig á mott- unni og fara með Faðir vorið. x x x Víkverji var kominn á fermingar-aldur þegar alnæmi ruddist inn í tilveruna. Samkynhneigðir og fíkni- efnaneytendur voru í sérstökum áhættuhópi og unglingar því beðnir um að fara varlega í ástarlífinu. Ekkert væri hægt að gera fyrir þá sem veiktust af Aids. „Allt mann- kynið í hættu“ sagði í forsíðufrétt Morgunblaðsins vorið 1985. Meðal viðbragða við vá þessari var að smokkasjálfsalar voru settir upp út um borg og bý og góðhjartaðar hjúkrunarkonur fluttu fyrirlestra í skólum. Nú er lítið og sjaldan minnst á alnæmi og hættan virðist liðin hjá. Kannski var málið ekki jafn alvarlegt og talið var. x x x Og áfram – nú á árinu 2018 – er al-ið á ótta. Vísindamenn hafa sjálfsagt margt til síns máls í um- fjöllun um loftslagsmál og hlýnun andrúms. En er hættan ofmetin? Vitað er að yfir langan tíma breytist veðurfar; hlýindakaflar og kulda- skeið koma og fara. Hafa einhverjir hagsmuni af því að markaðssetja óttann og ósköpin? vikverji@mbl.is Víkverji Ég hef elskað yður eins og faðirinn hefur elskað mig. Verið stöðug í elsku minni (Jóh: 15.9) --- ALLT A EINUM STAD � HÓT E L R E K S T U R Komdu og skoðaðu úrvalið í glæsilegri verslun að Hátúni 6a Hágæða rúmföt, handklæði og fallegar hönnunarvörur fyrir heimilið Eigum úrval af sængurvera settum Percale ofin – Micro bómul l, egypskri og indverskri bó mull Hátúni 6a, 105 Reykjavík | Sími 822 1574 | hotelrekstur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.