Morgunblaðið - 16.08.2018, Side 4

Morgunblaðið - 16.08.2018, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018 elsa en mögulegt var á þeim tíma. „Aukin nýting lengri refsinga utan fangelsa er að skila sér í styttri boð- unarlistum, sem er mjög gott,“ segir Páll. Spurður um í hverju starf fólks sem sinni samfélagsþjónustu felist segir Páll það geta verið margvíslegt. „Þetta er tímabundið og ólaunað starf sem kemur í stað fangelsisvistar. Þetta geta verið störf hjá íþrótta- félögum, kirkjunni, sambýlum eða öðrum hjálparstofnunum. Auk þess að þetta hefi uppeldislegt gildi held ég að margir hafi á tilfinningunni að þeir séu að gera gagn. Þá eru margir sem halda áfram að vinna á þessum stöðum þegar afplánun lýkur,“ segir Páll. Horfa verður til ýmissa þátta Fjöldi veittra leyfa til afplánunar refsingar með samfélagsþjónustu það sem af er ári er 95, sem bendir til þess að þeim muni fjölga frá því í fyrra, þegar fjöldinn var 99. Þess ut- an hafa 95 manns afplánað vararefs- ingu fésektar með samfélagsþjónustu það sem af er ári, sem er sambæri- legur fjöldi og allt árið í fyrra, eða 96. Í skriflegu svari frá Fangels- ismálastofnun kemur þó fram að þrátt fyrir að veittum leyfum til sam- félagsþjónustu sé ekki að fjölga mikið eða jafnvel fækka frá árinu 2014 verði að taka tillit til ýmissa þátta. Þá verði að horfa til þess að nú sé hægt að af- plána talsvert lengri dóma utan fang- Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Við erum að sjá vinnu dóms- málaráðherra vera að skila sér en það mun auðvitað taka tíma að vinda ofan af þessum boðunarlistum sem eru uppsafnaður vandi,“ segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofn- unar, um fækkun fólks á boðunar- listum fangelsa hér á landi. Að hans sögn spilar aukin nýting refsinga ut- an fangelsa þar stóran þátt auk þess sem dómar sem hægt er að afplána með samfélagsþjónustu eru lengri en áður. Eins og áður hefur komið fram fækkaði fólki sem bíður þess að hefja afplánun í fangelsum hér á landi í ár og er það í fyrsta sinn sem það gerist frá hruni. Nú bíða um 530 manns þess að hefja afplánun en þegar mest lét árið 2017 var fjöldinn 618. Spurður hvort rekja megi hluta fækkunar fólks á boðunarlistum til fjölgunar í fyrningum dóma kveður Páll nei við. Það sé þó enn eitthvað um að dómar fyrnist vegna plássleysis en þeim fari fækkandi. „Það er mjög lítill hluti af þessu vegna fyrningar, nánast ekki neitt. Við stefnum auðvitað á að þeim fækki enn frekar, en þetta er ekki mikill fjöldi í stóra samhenginu. Það sem er fagnaðarefni er að boð- unarlistar eru að styttast auk þess sem þeir munu halda áfram að stytt- ast gangi áætlanir eftir,“ segir Páll, en það sem af er ári hafa 20 dómar fyrnst. Árið 2017 voru þeir 28 en árið áður voru þeir 34 talsins og hefur því farið fækkandi síðustu ár. Páll segir að breyting laga árið 2016, þar sem hámarksrefsing óskil- orðsbundinnar fangelsisrefsingar sem heimilt er að fullnusta með sam- félagsþjónustu var hækkuð úr níu mánuðum í tólf, hafi hjálpað til við að stytta boðunarlista. Þá ljúki einnig talsverður fjöldi fólks lengri refsingu með rafrænu eftirliti heima hjá sér. Morgunblaðið/Ómar Litla-Hraun Að sögn Páls E. Winkel fangelsismálastjóra eru lengri refsingar utan fangelsa nýttar meira. Aukin nýting refsinga utan veggja fangelsa  Boðunarlistar fangelsa hér á landi hafa verið að styttast Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Betur virðist ganga að finna starfs- fólk á frístundaheimili landsbyggð- arinnar en Reykjavíkur. Í Morgun- blaðinu í gær kom fram að enn ætti eftir að manna stöður á frístunda- heimilum í Reykjavík en vonast er til þess að vandamálið verði leyst bráðlega. Þrátt fyrir mikla fjölgun í sveit- arfélaginu Árborg segir Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri Árborg- ar, að mönnun gangi vel. „Við höf- um ráðið starfsfólk í langflestar stöður. Það vantar eitthvað voða lítið upp á og öll börn fá þá vistun sem óskað er eftir fyrir þau. Það hefur alltaf verið þannig, þrátt fyr- ir mikla fjölgun barnafólks í sveit- arfélaginu.“ Á Akureyri er sömu sögu að segja, en þar hafa alltaf komist inn öll börn sem óska eftir frístund og aldrei myndast biðlisti, að sögn Árna Konráðs Bjarnasonar, for- manns rekstrardeildar fræðslu- sviðs Akureyrarbæjar. Frá Fljótsdalshéraði fengust þær upplýsingar að umsóknir um frí- stund bærust ekki í miklum mæli fyrr en í upphafi skólastarfs og því lægi ekki að fullu fyrir hver eftir- spurnin yrði. Ekki hefðu þó verið nein sérstök vandræði með mönnun undanfarin ár og ólíklegt að slíkt yrði tilfellið nú. Á Ísafirði er staðan aðeins erf- iðari en áður hefur verið, að sögn Margrétar Halldórsdóttur, sviðs- stjóra skóla- og tómstundasviðs. „Við erum örlítið verr sett en í fyrra þar sem árgangarnir eru nú miklu stærri en vant er,“ segir Mar- grét en á Ísafirði á eftir að manna tvær stöður. Nú eru 50 börn í fyrsta bekk og sömuleiðis í öðrum bekk í Grunnskóla Ísafjarðar en venjulega eru ekki fleiri en 35 börn í hverjum árgangi fyrir sig. „Við erum búin að ákveða að við munum bjóða öllum þeim sem hafa sótt um pláss í fyrsta og öðrum bekk pláss. Þriðji bekkur mun bíða í einhverja daga en fær vonandi pláss bráðlega.“ Minna um biðlista eftir frístund á landsbyggðinni  Akureyri og Árborg laus við biðlista Morgunblaðið/Styrmir Kári Á fleygiferð Mynd frá árlegu kassa- bílaralli frístundaheimilanna. Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Fulltrúar minnihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hyggjast kæra nýlega samþykkt meirihluta bæjarstjórnar til samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytis. Ákvörðun meirihlutans, sem samþykkt var á fundi bæjarráðs á miðvikudag fyrir viku, segir til um að bærinn falli frá áætlunum um byggingu knatthúss í Kaplakrika og kaupi þess í stað aðrar eignir á svæð- inu, til að greiða fyrir framkvæmd FH. Minnihluti bæjarstjórnar í Hafn- arfirði dregur „stórlega í efa“ að ákvörðunin standist sveitarstjórnar- lög og bendir sérstaklega á, í til- kynningu sinni til fjölmiðla, 65. grein sveitarstjórnarlaga um ábyrga með- ferð fjármuna af hálfu kjörinna full- trúa. Aukafundur hjá bæjarstjórn Aukafundur hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar fór fram í gær, að kröfu minnihlutans, og þar lögðu fulltrúar minnihlutans fram fjölda spurninga sem varða m.a. meint ólögmæti ákvörðunarinnar og ekki hafa fengist svör við, segir í frétta- tilkynningu frá bæjarfulltrúm minnihlutans. Áhöld um eignarhald húsanna Áhöld er um eignarhald þeirra mannvirkja sem bærinn hyggst kaupa, en ljóst er af opinberum gögnum að bærinn á nú þegar 80% í einu húsanna, að því er fram kemur í tilkynningu. Þá segir einnig í til- kynningu fulltrúa minnihlutans að upplýsingar skorti um verðmat fast- eignanna, ástand húsanna og áhrif kaupanna á rekstur og fjárhag bæj- arins. „Sýnt hefur verið fram á umfangs- mikla formgalla á öllum málatilbún- aði af hálfu meirihluta bæjarstjórn- ar, sem minnihlutinn telur brjóta í bága við ákvæði sveitarstjórnarlaga (62. grein og 63. grein) um fjárhags- áætlanir sveitarfélaga og bindandi áhrif ákvarðana sem þar eru settar fram,“ segir í tilkynningunni. Munu kæra ákvörðun meirihluta  Miklar deilur um smíði á nýju knatthúsi í Kaplakrika  Fulltrúar minnihluta í bæjarstjórn Hafn- arfjarðar segja samþykkt meirihlutans ekki standast sveitarstjórnarlög um ábyrga meðferð fjármuna Morgunblaðið/Árni Torfason Bolti FH er eins og er með tvö knatthús, Risann og Dverginn. Nýjar vörur streyma inn Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.