Morgunblaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018
LAUGAVEGI 91
allt að 50%afsláttur af útsöluvörum
ÚTSALA
Kristín Soffía Jónsdóttir,borgarfulltrúi Samfylking-
arinnar í skipulags- og samgöngu-
ráði, fann að því í gær að borg-
arfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins í
ráðinu hefðu rofið
trúnað.
Trúnaðarrofiðmun að hennar
áliti hafa falist í því
að upplýsa um að
borgarfulltrúarnir teldu ólöglega
boðað til fundar ráðsins og að þeir
hefðu vikið af fundi af þeim
sökum.
Kristín Soffía segir fund ráðsinshafa verið fullkomlega lög-
legan og úr því hlýtur að þurfa að
fá skorið. Ef rétt er að boðun hafi
verið ábótavant er fundurinn varla
lögmætur og borgarfulltrúi Sam-
fylkingarinnar þarf þá að útskýra
hvernig svo megi vera.
Jafn mikilvægt og það er aðfundir séu lögmætir, ekki síst í
ljósi þess að stjórnsýsla borg-
arinnar hefur ítrekað sætt ámæli
fyrir slæleg vinnubrögð, vekur
annað ekki síður athygli.
Það er sú staðreynd að borgar-fulltrúi Samfylkingarinnar
skuli líta á það sem trúnaðarbrot
að borgarfulltrúar segi frá því
opinberlega að þeir telji fund í
ráði borgarinnar ólögmætan og að
þeir hafi mótmælt fundinum og yf-
irgefið hann.
Hvers vegna eiga borg-arfulltrúar að þegja um
slíkt?
Eru það hagsmunir borgarannasem borgarfulltrúi
Samfylkingarinnar ber fyrir
brjósti, eða ef til vill aðrir hags-
munir?
Kristín Soffía
Jónsdóttir
Trúnaðarmál?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 15.8., kl. 18.00
Reykjavík 13 skýjað
Bolungarvík 8 rigning
Akureyri 13 skýjað
Nuuk 7 skýjað
Þórshöfn 12 rigning
Ósló 19 léttskýjað
Kaupmannahöfn 21 léttskýjað
Stokkhólmur 19 léttskýjað
Helsinki 17 skýjað
Lúxemborg 22 skýjað
Brussel 20 skýjað
Dublin 18 skúrir
Glasgow 18 rigning
London 22 skýjað
París 23 heiðskírt
Amsterdam 20 skýjað
Hamborg 22 skúrir
Berlín 23 heiðskírt
Vín 27 heiðskírt
Moskva 21 þrumuveður
Algarve 23 heiðskírt
Madríd 25 heiðskírt
Barcelona 28 léttskýjað
Mallorca 29 léttskýjað
Róm 27 þrumuveður
Aþena 30 heiðskírt
Winnipeg 24 heiðskírt
Montreal 22 skúrir
New York 25 heiðskírt
Chicago 26 þoka
Orlando 30 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
16. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:23 21:42
ÍSAFJÖRÐUR 5:14 22:01
SIGLUFJÖRÐUR 4:57 21:44
DJÚPIVOGUR 4:49 21:15
Búast má við talsverðri samkeppni
um sýningarrétt á ensku úrvals-
deildinni í knattspyrnu fyrir tímabil-
in 2019 til 2022, en útboðsferli á sýn-
ingarréttinum mun hefjast í október
á þessu ári. Réttur til að sýna ensku
úrvalsdeildina er boðinn út til
þriggja ára í senn, en enska knatt-
spyrnan hefur frá árinu 2007 verið
sýnd á íþróttarásum 365 miðla, sem
nú eru í eigu Vodafone. Talið er að
Vodafone hafi greitt um hálfan millj-
arð króna á ári fyrir útsendingarétt-
inn síðustu ár.
Að sögn Magnúsar Ragnarssonar,
framkvæmdastjóra sölusviðs hjá
Símanum, skoðar Síminn nú af fullri
alvöru að taka þátt í útboðsferlinu.
„Við munum skoða þetta mjög vel
enda er enski boltinn virkilega vin-
sæl vara meðal Íslendinga,“ segir
Magnús.
Ráðgert er að Vodafone muni
einnig taka þátt í útboðinu og freista
þess að halda útsendingarréttinum
innan sinna raða. „Það er alltaf sam-
keppni um vinsælt efni þannig að ég
geri ráð fyrir samkeppni um enska
boltann enda hefur hann ekkert dal-
að í vinsældum,“ segir Björn Víg-
lundsson, framkvæmdastjóri Miðla
Vodafone. aronthordur@mbl.is
Keppt um
rétt til út-
sendinga
Útboðsferli enska
boltans hefst í haust
Enski boltinn Vinsæll hér á landi.
Allt um sjávarútveg