Morgunblaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 35
FRÉTTIR 35Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018 VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Lúpína hefur nýst Landgræðslunni vel sem landgræðslujurt á stórum sandsvæðum. Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, seg- ir þó að áður hafi þurft að leggja í heilmikinn kostnað við að friða svæðin og binda sandinn. Hann tel- ur að lúpínan hafi nú lokið hlut- verki sínu í landgræðslustarfinu, engin stór sandsvæði séu eftir sem henti að nota hana á. Þá sé ógn- vænlegt að sjá útbreiðslu lúp- ínunnar inn á svæði sem hún átti alls ekki að fara á. Ákvörðun Landgræðslu ríkisins um að hætta að nota Alaskalúpínu við landgræðslu vekur heitar til- finningar og umræður, eins og ávallt þegar þessa umdeildu plöntu ber á góma. Sveinn Runólfsson sem var landgræðslustjóri í 44 ár og ber því sína ábyrgð á notkun lúpínunnar segist algerlega sam- mála ákvörðun eftirmanns síns hjá Landgræðslunni. Ekki sé sama þörf og áður á að græða upp sanda í byggð. Gagn á Mýrdalssandi Sveinn rifjar upp að Land- græðslan hafi einbeitt sér að því að nota lúpínu á stórum sandsvæðum, aðallega á láglendi. Nefnir hann nokkur dæmi um það, ekki síst Mýrdalssand og Hólasand. „Á árinu 1986 ákvað Vegagerðin að flytja veginn um Mýrdalssand sunnar á sandinn. Landgræðslan hafði áður lítillega unnið að land- græðslu meðfram gamla veginum. Aðstæður voru mjög erfiðar við nýja veginn, mikið sandfok. Veg- urinn var lokaður að meðaltali 17 daga á ári og vegfarendur urðu fyrir miklu tjóni á ökutækjum sín- um. Ákveðið var að ráðast í upp- græðslu til að tryggja örugga um- ferð fyrir fólkið í þessum byggðarlögum og aðra vegfar- endur,“ segir Sveinn. Hann segir að til að sefa reiði sandsins hafi þurft að sá melfræi en það sé eina landgræðslujurtin sem dugi til þess. Þegar búið var að hefta mesta sandskriðið inn á veginn hafi öðrum harðgerum gras- tegundum verið sáð, svo sem ber- ingspunti og túnvingli. „Við vissum að melgresið myndi leitast við að mynda hóla, eins og gerist við strendur landsins. Það er frekar óstöðugt gróðurlendi, sandfok á milli hólanna sem er ekki gott við Hringveginn. Þess vegna sáðum við lúpínu í melgresið og aðrar gras- tegundir sem áttu erfitt uppdráttar vegna næringarskorts í þessum vikursandi. Þetta gekk eftir og hef- ur gjörbreytt aðstæðum við þjóð- veginn um Mýrdalssand. Lúpínan hefur breitt töluvert úr sér á sand- inum og hvönn er að nema land í lúpínubreiðunum. Það hefði hins- vegar verið óhugsandi að sá lúpínu strax, það varð að undirbúa jarð- veginn fyrir hana og stöðva sand- skriðið,“ segir Sveinn. Tókst að hefta jarðvegsrof Sömu sögu er að segja um notk- un lúpinu á Haukadalsheiði og neð- anverðum Biskupstungaafrétti þar sem Landgræðslan vann að upp- græðslu í samvinnu við Land- græðslufélag Biskupstungna. „Sandfok og moldrok hafði verið mikill vágestur fyrir byggðirnar í Árnessýslu á síðustu öld. Land- græðslustarfið hófst þar á árinu 1963 með girðingum og var nær öll Haukadalsheiðin friðuð fyrir sauð- fjárbeit. Melgresi var sáð í verstu sandfokssvæðin og áburði og grasfræi dreift úr flugvélum í mörg ár. Með því tókst að hefta jarð- vegsrof sem þar hafði verið um árabil. Það var fagnaðarefni að sjá innlendan gróður koma í kjölfar áburðardreifingarinnar inn í fá- breytta flóru svæðisins. Löngu seinna var lúpínu sáð og einnig plantað sums staðar á þessu víðfeðma landgræðslusvæði. Hún hefur dreift sér víða um.“ Góð fóstra á Hólasandi Þriðja dæmið sem Sveinn nefnir er Hólasandur, afar þurrt og erfitt landgræðslusvæði. Þar nýttist lúp- ínan til uppgræðslu í fyrstu bylgju en ekki í annarri bylgju eins og á Mýrdalssandi og Haukadalsheiði. „Þetta var stór auðn. Reynsla var fyrir því að aðrar upp- græðsluaðferðir voru dýrar og skil- uðu litlum árangri. Lúpínan hefur gert mikið gagn og er auk þess góð fóstra fyrir tré sem plantað hefur verið inn í breiðurnar. Við lentum hins vegar í því að lúpínan breidd- ist inn á svæði sem við áttum ekki von á að hún næði til, svæðis sem tengist verndarsvæði Laxár og Mý- vatns. Reynt var að hamla á móti því með ýmsum aðgerðum,“ segir Sveinn. Spurður um hættuna af lúp- ínunni sem skilgreind er sem ágeng aðkomin planta í íslenskri náttúru nefnir Sveinn eldhættu af sinunni. „Lúpínan er ógn við líf- fræðilega fjölbreytni, kaffærir ann- an gróður og fer inn í nátt- úruperlur þar sem hún á alls ekki heima. Íslenska flóran er fátæk af fjölda háplantna miðað við mörg önnur lönd. Ábyrgð okkar liggur í að vernda og viðhalda fjölbreyti- leika í íslenskum vistkerfum í sam- ræmi við alþjóðlega samninga sem við höfum undirgengist og við vilj- um fá að njóta. Einsleitt gróðurfar er í hugum flestra er ég umgengst ekki eftirsóknarverð staða.“ Til við- bótar nefnir Sveinn það að skóg- arkerfill þrífist vel í lúpínubreiðum en hann sé afar hvimleið planta sem geri íslenskri náttúru ekkert gagn. Ávallt hefur verið rætt um að lúpínan myndi víkja fyrir öðrum gróðri eftir að hún væri búin að undirbúa jarðveginn, skila sínu. „Hún víkur hægar en við land- græðslumenn hefðum kosið. Rann- sóknir Náttúrufræðistofnunar Ís- lands og Landgræðslunnar sýna að á láglendi víkur hún oft á 30 árum en það er þó misjafnt. Þá er annar gróður tilbúinn að taka við. Við höfum einnig séð að hún kemur stundum aftur inn í sama gróð- urlendi en staldrar þá skemur við en áður og víkur svo endanlega. Á hálendinu tekur gróðurframvinda sem þessi miklu lengri tíma. Við vitum ekki hve langan,“ segir Sveinn. Hann bætir því við að minnkandi sauðfjárbeit stuðli að aukinni út- breiðslu lúpínu. Plantan þoli enga beit í upphafi en þegar hún esé komin á legg þoli hún heilmikla beit. „Ég tel það skýrt að við getum aldrei útrýmt lúpínunni, aðeins stöðvað útbreiðslu hennar í örfáum tilvikum,“ segir Sveinn og getur þess að nokkur sveitarfélög hafi náð árangri í að hefta útbreiðslu hennar. Breiðist of mikið út landið „Mér óar við þeirri sprengingu sem verið hefur í útbreiðslu lúpínu, nánast um allt land. Hún hefur breiðst um svæði sem hún átti alls ekkert erindi á. Henni hefur til dæmis verið dreift í Þórsmörk. Við sjáum hana víða á Vestfjörðum og maður veltir því fyrir sér hvernig hún hefur komist hátt upp í fjöllin. Það stingur í augu að sjá þessa framandi jurt skríða í taumum nið- ur hlíðar fjallanna í þessu sérstaka umhverfi,“ segir Sveinn. Lúpínan hefur lokið hlutverki sínu  Fyrrverandi landgræðslustjóri segir að ekki séu eftir stór sandsvæði í byggð sem henti að nota lúpínu á  Plantan hefur yfirleitt verið önnur bylgja landgræðslu og þarfnast mikils undirbúnings Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Í lúpínubreiðu Sveini Runólfssyni stendur ógn af mikilli útbreiðslu lúpínu í íslenskri náttúru, sérstaklega þar sem hún fer inn í náttúruperlur landsins. Hann segir mikilvægt að hefta útbreiðslu hennar, þar sem hún eigi ekki heima. „Lúpína er komin um allt land, inn á öll þau svæði sem við höfum verið með aðgerðir á og ótrúlega víða annars staðar. Við þurfum að staldra aðeins við og átta okkur á því hvort við erum á réttri leið. Þurfum að spyrja okkur að því hvort við viljum breyta öllu landinu í lúpínusvæði. Svarið við því er nei,“ segir Árni Bragason landgræðslu- stjóri, inntur eftir ástæðu þess að Landgræðslan er hætt að sá lúpínu í ný svæði. Hann segir að Landgræðslan telji rétt að nota aðrar aðferðir á þeim uppblásturssvæðum sem eftir eru. Gamla góða melgresið standi fyrir sínu og það skili góðum árangri að planta birki þar inn á milli. „Það er engin spurning að lúpínan er gríðarlega öflug landgræðslujurt sem gert hefur mikið gagn. En hún er ágeng tegund og fer inn á svæði sem við viljum ekki hafa hana á,“ segir Árni. Hann segir að það hafi ýtt mjög við landgræðslufólki þegar lúpína barst af Hólasandi inn að Sandvatni sem er við mörk verndarsvæðis Mý- vatns og Laxár. Það skilyrði var sett þegar lúpínu var sáð á Hólasandi að komið yrði í veg fyrir að hún færi út á verndarsvæðið. Landgræðslan hyggst ekki eyða lúpínu enda segir Árni að allar slíkar aðgerðir séu mjög vinnuaflsfrekar. Reynt verði að planta birki í lúp- ínubreiðurnar. Trén skyggi á lúpínuna og hefti vöxt hennar og hafi þessi aðferð gefist vel. Þurfum að staldra við LANDGRÆÐSLAN HÆTTIR AÐ SÁ LÚPÍNU Árni Bragason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.