Morgunblaðið - 16.08.2018, Síða 42
42 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018
Hlauparar: Arnar Pétursson og
Hulda Guðný Kjartansdóttir.
25% afsláttur af hlaupa- og
sportgleraugum til 18. ágúst
Á æskuárunum
fékk ég í afmælisgjöf
frá foreldrunum þá
miklu furðulesningu,
sem mér þótti ferða-
saga Marco Polo,
gefin út í íslenskri
þýðingu 1940.
Ánægjuleg tilefni að
líta frekar í þessa
merku bók komu síð-
ar enda kallar for-
tíðin vart meir til fróðleiksfúsra
en er um Kína. Í sjónvarps- og
internetleysi minnar æsku hafði
lestur góðra bóka mikinn sess í
lífinu. Landkönnuðir voru dáðir,
ekki hvað síst Marco Polo, fyrstur
að fara víða um ókunnar slóðir á
13. öld. Hann opnaði augu fyrir
Asíu, einkum Kína. Könn-
unarferðir Marco Polo á vegum
Kublai Khan Kínakeisara í tvo
áratugi urðu tilefni þessa mikla
fróðleiks, sem ruddi braut kaup-
manna með vörur
eins og silki og annað
á úlföldum og hest-
um. Silkivegurinn
forni lá um Evrópu
og Asíu og tengdi
kaupmenn og ferða-
fólk úr héruðum
Kína, Persíu og Róm-
verska keisara-
veldinu.
En hverfum til
okkar tíma og þá er
margs að gæta. Mikla
athygli og hrifningu
vakti það frumkvæði Xi Jinping
forseta Kína 2013, að ráðist skyldi
í þá risaframkvæmd að end-
urreisa Silkiveg fyrri alda og
tengja borgir Kína við Evrópu
með róttækum samgöngubótum.
Ef rétt er munað var m.a. ætlunin
að koma upp hraðlestartengingu
til vöruflutninga frá Kína til
Finnlands eða Portúgal. Vonir
voru um að þessar fyrirætlanir
Kínverja, sem þeir myndu leggja
í verulegt fjármagn, yrðu einkum
þróunarlöndum til hagsbóta. Það
var þó alls ekki markmið Xi, held-
ur að umbreyta efnahagsmætti
Kína í heimspólitískt afl, svo sem
fram kemur í grein eftir El-
isabeth Sidiropoulos, fram-
kvæmdastjóra Alþjóðamálastofn-
unar Suður-Afríku: Vaxandi veldi
á tímamótum, og birt var í Morg-
unblaðinu 31. júlí sl. Stefnu sína
hafa Kínverjar opinberað á fund-
um ríkjanna, sem auðkennd eru
með skammstöfuninni BRIKS,
þ.e. Brasilía, Rússland, Indland,
Kína og Suður-Afríka. Ef áform
Kínverja ganga eftir munu þau
ríki væntanlega þurfa að fella
sína stefnu að því sem Kínverjar
gefa heitið Belti og braut í stað
Silkibrautar. Samkvæmt skil-
greiningu Economist inniheldur
þessi merkilega „braut“: Silki-
braut Kyrrahafsins, Silkibraut
netheima og Silkibraut Norð-
urskautsins, sem spannar haf-
svæðið fyrir norðan Ísland og
okkur er gamalt undrunarefni
vegna hugmynda Kínverja um að-
stöðu hér.
Úr býsna vöndu er að ráða
hvaða raunverulegar fram-
kvæmdir þetta boðar. Boðskapur
forsetans á ríkisleiðtogafundi í
Beijing á sl. ári var að fyrirhug-
aðar fjárfestingar í innviðum og
flutningakerfum þýði stórstígari
aukningu í framleiðslu Kína og
þróunarríkja en áður hefur
þekkst. Talið er að Kínverjar
muni leggja til í Belti og braut $
150 milljarða árlega og að hafnar
séu eða fyrirliggjandi ráðagerðir
um framkvæmdir fyrir $ 900
milljarða, m.a. vegna flutn-
ingakerfis og risahafnar í Pak-
istan, samgangna í Bangladesh og
járnbrauta í Rússlandi sem byrj-
un á nýrri öld heimsvæðingar.
Kína verði enn á ný stórveldi og
leiðandi meðal þjóða. Um það síð-
asta í þeirri óheillavænlegu þró-
un, sem snertir umhverfi okkar,
skrifar Björn Bjarnason ágæta
úttekt í Morgunblaðinu 10. ágúst:
Kínverskur þrýstingur nær og
fjær. Þar er bent á ágengni
þeirra á norðurslóðum, sem birt-
ist m.a. í rannsóknarstöðinni sem
þeim var leyfð í Þingeyjarsýslu
og áformum um flugvallagerð á
Grænlandi, sem bægt var frá af
dönskum stjórnvöldum og banda-
rísk yfirvöld í varnarmálum létu
til sín taka.
Án þess að sú saga sé rakin
hér, eru tilburðir Kínverja und-
anfarinna 10 ára eða svo, ótvíræð-
ir um þá stefnu að koma sér upp
aðstöðu hér á landi. Þar kann at-
hugun kínversku heimskauta-
stofnunarinnar á Norðurljósum á
Kárhóli að vera eitt en risafram-
kvæmdir vegna hafnarmannvirkja
í Finnafirði allt annað og koma
aldrei til greina. Kínverjum er að
sjálfsögðu mikill viðskiptalegur
ávinningur að því að siglingar
hefjist um íslausan Norðurpól –
Silkibraut Norðurskautsins! Þeim
markmiðum geta Kínverjar unnið
að án neinnar sérstakrar sam-
vinnu við okkur enda hrella dæm-
in um slíkt í Afríku. Vonandi hafa
Kínverjar ekki tekið skakkan pól
í hæðina að tómarúm áhrifa hafi
myndast við að bandaríski herinn
dró sig á brott héðan 2007. Þá
reyndist það misskilningur, að Ís-
land hrektist umkomulaust í kjöl-
fari fjármálakreppunnar 2008
vegna tilefnislausrar óvildar lána-
drottna meðal svo náinna banda-
manna sem Breta og Hollendinga.
Hin hliðin á peningnum er ný
stefna og frumkvæði Íslands
gagnvart Kína. Losarabragur á
stöðu okkar í vestrænu samstarfi
birtist öðrum m.a. í því að þá
verða skyndilega mikil samskipti
kínverskra og íslenskra ráða-
manna, heimsóknir þjóðhöfðingja
og gerð fríverslunarsamnings,
einstakan meðal NATO-ríkja.
Samhliða þessu hafði mistekist að
semja um fulla aðild að Evrópu-
sambandinu og þar með þá trygg-
ingu að vera innan þess sameig-
inlegu, ósnertanlegu landamæra,
svo sem ætla má að hafi vegið
þungt hjá Finnum.
Varsla hagsmuna okkar er
vandmeðfarin á óróa- eða óvissu-
tímum, eins og er í Evrópusam-
skiptum vegna Brexit. Þótt við
ráðum engu um þá eða aðra þró-
un, er kallað til afstöðu Íslands.
Varnir og öryggi landsins tryggj-
um við einvörðungu með sam-
starfi við Bandaríkin í NATO. Þá
er og verður náið samstarf með
Norðurlöndunum til heilla.
Eftir Einar
Benediktsson » Án þess að sú saga
sé rakin hér, eru til-
burðir Kínverja undan-
farin 10 ár eða svo, ótví-
ræðir um þá stefnu að
koma sér upp aðstöðu
hér á landi.
Einar Benediktsson
Höfundur er fv. sendiherra.
Silkivegurinn eða Belti og braut
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is