Morgunblaðið - 16.08.2018, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018
Fæst í Apóteki Garðabæjar
og Lyfjaveri Suðurlandsbraut
Sælir, kæru foreldrar. Þetta eru að-
stæður sem ansi margir foreldrar
geta tengt við. Áður en farið er í ein-
hverjar aðgerðir er mikilvægt, eins
og alltaf ef við ætlum að breyta
hegðun barna, að byrja á því að
kortleggja stöðuna vel. Fyrir það
fyrsta þarf þetta ekki að vera vanda-
mál. Margir foreldrar hafa ekkert á
móti því að barnið sofi upp í og á
meðan það hefur ekki neikvæð áhrif
á svefn barns og foreldra og er ekki
að hamla barninu í því að gista til
dæmis hjá ömmu og afa er kannski
engin ástæða til að bregðast við.
Þreytandi að fá tær í nasir og
olnboga í auga
Barnið mun að öllum líkindum
vaxa upp úr því að vilja sofa uppi í
hjá foreldrum. Stundum eru það
nefnilega foreldrarnir sem eiga erf-
itt með að sleppa þessu taki af ung-
unum sínum. Ef þið eruð hins vegar
orðin uppgefin á því að fá litlar tær í
nasirnar og olnboga í augað, eða að
vakna úti á brún í ykkar eigin rúmi
og geta ykkur hvergi hrært, horfir
málið öðruvísi við.
Svefn er fjölskyldunni nefnilega
afar mikilvægur, sérstaklega yngstu
meðlimunum, því að þreyta getur
haft mikil áhrif á skap og líðan. Því
fyrr sem við komum á góðum svefn-
venjum, þeim mun betra. Eins og
með allar aðrar breytingar í lífi
barna er undirbúningur hjálplegur.
Gott er að fara yfir með barninu áð-
ur en til breytinganna kemur hvað
er fram undan og mikilvægt er að
barnið finni að foreldrarnir hafi fulla
trú á því að þetta sé verkefni sem
barnið ræður við.
Oft er gott að tengja svona nýjar
venjur við einhverjar nýjar að-
stæður, til dæmis ef barnið fær nýtt
rúm eða nýtt sængurverasett (með
uppáhalds ofurhetjunni sinni) eða
aðrar breytingar eru gerðar á her-
berginu. Eins og alltaf er rútína af
hinu góða og er gott að nýta tæki-
færið þegar svona breytingar eru
gerðar og skapa góðar venjur í
kringum svefnrútínuna ef hún er
ekki eins og við viljum hafa hana.
Breyttar aðstæður fyrir barn
eru þroskaferli
Til dæmis að lesa bók með for-
eldri í stutta stund, fá svo knús og
söng eða hvað sem ykkur hugnast
vel og er raunhæft fyrir ykkur. Og
eins og alltaf þegar við viljum sjá
breytta hegðun hjá börnunum okkar
er mikilvægt að við séum samkvæm
sjálfum okkur. Það getur verið
freistandi að leyfa barninu að sofa
uppi í bara eina nótt en þá þurfum
við líka að vera meðvituð um að við
getum verið að fara nokkur skref til
baka í því ferli sem hafið er. Það
getur tekið á að halda út svona
breytingaferli og þá getur verið gott
að hafa það á bak við eyrað að með
því að aðstoða börnin okkar við að
takast á við svona breytingar erum
við að skapa þeim tækifæri til að
æfa sig í því að takast á við breyttar
aðstæður, sem er færni sem mun
sannarlega nýtast þeim vel á lífsleið-
inni.
Gangi ykkur vel!
Nætursvefninn. Fimm ára barn skríður upp í á nóttunni og foreldrarnir eru búnir að fá nóg.
Fimm ára og
neitar að sofa
í eigin rúmi
Ung hjón í Kópavogi eiga fimm ára son sem hefur yf-
irtekið hjónarúmið. Þau hafa lesið sér til, gúgglað og
reynt ýmis ráð til fá hann til að sofa í eigin rúmi en hann
kemur alltaf upp í á nóttunni. „Annaðhvort tökum við
ekki eftir því eða erum of þreytt til að standa í stappi
við hann um miðja nótt.“ Hvað er til ráða?
Ljósmynd/Thinkstock
Emil Hallfreðsson knattspyrnu-
kappi er flestum fótboltaáhuga-
mönnum þessa lands, sem er
nokkurn veginn öll íslenska þjóð-
in, vel kunnur eftir frækilega
frammistöðu sína og félaga á HM
í Rússlandi í sumar. Færri vita að
Emil er mikill fjölskyldumaður, en
hann á tvö börn með
konu sinni Ásu Maríu
Reginsdóttur, þau
Emanuel sex ára og
Andreu Alexu
tveggja ára. Hér
deilir hann fimm af
bestu uppeld-
isráðum sínum með lesendum
Fjölskyldunnar.
1 Ómæld ást Mikilvægast af öllu er auðvitað að sýna þeimómælda ást, koma fram við þau af virðingu og hlúa að þeim
svo þau vaxi og dafni sem best.
Ég vil meina að það sé mikilvægast af öllu að þau finni fyrir
því að þau séu elskuð og viðurkennd eins og þau eru.
2 Að gefa þeim tíma Ég hef takmarkaðan tíma eins og flestirforeldrar en ég nýti hvert tækifæri til að vera með þeim.
Oft er ég hundþreyttur eftir erfiðar æfingar/leiki en skutla
þeim alltaf í skólann/leikskólann á morgnana. Pabbi sér um
sína.
3 Að viðurkenna tilfinningar barnanna Börn þurfa að fá við-urkenningu á tilfinningum sínum rétt eins og við fullorðna
fólkið. Grátur er af hinu góða og þannig fá þau útrás fyrir til-
finningar sínar og líður betur eftir á. Að vera til staðar fyrir þau
í blíðu og stríðu styrkir sambandið.
4 Kvöldbænir Við gefum okkur alltaf tíma til að fara meðkvöldbænirnar. Þá þökkum við Guði fyrir daginn, biðjum
fyrir fjölskyldu, vinum og hinum ýmsu dýrum og fyrir morg-
undeginum. Þessi stund er mér mjög mikilvæg og börnin fara
að sofa umvafin kærleika og friði.
5 Minn tími einn með börnunum Það hljómar eigingjarnt enég fæ ekki mikinn tíma einn með börnunum. Ég bý mér því
sem oftast til stundir þar sem við förum þrjú út, setjumst inn á
kaffibar, ræðum málin og fáum okkur eitthvað gott að borða,
því meira Nutella, því betra.
Morgunblaðið/Eggert
5
UPPELDISRÁÐ
Emils Hallfreðssonar
Uppeldisráð Hér má sjá Emil Hallfreðsson, leikmann númer 20, í
hörkubaráttu í leik Íslands og Króatíu í HM í Rússlandi.
Spurningum sem
berast Fjölskyld-
unni á mbl.is svar-
ar SÓL sálfræði- og læknisþjón-
usta en þar starfar hópur fagfólks
sem leggur metnað sinn í að veita
börnum, ungmennum og fjöl-
skyldum þeirra góða þjónustu.
Nánari upplýsingar á www.sol.is