Morgunblaðið - 16.08.2018, Page 50
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018
✝ Kristín Guð-mundsdóttir
fæddist á fæðing-
ardeild Landspít-
alans 19. desember
1957. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 2. ágúst 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Guðmund-
ur Kristjánsson, f.
18. maí 1928, d. 27.
júlí 2007, og Jóna Þorsteins-
dóttir, f. 25. mars 1930, d. 9.
október 1996. Systkini Kristínar
eru Margrét Guðmundsdóttir, f.
1953, maki hennar er Jón Guð-
börn, Aron Daða Heimisson, f. 6.
júní 2012, og Emilíu Diljá
Heimisdóttur, f. 13. september
2017.
Kristín ólst upp í Grindavík
og gekk í Grunnskóla Grinda-
víkur og fór svo í Héraðsskólann
á Laugarvatni. Hún vann ýmis
störf bæði í Reykjavík og
Grindavík, m.a. í Gleraugna-
versluninni Linsunni, Lands-
bankanum, Íslandsbanka, Þor-
birni og núna síðast sem
skólaritari hjá Grunnskóla
Grindavíkur. Kristín var mikil
félagsvera og var hún m.a. í
Kvenfélagi Grindavíkur í mörg
ár og stofnaði hún félagið Birt-
una ásamt Sveini Árnasyni sem
er stuðningsfélag krabbameins-
sjúkra í Grindavík.
Útför Kristínar fer fram frá
Grindavíkurkirkju í dag, 16.
ágúst 2018, og hefst athöfnin
klukkan 14.
mundsson, f. 1952,
Hermann Þorvald-
ur Guðmundsson, f.
1961, maki hans er
Kristín Edda Ragn-
arsdóttir, f. 1961.
Kristín giftist
Hilmari Sigurðs-
syni, f. 1947, þau
skildu. Kristín
eignaðist með
Hilmari tvo syni,
Heiðar Má Hilm-
arsson, f. 26. febrúar 1991, og
Heimi Daða Hilmarsson, f. 25.
maí 1994. Unnusta Heimis Daða
er Sara Stefánsdóttir, f. 22. nóv-
ember 1994, og eiga þau tvö
Elsku yndislega tengdamóðir
mín.
Það er svo margt sem ég get
þakkað þér fyrir, þú skildir svo
mikið eftir sem hefur gert mig að
betri manneskju. Samband okkar
var einstakt, þú varst mér eins og
önnur móðir. Þú þekktir fatastíl-
inn minn og keyptir stundum
„Söruleg“ föt á mig. Við vorum
svo góðar vinkonur. Við gerðum
svona stelpulega hluti saman og
þú elskaðir þegar við áttum
stelpuspjall, enda áttu tvo syni
sem voru ekki alveg í svoleiðis
spjalli, þú veist hvað ég meina.
Ég er svo þakklát fyrir allar
stundirnar okkar saman, allar
sumarbústaðaferðirnar, Spánar-
ferðin og auðvitað stelpnaferðin til
Glasgow.
Ég, þú og mamma mín keypt-
um okkur allar alveg eins náttkjól
og áttum svo dýrmætar stundir
saman í ferðinni.
Ég er svo stolt að hafa gefið þér
tvö barnabörn sem elska þig svo
mikið og líta upp til þín. Þú varst
svo góð amma og gerðir allt fyrir
litlu ömmubörnin þín.
Ef ömmustrákurinn þinn vildi
fá vöfflur gerðirðu það án þess að
blikka. Þið áttuð svo góðan tíma
saman og gisti hann ótal sinnum
hjá elsku ömmu sinni, þér fannst
svo gott að hafa hann hjá þér. Þú
náðir að vera viðstödd fæðingarn-
ar þeirra og hlakka ég til að segja
þeim frá því þegar þau verða
eldri. Þú varst svo spennt að eign-
ast litla ömmustelpu og að kaupa
kjóla á hana. Þú náðir að kaupa
einn fallegan kjól á litlu stelpuna
okkar í síðustu ferðinni þinni til
Akureyrar. Þann kjól ætla ég að
varðveita vel og láta hana vera í
honum á eins árs afmælinu sínu,
hún verður svo falleg í honum.
Ég gæti skrifað heila bók um
þig og hvað þú varst mér kær.
Minning þín er ljós í lífi okkar. Ég
lofa að passa vel upp á strákana
þína og vera til staðar fyrir þá.
Ég lofa að passa vel upp á
ömmubörnin þín og segja þeim
sögur af yndislegu ömmu þeirra.
Ég lofa að gera mitt besta og trúi
ég því að þú fylgist með okkur.
Takk fyrir að taka mér svona vel
inn í fjölskylduna ykkar, það er
eins og ég hafi alltaf verið með
ykkur. Ég elska þig, Kristín mín,
og söknuðurinn er óbærilegur.
Sjáumst seinna.
Hetja varst’ til hinstu stundar
heilbrigð lundin aldrei brást.
Vinamörg því við þig funda
vildu allir, glöggt það sást.
Minningarnar margar, góðar
mikils nutum, bjarminn skín.
Bænir okkar heitar hljóðar
með hjartans þökk við minnumst
þín.
(María Helgadóttir)
Þín tengdadóttir
Sara.
Í dag verða sporin sérstaklega
þung, því nú ætlum við að kveðja
eitt hið fallegasta fljóð sem Ísland
hefur alið, yndislega fallega
manneskju, sem var tekin allt of
fljótt frá okkur. Við ætlum að
fylgja henni síðustu sporin, minn-
ast hennar sem hugrakkrar og
stoltrar konu sem aldrei barði sér
á brjóst eða tróð sér fram fyrir
aðra, hvað þá kvartaði yfir veik-
indum sínum. Æðruleysið var
hennar aðalsmerki. Hún miðlaði
miklu, auðgaði líf okkar allra sem
henni kynntumst.
Fallega sólin hennar Kristínar
er gengin til viðar, margra ára
þrotlausri hetjulegri baráttu við
krabbamein er lokið, þjáningar og
verkir eru að baki. Sorgin og sökn-
uður heltekur okkur, við beygjum
af. Það eru dimmir dalir fram und-
an, en það koma ljós sem við verð-
um að fylgja eftir sem munu leiða
okkur og lýsa okkur á réttan veg.
Við hjónin kynntumst Kristínu
fyrir sjö árum, þegar börnin okkar
Sara og Heimir Daði rugluðu sam-
an reytum sínum, saman eignuðust
þau soninn Aron Daða sem var
augasteinn okkar hjóna og auðvit-
að ömmu Kristínar, lífið var svo
fallegt.
Heimsóknir Kristínar til okkar
urðu tíðar, varð mikill kærleikur
og vinskapur á milli fjölskyldna
okkar enda ekki annað hægt því
með Kristínu kom svo mikil hlýja
og vinarþel til okkar að það var
eins og við höfðum alltaf þekkst.
Ást hennar og kærleikur til ný-
fædds sonarsonar síns og unga
parsins var svo fallegur og hug-
ljúfur að það renna tár niður kinn-
ar þeirra sem þetta rita. Ófá voru
matar- og kaffiboðin sem við áttum
saman. Ógleymanlegar sumarbú-
staðarferðir þar sem spjallað var
um heimsmálin og framtíð
barnanna okkar. Sumarið 2016 fór-
um við í ógleymanlega ferð með
Kristínu til Spánar með börnum
okkar, barnabarni og æskuvinkon-
um Kristínar, gleðigjöfunum
Gunnu Báru og Öbbu sem hafa
ásamt fleirum vinkonum staðið
sem klettar við hlið Kristínar, stutt
hana á allan hátt í veikindum henn-
ar, slegið um hana verndarhring,
umvafið hana kærleik og ást, Ynd-
islegir vinir. Megið þið allar saman
hafa þökk fyrir, Guð blessi ykkur.
Undanfarin jól höfum við átt
saman, hlustað á jólaguðspjallið og
borðað góðan mat, fallegar stundir
sem gleymast ei. Nú verður allt
breytt, jólin verða ekki söm sem
fyrr, snjórinn mun falla öðruvísi.
Yndislegar fallegar minningar um
Kristínu okkar munu ávallt lifa
með okkur, minningar sem við
munum nú ylja okkur við og ávallt
geyma í hjörtum okkar um
ókomna tíð.
Elsku Kristín mín, nú er komið
að leiðarlokum, faðmlag þitt á
afmælisdegi barnabarnsins okkar í
júní var þétt og sterkt, ég vissi það
í hjarta mínu að þetta var í síðasta
sinn sem ég fengi að faðma þig.
Þakka þér fyrir alla vináttuna og
kærleikann til okkar hjóna. Við
munum gera allt sem við getum til
að styðja og styrkja unga fólkið
okkar og barnabörnin okkar eins
mögulega og við getum.
Guð blessi minningu þína, þú
verður ávallt í hjarta okkar um
ókomna tíð.
Við hjónin sendum sonum
Kristínar, systkinum og fjölskyldu
þeirra innilegar samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Kristínar
Guðmundsdóttur. Við sjáumst
seinna í draumalandinu, kæri vin-
ur.
Stefán Sturla og
Inga Ingólfsdóttir.
Elsku Kristín okkar. Minning
um yndislega manneskju lifir. Þú
snertir hjörtu okkar á lífsleið
þinni með góðmennsku og hlýju.
Endalausar minningar skjóta upp
kollinum við þessi skrif. Heim-
sóknirnar til þín í Njörvasundið til
stóru frænku og þaðan í Klukku-
bergið og svo strákanna sem voru
þá komnir í líf þitt og okkar. Ég
minnist mikillar ánægju þegar þið
fluttuð svo til okkar suður til
Grindavíkur og gleðistundunum
fjölgaði ört, og allra góðu minn-
inganna úr Mánasundinu.
Líf þitt einkenndist af baráttu
við þennan hræðilega sjúkdóm
sem þú tókst á við af ótrúlegu
æðruleysi og virðingu í öll þessi
ár. Aldrei man ég til þess að hafa
heyrt þig kvarta eða vera undir-
gefin þessum sjúkdómi, sem lýsir
þér einstaklega vel. Þú varst
sannkölluð hetja.
Þegar kallið kom var erfitt að
takast á við það. Síðustu dagana
var gott að vera hjá þér, enda
hafðir þú svo góða nærveru. Nú er
kominn tími til að kveðja í bili en
við sjáumst síðar í sumarlandinu.
Þú gengin ert hugglöð á frelsarans
fund
og fagnar með útvaldra skara,
þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver
und.
Hve gott og sælt við hinn hinsta blund
í útbreiddan faðm Guðs að fara.
Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá
því komin er skilnaðarstundin.
Hve indælt það verður þig aftur að sjá
í alsælu og fögnuði himnum á,
er sofnum vér síðasta blundinn..
(Hugrún)
Elsku Heiðar Már, Heimir
Daði, Sara og börn, innilegar sam-
úðarkveðjur til ykkar á þessari
sorgarstundu. Okkar litla fjöl-
skylda stendur með ykkur á þess-
um erfiðu tímum sem og um
ókomna framtíð.
Kveðja,
Birkir, Inga og börn.
Elsku Kristín okkar.
Alltaf hefur þú verið stór hluti
af lífi okkar og höfum við eiginlega
litið á þig sem eina af ömmum
okkar.
Við höfum alltaf litið upp til þín
vegna þess hve sterk og flott þú
varst og munt þú alltaf vera fyr-
irmynd okkar.
Þú varst alltaf svo jákvæð og
gerðir alltaf svo gott úr öllu. Við
söknum þín mikið og munum allt-
af elska þig.
Hún var einstök perla.
Afar fágæt perla,
skreytt fegurstu gimsteinum
sem glitraði á
og gerðu líf samferðamanna hennar
innihaldsríkara og fegurra.
Fáar perlur eru svo ríkulega búnar,
gæddar svo mörgum af dýrmætustu
gjöfum Guðs.
Hún hafði ásjónu engils
sem frá stafaði ilmur
umhyggju og vináttu,
ástar og kærleika.
Hún var farvegur kærleika Guðs,
kærleika sem ekki krafðist endur-
gjalds.
Hún var vitnisburður
um bestu gjafir Guðs,
trúna, vonina, kærleikann og lífið.
Blessuð sé minning einstakrar perlu.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Margrét Fríða, Viktor Örn
og Rebekka Rut.
Elsku Kristín frænka mín
(móðursystir) hefur kvatt þessa
jarðvist.
Mikið er þetta skrítið og í raun
enn svo óraunverulegt. Þótt að
maður vissi í hvað stefndi er mað-
ur aldrei viðbúinn þegar að enda-
lokum kemur.
Við vorum mjög nánar og oft á
tíðum héldu margir að hún væri
mamma mín eða stóra systir. Það
var ekkert smá spennandi þegar
ég var unglingur að skreppa til
hennar í heimsókn þegar hún bjó í
Reykjavík og gista og fara með
henni í bíó og gera eitthvað
skemmtilegt saman.
Hún og vinkonur hennar voru
svo miklar pæjur og maður leit
mikið upp til þeirra. Þegar ég var
orðin eldri urðum við meiri vin-
konur og á tímabili bjó ég líka í
bænum og var þá dugleg að fara í
heimsókn til hennar og fjölskyldu
hennar í Klukkubergið í Hafnar-
firði. Mikið var ég glöð þegar þau
ákváðu að flytja til Grindavíkur,
en þá var ég sjálf flutt þangað og
var að stofna mína fjölskyldu.
Hún eignaðist tvo yndislega
syni sem eru mér svo kærir og
voru stolt hennar og yndi. Mikil
var gleði hennar líka þegar hún
eignaðist barnabörnin sín tvö og
svo dásamlega tengdadóttur sem
Kristín talaði um að það væri bara
eins og hún hefði alltaf verið hjá
þeim. Ein af síðustu samverum
okkar var svo í júní þegar Heiðar
Már útskrifaðist frá HÍ og mikið
var hún stolt af honum og að ná að
vera viðstödd útskriftina hans.
Þegar ég eignaðist mín börn
var hún mikið til staðar og hjálp-
aði til þegar mikið gekk á. Börnin
mín litu á hana sem sína þriðju
ömmu, en hún var þeim svo góð og
var alltaf svo stolt af öllum afrek-
um þeirra. Hún kom með á dans-
sýningar, íþróttamót og ýmsa við-
burði í skólanum og var ekki spör
á hrós og hvatningarorð til þeirra.
Hún var mikil félagsvera og
kom með mér í Sjálfstæðisfélag
Grindavíkur. Það var skemmtileg-
ur tími og gaman að geta deilt
þessu áhugamáli með henni. Þeg-
ar veikindin voru farin að draga af
henni dró hún sig úr starfinu en
spjallaði oft við mig um pólitíkina.
Við náðum líka að vera sam-
starfskonur þegar hún fór að
vinna í grunnskólanum, það var
alveg frábært að ná alltaf að hitta
hana á hverjum degi í annríkinu.
Hún hafði alveg yndislega nær-
veru og var mjög jákvæð mann-
eskja. Hún greindist með krabba-
mein fyrst árið 1995. Baráttan
hennar stóð yfir í 23 ár. Hún átti
Kristín
Guðmundsdóttir
✝ Einar KristjánGuðmundsson
fæddist í Reykjavík
16. september
1991. Hann lést 2.
ágúst 2018.
Foreldrar Ein-
ars Kristjáns eru
Guðmundur Gunn-
arsson, f. 24. júlí
1967, og Ingifríður
Ragna Skúladóttir,
f. 4. október 1967.
Synir þeirra eru Guðmundur
Dór Guðmundsson, f. 16. sept-
ember 1991, og Hrafnkell Skúli
Guðmundsson, f. 9. september
1995. Maki Guðmundar Gunn-
arssonar er Thassanai Thaeb-
thao, f. 10. mars 1984. Sonur
þeirra er Aron Máni Guð-
mundsson, f. 9.
febrúar 2015. Maki
Ingifríðar Rögnu
er Guðmundur
Guðbjartsson, f. 6.
júní 1966. Sonur
þeirra er Patrik
Birnir Guðmunds-
son, f. 5. júní 2002.
Dóttir Ingifríðar er
Alexía Ýr Magn-
úsdóttir, f. 2. apríl
1987.
Dóttir Einars Kristjáns og
Tiffany Buot Navarro, f. 4. apr-
íl 1995, er Alía Margrét Ein-
arsdóttir, f. 23. apríl 2015.
Útför Einars Kristjáns fer
fram frá Seltjarnarneskirkju í
dag, 16. ágúst 2018, klukkan
15.
Elsku Diddi minn. Að hugsa til
þess að ég muni aldrei aftur
knúsa þig er erfiðara en hægt er
að útskýra í orðum. Minningarn-
ar hellast yfir mig.
Þegar þú fæddist, allur blár og
marinn öðrum megin eftir fjörug-
an bróður þinn, hvernig þú teygð-
ir úr þér í hitakassanum, loksins
með nóg pláss. Fyrstu dagarnir
þínir á vökudeild. Þú varst
stærsta barnið þar og varst fljót-
ur að koma til.
Þegar þú veiktist einungis sex
vikna af kíghósta og lást inni á
spítala í margar vikur eyddi ég
dögunum hjá þér með Gumma
Dór með mér en varð að sofa
heima án þín. Það var erfitt.
Hversu glaður þú varst sem
barn. Vaknaðir alltaf brosandi all-
an hringinn. Við foreldrarnir vor-
um ekki alveg jafn hress og þú á
morgnana og ekki bróðir þinn
heldur, sem vildi frekar kúra
fram eftir.
Prakkarasvipurinn þinn og öll
prakkarastrikin. Hvernig þú
tókst alltaf á þig sökina þegar þið
vinirnir gerðuð eitthvað af ykkur.
Hinir hlupu alltaf í burtu en þú
stóðst eftir og tókst við skömm-
unum þegar þið voruð staðnir að
verki.
Hversu hamingjusamur þú
varst þegar við bjuggum á Havaí
að geta alltaf bara verið í stutt-
buxum og bol og þurfa ekki að
vera í skóm. Hvað þú elskaðir
Sandy Beach og Boogie boarding.
Hversu heillaður þú varst af
arineldi og gast setið með mér
tímunum saman og horft í eldinn.
Ást þín á allri tónlist og þá sér-
staklega á klassík þegar þú varst
lítill.
Þú kallaðir alla klassíska tón-
list Beethoven, alveg sama hvaða
verk var um að ræða. Þú hélst þó
sérstaklega upp á Tunglskinssón-
ötuna og Óðinn til gleðinnar. Tón-
listarsmekkurinn breyttist með
árunum og ýmislegt nýtt bættist
við. Þú spilaðir Eminem út í eitt á
tímabili, en fannst ekkert gaman
þegar þú komst að því að mér
þótti þetta góð tónlist.
Sterki strengurinn á milli ykk-
ar Gumma Dórs. Þið gátuð rifist
eins og hundur og köttur en hvor
án annars gátuð þið ekki verið.
Við pabbi þinn munum passa
hann fyrir þig og ég veit að þú
vakir yfir honum.
Hversu góður þú varst við dýr,
enda ákvað hann Askur að hann
væri þinn hundur en ekki minn og
fylgdi þér alla sína ævi og fær nú
að sofa með þér í eilífðinni.
Ást þín og þolinmæði gagnvart
yngri bræðrum þínum. Þú pass-
aðir alltaf svo vel upp á Kela þeg-
ar hann var lítill. Hljópst til þegar
hann grét og stakkst upp í hann
duddunni. Nenntir endalaust að
hafa Patta yfir þér og spila við
hann. Kenndir honum á tölvu og
kynntir honum þína uppáhalds-
tónlist.
Hvað þú elskaðir Alíu þína
meira en allt annað. Þú varst ein-
staklega góður pabbi og það var
yndislegt að fá að fylgjast með
ykkur saman.
Nú fæ ég ekki lengur símtöl:
„Hæ mamma. Ertu til í að bjóða
mér í mat? Mig vantar svo
mömmumat. Hæ mamma. Ertu
til í að koma eitthvað út? Bara
kíkja í Kolaportið eða Smáralind?
Hæ mamma. Ertu að verða búin í
vinnunni?
Ég á tvo fyrir einn á American
Style.“
Sem betur fer á ég hundruð
textaskilaboða frá þér í símanum
mínum.
Öll enda þau á sama veg:
„Takk mamma mín. Ég elska
þig.“
Þú færð að hvíla hinstu hvílu
hjá langömmu þinni sem þú elsk-
aðir svo mikið og varst skírður í
höfuðið á. Það veitir mér smá
huggun.
Hjarta mitt er í þúsund molum.
Ég veit að ég verð að halda áfram
án þín. Ég fæ ekki lengur að horfa
í fallegu bláu augun þín eða faðma
þig að mér. En ég mun alltaf
elska þig meira en orð fá lýst.
Sofðu rótt elsku drengurinn
minn.
Mamma.
Margs er að minnast nú við
ótímabært fráfall Einars Krist-
jáns okkar. Hann átti sín æskuár
á Seltjarnarnesinu við nám og
leik ásamt systkinum sínum og
vinum. Fyrir rúmum þremur ár-
um varð hann þeirrar gæfu að-
njótandi að eignast dótturina Alíu
Margréti, sem var honum mikill
gleðigjafi. Yndislegt var að sjá
hve vel hann hugsaði um hana
þegar hún var hjá honum í lengri
eða skemmri tíma. Þá fékk hann
oft góða hjálp hjá ömmu sinni,
sem hann var í einstaklega góðu
sambandi við.
Við minnumst Einars með
miklum söknuði og munum leitast
við að halda góðu sambandi við
Alíu litlu. Við biðjum honum
blessunar á Guðs vegum.
Amma og afi,
Margrét og Moritz.
Þær eru ljúfsárar minningarn-
ar sem koma í hugann þegar við
minnumst Einars Kristjáns. Í
æsku vorum við systurnar gjarn-
an kallaðar „stúlkurnar í Gaul-
verjabæ“ enda liggur okkur öll-
um hátt rómur. Strákarnir hans
Dumma voru hins vegar kallaðir
„drengirnir í Villingaholti“. Það
var ýmislegt sem strákunum
hans Dumma datt í hug og komu
þeir sér ósjaldan í vandræði með
hinum ýmsu uppátækjum. Það er
óhætt að segja að flestar hug-
myndirnar áttu sér uppsprettu
hjá Einari.
Kemur í hugann atvikið þegar
þeir bræður ákváðu að setja
launaseðla í ristavélina til að sjá
hvað myndi gerast. Leiddi þetta
til þess að ristavélin stóð í ljósum
logum og pabbi þeirra þurfti að
mála eldhúsvegginn upp á nýtt.
Við áttum margar góðar stundir
saman hjá ömmu og afa í Garðs-
endanum. Á okkar yngri árum
sátum við oft á bekknum við eld-
húsborðið og gæddum okkur á
rjómaís með súkkulaðisósu sem
við hrærðum svo saman í einn
graut. Svo sátum við oft niðri í
kjallara og horfðum á sömu
teiknimyndirnar aftur og aftur á
VHS-spólunum hennar ömmu.
Einar Kristján var ör persónu-
leiki. Hann sat sjaldan kyrr í
langa stund og var ófeiminn að
tala við fólk. Hann hafði unun af
veislum eins og þeir feðgar eiga
allir sameiginlegt. Þá fannst hon-
um brauðtertan hennar mömmu
best og spurði hann oft hvort hún
myndi ekki örugglega búa til
Einar Kristján
Guðmundsson