Morgunblaðið - 16.08.2018, Page 53
MINNINGAR 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018
✝ Margrét JónaEiríksdóttir
fæddist í Sandlækj-
arkoti í Gnúpverja-
hreppi 30. desem-
ber 1926. Hún lést
á dvalarheimilinu
Sólvöllum á Eyr-
arbakka 1. ágúst
2018.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Ei-
ríkur Jónsson, f. í
Sandlækjarkoti 2.2. 1880, d.
14.5. 1966, og Guðbjörg Kristín
Ingimundardóttir, f. á Kiðja-
bergi í Grímsnesi 5.8. 1896, d.
24.12. 1970. Systir Margrétar er
Ingunn María, f. 30.8. 1931,
einnig andvana fæddur drengur
7.9. 1922. Uppeldissystkini,
Bjarni Gíslason f. í Dalbæ í Flóa
24.10. 1911, d. 1.6. 1999, Vilborg
Kristbjörnsdóttir f. á Birnustöð-
um Skeiðum 10.3. 1923, d. 7.10.
1994, og Elín Sigurjónsdóttir, f.
í Reykjavík 19.3. 1936, d. 2.11.
2017. Margrét kvæntist 31. maí
1947 eiginmanni sínum Eiríki
Bjarnasyni, f. í Stóru-Mástungu
Finn Torfa og Pálma Eirík. 5)
Arnar Bjarni, f. 1.3. 1968,
kvæntur Berglindi Bjarnadóttur
og eiga þau fimm börn, Auði
Olgu, Eirík, Margréti Hrund,
Hauk og Þórhildi. Lang-
ömmubörn Margrétar eru 13.
Margrét ólst upp í foreldra-
húsum í Sandlækjarkoti og gekk
í Brautarholtsskóla á Skeiðum
ásamt því að ganga í orgelskóla
Kjartans Jóhannessonar. Hún
fór sem vinnukona að Stóru-
Mástungu 1943 þar sem hún
kynntist eiginmanni sínum. Vet-
urinn 1945-1946 fór hún í Hús-
mæðraskóla Suðurlands á Laug-
arvatni og eignaðist þar fjölda
vinkvenna sem hún hélt tryggð
við alla sína ævi. Margrét vann
alla tíð innan heimilis og við bú-
störf. Hún gekk snemma í Kven-
félag Gnúpverja og var alla tíð
mjög virkur félagi. Margrét og
Eiríkur tóku við búi í Sandlækj-
arkoti af foreldrum Margrétar
vorið 1947 og bjuggu þar alla
tíð. Hún var 7. ættliðurinn sem
tók við búi í Sandlækjarkoti og
jafnframt fyrsti kvenleggurinn,
en ættin hefur búið þar óslitið
síðan 1789.
Útför Margrétar fer fram frá
Skálholtsdómkirkju í dag, 16.
ágúst 2018, og hefst athöfnin
klukkan 13. Jarðsett verður á
Stóra-Núpi.
í Gnúpverjahreppi
8. júní 1918, d. 5.
desember 2003.
Foreldrar hans
voru Bjarni Kol-
beinsson f. 18.6.
1886, d. 27.10.
1974, og Þórdís Ei-
ríksdóttir f. 18.4.
1890, d. 13.7. 1946 í
Stóru-Mástungu í
Gnúpverjahreppi.
Margrét og Eiríkur
eignuðust fimm börn, þau eru:
1) Ásgeir Sigurður, f. 6.12. 1947,
kvæntur Sigrúnu Margréti
Einarsdóttur og eiga þau tvær
dætur, Arndísi Björk og Söru
Dögg. 2) Eiríkur Kristinn, f. 6.7.
1952, kvæntist Elínu Oddgeirs-
dóttur (látin) og eignuðust þau
einn son, Oddgeir, þau slitu
samvistum, núverandi sambýlis-
kona Sigrún Bjarnadóttir. 3)
Þórdís, f. 3.8. 1956, gift Stefáni
F. Arndal og eiga þau þrjú
börn, Eddu Margréti, Axel og
Eirík. 4) Svanhildur, f. 16.1.
1962, gift Gísla Gunnari Guð-
mundssyni og eiga þau tvo syni,
Á þessum erfiða tíma finn ég
fyrir miklu þakklæti fyrir allar
samverustundir og góðar minn-
ingar í gegnum árin. Minning-
arnar eru endalausar, þegar þú
færðir okkur afa kaffi í rúmið á
morgnana þegar ég var kannski
fjögurra ára, mitt útþynnt með
mikilli mjólk og mörgum molum.
Árlegu Sandholtsgöngutúrarnir
með afa og krökkunum, sem var
þó ekki hægt að fara í nema að til
væri Ballerínukex í nesti. Besti
hafragrauturinn á morgnana,
kvöldkaffið á kvöldin, og heims-
ins bestu pönnukökur sem þú
passaðir alltaf að eiga til kaldar
og vel sykraðar, þegar ég kom
heim frá Ástralíu og var á leiðinni
heim.
Þú varst alveg mögnuð, svo
seinna þegar ég fór að fara með
þig til læknis í tíma sem þú hafðir
kannski beðið eftir í sex mánuði,
byrjaðir þú samt alltaf að segja
læknunum frá mér og hvað ég
væri að gera og að ég væri barna-
barnið þitt. Þessar ferðir enduðu
yfirleitt á Stjörnutorgi, þar sem
þú fékkst þér djúpsteiktar
rækjur sem þér fannst svo góðar.
Öll spilin sem þú kenndir mér, og
hafðir endalausa þolinmæði til að
spila alltaf, þó að uppáhalds
spilaminningin hafi verið þegar
við spiluðum spil þar sem mátti
ekki sjást í tennur. Þú kláraðir
fyrst og við byrjuðum að reyna að
láta þig hlæja, þá tókst þú fölsku
tennurnar úr þér og hlóst með
okkur, það var ekki lítið hlegið í
það skiptið.
Þér tókst alltaf að vera fín og
vel tilhöfð alveg sama hvaða dag-
ur var, og ef við vorum að sækja
þig til að fara eitthvert mátti
bóka það að þú sast í eldhús-
glugganum komin í yfirhöfn og
skó, og búin að sitja þar lengi þó
að við kæmum á tilsettum tíma.
Þú skildir ekki alltaf hvað ég gat
stundum verið drusluleg um hár-
ið, og oft tókstu þig til og greiddir
mér þótt það tæki klukkutíma
vegna trassaskaps um hárum-
hirðu hjá mér. Þegar ég byrjaði
svo að setja í þig rúllur þurfti allt-
af að vera spegill fyrir framan þig
svo þú gætir fylgst með hverri
hreyfingu, og leiðbeint ef þurfti
eða hreinlega gripið inn í þegar
þér var hætt að lítast á blikuna.
Enda var ég svolítill nýgræðing-
ur í rúllum. Mér þótti svo dýr-
mætar allar stundirnar sem við
áttum saman í fyrra þegar þú
varst heima og ég ekki farin að
vinna, þegar við lásum saman
Dalalíf dagana langa og ræddum
svo okkar á milli, tókum dekur-
daga eða kvöld inná milli með
endalausum kremum og mösk-
um. Takk fyrir allar þessar góðu
minningar, elsku amma, ég bið að
heilsa afa þar sem þið drekkið
morgunkaffið ykkar saman aftur.
Þín,
Auður.
Elsku amma, það er erfitt að
sætta sig við að eiga ekki eftir að
spila við þig eða spjalla oftar. Þú
varst alltaf tilbúin að gefa okkur
endalaust af tíma þínum. Við get-
um samt huggað okkur við að
hafa þó fengið þennan tíma með
þér, þar sem þú varst að verða 80
ára þegar við fæddumst. Við
geymum alltaf minninguna þegar
við vorum í pössun hjá þér á
föstudagskvöldum og horfðum á
Útsvar með þér og borðuðum
popp. Þér var alltaf mjög umhug-
að um okkur og varst alltaf svo
hrædd um okkur af því að við
stundum íþróttir því þá gætum
við meiðst. Elsku amma, það
verður tómlegt um næstu jól þar
sem við höfum aldrei jól án þín en
við trúum því að þú sért á góðum
stað.
Hjartkær amma, far í friði,
föðurlandið himneskt á,
þúsundfaldar þakkir hljóttu
þínum litlu vinum frá.
Vertu sæl um allar aldir,
alvaldshendi falin ver,
inn á landið unaðsbjarta,
englar Drottins fylgi þér.
(Berglind Árnadóttir)
Þín ömmubörn,
Haukur og Þórhildur
Arnarsbörn.
Ástrík, hreinskilin, barngóð,
traust, fyndin, dugleg, heima-
kær, þrautseig, þakklát og ein-
staklega fjölskyldurækin. Þetta
eru lýsingarorð sem mér finnst
lýsa þér hvað best. Þú passaðir
vel upp á þig og þína og varst allt-
af með á hreinu hvar fjölskyldu-
meðlimir þínir voru staddir og
hvað þeir voru að gera. Þú sást
um þig sjálf langt fram eftir aldri
og það var alveg magnað að fylgj-
ast með dugnaðinum í þér heima
við. Þú varst afskaplega hrein-
skilin, mögulega stundum aðeins
of, þannig að hrós frá þér var á
við hundrað hrós og mun ég
sennilega lifa á þeim allt mitt líf.
Þú áttir það til að setja út á mat-
inn sem þú varst að borða, hann
var annaðhvort of súr, saltur,
sterkur, sykraður eða eitthvað
annað, ég mun því aldrei gleyma
þegar þú varst nýbúin að afþakka
eitthvað sætmeti af því þú gætir
nú ekki farið að borða það því það
væri svo ógurlega sætt. Fimm
mínútum síðar horfði ég á þig
strá vel af sykri yfir dísætt jarða-
berjajógúrt, þetta fannst mér
mjög fyndið og lýsti hegðun þinni
afar vel. Þú varst traust kona
sem var gott að heimsækja og
vera í kringum, alltaf þakkaðir þú
vel og innilega fyrir heimsóknina
þegar við kvöddum og þótti mér
alltaf jafn vænt um kossinn og
knúsið sem maður fékk í hvert
sinn. Á síðustu metrunum fannst
mér svo yndislegt að sjá hvað
fjölskyldan öll var dugleg að
heimsækja þig á spítalann og síð-
ar á Sólvelli og sýnir það sig og
sannar að maður uppsker eins og
maður sáir. Fjölskyldan skipti
þig öllu máli og fjölskylduböndin
ræktaðirðu svo sannarlega vel.
Ég er afskaplega þakklát fyrir
að litli strákurinn okkar hafi
fengið að kynnast þér og þú hon-
um þó svo að við vildum að þið
hefðuð fengið meiri tíma saman.
Minningin lifir og munum við
segja honum sögur af þessari
yndislegu langömmu sem hann
átti.
Hróðný.
Ég get ómögulega áttað mig á
því hver er fyrsta minningin mín
um ömmu Möggu, þær eru svo
margar og góðar. Amma var af-
skaplega ljúf og góð kona. Hún
hafði sterkar skoðanir á hlutun-
um í kringum sig, eins og hvernig
fólk ætti að vera klætt og hvernig
fólk ætti að haga sér. En amma
var líka lúmskur húmoristi og
alltaf mundi hún eftir afmælinu
mínu og á seinni árum minntist
hún yfirleitt á það hversu gamall
ég væri og að ég væri nú bara al-
veg að ná sér og alltaf þótti mér
það nú jafn fyndið, ár eftir ár.
Amma hafði alla tíð mjög sterka
skoðun á reykingum og fékk afi
nú stundum að heyra það. Reyndi
ég árum saman að leyna því fyrir
henni að ég reykti og hélt að hana
grunaði ekkert. Þangað til einn
daginn að ég fór til hennar í
heimsókn að hún hafði orð á því
að það væri svona afalykt af mér,
þannig að sú gamla hafði senni-
lega alltaf vitað það en bara
ákveðið að vera ekkert að bögga
mig á því. Amma átti alveg til að
láta mann vita ef maður hafði að-
eins bætt á sig en bauð manni svo
upp á kökur og kræsingar tveim-
ur mínútum síðar. Ég held að á
sínum tíma hafi mér þótt meira
mál að kynna kærustuna mína
fyrir ömmu heldur en mömmu en
svo kom náttúrulega í ljós að hún
tók á móti henni eins og hún væri
ein af fjölskyldunni og alltaf
spurði hún hvernig hún hefði það
ef ég hitti hana, enda þótti henni
mjög vænt um fjölskylduna sína
og fjölskyldunni hennar um hana.
Hennar verður sárt saknað, enda
yndisleg og góð kona í alla staði.
Finnur Torfi.
Nú er elsku amma fallin frá og
mikið eigum við eftir að sakna
hennar. Hún amma var engri lík og
alla okkar æsku var hún til staðar
fyrir okkur systkinin. Hver man
ekki eftir að hafa setið við eldhús-
borðið í Sandlækjarkoti og spjallað
í öllum matar- og kaffitímum, borð-
ið alltaf drekkhlaðið góðgæti og
amma alltaf með okkur með bros á
vör.
Stór hluti af minningum okkar
er sumarkvöldin þegar maður kom
þreyttur inn eftir leiki dagsins og
þar var amma tilbúin með kvöld-
kaffi, allt heimabakað og ljúffengt.
Amma nýtti nefnilega svo oft sól-
ríka daga í bakstur þar sem hún
var nú ekki mikið fyrir það að vera
að sóla sig. Það fannst okkur systk-
inum alltaf jafnskrítið en smá
skemmtilegt, þar sem þá beið okk-
ar nýbakað góðgæti á kvöldin.
Við sóttum öll mikið í sveitina og
okkur leið mjög vel í Sandlækjar-
koti. Við vildum helst vera þar í öll-
um fríum og amma átti nú ansi
stóran þátt í því ásamt afa. Aldrei
leiddist okkur þegar við vorum í
heimsókn og ef veðrið var leiðinlegt
var ekkert notalegra en að sitja inni
við eldhúsborðið og spila við ömmu.
Hún var líka ansi dugleg að kenna
okkur að leggja kapal og gaf okkur
allan sinn tíma í það. Það var líka
sama hvað var mikið að gera hjá
ömmu, alltaf mátti hún vera að því
að dunda í kringum okkur og aldrei
skammaði hún okkur, hún frekar
truflaði okkur bara með meira
nammi ef við urðum eitthvað
óþekk.
Amma passaði vel upp á öll
barnabörnin sín, enginn mátti vera
svangur og alls engum mátti nú
vera kalt. Hún mundi eftir öllum af-
mælum og alltaf hringdi hún í okk-
ur á afmælisdaginn. Að sjálfsögðu
kom hún líka alltaf með pakka til
okkar sem var úthugsaður svo að
allir fengju það sem þá langaði í.
Auðvitað má ekki gleyma því
hvað amma var alltaf fín og tign-
arleg. Það skipti engu máli þó að
það væri ekki tilefni, sparifötin
voru oft notuð og bara það eitt að
það væri sunnudagur var nóg til
þess að amma færi í sitt fínasta
púss.
Það var alltaf gaman að fá ömmu
í heimsókn í Hafnarfjörðinn. Þar
nýtti hún tímann vel í að fá fréttir af
okkur krökkunum og spjalla um
daginn og veginn. Mamma skutlaði
henni oft á hárgreiðslustofuna svo
að hárið væri nú alltaf upp á sitt
besta og auðvitað þurfti hún að
skreppa í nokkrar „konubúðir“ til
að fylla aðeins á fataskápinn.
Í Dofraberginu fékk hún oft
öðruvísi mat að hennar mati og
okkur krökkunum fannst alveg
ótrúlega fyndið hvað hún gat fuss-
að mikið yfir mat og oft komu upp
flottir svipir í kjölfarið. Það sem
okkur fannst skemmtilegast að
heyra við matarborðið var: „Ég er
að rifna!“ Þá var amma búin með
sinn stóra matarskammt og gat
bara alls ekki meir.
Við eigum svo margar skemmti-
legar sögur af ömmu. Hún var svo
ótrúlega hnyttin og skemmtileg.
Þessar sögur eru okkur mjög dýr-
mætar.
Það er hálf óraunverulegt að
hafa enga ömmu í Kotinu lengur.
Við eigum eftir að sakna hennar
hlýju nærveru og fallega brossins.
Við hugsum til hennar með mikl-
um hlýhug og söknuði.
Megi elsku amma hvíla í friði.
Edda, Axel og Eiríkur.
Þá er hún ástkæra amma
Magga farin frá okkur. Hún var
alveg frábær amma og tók manni
alltaf opnum örmum þegar mað-
ur kom til hennar. Ég er það
heppinn að eiga fullt af góðum
minningum um þessa frábæru
konu. Ég var alla tíð mikill ömm-
ustrákur, hékk bókstaflega í fót-
unum hennar. Minnist þess að
hafa setið við fætur hennar í öll-
um veislum og boðum þegar hún
gaf sér smá tíma til að setjast nið-
ur í hægindastólinn sinn í horn-
inu inni í stofu. Amma var dugleg
að hjálpa mér við heimalærdóm-
inn ef ég fór heim til hennar eftir
skóla og nýtti ég mér það stund-
um aðeins of vel þegar ég tók
handavinnuverkefnin til hennar
þegar ég var farinn að dragast
aftur úr, gekk ég meira að segja
stundum það langt að ég skildi
verkefnin eftir hjá henni og svo
næst þegar ég kom til hennar
voru verkefnin svo gott sem klár.
Þær voru líka ófáar næturnar
sem við systkinin fengum að
gista og var það alltaf jafn nota-
legt, mér er sérstaklega minnis-
stætt eitt skipti þegar við fórum
til hennar í pössun, hafði ég þá
verið að hjóla heima og fann lít-
inn fuglsunga sem ég tók með
mér til hennar, hún vakti yfir
unganum hálfa nóttina til að
reyna að halda í honum lífi fyrir
ömmustrákinn sinn. Það gekk því
miður ekki en þetta lýsir því bara
svo vel hvernig hún gerði gjör-
samlega allt fyrir okkur systkin-
in. Amma hafði gaman af hross-
um, henni fannst gaman að spá
bæði í liti, gang og geðslag. Núna
seinni ár reyndi ég að vera dug-
legur að koma ríðandi til hennar
og stóð hún þá inni í strákaher-
bergi og dæmdi bæði ásetuna
mína og hrossið sem ég var á.
Eftir nokkrar sýningarferðir
kom ég svo til hennar og lá hún
nú aldrei á því hvernig henni
fannst þetta hjá mér og var svo-
lítið gaman að fara yfir málin og
rökræða þetta aðeins við hana.
Já, ég á svo sannarlega fullt af
góðum og hlýjum minningum um
hana ömmu og mun ég minnast
hennar alla ævi.
Eiríkur Arnarsson.
Elsku amma Magga er dáin,
söknuðurinn verður mikill. Hún
valdi sér fallegasta og sólríkasta
dag sumarsins til þess að kveðja
okkur sem vorum svo heppin að fá
að kynnast henni. Amma var ein-
stök kona, henni var aldrei sama
um neitt og fylgdist með öllu því
sem fólkið hennar var að gera í líf-
inu alveg til síðasta dags. Það voru
70 ár sem brúuðu bilið á milli okkar
í aldri, en það skipti engu máli. Við
náðum afskaplega vel saman og þú
reyndist mér klettur í einu og öllu.
Það var ekkert jafn dýrmætt eins
og að skjótast til þín þegar manni lá
eitthvað á hjarta og þú varst alltaf
tilbúin að hlusta. Amma var góð-
hjörtuð kona og var alltaf snyrtileg
til fara. Nýleg minning lýsir ömmu
mjög vel. Það var á fermingar-
daginn hans Hauks á hvítasunnu-
daginn þegar við fjölskyldan gerð-
um okkur ferð á spítalann til þess
að heimsækja ömmu af því að hún
komst ekki í veisluna vegna veik-
inda. Hún var búin að biðja okkur
fyrr í vikunni um að koma með
spariföt fyrir sig á spítalann. Þegar
við mættum á spítalann eftir veisl-
una var hún komin í sparigallann
frá toppi til táar og búin að hafa sig
til. Það fyndna var að hún skildi
ekki af hverju hinir sjúklingarnir á
spítalanum klæddu sig ekki upp,
það var nú einu sinni hvítasunnu-
dagur. Þær voru ófáar næturnar
sem við systkinin gistum í kotinu.
Aðalsportið var að fá te upp í rúm
sem var stútfullt af sykri, í sparite-
bollana og setja upp borð sem gat
verið uppi í rúmi. Amma leyfði okk-
ur að gera allt, eða svona næstum
því. Hún hafði endalausa þolin-
mæði gagnvart okkur en ef við vor-
um komin aðeins yfir strikið í rifr-
ildum kom alltaf: „Verið nú falleg,
krakkar.“ Á seinni æviárum ömmu
gat ég aðeins bætt henni upp allar
þær stundir sem hún hafði passað
mig, og keyrði hana í nokkrar
læknisferðir. Það skipti ekki máli
hversu stutt ég keyrði hana, alltaf
hélt hún því fram að bensínið kost-
aði hálfan handlegg. Það þýddi lítið
að þræta við hana að maður vildi
engan pening fyrir þetta, því að ef
maður þáði ekki peningana tróð
hún þeim á hina ýmsu staði og ég
fann þá kannski ekki fyrr en eftir
nokkrar vikur. Ömmu var annt um
að maður væri með góða heilsu og
var auðtrúa á alls kyns blaðagrein-
ar. Það lýsir því vel þegar hún var
nýbúin að endurnýja öll eldhús-
áhöldin sín og keypti þá svört
plastáhöld. Hún var ekki búin að
eiga þau í viku áður en hún henti
þeim öllum af því að hún las í blöð-
unum að þau væru krabbameins-
valdandi. Ég hef ekki tölu á því
hversu margar blaðagreinar hún
klippti út fyrir mig með alls kyns
heilsumolum, nýjustu tískunni eða
öðru. Amma var alltaf á undan mér
að vita hvað væri að koma í tísku og
hafði miklar skoðanir á fatatísku.
Elsku amma mín, nú ert þú
komin til afa. Ég er þakklát fyrir
allar okkar minningar. Hér er
bæn sem þú fórst oft með fyrir
svefninn þegar ég gisti hjá þér.
Við skulum ekki gráta
og ekki tala ljótt,
þá verðum við svo stór
og vöxum svo fljótt.
Við skulum lesa bænirnar,
þá sofum við svo rótt,
Guð og allir englarnir
þeir vaka hverja nótt.
Svo enduðum við alltaf ljóðið á
„góða nótt“.
Margrét Hrund Arnarsdóttir.
Margrét Jóna
Eiríksdóttir
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
ALDA JÓHANNESDÓTTIR,
frá Auðnum, Akranesi,
síðast til heimilis að Höfð,
hjúkrunar- og dvalarheimili,
lést laugardaginn 11. ágúst.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 21. ágúst
klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Höfða.
Guðmunda Ólafsdóttir Þröstur Stefánsson
Sigurbjörg Þrastardóttir Tómas Guðni Eggertsson
Alda Þrastardóttir
Þröstur Elvar, Hildur Ása og Sigurbjörg Helga
Elsku amma, langamma og tengdamóðir,
SIGRÍÐUR BENEDIKTSDÓTTIR
(Didda),
áður til heimilis að Kársnesbraut 25,
Kópavogi,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
laugardaginn 11. ágúst.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 24. ágúst
klukkan 13.
Sigríður Kristín Hafþórsd. Magnús Már Magnússon
Hanna Björk Hafþórsdóttir Sveinbjörn Hólmgeirsson
Ólafur Árni Hafþórsson Hanna Sigrún Steinarsdóttir
Helga María Hafþórsdóttir Karen Sif Kristjánsdóttir
Hafþór Árnason
og barnabarnabörn