Morgunblaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018 Þú finnur vörurnar í: Hagkaup, Iceland og Nettó verslunum um allt land. Ópal Sjávarfang kynnir nýtt á grillið eða pönnuna. Hágæða sjávarfang sem hægt er að leika sér með á ýmsan hátt. Túnfisklundir í soja chilli marineringu Risarækja skelflett í sítrónu kóriander marineringu Risarækjuspjót í medeterrian marineringu Kóngarækjur í skel í vorlauk sesam á grillið eða á pönnunaNýtt Sjáið uppskriftir á facebook síðu Ópal Sjávarfang AF DÝRUM Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Nýlega var myndasaga í fyrsta sinn tilnefnd til Booker-verðlaunanna, einna virtustu bókaverðlauna í hinum enskumælandi bókmenntaheimi. Það er því við hæfi að staldra við og meta möguleikana sem þetta sagnaform býður upp á. Nánast frá því að myndasögur urðu til sem sérstakt sagnaform hafa þær fengið þann stimpil á sig að vera aðallega eða jafnvel eingöngu fyrir börn. Vissulega hafa margar frábær- ar myndasögur fyrir börn verið gerð- ar í gegnum tíðina (og reyndar les ég enn margar slíkar sem fullorðinn maður) en því er langt í frá þannig farið að möguleikunum ljúki þar. Myndasagan sem tilnefnd var til Booker verðlaunanna, Sabrina eftir Nick Drnaso, er teiknuð á mjög ein- faldan hátt sem líkt hefur verið við teikningar í öryggisbæklingi flug- vélar. Myndrænum einfaldleika er beitt til þess að halda athygli lesand- ans á efni sögunnar, sem fjallar meðal annars um internetmenningu og fals- fréttir á upplýsingaöldinni. Nálgun Drnaso – sú að beita ein- földum teiknistíl sem stílbragði til að draga fram tómlegt andrúmsloft sög- unnar – er þó alls ekki eina leiðin til að segja sögu fyrir fullorðna í mynda- söguforminu. Í verkum sumra teikn- ara er teiknistíllinn þvert á móti svo vandaður og svo fullur af smáatriðum að eiginlega er megn sögunnar fólgið í heiminum sem teikningarnar draga fram frekar en í atburðarás textans. Gott dæmi um slíka sögusköpun er myndasögusyrpan Blacksad, sem Köttur með skammbyssu Kisa John Blacksad heimsækir systur sína, Donnu, og son hennar, Ray, í bókinni Amarillo (2013, Dargaud). nýtur mikilla vinsælda á fransk- belgíska myndasögumarkaðnum. Sé gengið inn í myndasögubúð í Brussel er maður ekki lengi að koma auga á Blacksad-heiminn, því þótt bækurnar séu aðeins fimm talsins hingað til (sú fyrsta kom út árið 2000 og sú nýleg- asta árið 2013) hafa verið framleidd ósköpin öll af söluvarningi upp úr bókunum, aðallega plaköt og borðs- tyttur. Ég tel allan þennan söluvarning í kringum bækurnar vera til marks um hve vel listamönnunum tekst með teikningum sínum að skapa lifandi heim sem fólk vill ekki hverfa frá þeg- ar það leggur frá sér bækurnar. Lifandi heimur Blacksad-bækurnar eru gamal- dags leynilögreglusögur í anda noir- kvikmynda sem gerast á sjötta ára- tugnum. Það sem sker myndasög- urnar úr hópi fjölmargra annarra slíkra sagna er að heimur Blacksad er byggður dýrum í stað manna. Sög- ur þar sem dýr gerast staðgenglar mannfólksins eru auðvitað á hverju strái og er þar hægt að nefna allt frá ævafornum sögum eins og dæmisög- um Esóps til dægur- og barnaefnis eins og Andrésblaðanna. Fáar þessara dýrasagna skapa þó eins lifandi og skemmtilegan heim og Blacksad. Í bókunum segir dýrateg- und hverrar persónu alltaf eitthvað um innri mann þeirra og yfirleitt er valið fullkomið. Aðalpersónan er svartur köttur, einkaspæjari að nafni John Blacksad. Meðal annarra per- sóna bókanna eru rannsóknarlög- reglustjórinn Smirnov, sem er þýsk- ur fjárhundur, og blaðamaðurinn Weekly, sem er hreysiköttur. Heimur Blacksads lifnar sér í lagi við í atriðum þar sem mikill mann- fjöldi (eða dýrfjöldi?) kemur saman. Hægt er að sitja tímunum saman, rýna í fjöldann í þessum atriðum og koma auga á ólíklegustu dýr í hlut- verkum manna. Oft eru dýrategund- irnar notaðar til þess að standa fyrir samfélagshópa eða tilteknar persónu- týpur sem maður kannast við úr sög- um frá sjötta áratugnum: Til dæmis er gamall vísindamaður frá Þýska- landi nasismans sem Bandaríkin hafa ráðið vegna kjarnorkukunnáttu hans sýndur sem ugla og spilltur banda- rískur þingmaður (eiginlega Joseph McCarthy undir öðru nafni) sýndur sem hani. Stundum spilar dýraheim- urinn inn í söguþráðinn, til dæmis í annarri bókinni, þar sem illmennin eru hópur byggðir á KKK-samtök- unum sem trúa á yfirburði dýra með snjóhvítan feld. Höfundar Blacksad hafa reynslu af því að vinna með óargadýr: Juanjo Guarnido, meðhöfundur Blacksad- bókanna ásamt Juan Díaz Canales, vann áður hjá Disney og var að- alteiknarinn fyrir hlébarðann óg- urlega Sabor í Disney-myndinni Tarzan frá árinu 1999. Áhrif Disney-teiknistílsins sjást í útliti og svipbrigðum persónanna, en eitt það skemmtilega við Blacksad er einmitt hvernig vönduð persónusköp- unin sen við þekkjum úr barnaefni eins og Disney-myndum er notuð til að segja fullorðinslegri sögur en Disney myndi nokkurn tímann snerta. » „Heimur Blacksadslifnar sér í lagi við í atriðum þar sem mikill mannfjöldi (eða dýr- fjöldi?) kemur saman. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.