Morgunblaðið - 16.08.2018, Side 67

Morgunblaðið - 16.08.2018, Side 67
MENNING 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018 Hér er birtis hluti úr kaflanum „Út- sýni frá Skólavörðunni“: Vér stöndum hjá Skólavörðunni einhvern góðan veðurdag, á vori eða sumri, þegar sólin hellir geislum sín- um yfir landið og sjóinn, þegar landið er grænt og sjórinn blár og litbreyt- ingarnar myndast á fjöllunum eftir því, hvort þau eru nær eða fjær. Þá er til hægri handar LAUGARNES og laugareykirnir; Laugarnesið gengur út í Kollafjörð og er alt grasi vaxið; þar stóð áður kirkja og þar er sagt að Hallgerður langbrók sé grafin; eitt- hvert „leiði“ er þar og heyrt hef ég, að þar hafi menn orðið varir við kistu (ekki líkkistu), en ég veit ekki hvort þar hefur verið rannsakað með nokkru viti. Seinna (1825-1828) var þar bygt múrhús og stofnað bisk- upssetur; múrhúsið segir Jón Espólín að hafi kostað nær 30.000 dala (60.000 kr.), en hefur aldrei verið helmings virði við það, enda vita allir hvernig farið er með peninga hér, og engin til- sjón höfð með smiðunum, en þeir látnir sjálfir ráða öllu og svo ekki skift sér af neinu. Í Laugarnesi sátu þeir Steingrímur biskup og Helgi biskup, þangað til Helgi fluttist til Reykjavík- ur. Þetta hús var álitlegt og fallegt bæði innan og utan, stórar og háar stofur með gyltum listum, sem þá var ekki títt hér; en það fór eins og aðrar stórbyggingar hér, þegar höfðingj- arnir hætta eða falla frá: enginn vildi vera í Laugarnesi, því alt vill þyrpast til Reykjavíkur; nokkrir bæjarmenn keyptu það og buðu það til ábúðar fyrir lítið sem ekkert, en það kom fyr- ir ekki, varð húsið svo að rúst. Það stóð samt ófallið nokkur ár og þótti ætíð prýði að því. Af kirkjunni, sem stóð í Laugarnesi, dregur „Kirkju- sandur“ nafn, hann er fyrir botninum á Laugarnesvík, og sést þetta alt frá Skólavörðunni. Nú sést ekkert af hinu forna húsi, en í stað þess er kom- inn „HOLDSVEIKRA-SPÍT- ALINN“, ljót bygging og hrúguleg, eins og þess konar byggingar eru vanar að vera, þótt nytsamar séu. Ef vér snúum oss til vinstri handar eða til suðurs, þá er þar urð og stór- grýti og hallar niður að „Vatnsmýr- inni“, sem svo er kölluð; hún nær alt yfir að Skerjafirði og Skildinganesi; en hinumegin við Skerjafjörð sjást BESSASTAÐIR, þar sem skólinn var og Grímur bjó; hafa þeir nú sett ofan síðan Grímur fór, hvað sem síðar verður. Þá sjást og þar nú oft fiski- duggur, sem liggja í „Seilunni“; svo nefnist höfnin eða víkin fyrir framan „Skansinn“, en nú er alt þetta horfið [....] Nær sést alt Seltjarnarnesið, Val- húsið (sem svo er kallað af því „fálka- fangarar“ höfðu þar kofa til að ná fálkunum), Nesstofa og Lambastaðir og margir aðrir bæir. Þá sjást og öll skerin fyrir framan nesið og vitinn fremst á nesinu við „Gróttu“, en það nafn er sama sem „grotti“, sem merk- ir kvörn (skylt „grjót“ og „grýta“) og hefur það nafn án efa komið til af því, að þar svellur sjórinn í útsynning- unum og hringast í kringum nesið og keyrir brim og ósjó inn á Kollafjörð, hafa Reykjavíkurbryggjur einatt orð- ið að kenna á því og margt hefur skemst af þeim sjávargangi; en „skerja grotta“ kölluðu fornskáld haf- ið, sem Snæbjörn kvað: Hvatt kveða hræra grotta hergrimmastan skerja út fyr jarðar skauti eylúðrs níu brúðir. Þar er fult af skerjum og boðum og sigling varúðarverð; þá liggja eyjar nær og draga úr hafrótinu: Akurey yzt, þá Örfirisey og hólmar þar út frá, en nokkuð fjær er Engey. Allar þess- ar eyjar eru grasi vaxnar og prýða mjög, þar sem þær eru eins og fag- urgrænir blettir í bláum sjónum. Ak- urey mun aldrei hafa verið bygð; þar hefur verið allmikil lundatekja; á Ör- firisey var fyrrum „kaupstaðurinn“ og var þá kallað „HOLMENS HAVN“ og bær hefur þar verið, en varla sést þar nú neitt merki þessa nema líklega einhver lítil rúst, kannske eftir fjárhús. – Líti maður aftur til vesturs, þá sjést út á Skild- inganessmela, og eru allir gróðurlaus hryggur á milli tveggja mýrlenda; þá er nær manni Hólavallartúnið þar sem „Landakot“ stendur, þar lét Helgi Thordersen reisa timburhús allmikið og bjó þar meðan hann var dómkirkjuprestur, en síðan þeir Ás- mundur og Ólafur Pálsson, sem báðir voru dómkirkjuprestar; en síðar keyptu katólskir menn húsið og túnið og hafa setið þar síðan, og látið byggja alt upp aftur og breyta, og byggja kirkju nokkuð neðar á túninu. Þá sést og hinn nýi Sjómannaskóli, tvíloftuð bygging ekki allstór, en snotur; upp úr henni er stöng með kúlu á, sem látin er falla niður á viss- um dögum, þá er klukkan á að vera ellefu. Svo sést og út yfir öll hús og bæi í þá átt, sem síðar mun getið, en nær er Tjörnin og Tjarnarbrekkan, og svo sjálfur meginbærinn niður í kvosinni milli Hólavallar og Skóla- vörðuhæðarinnar. Fagurt hlýtur Ingólfi að hafa þótt að horfa yfir landið, því hvað sem hver segir, þá er fegra útsýni varla hugsanlegt, þar sem fjöllin eru svo mátulega langt í burtu, hvorki ýkja há né hrikaleg – þegar heiðríkt er og sólin nær að ljóma allan þenna fjalla- hring, ýmist með morgungeislunum eða þá um hádegið, þegar fjöllin eru blá og sjórinn eins og skínandi töfra- dúkur, eða um sólarlagið, þegar fjöll- in sveipast purpurablæ og dökkna loksins smátt og smátt fyrir næt- urdimmunni; eða á veturna, þegar þau eru þakin snjó og mjöll, þegar sólin rennur í logni og heiðríkju og Esjan stendur eins og glóandi eldmúr uppi yfir dökkbláum sjónum. Alt er kyrt, og ekkert „mentunar“-eða „framfara“-skvaldur truflar nátt- úrufriðinn, ekkert vagnaskrölt, eng- inn járnbrautarhvinur, engin véla- læti, því enn er maður laus við þenna ófögnuð, sem þrælkar og niðurníðir tign og fegurð náttúrunnar, enda hef- ur flestum útlendingum fundist mikið til þessarar sjónar, og hefur Kålund lýst henni ágætlega í sinni bók. Skólavarðan dregur nafn sitt af því, að þegar skólinn var í Skálholti, þá höfðu piltar hlaðið þar vörðu ein- hverja, og var hún kölluð eftir þeim, og þetta sama gerðu þeir, þegar skól- inn fluttist til Reykjavíkur, en þá hef- ur þetta verið ómerkileg hrúga eða grjótvarða. Seinna lét Krieger stift- amtmaður hlaða vörðuna betur upp og múra, og þá var eirtafla eða eitt- hvað þess konar sett á hana og letrað á: „Kriegers Minde“; þar eftir lét Árni Thorsteinsson, sem þá var land- og bæjarfógeti, bæta hana alla og múra upp, svo nú er hún allhár múrt- urn ferhyrndur, og er bezti útsjón- arstaður, því stigar (raunar ekki sem þægilegastir) eru innan í henni, svo komast má efst upp, og er þá víðsýni mikið. Efst uppi á vörðutoppinum var hani, og hefur hann líklega átt að gala yfir bænum og minna bæjarmenn á árvekni og framtakssemi, en hann hefur aldrei galað og er nú eins og „Loptr rúinn“. Skamt til austurs frá Skólavörðunni er lítill kofi, sem Danir bygðu þar einhverju sinni fyrir skömmu, til að mæla út hnattstöðu Reykjavíkur; því engum hér hafði dottið það í hug, svo menn vissu eig- inlega aldrei nákvæmlega hvar þeir voru á hnettinum; annað mæling- arhús bygðu Frakkar þar rétt hjá, og rifu aftur. – Lengra úti í holtinu er ramgert grjóthús, lágt og lítið; þar er sagt að sé geymt sprengiefni og púð- ur – eða kannske dýnamít – hefur lík- lega átt að vera til að sprengja grjót, en eigi vitum vér til að það sé notað, því nú er altítt að kljúfa grjót með meitlum og sleggjum, en sprengja ekki með púðri. Þetta lærðist mönn- um hér þegar alþingishúsið var bygt (1881). Öllumegin við Skólavörðuna eru eintóm holt og urðir, sem þó nú er verið að yrkja og rækta. Í suður sést „Félagsgarðurinn“, sem svo er kall- aður, af því eitthvert „félag“ græddi þar út allmikið tún fyrir nokkrum ár- um; þar býr Oddur, sem frægur er fyrir nautadráp, og þaðan var stolið miklu hangikjöti í fyrravetur, en ekk- ert komst upp um það þrekvirki, enda er þess konar ekki nefnt í blöðum vorum, svo þjófarnir þurfa ekki að óttast blaðamennina, en geta skoðað þá sem vini sína, ef þeim sýnist svo. Þar nálægt er Grænaborg; þar átti ég einu sinni að mæla fyrir bæjarstjórn- ina, en þegar sást til mín frá „borg- inni“, þá kom einhver kerling staul- andi og með áköfum óhljóðum – hefur víst hugsað að nú væri bæjarstjórnin að láta gera einhvern galdurinn – en ég var búinn að öllu þeim megin áður en hún kom, og svo flaug ég yfir á annað horn garðsins, svo hún náði mér ekki. Reykjavík um aldamótin 1900 Í upphafi árs 1900 birtist í tímaritinu Eimreiðinni lýs- ing Benedikts Gröndals á Reykjavík. Þessi frásögn hefur nú verið gefin út á bók, Reykjavík um 1900, sem er ríkulega skreytt myndum frá sama tíma. Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Guðmundur O. Eiríksson Horft niður eftir Skólavörðustíg um aldamótin 1900. Lengst til vinstri eru burstalöguðu bæjarhúsin í Holti, sem í fyrstu var kallað Efra-Holt. Stóra timburhúsið vestan Holts er Amtmannshúsið, Ingólfsstræti 9, sem þeir létu reisa 1879, Magnús Stephensen, síðar landshöfðingi en um skeið amtmaður, og Theodór Jónassen amtmaður. Sunnan megin Skólavörðustígs er húsið Skólavörðustígur 22, sem hlaðið var úr tilhöggnu grágrýti 1889 og notað sem hest- hús, fjós og hlaða. Því var svo breytt í íbúðarhús árið 1921. Nokkru neðar, gegnt Hegningarhúsinu, er timburhúsið Geysir, Skólavörðustígur 12, sem lengi var notað til veitingareksturs og dansleikjahalds. Kringlunni 4c – Sími 568 4900 Nýjar haust vörur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.