Morgunblaðið - 16.08.2018, Page 72
FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 228. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Flestir nota dósaopnara vitlaust
2. Guðrún Bergmann segir frá
3. „Túristavörtur“ valda jarðvegsrofi
4. Hafna „ósiðlegu“ kynlífsleiktæki
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Píanóleikarinn og tónskáldið Anna
Gréta Sigurðardóttir kemur ásamt
slagverksleikaranum Einari Scheving
fram á Freyjujazz-tónleikum í Lista-
safni Íslands í dag kl. 17.15. Leika þau
tónlist eftir Önnu sem færð verður í
nýjan búning sem hentar hljóðfæra-
samsetningunni. Anna hefur sl. fjög-
ur ár stundað nám í Konunglega tón-
listarháskólanum í Stokkhólmi.
Leika dúó fyrir píanó
og trommur í dag
Ljósmynd/Magnus Andersen
Technology and
Touch / Tækni og
snerting nefnist
sýning sem opnuð
verður í Grafík-
salnum á Tryggva-
götu 17 í dag kl. 14.
Sýningarstjórar eru
Carrie Ann Plank
og Robynn Smith. Um er að ræða sam-
sýningu grafíklistamanna í Reykjavík
og í San Francisco. Markmiðið er að
rannsaka og sýna nýsköpun í aðferð-
um sem tengjast hefðbundnum tækni-
legum útfærslum í grafíklist.
Tækni og snerting
opnuð í Grafíksalnum
Starfsár Sinfóníuhljómsveitar
Íslands hefst með tvennum tón-
leikum á Menningarnótt. Klukkan 15
eru fjölskyldutónleikar sem Bjarni
Frímann stjórnar. Einleikari seinni
tónleikanna,
sem hefjast
kl. 17, er
Sigrún Eð-
valdsdóttir
og stjórn-
andi
Klaus
Mäkelä.
Starfsárið kynnt á
Menningarnótt
Á föstudag Norðan og norðaustan 8-13 m/s, en hægari NA-til.
Skýjað og víða dálítil rigning um tíma. Léttir til S-lands um kvöldið.
Hiti 6 til 14 stig, svalast fyrir norðan.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 3-10 m/s, skýjað og lítilsháttar rign-
ing fyrir norðan og austan. Bjart með köflum S-lands og hiti að 18
stigum. Stöku síðdegisskúrir. Bætir í vind um landið V-vert í kvöld.
VEÐUR
Í íþróttablaðinu í dag er að
finna samantekt um úrslit
karlalandsliðanna í fót-
bolta, handbolta og körfu-
bolta á síðustu árum. Kem-
ur í ljós að liðin eru orðin
afskaplega farsæl á heima-
velli í Laugardalnum og töl-
urnar býsna merkilegar.
Fara þarf nokkuð langt aftur
í tímann til að finna tapleiki
á heimavelli í mótsleikjum í
fótboltanum og handbolt-
anum. »2-3
Kunna vel við sig í
Laugardalnum
„Þetta verður krefjandi en skemmti-
legt. Ég hef stefnt að þessu lengi og
hef alltaf ætlað mér að taka skref
upp á hærra stig,“ segir Sigríður Lára
Garðarsdóttir, landsliðs-
kona í knattspyrnu, sem
gengin er í raðir besta liðs
Noregs, ferfaldra
meistara Lille-
ström. »1
„Þetta verður krefjandi
en skemmtilegt“
„Þegar maður er kominn svona langt
eru liðin fljót að refsa manni. Við
verðum að vera vakandi allan leikinn,
bæði þegar við erum án boltans og
ekki síður þegar við erum með hann,“
sagði Haukur Páll Sigurðsson, fyr-
irliði Íslandsmeistara Vals í knatt-
spyrnu, þegar Morgunblaðið spjallaði
við hann um Evrópuleikinn gegn
Sheriff á Hlíðarenda. » 4
Valsmenn þurfa að
halda vöku sinni
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Við erum saman öllum stundum og
oft veit ég hvað systir mín er að
hugsa. Og eins og þú heyrir á tali
okkar þá botna ég oft setningarnar
sem systir mín kemur með og hún
það sem ég segi. Oft er talað við
okkur tvær sem eina manneskju
sem getur verið pirrandi. Við hins
vegar þekkjum ekkert annað líf en
þetta og tökum þessu bara létt,“
segir Elín Hrönn Jónsdóttir í
Hveragerði.
Elín Hrönn og Hrefna Ósk eru
eineggja tvíburar fæddar 11. sept-
ember 1997, dætur Jóns Gísla Guð-
laugssonar og Þorbjargar Elvu
Óskarsdóttur. Þær fóru á dögunum
til Twinsburg í Ohio-ríki í Banda-
ríkjunum þar sem í ágústbyrjun ár
hvert er haldin hátíðin Twins Days
Festival; alþjóðleg hátíð tvíbura.
Sterk tengsl og samkennd
Að þessu sinni sóttu um 2.900 pör
tví- og þríbura Twins Days Festival
en hátíðin hefur verið haldin árlega
frá árinu 1976. Og það að hátíðin sé
í Twinsburg, sem er 18.000 manna
bær skammt frá Cleveland í Ohio,
er engin tilviljun. Þangað komu
snemma á 19. öldinni landnemarnir
og tvíburabræðurnir Móses og Ar-
on Wilcox frá Connecticut. Aðeins
nánustu vinir og fjölskylda þekktu
sundur bræðurna sem voru mjög
samrýmdir og að sjálfsögðu er stað-
urinn eftir þeim nefndur, Tvíbura-
borg þýtt á íslensku.
„Það var á síðasta ári sem við El-
ín heyrðum fyrst um Twins Days
Festival sem við að sjálfsögðu leit-
uðum uppi á netinu og fannst þetta
áhugavert. Um daginn vorum við
svo að velta fyrir okkur hvað við
ættum að gera um verslunar-
mannahelgina og þá kom upp þessi
geggjaða hugmynd að fara til
Bandaríkjanna á þessa hátíð. Fyr-
irvarinn var örskammur, en allt
gekk þetta upp og upplifunin var
einstök. Og þarna fannst mér ég
finna vel fyrir þessum sterku
tengslum og samkennd sem yf-
irleitt er milli tvíbura. Það má segja
að einhver sérstakur andi hafi legið
í loftinu á hátíðinni,“ segir Hrefna
Ósk sem telur líklegt að þær systur
séu fyrstu Íslendingarnir sem
sækja þessa hátíð. „Við ætlum að
sjálfsögðu aftur til Twinsburg og
auðvitað væri gaman að halda
tvíburahátíð á Íslandi, ef stemning
er fyrir slíku,“ segir Elín Hrönn.
Þess má geta að Hrefna Ósk stofn-
aði nýlega á Facebook hópinn Ein-
eggja tvíburar á Íslandi og vill fá
sem flesta þar með.
Í minningu bróður
Elín Hrönn og Hrefna Ósk í
Hveragerði luku stúdentprófum frá
Kvennaskólanum vorið 2016 og
hafa síðustu misserin unnið hjá
Kjörís í Hveragerði. Jafnhliða bæj-
arhátíð Hvergerðinga Blómstrandi
dögum, sem er um helgina, stendur
fyrirtækið fyrir Ísdeginum þar sem
gestum og gangandi verður boðið
upp á ís í ótal bragðtegundum, auk
þess sem ýmsir stíga á svið, svo
sem tvíburasysturnar sem þar
verða í hlutverkum persóna úr
Latabæ, sem Leikfélag Hvera-
gerðis sýndi á síðastliðnum vetri.
Voru systurnar þar meðal leikara
en þær hafa tekið virkan þátt í leik-
listarstarfi í mörg ár. Brugðið sér
þar í ýmis hlutverk og sem tvíburar
hafa þær oft komið leikhúsgestum á
óvart. Systurnar ætla þó að byrja
ísdaginn á því að taka þátt í Reykja-
víkurmaraþoninu þar sem þær
ásamt mörgum öðrum Hvergerð-
ingum munu hlaupa til styrktar
Birtu, styrktarfélagi, í minningu
Mikaels Rúnars bróður þeirra sem
lést af slysförum á síðasta ári.
Tvíburar á alþjóðlegri hátíð
Hveragerðis-
systur meðal 2.900
para í Ohio
Jónsdætur Elín Hrönn, til vinstri, og Hrefna Ósk sem eru fæddar 11. september 1997. Fáir þekkja þær í sundur.
Ljósmynd/Úr einkasafni
Tvíburar Íslenskar systur og banda-
rískir bræður í Twinsburgh.