Morgunblaðið - 31.08.2018, Page 4

Morgunblaðið - 31.08.2018, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2018 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við sjáum nú, líkt og í fyrra, mest af þessum hörðu fíkniefnum, en á sama tíma erum við að sjá minna af kannabis,“ segir Guðrún Sólveig Ríkharðsdóttir, yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli, í samtali við Morgunblaðið og bendir á að þar reyni smyglarar gjarnan að koma efnunum til landsins innvortis, inn- an klæða eða með farangri sínum. Á þessu ári hafa níu einstakling- ar, sex karlar og þrjár konur, ver- ið teknir með fíkniefni innvortis á Keflavíkurflugvelli. Allir reyndu þeir að smygla kókaíni til landsins fyrir utan einn sem var með 2,33 grömm af heróíni falin í líkama sínum. Sá sem var með mest magn fíkniefna innvortist reyndist vera með 1.095,38 grömm af kókaíni. Tollverðir á Keflavíkurflugvelli hafa einnig náð fimm einstakling- um sem falið höfðu fíkniefni inn- anklæða. Fjórir þeirra voru með kókaín og einn með sveppi. Mesta magn á einstaklingi í þessum hópi var um 350 grömm af kókaíni. Þá voru 13 teknir með fíkniefni í farangri. Mesta magn í þeim mál- um var 3.352,78 grömm af kókaíni, en einn var með 920 ml af amfeta- mín basa. Einhverjir þessara 13 einstaklinga voru teknir með svo- kallaða neysluskammta og kanna- bisolíu. Einnig voru tveir til við- bótar teknir á flugvellinum með kannabisfræ og var annar þeirra með 324 stykki. Aðspurð segir Guðrún Sólveig „allt vera undir“ þegar fylgst er með flugfarþegum á Keflavíkur- flugvelli og að ekki sé fylgst frekar með einni flugleið en annarri. „Við metum þetta auðvitað út frá ákveðinni greiningu hjá okkur, en það er ekki hægt að fara nánar út í það,“ segir hún. Fjölbreytt flóra fíkniefna Morgunblaðið óskaði eftir upp- lýsingum frá Embætti tollstjóra um haldlögð fíkniefni á tímabilinu janúar til júní 2017 og 2018. Í þeim gögnum kemur meðal annars fram að tollverðir hafa lagt hald á alls 11,91 kíló af kókaíni á þessu ári, samanborið við 17,3 kíló í fyrra, 5 kíló af hassi, samanborið við 23,5 kíló í fyrra, og 4.630 stykki af E- töflum, en í fyrra var lagt hald á 162,5 E-töflur. Þá hafa tollverðir einnig lagt hald á um 1,6 kíló af marijúana, borið saman við um 209 grömm í fyrra, og 1.758 skammta af LSD og LSD afleiðum, en skammtarnir voru 93 á sama tímabili í fyrra. Einnig hafa tollverðir lagt hald á tæplega 28 grömm af meintu her- óíni á þessu ári, 920 ml af amfeta- mínvökva og 809 kannabisfræ, en í fyrra náðust 466 kannabisfræ á tímabilinu. Hörðu efnin áberandi  Kókaín trónir á toppnum þegar litið er til þeirra fíkniefna sem lagt er hald á  Stórar sendingar niður í neysluskammta Haldlögð fíkniefni við tollaleit Á tímabilinu janúar til júní 2018* Heimild: Tollstjóri. Í mörgum tilvikum er beðið staðfestingar úr efnarannsókn. 1.758 skammtar af LSD og LSD-afleiðum 4.630 stk. af E-töflum 150 g af MDMA- dufti 5.021 g af hassi 1.579 g af marijúana 6 g af meta amfetamíni 809 stk. af kanna-bisfræjum 25 g af amfetamíni 11.911 g af kókaíni 27 g af heróíni 920 ml af amfeta-mínvökva ir. Það sem borgin hefur gert hefur að einhverju leyti virkað. Borgin er að reyna að fækka íbúðum í ferða- þjónustu og fjölga íbúðum á almenn- um markaði. Við höfum fjárfest í einingum þar sem er samþykktur gistirekstur í dag. Þegar við höfum sótt um nýtt rekstrarleyfi, eða jafn- vel breytingaráform, hefur því öllu verið hafnað. Við erum að endur- hugsa tvö slík verkefni og fara með í aðrar áttir út af hertum reglum hjá Reykjavíkurborg.“ Breytt áform á Héðinsreit Hjalti segir aðspurður þessa stefnubreytingu borgarinnar eiga þátt í að Festir og Mannverk áformi ekki lengur hótel á Héðinsreitnum. Áformin miðist nú við íbúðir. Rætt er um allt að 200 íbúðir á reitnum. Hjalti vill af þessu tilefni benda á að Mannverk og Festir eigi saman Naustareitinn, sem nýtt Exeter- hótel er byggt á. Félagið Mannverk er í eigu Hjalta og Jónasar Más Gunnarssonar. Ekki var getið um eignarhlut Mannverks í frétt um Ex- eter-hótelið í Morgunblaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á því. Turn var settur á nýja Fiskhöll við Ex- eter-hótelið í gær eftir áratuga bið. Af breyttri stefnu borgarinnar leiðir að framboð á íbúðum í mið- borginni verður meira á næstu árum en ella. Það kann að hafa áhrif á þró- un fasteignaverðs í miðborginni. Sérfræðingur í uppbyggingu hót- ela í miðborginni, sem óskaði nafn- leyndar, sagði bankana hafa lokað á útlán til hótelverkefna. Verkefnin þurfi að vera sérstök, og höfða til nýrra hópa, til að koma til greina. Þá sagði annar sérfræðingur að í kjölfar umræðu um vanda flugfélag- anna hefði verið dregið úr útlánum til allra greina ferðaþjónustunnar. Næsta nýja hótel árið 2020 Ólafur Torfason, stjórnar- formaður Íslandshótela, segir keðjuna ekki áforma ný hótel á næsta ári. Næsta nýja hótel hennar verði opnað í Lækjargötu árið 2020. Kristófer Oliversson, fram- kvæmdastjóri og eigandi Center- Hotels, segir keðjuna áforma að taka tvö ný hótel í notkun í Reykja- vík 2019. Þá bætist 54 herbergi við á Plaza-hótelinu á Ingólfstorgi. Samanlagt tekur keðjan í notkun um 300 herbergi á næsta ári. Til að setja það í samhengi eru 320 her- bergi á stærsta hóteli landsins, Fosshótelsturninum á Höfðatorgi. Halldór Ástvaldsson, hótelstjóri Alfred’s Apartments, segir jafnvægi að myndast í framboði og eftirspurn á gistirými í miðborginni. Það komi honum á óvart hversu mörg hótel- verkefni séu í pípunum í borginni. „Það sætir undrum,“ segir hann. Hilmar Þór Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Reirs, segir stefnt að því að opna nýtt hótel á Vegamóta- stíg næsta vor. Á jarðhæð verði verslun og þjónusta. Hjónin Linda Jóhannsdóttir og Ellert Finnbogason undirbúa opnun hótels á Laugavegi 55 sem verður undir merkjum dönsku keðjunnar Guldsmeden. Fyrir eru þau með Guldsmeden-hótel í Brautarholti. Linda segir aðspurð áformað að opna nýja hótelið um mitt næsta sumar. Þau áform hafi ekki breyst. Þó hafi það tafið framkvæmdir hversu mikil klöpp var á lóðinni. „Það er verið að bjóða manni ýmis verkefni en ekkert eins spennandi og þetta við Laugaveginn. Við höfum ákveðið að einbeita okkur að þessu verkefni ásamt rekstri Eyju Guldsmeden, sem hefur gengið mjög vel. Það er óvissa í greininni og því viljum við velja verkefnin vel og fara varlega,“ segir Linda. Hún segir bókanir næstu sex mánaða líta mjög vel út hjá hótelinu. „Óvissa í rekstri okkar varðar m.a. kjarasamninga vetrarins og hugsanlegt verðbólgu- skrið. Við erum enda með allan kostnað í krónum,“ segir Linda. Borgin farin að hafna hótelverkefnum  Framkvæmdastjóri Mannverks segir að vegna nýrrar stefnu borgarinnar hafi verið hætt við hótelíbúðir  Í staðinn verði byggðar íbúðir  Bankar loka á útlán  Um 730 hótelbergi tekin í notkun 2019 Dæmi um áformuð ný hótel í Reykjavík 2019 Fjöldi: herbergja íbúða CenterHotel Laugavegi 95-99 102 CenterHotel Héðinsreit* 153 CenterHotel Plaza (stækkun) 54 Marriott Edition Hörpu** 250 Grensásvegur 16a 80 Guldsmeden Laugavegi 55 52 Bríetartún 9-11 42 Laugavegur 56 12 Vegamótastígur 7-9 39 Alls 730 54 *Fjöldi herbergja er ekki ákveðinn. **Fram hefur komið að opnun hótelsins gæti frestast fram í ársbyrjun 2020. Morgunblaðið/Arnþór Grensásvegur 16a Fjárfestar eru að reisa 80 herbergja hótel á horni Grensásvegar og Fellsmúla. Til stóð að opna hótelið í sumar. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Aðgerðir Reykjavíkurborgar og ný útlánastefna bankanna á þátt í að hætt hefur verið við hótelverkefni í miðborginni og nágrenni hennar. Engu að síður er fyrirhugað að taka vel á áttunda hundrað hótelherbergi í notkun í borginni á næsta ári. Við það bætast 54 nýjar hótelíbúðir. Meðal annars er áformað að taka 16 hótelíbúðir á Laugavegi 56 í notk- un næsta sumar. Almenna leigu- félagið keypti húsnæðið fyrr á þessu ári. Laugavegur 56 fylgdi með í kaupum á félaginu Reykjavík Apart- ments. Seljandi var Mannverk. Hjalti Gylfason, annar eigenda Mannverks, segir samninginn kveða á um að húseignin Laugavegur 56 verði afhent fullbúin. Framhúsið verður endurnýjað. Þar er nú veit- ingastaðurinn Lemon. Þá verður reist bakhús úr forsteyptum sam- lokueiningum. Sex íbúðir verða í framhúsinu en tíu í bakhúsinu. „Við hjá Mannverki höfum verið að byggja íbúðahótel síðustu ár. Þá á Vatnsstíg, Lindargötu og Baróns- stíg. Í fyrravetur seldum við þennan rekstur til Almenna leigufélagsins. Hluti af sölunni var Laugavegur 56 fullbúinn. Með því fjölgar hótel- íbúðum hjá Reykjavík Apartments úr 54 í 70,“ segir Hjalti. Ætluðu í fleiri verkefni Hjalti segir aðspurður að Mann- verk sé ekki með fleiri hótelverkefni í pípunum í miðborginni. „Borgin er orðin mjög treg til að samþykkja fleiri hótelbyggingar. Við ætluðum okkur í fleiri uppbygg- ingarverkefni í ferðaþjónustunni. Borgin er hins vegar búin að hafna þeim áformum. Við erum þar af leið- andi að breyta plönum okkar og fara úr hótelíbúðum í hefðbundnar íbúð- Var tekinn niður 1973 Turninn var settur á Fiskhöllina á ný í gær. Ljósmynd/Mannverk Landsréttur staðfesti í gær úr- skurð Héraðsdóms Vesturlands frá því á mánudag þar sem ferða- maður var úrskurðaður í farbann vegna gruns um nauðgun. Maður- inn er í farbanni til 22. október. Í greinargerð lögreglustjóra segir m.a. að framburður vitna styrki frásögn brotaþola. Fram- burður kærða sé á allt annan veg. Maðurinn er erlendur ríkis- borgari, sem á hér löglega dvöl í 90 daga og hefur lýst því yfir að hann hyggist fara af landinu að þeim tíma liðnum. Hann hefur engin önnur þekkt tengsl við landið en að bróðir hans hefur dvalið hér, en löglegum dvalar- tíma bróðurins lýkur í byrjun september. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að því sé veruleg hætta á því að kærði myndi reyna að yf- irgefa Ísland í þeim tilgangi að koma sér með einum eða öðrum hætti undan rannsókn, málsókn eða fullnustu refsingar. Erlendur ferðamaður verður í farbanni fram í október vegna gruns um nauðgun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.