Morgunblaðið - 31.08.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2018
Páll Vilhjálmsson skrifar afgefnu tilefni:
Breska þjóðinákvað í
þjóðar-
atkvæðagreiðslu
fyrir tveim árum
að ganga úr Evr-
ópusambandinu.
Ef sambandiðværi félagsskapur fullvalda
þjóðríkja ætti lýðræðislegur vilji
að fá eðlilegan framgang.
En ESB er ekki samtök full-valda ríkja heldur yfirþjóð-
legt valdabandalag sem beitir
fullvalda ríki þvingunum og refs-
ingum til að viðhalda einingu
sambandsins.
Lýðræðislegur vilji aðildar-ríkja ESB er aukaatriði,
fyrst og fremst til skrauts.
ESB hefur hótað Bretum efna-hagslegum refsiaðgerðum
annars vegar og hins vegar að
stórspilla samskiptum innan
Bretlands, milli Skota og Eng-
lendinga, og milli Bretlands og
Írlands.
Í stuttu máli: ESB reynir ílengstu lög að leggja fjötra á
Bretland fyrir það eitt að breska
þjóðin telur hag sínum betur
borgið utan sambandsins en inn-
an þess.
Bretar, á hinn bóginn, sækjasteftir fríverslun við Evrópu-
sambandið á grundvelli jafn-
ræðis. Að það skuli vera vanda-
mál sýnir betur en nokkuð annað
að ESB er ekki samband full-
valda þjóðríkja heldur ágengt
stórveldi sem situr yfir hlut lýð-
frjálsra landa.“
Páll
Vilhjálmsson
Eðli opinberast
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 30.8., kl. 18.00
Reykjavík 10 rigning
Bolungarvík 12 alskýjað
Akureyri 11 alskýjað
Nuuk 4 súld
Þórshöfn 11 skýjað
Ósló 19 léttskýjað
Kaupmannahöfn 16 skúrir
Stokkhólmur 18 alskýjað
Helsinki 16 skýjað
Lúxemborg 19 léttskýjað
Brussel 19 skýjað
Dublin 15 skýjað
Glasgow 14 rigning
London 18 léttskýjað
París 19 heiðskírt
Amsterdam 18 léttskýjað
Hamborg 16 skýjað
Berlín 18 skúrir
Vín 23 skýjað
Moskva 20 skúrir
Algarve 25 léttskýjað
Madríd 31 léttskýjað
Barcelona 28 léttskýjað
Mallorca 31 léttskýjað
Róm 28 heiðskírt
Aþena 31 heiðskírt
Winnipeg 20 léttskýjað
Montreal 16 alskýjað
New York 29 léttskýjað
Chicago 20 skýjað
Orlando 28 skúrir
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
31. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:08 20:49
ÍSAFJÖRÐUR 6:05 21:02
SIGLUFJÖRÐUR 5:48 20:45
DJÚPIVOGUR 5:36 20:21
Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 690
12
POKI
Fyrstu 5
0 viðski
pta-
vinir á d
ag fá flo
ttan
gjafapok
a
GJAFA
DROTTNINGSettu símanúmerið þittí Nova Diskó kúlunaog þú gætir unniðNokia 7+ síma
MÆTIRSérfræðingar frá Nokiaverða á staðnum ogveita góð ráðlaugardag
NOKIA
DISKÓ
NOVA
MÆTIR
Sérfræð
ingar frá
Trust
verða á
staðnum
og
veita gó
ð ráð
laugarda
g
VEISLA
Í dag föstudag
10:00 - 18:00Laugardag og sunnudag12:00 - 18:00
AFMÆLIS
Y
Birtm
eð
fyrirvara
um
breytingar,prentvillur
og
m
yndabrengl
Leikjastóll fyrir4-10 ára
9.990Föstudagstilboð
14.990
Vigdís Hauks-
dóttir, fulltrúi
Miðflokksins í
borgarstjórn, hef-
ur farið fram á að
borgarritari og
skrifstofustjóri á
skrifstofu borgar-
stjóra og borgar-
ritara biðji hana
opinberlega af-
sökunar á að-
dróttunum og röngum alvarlegum
ásökunum sem birtust í fjölmiðlum í
kjölfar dóms sem féll í héraðsdómi í
máli fjármálastjóra Ráðhússins
gegn skrifstofustjóranum. Beiðnin
kemur í kjölfar þess að skrifstofu-
stjóri Reykjavíkurborgar sendi fyrr
í mánuðinum bréf til forsætis-
nefndar borgarinnar þar sem farið
var fram á að nefndin skoðaði hvort
kjörnir fulltrúar borgarinnar hefðu
brotið siðarreglur sem þeim eru
settar. ninag@mbl.is
Fer fram
á afsökunar-
beiðni
Vigdís
Hauksdóttir
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Tryggingastofnun ráðgerir að flytja 15. desem-
ber í nýtt 2.564 m² húsnæði að Hlíðasmára 11 í
Kópavogi. Tryggingastofnun hefur um árabil
verið miðsvæðis í Reykjavík, rétt við Hlemm.
Flutningur úr núverandi húsnæði við Hlemm
kemur til vegna mygluvandamála í húsnæðinu en
borið hafði á veikindum starfsmanna Trygginga-
stofnunar sem rakin voru til myglu í húsinu.
Tryggingastofnun lagði áherslu á að gott að-
gengi væri að húsnæðinu fyrir hreyfihamlaða,
hjólandi og gangandi auk þess sem næg bílastæði
væru til staðar. Einnig var lögð áhersla á að
staðsetning þyrfti að vera nálæg helstu stofn-
brautum og almenningssamgöngum þar sem
Tryggingastofnun sé þjónustustofnun fyrir al-
menning.
Á vef Framkvæmdasýslu ríkisins kemur fram
að Hlíðasmári 11 sé á nýjum skilgreindum svæð-
iskjarna höfuðborgarinnar þar sem almennings-
samgöngur séu góðar.
Tryggingastofnun í Kópavog
Góðar almennings-
samgöngur í Hlíðasmára
Morgunblaðið/Arnþór Birkisso
Kópavogur Tryggingastofnun flytur starfsemi
sína frá Hlemmi í Hliðasmárann í Kópavogi.
Frá og með september 2018 hækk-
ar verð á áskrift að Morgunblaðinu.
Full mánaðaráskrift, sem felur í sér
sjö blöð í viku, aðgang að vefútgáfu
Morgunblaðsins, aðgang að Hljóð-
mogganum, auk snjalltækjaútgáfu,
kostar þá 6.960 kr.
Áskriftarverð