Morgunblaðið - 31.08.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2018
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Framkvæmdastjóri AkvaFuture
sem lagt hefur fram matsáætlun
fyrir fiskeldi í lokuðum sjókvíum í
Ísafjarðardjúpi, telur að Djúpið
henti vel fyrir þessa tegund af kví-
um. Þá stafi náttúrulegum laxa-
stofnum á svæðinu minni hætta af
því eldi en hefðbundnu sjókvíaeldi.
AkvaFuture ehf. er dótturfélag
norska fiskeldisfyrirtækisins Ak-
vaDesign AS sem hannar lokaðar
sjókvíar. Systufyrirtæki þess rek-
ur laxeldi í slíkum kvíum í Brøn-
nøysund í Norlandfylki.
Mikil áform í Djúpinu
Burðarþol Hafrannsóknastofn-
unar bendir til að hægt sé að
framleiða allt að 30 þúsund tonn af
laxi árlega í Ísafjarðardjúpi. Akva-
Future áformar að framleiða 6.000
tonn af laxi á ári í fjórum inn-
fjörðum Djúpsins, fáist til þess
leyfi yfirvalda. Þrjú önnur fyrir-
tæki eru með mikil áform þar í
umhverfismatsferli, Háafell sem er
dótturfélag Hraðfrystihússins –
Gunnvarar, Arnarlax og Arctic
Fish. Síðarnefndu fyrirtækin hafa
verið að byggja upp sjókvíaeldi í
fjörðum Vestfjarða.
Hins vegar leggur Hafrann-
sóknastofnun til að Djúpinu verði
lokað fyrir eldi vegna hættu á því
að eldislax blandist villtum laxi í
ám svæðisins.
Halda laxalús frá
Rögnvaldur Guðmundsson,
framkvæmdastjóri AkvaFuture
ehf., segir að lokaðar sjókvíar
henti vel í innfjörðum, þar sem
minna mæði á þeim en opnari
fjörðum.
Spurður út í sambýlið við villta
laxinn segir Rögnvaldur að tvöföld
vörn sé gegn slysasleppingum því
auka nót sé utan um trefjaplast-
poka sem lokar kvíunum. Engar
slysasleppingar hafi orðið úr þess-
ari gerð sjókvía, frá því notkun
þeirra hófst fyrir fimm árum.
Þá segir hann að rannsóknir hafi
staðfest að kvíarnar haldi laxalús
frá fiskinum auk þess sem lúsin
þrífist ekki í kvíunum vegna mikils
gegnumstreymis af sjó. Lax í þess-
um kvíum valdi því ekki lúsafári í
villtum laxi. Þetta staðfesti norski
Hyggjast nota
lúsafríar sjókvíar
Eldi í lokuðum kvíum í Ísafjarðardjúpi
Ármúla 24 - s. 585 2800
strax greina suðið í undanhalds-
mönnum sem munu hefjast handa
við að sannfæra þjóðina að það sé
hagkvæmt fyrir hana að láta þau
yfirráð af hendi. Við munum hvernig
þeir töluðu í Icesave, forystumenn í
stjórnmálum, embættismenn og sér-
fræðingar. Manna á meðal heyrist
setningin: Við eigum ekki annarra
kosta völ og er höfð eftir hinum og
þessum þingmönnum okkar. [...] Ef
það er rétt að við eigum ekki ann-
arra kosta völ er tímabært að stöðva
við og endurskoða EES-samninginn
allan,“ sagði Styrmir enn fremur og
bætti við að landsfundir Sjálfstæðis-
flokksins, æðsta valdið í málefnum
flokksins, hefðu aldrei samþykkt það
að fullveldi Íslands væri fært í hend-
ur Evrópusambandsins smátt og
smátt í gegnum aðild landsins að
EES-samningnum.
Styrmir rifjaði enn fremur upp
ályktun landsfundar Sjálfstæðis-
flokksins fyrr á þessu ári þar sem
hafnað hefði verið frekara framsali á
yfirráðum yfir íslenskum orkumark-
aði til stofnana Evrópusambandsins.
Ef þingmenn flokksins ætluðu að
leyfa sér að ganga gegn ályktuninni
sagðist Styrmir vilja leggja fram þá
tillögu að málið yrði borið undir at-
kvæði allra flokksbundinna sjálf-
stæðismanna. Það væri lýðræðisleg
leið til að gera út um ágreiningsmál.
„Við hina ungu forystusveit Sjálf-
stæðisflokksins í dag langar mig að
segja: Gætið að ykkur. Sá þráður í
sálarlífi þessa flokks sem snýr að
fullveldi og sjálfstæði er mjög sterk-
ur. Flokkurinn virðist hafa misst
varanlega um þriðjung af sínu fylgi.
Hann má ekki við meiru. Sýnið
þeirri sögu sem hér hefur verið rak-
in virðingu.“
Vantar meiri rannsóknir
Stefán Már Stefánsson, lagapró-
fessor við Háskóla Íslands, hélt
einnig erindi á fundinum og ræddi
um lagalegar hliðar málsins. Fjallaði
hann um það hvernig aðild Íslands
að EES-samningnum og sífellt frek-
ari kröfur um framsal valds til evr-
ópskra stofnana skapaði ákveðin
vandamál varðandi stjórnarskrána.
Samningurinn hefði í byrjun verið
talinn á mörkum þess að standast
hana en síðan hefði sífellt bæst við
regluverk frá Evrópusambandinu í
gegnum hann sem kallaði á frekara
framsal valds.
Stefán lagði áherslu á mikilvægi
þess að horfa heildstætt á það valda-
framsal sem átt hefði sér stað í
gegnum EES-samninginn í stað
þess að horfa aðeins á eina og eina
lagagerð frá Evrópusambandinu.
Það væri heildarmyndin sem skipti
fyrst og fremst máli. Hversu mikið
vald hefði verið framselt í heildina í
gegnum samninginn og hvort það
stæðist stjórnarskrána.
Varðandi þriðja orkupakkann
sagðist Stefán telja þörf á að fara í
miklu meiri rannsóknir á áhrifum
hans fyrir Ísland áður en tekin yrði
ákvörðun um framhald málsins. Þá
lagði hann áherslu á að það sem
skipti máli í þessu sambandi væri
ekki eignarrétturinn heldur stjórn-
unarrétturinn. Valdið til að taka
ákvarðanir í málaflokknum.
Samþykkt var einróma ályktun í
lok fundarins þar sem skorað var á
forystu Sjálfstæðisflokksins að
hafna þriðja orkupakka Evrópusam-
bandsins þegar hann kæmi til af-
greiðslu á Alþingi.
Sjálfstæðið til Brussel í smápörtum
Varað við samþykkt þriðja orkupakka Evrópusambandsins á fjölmennum fundi í Valhöll
Fundurinn skoraði á forystu Sjálfstæðisflokksins að hafna innleiðingu pakkans á Alþingi
Morgunblaðið/Eggert
Fundur Fjölmenni var á fundinum í Valhöll þar sem fjallað var um þriðja orkupakka Evrópusambandsins.
Ræða Styrmir Gunnarsson sagði að yrði orkupakkinn samþykktur hefði
ESB opnast leið til að ná síðar yfirráðum yfir orkuauðlind Íslendinga.
SVIÐSLJÓS
Hjörtur J. Guðmundsson
hjortur@mbl.is
„Við stöndum á ákveðnum tímamót-
um í samskiptum okkar við Evrópu-
sambandið. Frá því að EES-
samningurinn var gerður fyrir
aldarfjórðungi hefur Evrópusam-
bandið þróast á þann veg að það
koma upp stöðug fleiri álitamál um
hversu langt við getum gengið í
þessu samstarfi án þess að við afsöl-
um okkur sjálfstæði okkar í smá-
pörtum hér og þar til Brussel.“
Þannig hófst ræða Styrmis
Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra
Morgunblaðsins, á fjölmennum opn-
um fundi sem hverfafélög Sjálf-
stæðisflokksins í Smáíbúða-, Bú-
staða- og Fossvogshverfi og Hlíða-
og Holtahverfi í Reykjavíkur boðuðu
til í gærkvöld í aðalsal Valhallar,
höfuðstöðva flokksins, um þriðja
orkupakka Evrópusambandsins sem
til stendur að leggja fyrir Alþingi til
samþykktar, en Styrmir var frum-
mælandi á fundinum.
Tímabært að staldra við
Styrmir sagði þriðja orkupakkann
eitt dæmi um þessa ásælni Evrópu-
sambandsins. Hún sneri hins vegar
ekki aðeins að Íslandi heldur mætti
sjá dæmi hennar um alla Evrópu,
sem aftur leiddi til stöðugt meiri
ágreinings innan sambandsins.
Tímabært væri fyrir sjálfstæðis-
menn að staldra við nú þegar staðið
væri frammi fyrir ákvörðunum sem
gætu opnað Evrópusambandinu leið
til yfirráða yfir einni helstu auðlind
Íslands, orku fallvatnanna, og íhuga
hvert væri verið að fara í ljósi sögu
flokksins sem hefði öðrum stjórn-
málaflokkum fremur staðið vörð um
frelsi og sjálfstæði landsins.
„Verði orkupakkinn samþykktur
hefur Evrópusambandinu verið opn-
uð leið til þess að ná síðar yfirráðum
yfir einni af þremur helstu auðlind-
um okkar Íslendinga. Þótt sagt sé á
pappírunum að það sé í okkar eigin
höndum að koma í veg fyrir það má