Morgunblaðið - 31.08.2018, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 31.08.2018, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2018 dýralæknirinn Arve Nilsen hjá norsku dýralæknastofnuninni í samtali við Morgunblaðið fyrr í vikunni en hann vinnur að rann- sóknum á eiginleikum lokaðra sjókvía með tilliti til lúsar og sjúk- dóma. Rögnvaldur segir að auk þess dragi lúsfríar sjókvíar úr með- höndlun og færslu á fiski og það minnki hættu á slysasleppingum. Nánar spurður um það segir Rögnvaldur þó að aldrei sé hægt að tryggja endanlega að ekki komi upp þær aðstæður að fiskur sleppi. Mikilvægt sé að hafa góðar áætl- anir til að bregðast við, komi til þess. Þriðja atriðið er áhrif á lífríki fjarðarins. Rögnvaldur segir að meginhluti úrgangs frá fiskinum sé tekinn upp úr kvíunum. Bið í Eyjafirði AkvaFuture sótti á síðasta ári um leyfi til framleiðslu á 20 þús- und tonnum af laxi í lokuðum sjókvíum í Eyjafirði. Tillaga að matsáætlun hefur beðið afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun í níu mánuði. Lokað Eldisstöð með átta lokuðum sjókvíum í Andalsvogi í sveitarfélaginu Vevelstad í Nordlandfylki í Noregi. Enginn fiskur hefur sloppið þaðan. S: 555 0800 · Fornubúðum 12 · Hafnarfirði · sign@sign.is · facebook.com/signskart WWW. S I G N . I S Kringlunni 4c – Sími 568 4900 Nýjar haust vörur Hugmyndir landeigenda í Nesvík á Kjalarnesi um uppbyggingu nýrrar byggðar með allt að 600 íbúðum á svæðinu fengu ekki hljómgrunn á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar á miðvikudag- inn. Meirihlutinn staðfesti tillögu skipulagsfulltrúa borgarinnar sem lagði til að hugmyndinni yrði hafn- að. Fulltrúar minnihlutans bókuðu hörð andmæli og vildu samþykkja erindið. Bentu þeir m.a. á mikinn og viðvarandi skort á íbúðar- húsnæði í Reykjavík. „Um er að ræða mjög umsvifa- mikla tillögu að breytingu á land- notkun svæðisins og þeim sér- ákvæðum sem eru í gildi fyrir land Nesvíkur,“ segir í umsögn skipu- lagsfulltrúa. Landið, sem liggur syðst á Kjalarnesinu og hallar að sjó, er skilgreint sem landbún- aðarsvæði í aðalskipulagi, en nýtist ekki til landbúnaðar svo sem til ræktunar túna. Ekki er í gildi neitt deiliskipulag fyrir landið. Skipulagsfulltrúi bendir á að í gildandi aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sé talað um að þróun þéttbýlis verði í Grund- arhverfinu og í kringum það, ekki á öðrum svæðum. „Vissulega er rétt að vænlegast er talið að hverf- ið þróist til vesturs meðfram ströndinni en ekki að það geti teygt sig alla leið að landi Nesvíkur sem er um 2,5-3 km frá núverandi kjarna í Grundarhverfi og teygir sig í 3,5 km að Klébergsskóla. Til að setja það í ákveðið samhengi, þá er fjarlægðin frá hugmyndum að íbúðarbyggð í Nesvík að Klébergs- skóla svipuð og frá Kringlunni nið- ur í Kvos í miðborg Reykjavíkur,“ segir skipulagsfulltrúi. Hann bend- ir á að Nesvík sé utan þeirra vaxt- armarka sem Svæðisskipulag Höfuðborgarsvæðisins hafi sett um uppbyggingu. Með uppbyggingu innan núverandi þéttbýlis sé stutt við betri nýtingu á grunnkerfum samgangna, veitna og almanna- þjónustu og dregið úr þrýstingi um uppbyggingu á óbyggðum svæðum. Skipulagsfulltrúi segir að vissu- lega megi segja að landið í Nesvík sé gríðarlega fallegt og gæti hent- að að einhverju leyti fyrir íbúðar- byggð en það sé ekki talið tíma- bært á þessum tímapunkti án frekari umræðu og skoðunar að heimila að vinna deiliskipulag fyrir svæðið á þeim grunni sem fram- komnar tillögur sýni. „Heillavæn- legast er að sjá hvernig Grund- arhverfið muni þróast á næstu árum í nágrenni við núverandi hverfi og taka svo afstöðu til þess í framhaldinu hvort ástæða þyki til að land Nesvíkur gæti komið inn í spilið sem mögulegt stækkunar- svæði fyrir íbúðarbyggð á Kjalar- nesinu,“ segir hann. gudmundur@mbl.is Höfnuðu 600 íbúða byggð á Kjalarnesi  Minnihlutinn ósáttur við synjunina Landeigendur hafa lagt fram tillögu um uppbyggingu svæðisins með um 600 íbúðum Nesvík Grundarhverfi EsjuhlíðarK J A L A R N E S Hofsvík Möguleg íbúðarbyggð í Nesvík á Kjalarnesi „Það var fullt út úr dyrum og margar góðar hugmyndir um hvernig hægt væri að leysa úr því úrræðaleysi sem ríkir hjá þroska- hömluðum ungmennum eftir að námi á starfsnámsbraut lýkur,“ segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, um fund sem samtökin héldu í fyrrakvöld með ungmennum og foreldrum þeirra. „Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mætti að eigin frumkvæði á fundinn og tók þátt í umræðum og hugmynda- vinnu. Lilja fékk gott veganesti af fundinum og í lok hans tilkynnti hún skipun aðgerðahóps sem ætlað er að greina stöðu mála og koma með tillögur um úrbætur, “ segir Bryndís og bætir við að Unnur Helga Óttarsdóttir, móðir þroska- hamlaðrar stúlku, muni leiða vinnu hópsins. „Við bíðum nú eftir skýrslu Ing- rid Kuhlman ráðgjafa af niðurstöð- um fundarins áður en við tökum næstu skref,“ segir Bryndís. „Málaflokkurinn er mér hugleik- inn og það kom fram á mjög upplýs- andi fundi að nauðsynlegt væri að koma öllum þeim sem gæta hags- muna fatlaðra ungmenna saman að borðinu og nýta þá miklu þekkingu sem til er,“ segir Lilja Alfreðsdótt- ir, mennta- og menningarmálaráð- herra, sem vill að Ísland standi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna varðandi málefni fatlaðra. ge@mbl.is Aðgerðahópur skipaður  Leiða hagsmunaaðila saman og nýta þekkinguna sem til er

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.