Morgunblaðið - 31.08.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2018
– fyrir dýrin þín
Ást og umhyggja fyrir dýrin þín
Veldu bosch hundafóður fyrir hundinn þinn
Þýskt hágæða fóður – fersk innihaldsefni án aukaefna.
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranes | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is
15 kg
8.990 kr.
vegna mikils afla í fáum togum, að
sögn Þorsteins. Þetta hafi sérstak-
lega átt við á vestursvæðinu og því
gæti vísitala síðasta árs hafa verið
ofmat.
Aflaráðgjöf í lok september
„Þær sveiflur sem sjást í mæling-
unni þurfa því ekki endilega að
endurspegla jafn miklar breytingar
fyrrasumar og undanfarin sumur.
Vísindamenn hafa ítrekað bent á
óvissu í stofnmati og segir Þor-
steinn Sigurðsson, sviðsstjóri
uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofn-
unar, að mat á stofnstærðinni með
þessari aðferð geti auðveldlega
sveiflast upp eða niður vegna óvissu
í mælingunum. Þannig var óvissan í
mælingu ársins 2017 mjög mikil
í raunverulegri stofnstærð og niður-
stöðurnar benda til. Mat á stærð
stofnsins þar sem fleiri upplýsingar
koma inn geta sýnt umtalsvert aðra
niðurstöðu en menn sjá í þessum
leiðangri.
Enda þótt niðurstöður leiðang-
ursins séu nokkuð skýrar um að
stofninn sé á niðurleið er of snemmt
að draga þá ályktun að stofninn hafi
dregist saman um allt að 40% frá
því á síðasta ári. Sú vinna sem nú er
í gangi á vettvangi Alþjóða hafrann-
sóknaráðsins, ICES, mun leiða það í
ljós, en þeirri vinnu lýkur með ráð-
gjöf um aflamark næsta árs og verð-
ur kynnt í lok september, “ segir
Þorsteinn.
Fram kom í niðurstöðum leiðang-
ursins að 2017-árgangurinn virtist
vera öflugur og eru það mjög já-
kvæðar fréttir, að sögn Þorsteins.
Árgangurinn mældist sá stærsti frá
því að þessar mælingar hófust og
hann mun vonandi styrkja veiði-
stofninn á komandi árum.
Í ár hefur makríll veiðst fyrir
vestan, sunnan og austan Ísland, en
ekki kemur á óvart að undanfarið
hafa íslensku skipin einkum verið
við veiðar í Smugunni, alþjóðlegu
hafsvæði austur af landinu. Það er í
samræmi við mælingar sumarsins
og niðurstöður um austlæga út-
breiðslu.
Tíðarfar og sjávarhiti
Þorsteinn segir að tíðarfar og
sjávarhiti hafi trúlega haft áhrif á
göngur makríls á Íslandsmið á
þessu ári. „Kalt veður, lítið sólskin
og rysjótt tíð framan af sumri gerðu
það að verkum að sjór í efstu lögum
hitnaði seint og kaldara var sunnan-
og vestanlands í sumar,“ segir Þor-
steinn.
„Það getur hafa haft áhrif á göng-
urnar fyrr í sumar þegar makríllinn
var að hefja ætisgöngur að aflokinni
hrygningu þannig að hann leitaði
frekar austur á bóginn þar sem hita-
stig var hærra. Hver sem ástæða
breytinganna er sýna niðurstöður
sumarsins að þær eru miklar, það
fer ekki milli mála.“
-Í sumar höfum við séð hátt hlut-
fall af stórum fiski í afla íslensku
veiðiskipanna vestur af landinu og
þá má spyrja hvort yngri árgangar
séu hættir að koma eða hvort þeir
fylgi göngumynstri þeirra sem eldri
eru á komandi árum.
Fyrirboði um breytingar?
,,Þessu er erfitt að svara. Þetta
gæti verið allt frá því að vera fyrir-
boði um einhverjar breytingar í
göngum, tilviljun eða tengst veður-
fari vorsins, í það minnsta treysti ég
mér ekki til að segja til um ástæður
þess. Alla jafna ferðast stærsti mak-
ríllinn lengst til vesturs og norður
en yngri fiskurinn heldur sig nær
meginlandinu, það höfum við séð í
gegnum árin. Ég held hins vegar að
það sé ekki tímabært að koma fram
með spár um að göngumynstur
makríls sé að breytast þannig að
hann hætti að ganga á Íslandsmið,“
segir Þorsteinn.
Morgunblaðið/Börkur Kjartansson
Vertíð Víða hefur verið leitað að makríl við landið í sumar, en undanfarið
hafa skipin verið í Smugunni austur af landinu. Myndin er tekin úr brúnni á
Víkingi AK þegar kastað var í kvöldsól vestur af Reykjanesi sumarið 2016.
Fleiri spurningar en svör
76% minna af makríl í íslenskri og grænlenskri lögsögu Margir þættir hafa áhrif á göngu-
mynstrið Ekki tímabært að spá því að makríll hætti að ganga á Íslandsmið, segir fiskifræðingur
Lífmassi makríls á norðurslóðum
H
ei
m
ild
: H
af
ra
nn
só
kn
as
to
fn
un
10
8
6
4
2
0
milljón tonn
2010 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
4,89 5,09
8,85 8,98
7,72
9,11
10,29
6,22
Makríll fór
að veiðast
sem meðafli
í síldveiðum
fyrir Austur-
landi árið
2006 en
beinar
makrílveiðar hófust árið eftir.
Göngur makríls norður á bóginn
og veiðar íslenskra skipa hafa
skipt þjóðarbúið miklu máli frá
efnahagshruni og útflutnings-
verðmæti sum árin verið um og
yfir 20 milljarðar króna.
Hæst mun útflutningsverð-
mæti makríls hafa farið í 24
milljarða árið 2011 en þá var
bæði krónan veikari og Rúss-
landsmarkaður opinn fyrir
sjávarafurðir frá Íslandi. Í ár má
áætla að heildarverðmæti verði
á bilinu 14-16 milljarðar króna.
Mikil
verðmæti
ÞJÓÐARBÚIÐ
Engir samningar eru milli strand-
ríkja um stjórnun veiða úr upp-
sjávarstofnun í Norðaustur-
Atlantshafi. Eins og undanfarin ár
verður sest að samningaborði í
London í október og verður rætt
um makríl 8.-9. október, en þá
liggur ráðgjöf Alþjóða hafrann-
sóknaráðsins fyrir.
Evrópusambandið, Noregur og
Færeyjar gerðu samning sín á milli
um stjórnun makrílveiða 2014, án
aðkomu Íslendinga og Grænlend-
inga. Sá samningur rennur út í
haust.
Sigurgeir Þorgeirsson, aðal-
samningamaður Íslands í viðræð-
unum, segir óljóst á þessu stigi
hvort Evrópusambandið, Noregur
og Færeyjar framlengi gildandi
samkomulag sín á milli eða hvort
einhverjar breytingar verði gerðar.
„Nú reynir á það í haust hvort það
tekst að gera allsherjarsamning
með öllum aðilum inni, þá á ég við
með okkur og hugsanlega Græn-
lendingum,“ segir Sigurgeir.
Spurður hvort niðurstöður tog-
leiðangursins veiki stöðu Íslands í
samningaviðræðunum segir Sigur-
geir:
„Við hrökkvum ekki upp við
þetta núna þó svo að minna sé af
makríl í ár heldur en verið hefur.
Það segir ekkert um það hvað
verður á næsta eða næstu árum. Í
lögsögunni hefur verið mikið af
makríl síðustu átta til tíu ár. Að
mínu mati breytir þetta ár ekki
samningsstöðu okkar, þvert á móti
hefur hún verið að styrkjast ár frá
ári.“
Breytir ekki samningsstöðu
VIÐRÆÐUR UM STJÓRNUN VEIÐA FRAMUNDAN
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Niðurstöður fiskifræðinga á út-
breiðslu og magni makríls á norður-
slóð vekja fleiri spurningar en þær
svara, en greint var frá niðurstöðum
togleiðangurs í fyrradag. Hvað gerir
makríllinn á næsta ári? Mun hann
ganga í miklum
mæli norður í höf
og vaða í yfir-
borði sjávar á Ís-
landsmiðum eða
nægja honum æt-
isgöngur nær
hrygningar-
stöðvum sunnar í
Atlantshafinu og
upp með strönd-
um Noregs? Svör
við þessum
spurningum liggja ekki fyrir og
óvissa um stofnstærð, vorkomuna í
sjónum næsta ár og lærða hegðun
eldri árganga samanborið við yngri
fiskinn eru þættir sem allir gætu
haft mikil áhrif.
Hrygningarstofn makríls í Norð-
austur-Atlantshafi var í heildina
40% minni í ár en í fyrra og 30%
minni hvað varðar fjölda einstakl-
inga. Þó svo að útbreiðsla hans á
svæðinu hafi í sjálfu sér ekki breyst
mikið og makríll hafi fundist víða er
mun hærra hlutfall hans austar og
nær Noregi en síðustu ár.
Óvissa í stofnmati
Fram kemur á heimasíðu norsku
hafrannsóknastofnunarinnar að
samdrátturinn í íslenskri og græn-
lenskri lögsögu nemi alls 76% og það
skýri að miklu leyti heildarsam-
dráttinn. Í austlægum og norðaust-
lægum hlutum svæðisins nemur
samdrátturinn 21% miðað við tvö
síðustu ár. Óvissan í stofnvísitölunni
er talin minni í niðurstöðum leiðang-
ursins í ár en var á síðasta ári.
Sumarið 2016 var vísitala makríls
innan íslenskrar efnahagslögsögu
metin 3,1 milljón tonn, eða 30,6% af
heildarvísitölu stofnsins. Það var
hæsta vísitala makríls innan lögsög-
unnar sem mælst hefur, en ekki hef-
ur verið upplýst um magnið við Ís-
land í ár og á síðasta ári. Í ástands-
skýrslu Hafró í sumar kemur fram
að niðurstöður árlegs makrílleiðang-
urs í NA-Atlantshafi sumarið 2017
bendi til að álíka magn af makríl hafi
verið innan íslenskrar lögsögu í
Þorsteinn
Sigurðsson