Morgunblaðið - 31.08.2018, Page 17
RAFVÖRUR ehf
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Hita-
kútar
rafvorur.is
Amerísk
gæðaframleiðsla
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2018
Sterkir í stálinu
Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn
Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar
Svört- og ryðfrí rör og fittings
Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur
POM öxlar • PE plötur
Lokar af ýmsum gerðum
Opið virka daga kl. 8-17
Skútuvogi 4, Rvk
Rauðhellu 2, Hafnarfirði
Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Nýjustu fylgiskannanir í Svíþjóð
benda til þess að þjóðernisflokkur-
inn Svíþjóðardemókratarnir fái tæp
20% greiddra atkvæða í þingkosn-
ingunum 7. september og verði
næststærsti eða þriðji stærsti
flokkur landsins. Útlit er fyrir að
Sósíaldemókratar verði áfram
stærsti flokkurinn en tapi miklu
fylgi og fái færri þingmenn en
nokkru sinni fyrr frá árinu 1911
þegar hlutfallskosningar voru tekn-
ar upp.
Samkvæmt nýjustu fylgiskönnun
Sifo-stofnunarinnar njóta Sósíal-
demókratar stuðnings 25,2% kjós-
endanna. Verði þetta niðurstaðan
verður það mikið áfall fyrir flokkinn
því hann hefur borið höfuð og
herðar yfir aðra flokka í Svíþjóð
síðustu áratugi, fékk til að mynda
50,1% atkvæðanna 1968 og 45,2%
árið 1994. Flokkurinn galt afhroð
fjórum árum síðar þegar hann fékk
36,4% atkvæðanna og árið 2006
varð leiðtogi hans, Göran Persson,
að segja af sér þegar flokkurinn
fékk aðeins 35% kjörfylgi. Sósíal-
demókratar fengu 31% greiddra at-
kvæða í síðustu kosningum fyrir
fjórum árum og ef marka má síð-
ustu kannanir er líklegt að hann
tapi um sex prósentustigum til við-
bótar í komandi kosningum.
Samkvæmt rannsókn kannana-
fyrirtækisins Demoskop fyrir
sænska dagblaðið Expressen hafa
Sósíaldemókratar misst þrjá af
hverjum tíu kjósendum sínum á síð-
ustu fimm árum. Fylgistap flokks-
ins er mest meðal kjósenda með
litla menntun og lág laun og einnig
kjósenda í Norrland, nyrsta lands-
hluta Svíþjóðar. Þessir hópar hafa
verið traustustu stuðningsmenn
flokksins síðustu áratugi. Flokkur-
inn hefur misst fylgi í öllum kjós-
endahópum og stuðningurinn við
hann er minnstur meðal ungs fólks.
Aðeins 16,8% kjósenda undir þrí-
tugu segjast styðja flokkinn.
Fylgistap hans er þó enn meira
meðal kjósenda á aldrinum 45-54
ára því að fylgi hans hefur minnkað
um 12,8 prósentustig og er nú
21,8% í þeim hópi. Stuðningurinn er
meiri meðal kjósenda á eftir-
launaaldri en hefur þó minnkað úr
36,9% í 33,1% í þeim hópi á síðustu
fimm árum, að sögn Expressen.
Missa fylgi til Vinstriflokksins
og Svíþjóðardemókratanna
Talið er að Sósíaldemókratar hafi
misst fylgi til Svíþjóðardemókrat-
anna en einnig til Vinstriflokksins,
sem er nú með 9,3% ef marka má
síðustu könnun Sifo. Flokkurinn á
rætur að rekja til Kommúnista-
flokks Svíþjóðar, var nefndur
Vinstriflokkurinn – kommúnistarnir
árið 1967 en tók upp núverandi
nafn árið 1990. Hann hefur aldrei
átt aðild að ríkisstjórn en stutt
stjórnir Sósíaldemókrata og Um-
hverfisflokksins frá árinu 1998,
meðal annars minnihlutastjórn
þeirra sem er nú við völd.
Samkvæmt könnun Sifo mælist
fylgi Svíþjóðardemókratanna 19%
núna, 0,7 prósentustigum meira en
hægriflokksins Moderaterna. Sví-
þjóðardemókratarnir komust fyrst
á sænska þingið árið 2010 þegar
þeir fengu 5,7% atkvæðanna. Fylgi
þeirra rúmlega tvöfaldaðist í síð-
ustu kosningum fyrir fjórum árum
þegar þeir fengu 12,9% at-
kvæðanna.
Hinir stjórnmálaflokkarnir í Sví-
þjóð hafa ekki léð máls á stjórnar-
samstarfi við Svíþjóðardemókrat-
ana vegna stefnu þeirra í inn-
flytjendamálum og ásakana um að
þeir ali á kynþáttahatri. Flokkurinn
á rætur að rekja til hreyfinga sem
voru bendlaðar við nýnasisma. Á
meðal stofnenda hans var Gustaf
Ekström sem gekk í flokk sænskra
nasista 1932 og síðan í Waffen-SS-
hersveitir þýskra nasista í síðari
heimsstyrjöldinni. Flokkurinn hefur
reynt að þvo af sér nasistastimpil-
inn undir forystu Jimmie Åkesson
sem varð leiðtogi hans árið 2005.
Sjö frambjóðendur flokksins í kom-
andi sveitarstjórnakosningum í Sví-
þjóð voru virkir félagar í flokki ný-
nasista, Þjóðernissósíalísku fylk-
ingunni (NSF) fyrir allt að tuttugu
árum, en segjast ekki lengur að-
hyllast nasisma, að sögn Express-
en. Þingmaður Svíþjóðardemókrat-
anna, Björn Söder, er einn þriggja
varaforseta sænska þingsins og var
sakaður um kynþáttafordóma í
sumar þegar hann hélt því fram í
færslu á Facebook að sænskir gyð-
ingar væru ekki Svíar.
Gagnrýna innflytjendastefnu
minnihlutastjórnarinnar
Mikil fjölgun hælisleitenda frá
árinu 2015 er talin meginástæða
aukins fylgis Svíþjóðardemókrat-
anna. Rúmlega 300.000 hælisleit-
endur komu þá til landsins. Það
varð til þess að minnihlutastjórn
Stefans Löfvens, leiðtoga Sósíal-
demókrata, herti innflytjendalög-
gjöfina og síðan hefur dregið veru-
lega úr straumi hælisleitenda til
landsins. Löfven hefur lofað að
fylgja „innflytjendastefnu sem
stenst til langs tíma litið og nýtur
stuðnings sænsku þjóðarinnar“,
verði hann við völd áfram eftir
kosningarnar.
Svíþjóðardemókratarnir gefa
hins vegar innflytjendastefnu
minnihlutastjórnarinnar fallein-
kunn, segja hana hafa valdið tog-
streitu í samfélaginu, sligað sænska
velferðarkerfið og stefnt þjóðarör-
yggi í hættu.
Rauðgrænir Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar og leiðtogi Sósíaldemókrata, Gustav
Fridolin, leiðtogi Umhverfisflokksins, og Jonas Sjöstedt, formaður Vinstriflokksins.
Mið- og hægriflokkar Ebba Busch Thor, leiðtogi Kristilegra demókrata, Jan Björklund, leiðtogi
Frjálslynda flokksins, Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins og Ulf Kristersson, leiðtogi Moderaterna.
Spáð minnsta fylgi í rúm 100 ár
Stuðningurinn við Sósíaldemókrata í Svíþjóð hefur minnkað í 25% Hefur tapað fylgi í öllum kjós-
endahópum en mest á meðal kjósenda með lág laun og litla menntun og í nyrstu héruðum landsins
AFP
Þjóðernissinni Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókratanna.
Löfven eða Kristersson í
forsætisráðuneytið?
» Baráttan um embætti for-
sætisráðherra Svíþjóðar er tal-
in standa milli Stefans Löf-
vens, leiðtoga Sósíal-
demókrata, og Ulfs Kristers-
sons, leiðtoga hægriflokksins
Moderaterna.
» Síðasta fylgkiskönnun Sifo
bendir til þess að „rauðgrænu
flokkarnir“ fái alls 41% fylgi,
þ.e. Sósíaldemókratar 25,5%,
Vinstriflokkurinn 9,3% og Um-
hverfisflokurinn 6,2%.
» Fylgi borgararlegu flokk-
anna fjögurra mælist nú sam-
tals 37,7%, þ.e. Moderaterna
18,3%, Miðflokksins 9,7%,
Frjálslynda flokksins 5,5% og
Kristilegra demókrata 4,2%.
» Kristersson hefur sagt að
hann ætli ekki að mynda stjórn
með Svíþjóðardemókrötunum.