Morgunblaðið - 31.08.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.08.2018, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2018 Rokið rífur í Nú þegar rigningin er aftur farin að berja landann, grípur fólk til regnhlífa sinna, en þær gagnast lítt í vindstrekkingi þeim sem strauk vanga vegfarenda í borginni í gær. Eggert Það er venja að gera sér dagamun um hátíðir. Afmæli og jól eru notuð sem tilefni til gjafa. Sá er þetta ritar telur þó að af- mælisgjöfum sé yfir- leitt öfugt farið því þegar afmælisbarnið er orðið gamalt vantar það ekkert. Það er betri siður að afmælis- barn gefi gjöf í tilefni afmælis síns. Í mínum kunningjahópi vantar eng- an neitt, nema þá helst vín. Þar eru nokkrir sem ekki kunna með það að fara og þá er ekkert hægt að gefa. Vert er þó að minnast orða hag- yrðingsins; „sælla er að gefa en þiggja, á kjaftinn“. Sameign þjóðar Íslenska þjóðin hefur verið óspör á að minna á tilveru sína við hátíð- leg tækifæri. „Sú var tíð, segir í bókum, að ís- lenska þjóðin átti aðeins eina sam- eign, sem metin varð til fjár. Það var klukka. Þessi klukka hékk fyrir gafli Lögréttuhússins á Þingvöllum við Öxará, fest við bjálka uppí kverkinni. Henni var hringt til dóma og á undan aftökum.“ Vissulega á þjóðin í samtímanum fleira í sameign en þessa klukku. Það er einnig hætt að hringja klukkum fyrir aftökur. Dómar, aftökur og sálarmorð fara fyrst og fremst fram í net- miðlum og á síðum DV. Þá er ekki hringt klukkum. Á hátíðlegum stund- um í sögu þjóðarinnar hefur verið mætt til fundar á Þingvöllum. Vissulega hefur reglu- legt þinghald lagst þar af en Al- þingi hefur komið þar saman þegar mikið hefur legið við. Kann að vera að gjálífi sé ættað frá Þingvöllum um þingtíma. Á Þingvöllum hafa verið teknar ákvarðanir um gjafir til þjóðar- innar eða að greiða landinu skuld. Þannig var ákveðið á Alþingi á Þingvöllum 1974, þegar minnst var 1.100 ára byggðar í landinu, að greiða fyrir ofbeit og landníðslu. Við sömu tímamót var ákveðið að gefa þjóðinni Þjóðarbókhlöðu fyrir Landsbókasafn. Við stofnun lýðveldis árið 1944 var ákveðið að þjóðin gæfi sér hús fyrir fornar minjar í vörslu Þjóð- minjasafnsins. Það hús stendur við Suðurgötu. Það er ekki hægt að eyrna- merkja nein sérstök hús 1.000 ára afmæli Alþingis árið 1930 eða full- veldi 1918. Með góðum vilja má þó merkja byggingu Landspítala við Hringbraut þessum tímamótum, en konur höfðu frumkvæði að því verkefni. Hús heimastjórnar er Safnahúsið við Hverfisgötu og Alþingishúsið er reist í tilefni af 1.000 ára byggð í landinu árið 1874 enda þótt Al- þingishúsið hafi ekki verið vígt fyrr en árið 1881. Þessi tvö hús eru örugglega byggð með góðum stuðn- ingi Dana. Það voru færir danskir arkitektar sem hönnuðu bygging- arnar. Þessar byggingar báðar eru mér kærar, ef á annað borð er hægt að þykja vænt um hús! Ein tímamótabygging til viðbótar er Skálholtskirkja. Hún er minnis- merki um að Ísland getur verið frjálst og fullvalda ríki eftir 900 ára biskupsdóm í landinu. Aldarafmælis sjálfstæðishetj- unnar, Jóns Sigurðssonar, var minnst með stofnun Háskóla Ís- lands. Það virðist sem þjóðhátíðar- dagurinn skyldi vera 17. júní, án þess þó að fyrir lægi hvenær lýð- veldi yrði stofnað. Háskólabygg- ingin var vígð 1940. Alþingi ákvað 25. febrúar 1944 að slíta konungssambandi við Dan- mörku í samræmi við sam- bandslögin frá 1918 og stofna lýð- veldi. Haldin var þjóðaratkvæða- greiðsla í maí þar sem yfir- gnæfandi fjöldi þjóðarinnar samþykkti að stofna Lýðveldið Ís- land, sem var svo gert 17. júní sama ár. Hús íslenskunnar hefur þurft að bíða of lengi í grunni sínum. Það er einnig vanvirða við sjálfstæði Al- þingis að starfsemi þess fari fram í leiguhúsnæði af misjöfnum gæðum í miðbænum. Vonandi verður ráðin bót á þessum vanvirðum. Hví er þetta rifjað upp? Er ástæða til að rifja upp hús og tímamót? Já, það er full ástæða til þess. Svo virðist sem þjóðinni finn- ist öllu lokið og að ekkert sé ógert. Það virðist ástæðulaust að minnast fullveldisins í ferli sjálfstæðisbar- áttu. Þeir eru til sem telja að full- veldið 1918 hafi verið merkilegri tímamót en stofnun lýðveldis 1944. Þeir voru ekki margir sem sáu ástæðu til að samfagna á Þingvöll- um þegar þess var minnst að 100 ár voru liðin frá undirritun sam- bandslagasamningsins. Ef til vill er það vegna þess að þjóðin á allt? Og þó? Þjóð, sem segir; Föðurland vort hálft er hafið, helgað þúsund feðra dáð. Þangað lífsbjörg þjóðin sótti, þar mun verða stríðið háð. Yfir logn og banabylgju bjarmi skín af Drottins náð. Föðurland vort hálft er hafið, hetjulífi’ og dauða skráð. (Jón Magnússon) Þessa þjóð vantar hafrann- sóknarskip. Það er allur rausnar- skapurinn 70 árum eftir setningu landgrunnslaga, sem eru grundvöll- ur að vísindalegri nýtingu á lífríki hafsins. Þjóðina getur allt eins vantað veghefil, jarðýtu eða vélskóflu! Hafrannsóknarhús Vissulega er nauðsynlegt að eiga hafrannsóknarskip, frekar tvö en eitt. Það er ekki neitt sem þarf að samþykkja á hátíðarstundum. Alþingi átti að sjá sóma sinn í því að samþykkja að byggja hús til haf- vatna- og fiskirannsókna, fremur en að samþykkja að láta smíða hafrannsóknarskip. Smíði þess er of sjálfsögð til þess að geta verið hátíðleg. Hús til að halda utan um rann- sóknir á lífbeltinu umhverfis landið getur ennþá risið og allir halda sinni sæmd. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Það er betri siður að afmælisbarn gefi gjöf í tilefni afmælis síns. Í mínum kunn- ingjahópi vantar engan neitt, nema þá helst vín. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Er búið að gera allt?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.