Morgunblaðið - 31.08.2018, Page 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2018
Dreifingardeild Morgunblaðsins
leitar að dugmiklu fólki 13 ára og
eldra, til að bera út blöð.
Allar nánari upplýsingar
í síma 569 1440
eða dreifing@mbl.is
Hafðu samband í dag
www.mbl.is/laushverfi
Hressandi
morgunganga
Útgáfu á nýjum geisladiski með flutningi píanóleikar-
ans Víkings Heiðars Ólafssonar á verkum Johanns
Sebastians Bach, sem Deutsche Grammophon, stærsti
útgefandi klassískrar tónlistar í heiminum, gefur út,
var fagnað í fyrradag í sendiherrabústað Íslands í Berl-
ín. Á diskinum má m.a. finna verk eftir Bach sem hefur
ekki verið gefið út áður.
Víkingur lék nokkur verk fyrir viðstadda í sendi-
herrabústaðnum og hlaut mikið lof fyrir. Þá fræddi
hann gesti einnig um tónlistina og samband sitt við
Bach og sagði m.a. að Bach gæfi flytjandanum litlar
leiðbeiningar og því mikið frelsi til túlkunar.
Deutsche Grammophon gaf í fyrra út disk með flutn-
ingi Víkings á lögum eftir Philip Glass og hlaut sá disk-
ur mikið lof gagnrýnenda. Var það jafnframt fyrsti
diskurinn sem fyrirtækið gaf út með píanóleik Víkings.
Deutsche Grammophon fagnar 120 ára afmæli í ár og
er hinn nýi diskur Víkings enn ein rósin í hnappagat
þess. Clemens Trautmann, framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins, fagnaði útgáfunni í fyrrakvöld og sagði mikla
ánægju með samstarfið við Víking. Yfir hundrað
manns sóttu viðburðinn.
Ljósmyndir/Bernd Jaworek
Gleðistund Frá vinstri: Ruth Bobrich, Kleopatra Sofroniou, Marc Fritsch, Frank Briegmann, Vikingur
Ólafsson, Eva Þengilsdóttir, Martin Eyjólfsson og Clemens Trautmann stilltu sér upp fyrir ljósmyndara.
Nýjum diski Víkings fagnað
Skífuþeytir Plötusnúðurinn Dj Clé lék fyrir gesti.
Hugfangnir Gestir hlusta hugfangnir á leik Víkings í stillu úr frétt þýsku sjónvarpsstöðvarinnar RBB um hófið.
Einbeittur Víkingur Heiðar lék verk eftir Bach á flygilinn í sendiherrabústaðnum í Berlín.
Sam Ainsley heldur opinn fyrir-
lestur um verkefni sín og vinnuað-
ferðir í fyrirlestrarsal Listaháskól-
ans á Laugarnesvegi 91 í dag kl. 13.
„Sam Ainsley er myndlistarmaður
og kennari og stýrði MFA-náminu
við Listaháskólann í Glasgow. Hún
kenndi einnig við Environmental
Art deildina með David Harding frá
1985-1991. Hún er mikilsvirt tals-
kona myndlistar og eru verk hennar
hluti af fjölmörgum safneignum og
einkasöfnum um allan heim.
Ainsley hefur tekið þátt í ýmis-
konar frumkvöðlastarfsemi á sviði
myndlistar í Skotlandi og á alþjóð-
legum vettvangi. Sem boðsgestur á
umfangsmiklum ferðalögum sem
listamaður og sýningarstjóri hefur
það styrkt stöðu hennar sem óform-
legur sendiherra skoskrar mynd-
listar og myndlistarmanna,“ segir í
tilkynningu. Þar kemur fram að fyr-
irlesturinn fari fram á ensku og eru
allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Ainsley ræðir verk sín og vinnuaðferðir
Kennari Sam Ainsley myndlistarmaður.
Menningarhúsin í Kópavogi hefja
haustdagskrá sína á morgun, laug-
ardag, með viðburðum milli kl. 13 og
15 í öllum húsum og er aðgangur
ókeypis. Vala Guðnadóttir syngur
þekkt lög úr teiknimyndum í Salnum
kl. 13. Ný og gömul leikföng verða
til sýnis og brúks á Bókasafni Kópa-
vogs og vatnaplöntur skoðaðar og
pressaðar í Náttúrufræðistofu. Í
Gerðarsafni verður skúlptúr við-
fangsefnið en óhefðbundinn efnivið-
ur verður notaður í sköpun fyrir alla
fjölskylduna. „Nýr dagskrár-
bæklingur liggur frammi í húsunum
en Fjölskyldu-
stundir á laugar-
dögum eru opnar
öllum og dag-
skráin ávallt
ókeypis. Bóka-
safn Kópavogs,
Náttúrufræði-
stofa, Salurinn og
Gerðarsafn
mynda Menning-
arhúsin í Kópavogi en húsin skiptast
á að bjóða fjölbreytta dagskrá sem
hefst kl. 13 á hverjum laugardegi,“
segir í tilkynningu.
Tónlist, plöntur, leikir og skúlptúrsmiðja
Vala Guðnadóttir