Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.08.2018, Qupperneq 18
Jarmíla fæddist í Þýskalandi átta árum áður
en seinni heimsstyrjöldinni lauk með upp-
gjöf Þjóðverja. Það hefur verið sagt að
börnin sem fæddust milli 1930 og 1945 hafi
verið of ung fyrir beina hluttekningu í
stríðinu en nógu gömul til að upplifa hung-
ur, brottrekstur, sprengjuárásir og ótta við
dauðann, ástvinamissi og aðskilnað.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
áhuga hennar og þegar hún var sautján ára
sagðist ein bekkjarsystir hennar hafa séð aug-
lýsingu þar sem auglýst væri eftir Haus-
mädchen á Íslandi. „Það þótti voða fínt orð en
þýddi auðvitað bara vinnukona. Ég sló til og
sótti um.“
Haustið 1954 steig Jarmíla svo fæti á ís-
lenska grund ásamt annarri þýskri stúlku,
Elsie að nafni. Ferðalagið var langt. Fyrst
tóku þær stöllur lest til Kaupmannahafnar.
Þaðan sigldu þær til Íslands og Jarmíla segist
hafa verið sjóveik á leiðinni. Einum farþega
segist hún muna eftir frá Gullfossi. „Það var
Jón Sigurbjörnsson, leikari og söngvari, sem
hafði verið í námi í Danmörku. Ég þekkti hann
ekkert en mundi eftir honum þegar ég sá hann
seinna á sviði.“
Jarmíla segir foreldra sína ekkert hafa get-
að sagt við því þegar hún tilkynnti þeim að hún
væri að fara til Íslands að vinna því hún hefði
lengi verið búin að tala um að einn daginn ætl-
aði hún að láta verða af því að fara þangað.
„Mamma hafði alltaf sagt að þetta væru bara
draumórar í mér sem yrðu aldrei að veruleika.
Svo hún gat ekkert sagt. En hún varð alveg
vitlaus seinna meir þegar ég ætlaði að fara að
setjast að á Íslandi og ná mér í gamlan mann,“
segir Jarmíla og hlær. „Það fannst henni alveg
hræðilegt.“
Jarmíla fór til fjölskyldu í Reykjavík en
Elsie í Kópavog. „Ég vann hjá hjónunum Ing-
unni Erlendsdóttur og Borgþóri Björnssyni.
Þau áttu fjögur börn. Ég var vinnukona hjá
þeim í heilt ár.“ Hún segir að þetta hafi verið
vinna en hjónin hafi verið góð við sig. Hún hafi
fengið frí eftir hádegi á miðvikudögum og ann-
an hvern sunnudag. „Á miðvikudögum fór ég
oft að heimsækja Elsie í Kópavoginn. Annars
hafði ég ekki mikið samband við aðrar þýskar
stúlkur sem voru hér.“
Á þessum tíma var algengt að hingað kæmu
þýskar stúlkur og ynnu sem vinnukonur hjá
heldra fólki, fólki sem hafði efni á því. „Og
hafði herbergi fyrir þær,“ segir Jarmíla. Hún
hafi þó ekki haft herbergi hjá fjölskyldunni til
að byrja með heldur sofið á skrifstofunni, en
svo hafi hún fengið herbergi í kjallaranum.
Fékkstu aldrei heimþrá?
„Nei, ég var ekki með heimþrá, en ég sakn-
aði kannski ákveðinna hluta að heiman, til
dæmis matarins. Mér fannst íslenski maturinn
ekki upp á marga fiska til að byrja með. En ég
vandist þessu fljótt. Ég lærði að borða súrt
slátur fyrsta veturinn minn á Íslandi. Hús-
móðirin mín gerði slátur og mér þótti það æð-
islega gott. Og mér þykir enn þann dag í dag
súr blóðmör miklu betri en súr lifrarpylsa.“
Jarmíla segir að sér hafi gengið ágætlega að
læra íslenskuna. „Ég las dálítið mikið. Og las
unglingabækur sem höfðu verið þýddar yfir á
íslensku; til dæmis bækur eftir norska höfund-
inn Margit Ravn.“
Hefði ekki snúið til baka
Sumarið eftir komuna til Íslands var Jarmíla
send norður í land til að passa, þar sem hún
dvaldi frá því í maí fram í ágúst. „Við flugum til
Kópaskers og þar tók á móti okkur bóndi sem
keyrði okkur á sveitabæinn þar sem við áttum
að dvelja, Grjótnes.“ Jarmílu leist ekkert á
blikuna á meðan á bílferðinni stóð og segist
hafa spurt sig hvert í ósköpunum hún væri eig-
inlega komin. Þar sem hún horfði út um
gluggann sá hún ekkert nema sand, en það
hafi þó strax verið aðeins betra þegar hún hafi
séð til sjávar. Bóndinn sem keyrði var fámáll
og Jarmílu fannst bílferðin engan endi ætla að
taka. Loksins komu þau þó á leiðarenda. Í
hlaðinu stóðu meðal annarra tveir menn sem
Jarmílu fannst alveg nákvæmlega eins, en það
voru eineggja tvíburabræðurnir Gunnlaugur
og Björn Björnssynir. Og öðrum átti Jarmíla
eftir að giftast.
„Það voru þarna tvö hús; annað var reisu-
legt timburhús og hitt steinhús, og þar bjó
ég. Í steinhúsinu bjuggu þrír bræður ásamt
föður sínum og systur. Hún hafði reyndar
gifst manni og flutt til Raufarhafnar en
fannst hún þurfa að sinna bræðrum sínum og
föðurnum. Tveir bræðranna voru bændur en
VIÐTAL
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.8. 2018